Dagblaðið - 12.08.1978, Síða 15

Dagblaðið - 12.08.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978. Brúökaupiö íMonakó: Faðirinn grét er dóttirin Fftir hrúðkaupið gengu brúðhjúmn um götur og tóku vid hamingjuóskum frá íbúum Monakó. gifti sig F.ftir hatlðlega vlgslu var þessi mynd tekin af brúðhjónunum og foreldrum brúðarinnar. Brúðkaupið í Monakó hefur ekki verið neitt ýkja mikið í fréttum, þó svo að um frægt fólk hafi verið að ræða. Það er sjálfsagt móður brúðarinnar að þakka, þar sem hún bannaði öllum blaðamönnum aðgang að veizlunni. Samt sem áður koma hér nokkrar myndir úr veizlunni þó svo að langt sé orðið síðan brúðkaupið var haldið. Rainier fursti var með tárin i augunum þegar dóttir hans Karólína gifti sig Philippe Junot Fransmanni sem er 17 árum eldri en hún sjálf. Biskupinn sem gifti þau var sá sami og gifti furstahjónin 19. apríl 1956. Hann skírði lika Karólínu þann 3. mars 1957. Yngri systir Karólínu, Stephanie, sem er 13 ára, var í háhæluðum skóm 1 fyrsta sinn og heyrðist hún segja „Þessir skór eyðileggja veizluna fyrir mér, ég skal sko aldrei gifta mig." Móðir hennar Grace leit til hennar með svip er gaf til kynna að hún skyldi hafa hljótt um sig. Karólína Junot er 21 árs en maður hennar Philippe Junot er 38 ára og þykir mörgum aldursmunur þeirra mikill. Eftir vigslunavar haldin heljar- mikil veizla i höllinni. Maturinn var einstakur og var dregið fram allt það bezta úr hafinu, s.s. humar, skeldýr og alls kyns fiskur, ásamt dýrindis hvitvíni. Philippe dansaði brúðarvals- inn við Karólínu og voru þau fyrst á gólfið samkvæmt venju, síðan komu Grace og Rainier furstahjón, því næst foreldrar Philippes en þau hafa verið skilin í 20 ár. Faðir hans er giftur í þriðja sinn en eiginkonu hans var ekki boðiðí veizluna. Gestir fyrir utan fjölskylduna voru fyrst og fremst vinir furstafrúarinnar frá Hollywood og má þar nefna Frank Sinatra og Gary Grant. Ava Gardner og Gregory Peck sáust líka ásamt fleiri kvikmyndastjörnum. Þrír frægir afþökkuðu boðið um að koma og voru það hinn frægi tennisleikari Svia, Björn Borg, prins Bertil og prinsessa Lilian. öllum íbúum Monakó var boðið I veizluna þó svo að þeim hafi ekki verið boðið í fínustu salarkynnin. 4500 manns mættu og eru það allir ibúar staðarins. Meðal beztu gjafa sem þau fengu var skjal upp á að þau þyrftu ekki að greiða skatt, kista lögð silfri og „antik" stólar frá 17. öld. Eins og sjálfsagt allir vita eyddu brúðhjónin hveiti- brauðsdögunum á snekkju nálægt Mallorca. Brúðguminn vildi bjóða vinum sínum í brúðkaupið en fursta- frúin Grace vildi enga „playboy" drengi í brúðkaupið. Hvernig mun svo hjónabandið ganga? Margir eru forvitnir að vita það svo fengin var spákona til að spá fyrir um það. Hún segir: Karólina er fædd 21. 1. 57 og hún mun hafa það mjög gott. Philippe er fæddur 19.4. 40 og hann á eftir að elska margar stúlkur það sem eftir er ævinnar. í hjónabandinu mun ýmis- legt eiga eftir að ganga á. Og þá vituni við það. •'rank Sinatra og kona hans Barbara. KviKmyndastjörnurnar Gary Grant og Ava Gardner á leið til veizlunnar. ~m Brúðhjónin, foreldrar brúðarinnar, brúðarmcyjar og systkini Karolinu. 15 \ Vi

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.