Dagblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 24
Verkamannasambandið:
Samstaða Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags er krafan
— beinar viðræður hefjist strax
„Framkvæmdastjórn Verkamanna-
sambands tslands minnir á, að þeir
tveir verkalýðsflokkar, sem voru í
stjórnarandstöðu síðastliðið kjörtima-
bil og börðust gegn kaupránslögum
rikisstjórnarinnar, unnu stóra sigra í
síðustu þingkosningum,” segir i tillögu
sem samþykkt var í gær samhljóða.
Tillögumenn voru þeir Guðmundur
J. Guðmundsson og Karl Steinar
Guðnason þingmaður (A).
t samþykktinni telur stjórnin að
fylgi þúsunda verkamanna hafi mót-
azt af þessari afstöðu flokkanna. Hafi
launþegar því veitt þeim atkvæði sín.
Harmar framkvæmdastjórnin að
þessir tveir flokkar skuli ekki bafa náð
sameiginlegri afstöðu i stjórnarmynd-
unarviðræðunum. Skorar stjórnin á
þessa flokka að taka nú upp beinar
viðræður sín i milli. Hefðu þær að
sameiginlegu markmiði að tryggja
kaupmátt tekna verkafólks, atvinnu-
öryggi og félagslegar úrbætur fyrir þá
sem minnst mega sín.
Ekki skiptir öllu máli hvaða leiðir
eru farnar að þessum markmiðum, ef
þær leiða til réttrar niðurstöðu. Meðal
annars minnir framkvæmdastjórnin á
tilboð VMSÍ um gildistöku samning-
anna. Krefst stjórnin þess að því verði
tekið. Þannig fáist launajöfnuður
meirienáður.
Samstaða Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags er heillavænlegasta leiðin til
þess að tryggja framgang baráttumála
launþega.
Loks er enn lögð áhersla á að flokk-
arnir taki nú þegar upp beinar viðræð-
ur. — BS 1
Kvartmflan, rúmir 400 metrar, verður sffellt vinsœHa fyrirbnri meflal sportmanna. Hér em tveir tilbúnir tfl afl spyma rfflega.
— DB-mynd R.Th.Sig.
Kvartmflubrautinni vex óðum fiskur um hrygg
Óðum styttist nú i að keppnisbraut
Kvartmíluklúbbsins verði tilbúin til
notkunar. Vonir standa til þess að unnt
verði að bera varanlegt slitlag á
braulina inhan hálfs mánaðar og þá
væntanlega að halda fyrstu opinberu
kvartmílukeppnina í næsta mánuði.
I gær var unnið við að aka grús I
brautina, — síðasta ofaníburðinn áður
en slitlagið verður lagt. Reyndar er enn
eftir að vinna drjúgt verk í kringum
keppnissvæðið. Bifreiðastæöi áhorfenda
eru ekki tilbúin né heldur áhorfenda-
stæðið sjálft. Ekki mun vera mikið verk
að koma upp bráðabirgðastöðu, þar eð
jarðvegurinn i kring er auðveidúr
viðfangs.
ÁT.
Endalok loftbardaga yfir Ólafsvík:
FÁLKINN FLAUG
INN í STOFU
en spörfuglinn siapp inn í svefnherbergi
Það varð heldur betur uppi fótur og
fit í ibúðinni á neðri hæð hússins við
Stekkjarholt 7 í Ólafsvik i fyrradag,
þegar húsmóðirin gekk þar fram á full-
vaxinn fálka inni i stofu.
Bróðir hennar, Aron Bcrgþórsson.
búsettur á efri hæðinni. kom henni
brátt til hjálpar, byrgði henducsínar
sokkum og gómaði fálkann. Tómt
fuglabúr var á staðnum og setti Aron
fálkann þar inn til að skoða hann
nánar. Gekk vel að góma fálkann og
virtist hann vera lamaður af skelfingu.
Eftir að í búrið var komið sá hann
hinsvegar að engu var að tapa og tók
að láta ófriðlega. Eftir nokkra stund
sleppti Aron fálkanum, sem varð
frelsinu feginn og flaug til nálægs
fjalls, þar sem hann er talinn eiga
hreiður.
Fálkinn hafði skotizt inn um útidýr
hússins, sem stóðu opnar á meðan
húsmóðirin hafði brugðið sér út að lita
eftir barni sinu.
Ekki skildu þau systkini i fyrstu
hvaða erindi fálkinn hefði átt þarna
inn i stofu. Brátt kom þó skýringin á
þvi í ljós er heyrðist til lítils spörfugls
innan úr svefnherbergi. Kúrði hann
þar lafhræddur eftir æðisgenginn
flótta undan fálkanum sem
heppnaðist með að stinga af inn i
svefnherbergi. Leið þvi ekki á löngu
þar til annar fugl flaug frelsinu feginn
úr heimsókninni aðStekkjarholti 7.
G.S.
Vestfirzkir frystihúsamenn funda um ástandið:
LÍKA TAP Á
VESTFJÖRÐUM
— 7 hús á Reykjavíkursvæðinu loka um
mánaðarmótin
„Húsin hér eru líka rekin með ein-
hverju tapi nú og munu frystihúsaeig-
endur funda um þetta ástand á næst-
unni,” sagði Guðmundur Guðmunds-
son stjórnarformaður Íshúsfélags ís-
firðinga hf. í viðtali við DBI morgun.
Afkoma vestfirzku húsanna hefur
yfirleitt verið hvað bezt á landinu en
nú er þar einnig orðið tap, skv.
orðum Guðmundar.
„Frystihúsin hafa verið rékin með
svo stórfelldum halla á árinu aö þau
geta ekki lengur staðið undir slíku
tapi. Miðað við óbreyttar horfur er
engin von að hægt sé að reka þau eftir
næstu mánaðamót,” segir m.a. í yfir-
lýsingu saminni á sameiginlegum
fundi forsvarsmanna frystihúsa i
Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi.
Þar stöðvast eftirtalin 7 frystihús
um næstu mánaðamót: Hraðfrysti-
stöðin, Barðinn, ísbjörninn, Íshús
Hafnarfjarðar, Kirkjusandur, Sjófang
og Sjólastöðin. Hjá þessum fyrir-
tækjum vinna um þúsund manns og
um 200 sjómenn leggja þar reglulega
upp. Útgerðarráð BÚR og BÚH hafa
ekki komið saman til að taka afstöðu
til þessa máls. Þá hafa frystihúsamenn
á Norðurlandi eystra komið saman
vegna þessa máls en þeir ákváðu ekki
neinn sérstakan lokunardag þótt lókun
sé þar fyrirsjáanleg við óbreytt ástand
til frambúðar. G.S.
frjálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978.
Gísli
Blöndal
til Alþjóða-
gjaldeyris-
sjóðsins
Dr. Gísli Blöndal hagsýslustjóri mun
1. nóvember nk. taka sæti varafulltrúa
Norðurlanda í framkvæmdastjórn
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hefur fjár-
málaráðherra veitt honum leyfi.
Hefur ráðherra jafnframt sett
Brynjólf I. Sigurðsson dósent við
viðskiptadeild háskólans, hagsýslustjóra
frá 1. sept. um tveggja og hálfs árs skeið
ogveitthonumleyfifráH.Í. *
Brynjólfur er fæddur 1. maí 1940,
lauk viðskiptafræði frá HÍ 1965,
stundaði rannsóknar- og kennslustörf
við Verzlunarháskólann i Kaupmanna-
höfn frá ’65 til ’68 og hefur starfað við
viðskiptadeild HÍ, frá 1970 auk ýmissa
stjórnunarstarfa á vegum skólans og
annarra aðila.
G.S.
Keppni aldrei
eins hörð
— á íslandsmótinu í
golfi sem lýkurídag
Siðasta umferð íslandsmótsins í golfi
fer fram i dag og um hádegið hefja
meistaraflokksmennirnir keppni á
Leirunni. Full ástæða er að leggja leið
sina til Keflavíkur að sjá kappanna því
aldrei áður hefur keppnin verið svona
hörð. Staðan eftir 54 holur er þessi hjá
þeim flokkum sem voru „komnir inn”
þegar blaðið fór í prentun.
Mfl. karla:
Sigurður Hafsteinsson 227
Óskar Sæmundsson 229
Þorbjörn Kjærbo 230
Geir Svansson 230
Bjðrgvin Þorsteinsson 231
Gylfi Kristinsson 232
Hannes Eyvindsson 233
Sveinn Sigurbergsson 233
l.fl. karla:
Gisli Sigurðsson 245
Viðar Þorsteinsson 248
Henning Bjarnason 253
Guðmundur Þórarinsson 253
Mfl. kvenna:
Jóhanna Ingóifsdóttir 240
Sðlveig Þorsteinsdóttir 243
Jakobfna Guðlaugsdóttir 249
HBK.
Ragnar komst
ekki í úrslit
Ragnar Ólafsson lék á 78 höggum i
gær á Unglingameistaramóti Bretlands i
golfi, sem nú er háð á Skotlandi. Fyrstu
18 holurnar á fimmtudag lék hann á 77
höggum. Samtals því 155 — og komst
þvi ekki í úrslit keppninnar. Alls tóku
200 kylfingar þátt i keppninni — 40 þeir
beztu leika til loka. Bezta skor eftir 36
holur í gær var 140. — hsím
/$r Kaupið^t
iS TÖLVUR,
ISg QG TÖLVUUR »1
BANKASTRÆTI8