Dagblaðið - 25.08.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978.
9
.. 1
Nýútskrifaðir snyrtar:
NÁMIÐ
EKKERT
METIÐTIL
LAUNA
„Nei, við erum bara á venjulegum
verzlunarmannafélagstaxta eins og
annað fólk sem vinnur i búðum. Samt er
ætlazt til þess að við veitum viðskipta-
vinum meiri þjónustu,” sögðu fjórir
ungir snyrtar sem DB liitti að máli.,
Snyrtarnir, sem heita Björg Ólafsdóttir,
Steinunn Kristinsdóttir, Sigurrós Einars-
dóttir og Sigríður Bjarnadóttir, út-
skrifuðust i vor sem leið úr Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti. Áttu þær þá að
baki tveggja ára „grunnnám i
heilbrigðis og snyrtigreinum" eins og
það heitir á prófskirteinum þeirra. Þær
Björg og Steinunn vinna núna í
snyrtivöruverzlunum, Sigurrós vinnur á
snyrtistofu, sem jafnframt selur
snyrtivörur og Sigriður vinnur á
snyrtistofu og jafnframt í
snyrtivöruverzlun. En námið er ekki
metið þeim neitt til aukinna tekna, þær
hafa sömu laun og ómenntað fólk.
Tiíraun sem reynd
var einu sinni
Námið sem stúlkurnar hlutu var
tilraun i fjölbrautaskólanum
sem reynd hefur verið aðeins í
þetta eina sinn. Ákveðið var að sjá
hvernig nemendum þessa eina árgangs
gengi úti á vinnumarkaðnum áður en
fleiri yrðu menntaðir i þessari grein. 8
stúlkur útskrifuðust af snyrtibrautinni
en mun fleiri hófu námið en fóru siðar á
aðrar brautir. Þessar 8 stúlkur hafa allar
getað fengið vinnu á sínu sviði hafi þær
leitað eftir henni.
Þrjú starfsheiti
Nú eru 'þrjú starfsheiti á fólki sem
vinnur við að fegra og snyrta annað
fólk. Er það ýmist kallað fegrunarsér-
fræðingar, snyrtisérfræðingar eða
snyrtar. Fegrunar- og snyrtisérfræðingar
hafa hlotið menntun í líffærafræði en
enga aðra bóklega menntun. Hinir nýju
snyrtar hafa hins vegar hlotið alla sína
menntun innan veggja skólans.
Þar hafa þeir lært ýmsar bóklegar
greinar, s.s. liffræði, eðlis- og efnafræði,
sálfræði og líffærafræði. Auk þess hefur
Ja há, hér er greinilega mikið verk óunnið, segir Agústina umsjónarkennari stúlknanna, Sigríður, Björg og Sigurrós horfa á.
Á myndinni sést Steinunn ekki.
DB-mynd RagnarTh,
þeim verið kennd hin verklega hlið af
snyrti- og fegrunarsérfræðingum og hafa
þeir farið á ýmsa vinnustaði og kynnt sér
starfsemi þeirra.
Snyrtararnir hafa fengið inngöngu í
félag fegrunarsérfræðinga, en nám
þeirra er i raun metið á annan hátt en
nám þeirra eða snyrtisérfræðinga,
Smyrtisérfræðingar eru langflestir í sjálf-
stæðum atvinnurekstri og fá laun hjá
sjálfum sér. Þeir snyrtisérfræðingar sem
eru i vinnu hjá öðrum fá yfirleitt hluta
ágóðans i laun. En hinir nýju snyrtar fá
eingöngu fast kaup sem er um 160
þúsund krónur á mánuði.
Ekki eini hópurinn,
sem enginn veit
hvað á að gera við
Snyrtar eru ekki eini hópurinn sem út-
skrifaður hefur verið úr Fjölbrauta-
skólanum sem enginn veit hvað á að
gera við. Fólk er útskrifað frá skólanum
af hjúkrunarbraut og enginn veit hvað
við það á að gera. Svo er og með fólk af
verzlunarbraut og af mörgurn iðnbraut-
anna. Menn í þeim fögum sem þessar
brautir eru miðaðar við eru ckkert allt of
sáttir við hinar nýju kennsluaðferðir og
þá nemendur sem hlotið hafa alla sina
menntun innan skólaveggja i stað þess
að læra úti á vinnumarkaðnum.
•DS.
Fyrirhuguð bygging olíuskips fyrir SÍS
Skipadeild SÍS fyrirhugar nú smíði framkvæmdastjóra skipadeildarinnar staddir ytra. Vinna þeir að lokaþætti Fyrirhugað er að skipið verði tilbúiö
2000 tonna oliuskips i Þýzkalandi. Að eru Axel Gíslason framkvæmdastjóri samninga og koma væntanlega með til afhendingar um mitt næsta ár. Að
sögn Óskars Jóhannessonar aðstoðar- skipadeildarinnar og Óskar Karlsson nú uppáskrifaðansamning heim. sögn Óskars verður skipið að mestu
notað við dreifingu á oliu innanlands,
en allt eins er hægt að nýta það til
annarra flutninga. svo sem lýsis-
flutninga o. fl. til útlanda, ef tækifæri
gefst.
— JH
Sameigin-
legur kjöt-
og græn-
metis-
markaður
— nýstárleg
hugmynd í
nýju blaði
1. ágúst sl. hóf göngu sína rit um
landbúnaðarmál er nefnist Bú og
fé. í fyrsta tölublaði þessa rits er
gripið á ýmsum málum er tengjast
landbúnaðinum og þar er m.a.
rædd sú hugmynd sem hefur
komið fram um að grænmetis-
markaður verði opnaður á Lækjar-
torgi: „Hugmyndin er óneitanlega
skemmtileg og ber að skoða hana
til hlítar, en fljótt á litið er hætt við
að veður og þrengsli við aðdrætti
geti þrengt nokkuð að hugmynd-
inni. Hún hlýtur að takmarkast
við hásumartimann nema byggt
verði yfir þennan markað. Tillögu-
ntenn luma kannske á lausn um
þessi atriði. Allar tillögur um þetta
mál eru spor i rétta átt og hljóta að
vekja áhuga fólks á fjölbreytni og
betri nýtingu matvæla.”
Bú og fé setur síðan fram sina
hugmynd um sameiginlegan kjöt-
og grænmetismarkað. Fylgir með
teikning af sliku húsi. Þar er miðað
við að markaðssalurinn sé í miðju
húsinu en til hliðanna verði kjöt-
og grænmetiskælar og móttaka
kjöts og grænmetis. Siðan er
miðað við að grænmetismarkaður
verði á mánudögum og þriðju
dögum. Miðvikudagurinn verði
notaður til þrifa og kjötmarkaður
á fimmtudögum og föstudögum.
______________ GAJ
Okkur vantar
nýlega bíla
í okkar
glæsilega,
bjarta sýning-
arsal
Nú seljum
við einnig
hraöbáta
...Nú er mikil
sala!
Bflasalan
SKEIFAN
Skeifunni 11,
Sími8484S—35035
NÝTT! NÝTT!