Dagblaðið - 25.08.1978, Side 10

Dagblaðið - 25.08.1978, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978. IMmBIAÐM Útgefandi: Dagblaðid hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn B. EyjóHsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjónsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RrtstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfréttastjórar. Atii Steinarsson og Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásqeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, HaHur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson{ Ragnar Lár., Raqnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Krístínfson Ámi PáU Jóhannsson, Bja nleifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Svoinn Pi rmóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifssoi'. Sökistjóri: Ingvar Svoinsson. Dreifing- arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeHd, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasökr 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. My nda- og plötugerð: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Stuldur í krafti laga Norræna verðkönnunin afhjúpar gífurlegan lögverndaðan stuld margra ís- lenzkra innflytjenda úr vösum íslenzkra neytenda. Þeir hafa, til að komast undan lágri álagnir^u, af ráðnum hug keypt dýrari vö. en þeir hefðu þurft. Sá _____________________ gróði, sem myndast við þetta, hefur að hluta runnið tií útlendinga og að hluta til íslenzkra innflytjenda. ís- lenzkir neytendur greiða þann reikning í hærra vöru- verði. Innkaupsverð vara, sem fluttar eru hingað til lands, reyndist að jafnaði 21— 27 prósentum hærra en inn- kaupsverð varanna, ef þær voru innfluttar til hinna Norðurlandanna. Könnunin náði til 30—40 vöruteg- unda, sem voru innfluttar til allra Norðurlandanna, og voru þær af sömu gerð og stærð. Með norrænu samstarfi verðlagsyfirvalda skyldi leitt í ljós, hvort nákvæmlega sömu vörur væru keyptar inn á mismunandi verði til landanna fimm. Svíar reyndust ná hagstæðustum kaup- um. íslendingar skáru sig svo mjög úr, að skýringa er augljóslega að leita í mismunandi verðlagslöggjöf og mis- munandi samkeppnisaðstöðu í löndunum. íslendingar greiddu þannig 26,7 af hundraði hærra verð en Svíar fyrir sömu vörur. Þessi niðurstaða kemur í framhaldi af niðurstöðu könnunar verðlagsstjóra á innkaupsverði vara, sem keyptar voru í Englandi og gerð vai fyrir hálfu öðru ári. Sú könnun var mjög takmörkuð, og niðurstöður hennar að nokkru vefengjanlegar á þeim forsendum. Nú liggur svarið á horðinu. Ýmsar skýringar, sem innflytjendur gáfu þá á verð- mismuninuni, svo sein að við kaupum inn í tiltölulega litlu magni, nægja hvergi nærri til að skýra hinn mikla mismun. Verðlagsstjóri leiðir rök að því, að innflytj- endur bæti sér með þessum hætti upp, að álagningarpró- senta er lægri hér en á hinum Norðurlöndunum. Niðurstöðurnar undirstrika, hversu verðlagseftirlit okkar og álagningarreglur hafa iðulega þveröfug áhrif við það, sem til er ætlazt. Þetta kerfi hækkar verðið en lækkar það ekki. Þar sem álagningin er leyfð sem ákveðin prósenta ofan á innkaupsverð, er leiðin opin inn- flytjandanum til að kaupa inn dýrara en hann þarf og auka þannig það, sem í hans hlut kemur. Ónóg sam- keppni og að einhverju leyti samstarf innflytjenda gerir þetta mögulegt. Engin lög banna innflytjanda að kaupa vöruna inn dýru verði. Hitt er svo annað mál, að grunur leikur á, að í mörgum tilvikum séu umboðslaun falin, þeim komið á reikning erlendis og svikizt undan skatta- oggjaldeyrislögum. Allir innflytjendur sitja ekki við sama borð í þessum efnum. Margir fara aðrar leiðir, reyna að kaupa sem ódýrast og ástunda raunverulega samkeppni á markaðn- um. En verðlagskerfið hér opnar illu heilli leiðir, sem freista, þegar saman fer möguleikinn á auknum gróða vegna dýrari innkaupa og skortur á samkeppni á inn- lendum markaði eða aðferðir til að smjúga undan henni. Neytendur verða að sjá til þess, að þeir njóti sann- gjarns verðs. Til þess þarf greinilega að leggja niður þá þætti svokallaðs verðlagseftirlits, sem í þessum tilvikum valda hækkun verðsins. Nýju lögin um verðlagseftirlit gera kleift að efla smám saman frjálsa samkeppni, út- rýma samkeppnishömlum, auka verðskyn neytenda og koma málum í það horf, sem er á öðrum Norðurlöndum og hefur augljósa yfirburði yfir okkar kerfi. Að því leyti, sem þetta nægir ekki til að brúa bilið, þarf hið opinbera að fylgja könnuninni eftir með því að skyggnast nánar í myrkviði innflutningsverzlunarinnar. DANMÖRK: Danir illa búnir til að notfæra sér framfarir við lækn- ingar krabbameins

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.