Dagblaðið - 25.08.1978, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978.
19
SPIL VERKSPLA TAN
Á MARKAÐINN í LOK
NÆSTA MÁNAÐAR
GEIMSTEINN FLYG-
UR VESTUR UM HAF
EFTIR HELGINA
Hljómsveitin Geimsteinn leggur
land undir fót eftir helgina og stefnir
réttvisandi á New York. Þar er
meiningin að skemmta á næturklúbb-
um um nokkurra vikna skeið. Einnig
kemur hljómsveitin fram á úti-
hljómleikum i New Jersey. Nefnast
þeir hljómelikar Scandinavian/Ameri-
can Festival.
„Við leikum fjögur lög á þessum
hljómleikum,” sagði Rúnar Júliusson,
er Dagblaðið ræddi við hann um utan-
för Geimsteins. „Þrjú þeirra þurfa að
vera alíslenzk, en eitt þekkt erlent, en
meðislenzkum texta."
Rúnar taldi að Geimsteinn yrði eina
rokkhljómsveitin er skemmti á hljóm-
leikunum. Frá hinum Norðurlöndun-
um koma þjóðlagasveitir, þjóðdansa-
flokkar, einsöngvarar og þess háttar.
Magnús Jónsson kemur fram á þessum
hljómleikum fyrir íslands hönd auk
Geimsteins.
Alls er reiknað með þvi að sjö til
átta þúsund áhorfendur komi á
Scandinavian/American Festival.
Hljómleikar af þessu tagi eru haldnir
víðar en i New Jersey. Rúnar Július-
son sagði að Geimsteini hefði staðið til
boða að leika á slikum hljómleikum i
San Francisco. Af þvi gat ekki orðið.
þar eð mun meira kostar að komast frá
íslandi til vesturstrandar Banda-
rikjanna en austurstrandarinnar.
Kauplaus á
næturklúbbunum
„í næturklúbbaspilamennskunni
þurfum við að leika alls fjórar
klukkusundir á kvöldi," sagði Rúnar.
„Ég reikna með að við verðum með
tvö 45 minútna prógrömm. — sem
mest okkar eigin lög að sjálfsögðu.”
Rúnar var innjur eftir því, hvort
íslenzkar hljómsveitir gætu haft
góðar tekjur af að skemmta á nætur-
klúbbum vestanhafs. Hann kvað nei
við því.
„Við megum engin laun þiggja, en
fáum allan útlagðan kostnað greiddan.
Tilgangurinn með för okkar er fyrst og
fremst sá að við viljum skipta um
umhverfi í smátíma. sjá ný andlit og
lyfta okkur svolítið upp. Við höfum
verið að hér heima í sumar. svo að það
er ágætt að fá tilbreytinguna, sem fylg
ir nýju umhverfi."
Næsta hljómplata Spilverks
þjóðanna, ísland, kemur út siðustu
vikuna i september. Vinnu við
upptökur og hljóðblöndun er nýlokið
og meira að segja búið að taka
myndina, sem skreyta á umslag
plötunnar. Myndatakan fór fram við
Reykjavikurtjörn á síðasta sunnudag.
ísland er fimmta plata Spilverksins.
Þær breytingar hafa orðið á liðsskipan
hljómsveitarinnar siðan siðasta plata
kom út. að Egill Ólafsson er hættur.
Þar af leiðandi mæðir söngurinn meir
á Valgeiri Guðjónssyni og Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur, að sögn Jónatans
Garðarssonar hjá útgáfufyrirtækinu
Steinunn hf. Þriðji meðlimurinn,
Sigurður Bjóla Garðarsson syngur
álíka mikið á nýju plötunni og jteim
fyrri.
Það aukafólk, sem kom við sögu við
hljóðritun Islands, voru fyrst og
fremst Magnús Einarsson bassaleikari
og söngvari og Viðar Alfreðsson horn-
og trompetleikari. Þá komu Magnús
Kjartansson og Halldór Pálsson
saxófónleikari einnig við sögu.
Upptökumaður var James. Kay. Hon-
um auðnaðist þó ekki að Ijúka verki
sinu fyllilega. þvi að þegar hljóðblanda
átti plötuna, var hann horfinn úr
landi. án þess að kveðja kóng eða
prest. í hans stað var fenginn Eng-
lendingurinn Ross Moss. sem lauk
verkinu með sóma.
Tveir þriðju hlutar
Spilverksfólksins. þau Sigrún og
Valgeir, eru á förum til útlanda innan
skamms. Valgeir fer i félagsráðgjafa-
nám i Þrándheimi i Noregi. Sigrún
hyggst læra söng i London.
Godley, Creme — L
Tvcir fyrrvcrandi fclagar úr 10
cc mcð hljnmplötu scm hcr
stcrk mcrki uppruna þcirra. F.r
hægt að scgja mcira? Þctta cr
pottþctt plata.
Marshall, Hain —
Free Ride
Dancing In Thc City cr aðcins
citt af 10 frábærum lögum
Marshall, Ilain. F.f þú hcfur
ckki heyrt þcssa frábæru plntu,
þá crtu vclkominn til okkar.
Nýjar plötur
Sgt. Pepper’s Londy Hcarts ('luh Band iBee Cíees. Peter
- Frampton o.fl.l
Bellamy Brothers — Beautil'ul Friends
Boston—Don’t Look Now
The Boomtown Rats — A Tonie For The Troops
C'ity Boy — Book Early
f TheCrusadcrs — Images
Van Der Graaf — Vital (Livel
C’, Franki Valli — . . . Is The Word
Disco/Soul
C Andy Gibb — Shadow Danci.ng
Gilla — Bcnd Mc Shapc Mc
C La Bionda — La Bionda
r Super Disco Party
r Disco Double
Vinsælar poppplötur
Bonnic Tylcr — Natural Forcc
r The Moody Blues — Octave
r Gerry Rafferty — City To Citv
FM — Ymsir listamenn
Grease — Olivia N'c'ton-John, John Travolta o.ll.
□ Jackson Browne — RunningOnEmptylo.fi.)
Bob Madcy & The Wailers - Kayalo.fl.)
Thc Bcatlcs — Allar
Þung/Þróað Rock
CC David Gilmour — David Gilmour
The Rolling Stones — Somc Girls
LT BobSeeger And The Silver Bullet — Stranger In Town
Tom Robinson Band — Power In The Darkness
L: Tom Petty And The Heartbreakers — You'rc Gonna Get lt
r Television — Adventure
Jazz
Erum nýbúnir að taka upp stórkostlegt úrval af alls kyns jaz/plöt
um. Ath.: Takmarkaðar birgðir.
Létt tónlist
Eins og venjulega reynum við að ciga sem fjölbreyttast úrval af
alls kyns léttri tónlist. Það er markmið okkar að eiga eillhvað \ ið
allra hæfi.
Verzlið þar sem úrvalið er mest.
(Nafn)
(llcimilisfang)
(Póstn.
Kaupst./sýsla)
FALKIN N
Suðurlandsbraut 8
Laugavegi 24 Sími 84670 Vesturveri
Simi 18670 Sími 12110/
Tálkinn
ífararbroddi
K'AT'E
Kate Bush — The Kick Inside.
Slðan gitarlcikari Pink Floyd kom hcnni á framfæri, hcfur hún
ckki gert það endasleppt, því platan Thc Kick Insidc innihddur
hvorki meira nc minna cn 3 hit-lög. Þctta cr plata scm cnginn má
láta fara fram hjá sér.