Dagblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST 1978.
23
[ Útvarp Sjónvarp
Útvarp kl. 20.00: Á nfunda tímanum
Sórhæfum okkur í
Jónas Haraldsson blaðamaður svarar hcr spurningum þeirra Hjálmars og Guðmundar um hvernig DB verður til.
HVERNIG VERÐUR DB TIL?
Í kvöld kl. 20.00 verður þátturinn Á
níunda tínianum á dagskrá útvarpsins
i umsjá Guðmundar Árna Stefáns-
sonar og Hjálmars Árnasonar. 1 þætt
inum i kvöld verður fjallað um
hvernig DB verður til. En þeir Guð
mundur og Hjálmar lögðu leið sína til
okkar hérna i Siðumúlanum og fengu
góðar upplýsingar um hvernig DB
verður til, hjá Jónasi Haraldssyni
blaðamanni og verður fróðlegt fyrir þá
sem ekki vita hvernig blað verður til
að hlusta á það viðtal. Einnig heim-
sóttu þeir félagar útlitsteiknara á Vísi
og ræddu við hann um starfið. Korn
ungir drengir úr Keflavik sendu þætt-
inum spólu með frumsömdum lögum
eftir þá sjálfa en þeir eru i starfandi
hljómsveit i Keflavík. Lögin þeirra
verða spiluð í þættinum og einnig
munu þeir strákar koma i heimsókn og
rabba um lögin og hljómsveitina.
Jóhann Briem eftirherma, sem vakti
gifurlega athygli i einum þættinum,
mun koma aftur og herma eftir
nokkrum vel völdum röddum. Og sagði
Guðmundur okkur að það væri nýtt
og ferskt efni. Top 5 og leynigesturinn
verða að sjálfsögðu i þættinum en i
siðasta þætti var það Helgi Pétursson
söngvari og blaðamaður sem var gest-
urinn. Um eitt hundrað bréf berast
þættinum i viku hverri og verður
reynt að lesa úr nokkrum þeirra þó svo
aðtíminnséekki langur.
Ef timinn leyfir ætla þeir félagar að
ræða við popphljómlistarmenn um
fækkun hljómsveita og sérhæfða
stúdiómenn ásamt fleiru en Guð-
mundur bjóst ekki við að timi myndi
vinnast til þess og bjóst þá frekar við
að popphljómlistarmennirnir yrðu í
þarnæsta þætti. Létt lög verða leikin á
milli atriða en þátturinn er fjörutíu
mín. langur. -ELA
Útvarp kl. 10.25 og 17.50: Víðsjá
Rætt 1
um lyfja-
notkun
á fslandi
Í fyrramálið verður þátturinn Víð-
sjá á dagskrá útvarpsins og er hann í
umsjá Friðriks Páls Jónssonar frétta-
manns. í þættinum á morgun ætlar
Friðrik að ræða um lyfjanotkun á
íslandi bæði vitt og breitt. Friðrik
ætlar í þessu sambandi að ræða við
Magnús Jóhannsson lækni sem er sér-
fræðingur á þessu sviði. Rabbað
verður um ofneyzlu á lyfjum og skað-
leg áhrif þess og hvort mikið sé um að
íslendingar noti lyf óhóflega. Verður
þá fjallað um öll lyf hvort sem það eru
venjulegar höfuðverkjatöflur eða
sterkar róandi töflur. Sagt er að Íslend-
ingar noti meira af sterkum töflum en
aðrar þjóðir en hvort eitthvað er til í
þvi fáum við að heyra frá sérfræðingi i
þessum niálum i fyrramálið. Þátturinn
er endurtekinn kl. 17.50ogerstundar-
fjórðungs langur. - ELA
Nota íslendingar meira af lyfjum en aðrar þjóðir?
<
9
Sjónvarp
Miðvikudagur
30. ágúst
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Fræg tónskáld (L). Breskur mynda
flokkur. 3. þáttur. Wolfgang Amadeus
Mozart (1756—1791). Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir.
21.00 Dýrin mín stór og smá (L). Breskur
myndaflokkur. 5. þáttur. ÍJti aó aka. Efni
fjórða þáttar: James kynnist keppinaut sinum
um ástir Helenar og fer ekki alltof vel á meö
þeim. Bróðir Siegfrieds Farnons hagar sér ekki
eins og best verður á kosið, og í refsingarskyni
gerir Siegfried hann að svinahirði. í einni
vitjuninni kemst James i kynni við ötulan
heimaþruggara og drekkur.óspart. Liggur við
að honum verði hált á þvi. Tristan fréttir, að
Helan Alderson sé í tónlistarfélagi staðarins.
Þar hittir James hana og býður henni út.
Þýðandi óskar Ingimarsson.
21.50 Huldumerkin frá flugtuminum (L). Bresk
heimildamynd um flugslys, sem talin eru stafa
af þvi að boosendingar eftir orkulinum hafa
verið með sömu tíðni og flugvitar hafa notað.
Meðal annars er talið að þetta sé orsök flug-
slyssins við Basel 1973, er 108 manns fórust.
Þýðandi og þulur Jón O. Edwald.
22.15 Dagskrárlok.
I Mf.wM
Seljum í dag:
Auto Bianchi árg, • .’77 ekinn I200þús. km
Saab 96 árg. ’71 ekinn I20þús. km.
Saab 95 árg. ’74, ekinn 98 þús. km.
Saab 99 árg. ’74, ekinn 49 þús. km.
Saab 99 árg. ’75 ekinn 48 þús. km.
Saab 99 árg. ’75, ekinn 68 þús. km.
Látið skrá bíla. höfum kaupendur
að ýmsum árgerðum.
s
’ B3ÖRNSSON Aco
BÍLDSHÖFÐA 16 S(MI 81530 REYKJAVÍK
Útsa/a —
Útsa/a
Útsalan er byrjud,
mikill afsláttur.
Efízubúðin,
Skiphofti'5.
Kerfisfræðingar
Óskum að ráða starfsmenn í kerfis-
fræðideild.
Æskileg er menntun eða reynsla á
viðskiptasviði, einkum er varðar bókhald
og/eða launaútreikninga.
Umsóknareyðublöð eru afhent í af-
greiðslu stofnunarinnar.
Umsóknum sé skilað til starfsmanna-
fulltrúa fyrir 5. sept. 1978.
Skýrsluvélar ríkisins
og Reykjavíkurborgar
Háaleitisbraut 9.
Bronco Ranger 1977
Kr. 7.000.000 — ef samið er straxl
mmmwm
Sýningahöllinni við Bíldshöfða.
Símar 81199 og 81410