Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 31.08.1978, Qupperneq 6

Dagblaðið - 31.08.1978, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978. ÚTSALA í nokkra BARNAFATAVERSLUN Glæsibæ, Álfheimum 74 •REYKJAVÍK, ICELAND• Smiðir! Tvo smiði vantar við byggingu skóla- húss á Eskifirði. Uppl. í síma 97-6179 á Eskifirði kl. 12.00—13.00 og eftir kl. 19.00. Baháí-kynning Kynning verður á eftirtöldum stöðum á Baháí-trúnni: Kópavogi: Miðvikudag kl. 20 að Hrauntungu 60 (neðri hæð) Hveragerði: Þriðjudag kl. 20 að Varmahlíð 28. Keflavík: Fimmtudag kl. 20 að Túngötu 11. Ólafsvík: Mánudag kl. 20 að Hjallabrekku 2. Reykjavík: Föstudag kl. 20.30 að Óðinsgötu 20. UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lagningu Vogaæðar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut lOa Keflavík og á Verkfræðiskrifstofunni Fjarhitun hf. Álftamýri 9 Reykjavík gegn 20 þúsund króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja fimmtudaginn 14. septemberkl. 14. Blaöburdarböm óskastí miðbæinn. Uppl. hjá umboðsmanni, í síma 41582. BIADIÐ Dömur athugið! Námskeið hefst 4. september. Leikfimi, dag- og kvöldtímar, tvisvar og fjórum sinn- um í viku. Sturtur, sauna,, ljós, sápa, shampoo, olíur og kaffi innifalið i verði. Vigtað í hverjum tíma og megrunarkúrar. Nudd eftir tímana og sér eftir pöntunum. Tiu tíma nuddkúrar án leikfimi. Innrítun ísíma 86178. Ath. Karlatímar í leikfimi á föstudögum. Opið i nuddi og sauna fyrir karlmenn alla föstudaga frákl. 15.00. Innritun í síma 86178. e)>a \Sími42360 -86178A Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360 Heimsmeistaraeinvígið ískáká Filippseyjum: Ovissa um fram hald einvígisins —18. skákinni frestað tvisvar að ósk Kortsnoj — sakar dómara og skipuleggjendur um hlutdrægni Mikil óvissa var um áframhald heimsmeistaraeinvígisins í skák vegna þess að áskorandinn Viktor Kortsnoj neitar að hefja einvígið aftur fyrr en gengið hefur verið að kröfum hans um að sovézki dulsálarfræðingurinn Vladimir Zoukhar verði fjarlægður úr áhorfendasalnum og að keppendurnir fái glerbúr umnhverfis sig, sem aðeins sjáist inn i en ekki út.. Kortsnoj stendur nú illa að vígi í einvíginu. Hann hefur tapað fjórum skákum en unnið aðeins eina. Öðrum skákum hefur lokið með jafntefli. Anatoly Karpov heimsmeistari hefur komið með málamiðlunartillögu til þess að leysa einvigið úr sjálfheldunni. Hann og sovézka sendinefndin hefur boðizt til þess að færa dulsálarfræðing- inn aftar í áhorfendasalinn, gegn þvi að Kortsnoj taki niður dökku spegil- sólgleraugun sem hann notar í skákunum gegn Karpov. Kortsnoj hefur aðeins svarað þessu tilboði á þann veg að ekki verði um neina málamiðlun að ræða. Hann hefur notað gleraugun til þess að verjast hinu starandi augnaráði sovézka heimsmeistarans. Kapparnir hafa teflt 17 skákir og hefur 18. skák- inni verið frestað og átti að tefla hana i gær. Henni hefur nú verið frestað aftur að beiðni Kortsnoj og hefur hann þá notað þá þrjá frestunarmögu- leika sem hann hefur í einviginu. Kortsnoj og aðstoðarmaður hans, frú Petra Leeuwerik, dvelja nú í Manila en þaðan er fjögurra tima akstur á mótstaðinn í Baguio. Þau svöruðu ekki hringingum fréttamanna i morgun, en starfsmenn hótelsins staðfestu að þau dveldu þarenn. Kortsnoj neitar að taka niður sól- gleraugun sem hann notar til þess að verjast hinu stingandi augnaráði Karpovs heimsmeistara. Kortsnoj hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði að dulsálar- fræðingurinn truflaði taflið. Hann hélt þvi einnig fram að skákdómaramir og skipuleggjandi mótsins, Filipps- eyingurinn Florencio Campomanes væru hlutdrægir og drægju þeir taum heimsmeistarans. Áskorandinn Viktor Kortsnoj stendur nú illa að vigi og óvist er um framhald einvígisins. Hann hefur m.a. frestað næstu skák tvisvar og getur ekki frestað fleiri skákum i einviginu. Margs konar bflaþjónusta Það er til ýmiss konar bílaþjónusta. Flestir bíleigendur kannast við slikar stofnanir því bílar þurfa viðhald eins og allir vita. En bílaþjónustan sem þessar ungu dömur hér að ofan veita er e.t.v. nokkuð frábrugðin hinni hefðbundnu, þótt e.t.v. megi flokka hana undir viðhald líka. Bllaþjónusta þessi kallast Kvenökuþórarnir h/f og eigendur eru Sheryl Sommers og Claire Mealey i Santa Ana I Kaliforníu. Svarti drekirin sem hýsir bilaþjónustuna er útbúinn bar og sjónvarpi og fleiri þægindum. Stúlkurnar báðar eru einhleypar og viðskiptin ganga að sögn stórvel. SYNISENDIHERRA MEXICO í BANDARÍKJUNUM RÆNT samkvæmt síðustu f réttum fannst drengurinn látinn skammt utan Mexicoborgar Syni sendiherra Mexico i Banda- rikjunum var rænt fyrir utan heimili hans i gærkvöldi. Að sögn lögreglu stóðu fjórir vopnaðir menn að ráninu. Sendiherra Mexico i Bandarikjunum er fyrrverandi fjármálaráðherra lands sins, Hugo Margain. Yfirvöld neituðu að staðfesta frétt kvöldblaðsins El Sol um að komið hefði til skotbardaga á milli mannræningj- anna og lifvarða drengsins. Yfirvöld sögðu aftur á móti að verið gæti að mannræningjarnir tilheyrðu útlægum skæruliðahópi sem kennir sig við 23. september. Mannránið er framið aðeins tveimur dögum áður en forseti Mexico, Jose Lopez Portillo, flytur árlegt ávarp sitt til mexikönsku þjóðarinnar. Það hefur mjög vérið um það rætt í Mexico að forsetinn muni veita ýmsum föngum uppgjöf saka, þar á meðal ýmsum félögum úr skæruliðahópnum 23. september. Áður en forsetinn flutti ávarp sitt i fyrra stóðu skæruliðarnir I 23. september að mörgum sprengju- tilræðum. Lögreglan sagði síðar í nótt að orðsending hefði fundizt í bilnum sem mannræningjarnir komust undan á og þar segist skæruliðahreyfingin 23. september bera ábyrgð á morðinu. Meðlimir úr fjölskyldu sendiherrans sögðu Reuters fréttastofunni aftur á móti að ekkert mannrán hefði átt sé sér stað og væri sonur sendiherrans undir læknishöndum vegna botnlangabólgu. Samkvæmt siöustu fféttum er bárust skömmu áður en Dagblaðið fór í prentun sagði að sonur sendiherrans hefði fundizt látinn skammt fyrir utan Mexicoborg.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.