Dagblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 24
Samstarfsyfirlýsing vinstri stjómarinnar: ÞAK A VISrrOLUBOTllM VID233ÞÚSUND Nefnd skipuð íöryggismálum I samstarfsyfirlýsingu flokkanna þriggja sem standa að vinstri stjórn segír að þak á vísitölubótum á kaup skuli sett við 233 þúsund króna laun á mánuði. Ríkisstjórnin telur það höfuðverkefni sitt á næstunni að ráða fram úr efna- hagsvandanum. Meginhluti þessarar yfirlýsingar fer hér á eftir. Efnahagsmál Fyrstu aðgerðir 1. Lög um ráðstafanir I efnahagsmálum frá febrúar 1978 og bráðabirgðalög,1 frá mai 1978 verði felld úr gildi. Laun, verði greidd samkvæmt þeim kjara- samningum, sem síðast voru gerðir, • þó þannig að verðbætur á hærri launi verði sama krónutalan og á laun, sem eru 233.000 kr. á mánuði miðað við| dagvinnu. 2. Verðlag verði lækkað frá því sem ella i hefði orðið, m.a. með niðurgreiðslum og afnámi söluskatts af matvælum, sem samsvarar 10% í vísitölu verð- bóta 1. september og 1. desember 1978, og komið verði í veg fyrir hvers konar verðlagshækkanir eins og unnt reynist. Ríkisstjórnin mun leggja skatta á atvinnurekstur, eyðslu, eignir, hátekjur og draga úr útgjöld- um ríkissjóðs til þess að standa straum af kostnaði við niðurfærsiuna. 3. Til þess að koma i veg fyrir stöðvun atvinnuveganna verði þegar í stað framkvæmd 15% gengislækkun, enda verði áhrif hennar á verðlag greidd niður (sbr. lið 2). 4. Rekstrarafkoma atvinnuvega verði bætt um 2—3% af heildartekjum með lækkun vaxta af afurða- og rekstrarlánum og lækkun annars rekstrarkostnaðar. 5. Gengishagnaði af sjávarafurðum verði ráðstafað að hluta í Verðjöfn- unarsjóð, að hluta til útgerðar vegna gengistaps og loks til hagræðingar í fiskiðnaði og til þess að leysa sérstök staðbundin vandamál. 6. Verðjöfnunargjald það, sem ákveðið hefur verið af sauðfjárafurðum i ár, verði greitt úr ríkissjóði. Breytt efnahagsstefna 1 því skyni að koma efnahagslífi þjóðarinnar á traustan grundvöll, leggur ríkisstjórnin áherzlu á breytta stefnu i efnahagsmálum. Því mun hún beita sér fyrir eftirgreindum aðgerðum: í samráði við aðila vinnumarkaðarins verði gerð áætlun um hjöðnun verðbólg- unnar í ákveðnum áföngum. | Skipa skal nefnd fulltrúa launþega, at- vinnurekenda og rikisvalds til endur- skoðunar á viðmiðun launa við visitölu. | Lögð verði rík áherzla á að niðurstöður liggi sem fyrst fyrir. Stefnt verði að jöfnun tekju- og eigna- skiptingar, m.a. með þvi að draga úr hækkun hærri launa og með verðbólgu- skatti. Stefnt verði að jöfnuði í viðskiptum við útlönd á árinu 1979 og dregið úr erlend- um lántökum. Mörkuð verði gjörbreytt fjárfestingar- stefna. Með samræmdum aðgerðum verði fjárfestingu beint i tæknibúnað, endurskipulagningu og hagræðingu í þjóðfélagslega arðbærum atvinnu- rekstri. Fjárfesting í landinu verði sett undir stjórn, sem marki heildarstefnu í fjárfestingu og setji samræmdar lána- reglur fyrir fjárfestingarsjóðina i sam- ráði við rikisstjórnina. Rikisstjórnin mun leita eftir samkomu- lagi við samtök launafólks um skipan launamála fram til 1. desember 1979 á þeim grundvelli að samningarnir frá 1977 verði framlengdir til þess tima, án breytinga á grunnkaupi. í þvi sambandi er ríkisstjórnin reiðubúin til að taka samningsréttarmál opinberra starfs- manna til endurskoðunar, þannig að felld verði niður ákvæði um tímalengd samninga og kjaranefnd. Lögð verði áhersla á að halda ströngu verðlagseftirliti og að verðlagsyfirvöld fylgist með verðlagi nauðsynja í við- skiptalöndum til samanburðar. Leitað verði nýrra leiða til þess að lækka verð- lag i landinu. Sérstaklega verði strang- léga hamlað gegn verðhækkunum á opinberri þjónustu og slíkum aðilum gert að endurskipuleggja rekstur sinn með tilliti til þess. Gildistöku 8. gr. nýrrar verðlagslöggjafar verði frestað. Skipulag og rekstur innflutningsverzl- unarinnar verði tekið til rækilegrar rannsóknar. Stefnt verði að sem hag- kvæmustum innflutningi á mikilvægum vörutegundum, m.a. með útboðum. Úttekt verði gerð á rekstri skipafélaga í því skyni að lækka flutningskostnað og þar með almennt vöruverð í landinu. Fultrúum neytendasamtaka og samtaka launafólks verði gert kleift að hafa eftir- lit með framkvæmd verðlagsmála og veita upplýsingar um lægsta v'erð á helztu nauðsynjavörum á hverjum tima. | Samstarfsnefnd bænda og launþega Önnur mál 3.1. Landbúnaður. Stefnt verði að sem hagkvæmustu rekstrarformi og rekstrar- 1 stærð búa og að framleiðsla landbún- ! aðarvara miðist fyrst og fremst við inn- i anlandsmarkað. Skipuð verði samstarfsnefnd bænda og neytenda, sem stuðli að aukinni fjöl- ; breytni í búvöruframleiðslu og til sam-1 i ræmingar óskum neytenda með aukna | innanlandsneyslu aðmarki. i Endurskoðað verði styrkja- og út- I flutningsbótakerfi landbúnaðarins meðj ! það að marki að greiðslur komi bændum ! að betri notum en nú er. Lögunum um Framleiðsluráð land- búnaðarins verði breytt, m.a. á þann hátt að teknir verði upp beinir samn-i ingar fulltrúa bænda og ríkisvaldsins um verðlags-, framleiðslu- og önnur hags- munamál landbúnaðarins. Jafnframt verði Framleiðsluráði veitt heimild til að hafa með verðlagningu áhrif á búvöru- framleiðslu í samræmi við markaðsað- stæður. lðnaður. Unnið verði að áætlun um líslenzka iðnþróun og skipulegri rann- Isókn nýrrar framleiðslu, sem hentar hér- lendis. Samkeppnisaðstaða íslenzks j iðnaðar verði tekin til endurskoðunar og spornað með opinberum aðgerðum gegn 'óeðlilegri samkeppni erlends iðnaðar, m.a. með frestun tollalækkana. íslenzk- um iðnaði verði veitt aukin tækniaðstoð til hagræðingar og framleiðniaukn-| ingar og skipuleg markaðsleit og sölu- starfsemi efld. Orkumál. Mörkuð verði ný stefna í orkumálum með það að markmiði að tryggja öllum landsmönnum næga og örugga raforku á sambærilegu verði. Komið verði á fót einu landsfyrirtækij er annist meginraforkuframleiðslu og raforkuflutning um landið eftir aðal- stofnlinum. Fyrirtæki þetta verði í byrj- un myndað með samruna Landsvirkjun- ar, Laxárvirkjunar og orkuöflunarhluta Rafmagnsveitna ríkisins. Það fyrirtæki yfirtaki allar virkjanir i eigu ríkisins og stofnlínur. Gerð verði áætlun um raforkuþörf og raforkuöflun til næstu 5—ÍU ára. 1 því sambandi verði endurskoðuð fram- kvæmdaáætlun um Hrauneyjarfoss- virkjun, málefni Kröfluvirkjunar verði tekin til endurmats og tryggt viðunandi öryggi Vestfjarða og Austurlands í orku- málum. Viðræðunefnd við erlenda aðila um orkufrekan iðnað verður lögð niður, enda hefur ríkisstjórnin engin áform um að heimila innstreymi erlends áhættu- fjármagns í stóriðjufyrirtæki. Ríkisbönkum fækkað f tvo Hagræðingarmál. Bankakerfið verði tekið til endurskoðunar og ríkisbönkum fækkað i tvo. Skipulag olíusölu og vá- tryggingarmála endurskoðað og leitað hagræðingar. Athugað verði að tengja lyfjaverzlun heilbrigðisþjónustu og setja hana undir félagslega stjórn. Endurskoðuð verði lög um Seðla- banka íslands og stöðu hans í stjórnkerf- inu. Dómsmál. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að haldið verði áfram umbótum i dómsmálum, er stuðla m.a. að auknum hraða i afgreiðslu mála, greiðari aögang almennings að dómstólum, svo sem með lögfræðilegri aðstoð án endurgjalds, og I mjög aukinnar aðstöðu til harðari bar áttu gegn efnahagslegum brotum. | Lögð verði sérstök áherzla á að vinna gegn skatta- og bókhaldsafbrotum. At- hugað verði hvort rétt sé að setja á fót sérstakan dómstól er fjalli um slik mál. ' Húsnæðismál. Áherzla verði lögð á félagsleg sjónarmið i húsnæðismálum. Sett verði löggjöf um réttindi leigjenda, I löggjöf um verkamannabústaði verði endurskoðuð. stefnt verði að þvi að ; hækka húsnæðislán og létta fjármagns- '■ byrði með lengingu lánstíma. ! Endurskoðuð verði löggjöf um fast- j eignasölu. Loggjof um atvinnulýðræði Atvinnulýðræði. Sett verði löggjöf um fifálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST1978. atvinnulýðræði og byrjað á þvi að veita starfsfólki aðild að stjórnun ríkisfyrir- tækja. Verkaskipting rlkis og sveitarfélaga. Haldið verði áfram athugun á verkefna- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og fengin ! niðurstaða svo fljótt sem kostur er. Starfshættir Alþingis. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir þvi að fram fari endurskoðun á þingsköpum Alþingis. Utanrikismál. þar eð ríkisstjórnar- flokkarnir hafa ekki samið um stefnuna i utanríkismálum, verður í þeim efnum fylgt áfram óbreyttri grundvallarstefnu og verður þar á eigi gerð breyting nema samþykki allra ' ríkisstjórnarflokkanna komi til. Það skal þó tekið fram, að Al- þýðubandalagið er andvígt aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og dvöl hers- ins i landinu. Ekki verða heimilaðar nýj- ar meiri háttar framkvæmdir á yfirráða- svæði varnarliðsins. IMefnd um athugun á öryggismálum Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að sett verði upp nefnd, þar sem allir þingflokkar eigi fulitrúa og verði verk- efni nefndarinnar að afla gagna og eiga viðræður við innlenda og erlenda aðila til undirbúnings álitsgerðum um öryggis- mál íslenzka lýðveldisins. Nefndin geri itarlega úttekt á öryggismálum þjóðar- innar, stöðu landsins í heimsátökum, valkostum um öryggisstefnu núverandi skipan öryggismála og áhrif á íslenzkt þjóðlíf svo og framtíð herstöðvanna eftir að herliðið fer og varnir gegn hópum hryðjuverkamanna. Nefndin fjalli einnig um hugmyndir um friðlýsingu, friðargæzlu og eftirlit á Norður-Atlants- hafi og láti semja yfirlit yfir skipan öryggismála smárikja í heiminum, einkum eyríkja sem eiga svipaðra hags- muna að gæta og íslendingar. Nefndin fái starfskrafta og fé til aðsinna verkefn- um sínum og til að gefa út álitsgerðir og greinargerðir um afmarkaða þætti í þvi skyni að stuðla að almennri umræðu. Endurskoðun Stjórnarflokkamir eru sammála um að endurskoða samstarfsyfirlýsingu þessaáárinu 1979. BS/HH ÓLAFUR — forsætisrádherri TÓM AS — IJírmilin KJARTAN — sjívarútvegsmál HJÖRLEIFUR— iönadarriðherra. Nýja stjómin Skipting ráðuneyta milli stjórnarflokk- anna og ráðherra verður sennilega þessi: Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra og ráðherra sem Hagstofa íslands heyrir undir. Tómas Árnason, fjármálaráðherra. Steingrímur Hermannsson, dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðarráð- herra. Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra. Átakavinna hjá járnblendinuídag: 114 tonna spennir tekinn íland Mikil átök verða á Grundartanga i dag, þegar rennt verður í land fimm stór- um spennum úr norska skipinu Elektron. Einn spennanna er 114 tonn að þyngd og þyngri vöru hefur vist ekki verið skipað upp hér fyrr. Enginn krani er nógu stór til að ann- ast uppskipun slíkra hluta, og því verður spennunum rennt frá skipinu á vögnum á flóði í dag og verður þeim komið fyrir hverjum á sínum stað í verksmiðjunni. Skipið sem flytur spennana er sérstak- lega útbúið fyrir flutning sem þennan. Á Grundartanga hefur verið byggt sérstakt ferjuleg til að taka á móti spennunum miklu. -JÁ Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráð- herra. Magnús Magnússon, trygginga-, heil- brigðis- og félagsmálaráðherra. Svavar Gestsson — viðskiptaráðherra Hjörleifur Guttormsson — iðnaðarráð- herra Ragnar Arnalds — menntamála og sam gönguráðherra - HH/BS , Þad Caupið^t rÖLVÚR. >, íTÖLVyUR ®' BANKASTRÆTI8 1275}^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.