Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978. „Heimskulegt bann" — mun reykja i mínum bíl —segir leigubflstjóri Leigubilstjóri skrifar: íslendingar eru að verða sjálfum sér til athlægis meðöllum sínum heimsku- legu bönnum. Bannað er að brugga sterkan bjór því við erum ekki færir um að drekka bjór, að áliti templara og annarra ofstækismanna sem álita .■jálfa sig vitringa fyrir þjóðina i heild. Allt of mikið tillit er tekið til þessara Raddir lesenda manna og ætti tafarlaust að afnema alla styrki til þeirra. Nú hafa aðrir of- stækismenn riðið á vaðið og fengið ný- byrjaðan ráðherra til að undirskrifa heimskuleg lög um að bannað sé að reykja I leigubilum. Ég tel þetta bann vitleysu sem enginn getur farið eftir. Við sjálfir bönnum drukknu fólki stundum að reykja en útilokað er að banna sómakæru fólki að reykja. Ég á minn bíl sjálfur og mun leyfa flestum að reykja, nema drukknu fólki. Éinn vitringur i stjórn Frama sagði i blaða- viðtali að við mætlum reykja ef enginn annar væri i bílnum En sú náð. Eigum við að lofta vel út áður en far- þegi kemur inn i bílinn? Ég spyr: Ekki eru allir jafnhrifnir af reykingabanninu I leigubilunum. eigum við að sótthreinsa bilinn eftir að hafa ekið sjúklingi? Er ekki bannað að vera drukkinn á almannafæri? Hver lætur. sér detta í hug að taka mann sem er undir áhrifum? Ekki einn ein- asti lögreglumaður. Ég skora á lög- reglumenn að láta ekki hafa sig út i það skítverk að kæra farþega eða leigubílstjóra þó þeir séu með sígarettu eða vindil. öll bönn skapa vandræði og þetta heimskulega bann er til að brjóta það. Það er Ijótt að drýgja hór Ég vildi ég væri kon n hvurt, kannski eitthvað langt i hurt, vantaði hvorki vott né þurrt, og væri svo aldrei til mín spurt. Þessa þunglyndisvisu lærði ég ungur af gamalli konu á öðrum tug þessarar aldar. Nú hefur níræð kona af rangæskum ættum sagt mér sögu, sem henni á að fylgja. Fyrir langa. langa löngu var kona. sem alltaf var óánægð með allt og alla. Aldrei var hægt að gera henni til hæfis, reyndi þó fólkið hennar allt sem þvi hugkvæmdist til þess að gleðja hana. Hún fór oft með þessa visu, sem ofan er rituð. Einhverju sinni hitti hún á óskastundina. Allt i cinu var hún komin i einhverja vistarveru, þar sem hún hafði allt til alls, án þess að verða vör við nokkra aðra lífveru. i fyrstu naut hún þessa áhyggjulausa lifs, en það var ekki lengi. Brátt l'ór henni að þykja þessi ævi tilbreytingalaus og óskaði hún þess þá, að hún væri komin heim á fornar slóðir. Nú breyttist vísan á vörum hennar: l'.g vildi ég heffti verið um kjurt og væri aldrei horfin á burt, þft vantaft gæti þar vott og þurrt, ef væri nú afteins til mín spurt. Ekki er þess getið hve oft og lengi hún þurfti að endurtaka þessa ósk sina, en einhverju sinni gcrðist það. að enn varð sú breyting snögglega á högum hennar, að hún var flutt heim i sitt lörna sæti. Og eftir það var hún ánægð með hlutskipti sitt og heyrðist aldrei kvarta yfir neinu. Þvingar angur hringaheið, hungrið stranga spennir. Syngur Manga, löngum leiö, lungun ganga i henni. Svona er vísan rétt, segir Egill á Álafossi, aldraður maður og gamall kunningi visnakarls þess er hér stjórnar þætti. Egill hefur farið langa leið á bíl sínum til að leiðrétta hjá mér prentvillu eða pennaglöp, hálft orð sem rangprentast hafði, og ég ekki einu sinni tekið eftir því. En rétt skal vera rétt, segir Egill. Og þar er ég auðvitað sammála. En leiðréttingum og athugasemdum er ekki lokið enn. Eitt orð i einni vísunni úr Jesúrímunum. sem hér komu fyrir skömmu. brenglaðist. Þessvegna kemur hún hér aftur. Það er verið að lýsa viðureign frelsarans og Óvinarins mikla: Saman lauk sér frónið fyrst, foldar baukur lokaðist. Mæða aukin magnaðist, moldin rauk um Jesú Krist. Þegar ég nú fletti einu sinni enn þessu fjölritaða kveri með Jesúrimunni. sem hagmæitur myndlistamaður orti og þuldi drykkjufélögum sínum fyrir einum mannsaldri, — sumir þeirra eru enn ofar moldu gamlir menn — og aldrei mun hafa verið ætluð til prentunar, spyr ég, hvaða rétt á þetta verk á sér nú? Var það ekki og er bjarnargreiði við höfundinn og vísur hans, jafnvel við nútímales- endur, að vera að prenta þetta eða halda því á lofti með öðrum hætti? Var ekki eins gott að þetta sérstæða ritverk héldi áfram að vera hand- rit, sem gekk á milli manna i afskriftum? '7=-= Vísurograbb um útvarp '&m) Jón Gunnar Jónsson Þessum spurningum ætla ég ekki að svara. Þær visur, sem ég hef þegar birt úr Jesúrimu, eru allar hinar þokkalegustu, ekki stórsnjallar, enda verður að játa að þessi rimugerð ber fremur með sér galla en kosti þessarar séríslensku skáldskap- argreinar. —Ég tel rétt að birta hér enn nokkur sýnishorn: Margt var það, sem þessi maður sagði, einkum beima beiddi hann best að geyma sannleikann. Til mín skundi, tjáði þundur geira, hversem þreytan, þjáning bjó, þeim ég veiti hvild og ró. Vitiö þér, að þannig er og skrifað, syndin þótti það allstór — Það er Ijótt að drýgja hór. Augum girndar auðs hvers Rindi litur, hann með bjartri hringalín hór í hjarta drýgir sín. Þig ef augað. álma draugur, hneykslar, kræktu fingri einum i, út því sting og fieygðu því. Lim því sveini sælla er einum tapa, en að búkur brenni hans brátt hjá púkum andskotans. Á öðrum stað ér þetta: Út rak púka og allan fjandann að þvi er Lúkas tér, margur sjúkur illan andann út fann rjúka úr sér. Fóðraði snauða á fiski og brauði frelsar i nauðum enn, verndaði kauða, villta sauði, vakti upp dauða menn. í musteri valla brask má bralla, braml má gera þar. Hann rak út alla okurkalla eins og vera bar. Og höfundur rekur atburðasöguna. Nú er komið að kvöldmáltíðinni og þar er etið og drukkið hressilega, eins og íslenskir Hafnar- strætismenn kreppuáranna hefðu komist i ráðherrabrennivín. Og siðan reika slompaðir menn út í grasgarðinn. Þeim gengur illa að halda vöku sinni. þegar meistari þeirra þarf mest á styrk þeirra að halda. Júdas hefur skotist á fund Kaifasar og slegið hann um þrjátiu silfur- peninga. Buðlung góður bar inn sullið birgðum nægum af, sjálfur stóð og signdi fullið, sveinum þægum gaf. Jesús hvasst nam bragna brýna, bikar vatt á loft: Drekkið fast i minning mina mikið glatt og oft. Júdas klerka fór að finna, fjár þeir áttu vald, fárlegt verk kvað fús að vinna fengi hann endurgjald. Júdas maura mikils virti meðan andann dró, þrjátiu aura þar hann hirti, það var fjandans nóg. J.G.J. —Sími 41046.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.