Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 9
Nafni hans, Þorsteinsson, sem eins og fyrr sagði er efstur á mótinu, er hins vegar lítið fyrir jafntefli gefinn. Oft teflir hann svo hvasst, að ekkert kemur til greina nema vinningur eða tap. í eftirfarandi skák fórnar hann t.d. peði óragur i byrjuninni og fær í staðinn hættulegt frumkvæði, sem hann nýtir sér skemmtilega til sigurs. Hvitt: Björn Þorsteinsson Svart: Július Friöjónsson Sikiieyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Be2. Nú í seinni tíð hefur þessum leik ávallt skotið upp kollinum af og til. Hvitur fórnar peði, en fær i staðinn skjóta liðskipan manna sinna. Algeng- asta framhaldið er þó 6. Rdb5 og eftir 6. — d6 7. Bf4 e5 8. Bg5 kemur upp Lasker afbrigðið svonefnda, sem mjög er í tisku um þessar mundir. 6. — Bh4 7. 0—0 Bxc3 8. bxc3 Rxe4 9. Bd3 Rc5?! Það er ekki mjög viturlegt að skilja kóngsvænginn eftir auðan og yfir- gefinn. 9. — Rxc3? er einnig mjög hættulegt. Framhaldið gæti orðið 10. Dg4! Kf8 11. Rxc6 dxc6 12. Db4+ og vinnur. Best er hins vegar 9. — d5! 10. Ba3 Da5 með flókinni og skemmtilegri baráttu framundan. 10. Dg4 Kf8 Þessi vandræðalegi leikur sýnir betur en nokkuð annað hvað svarta staðan er erfið. Svartur átti hins vegar ekki um neitt betra að velja. Ef t.d. 10. — 0—0? þá 11. Bh6 Df6 12. Bg5 De5 13. Hfel Dc7 (13. — Dd5 er skömminni skárra, þótt svarta staðan sé eftir sem áður töpuð) 14. Bf6!g6 15. Dg5 og vinnur. 11. Ba3 ba6?! 11. —d6 lítur eitthvað betur út. 12. Rxc6 dxc6 13. Hadl. Með einföldum, rökréttum leikjum hefur hvítur þegar náð yfir- burðastöðu. Svörtu mennimir eru ákaflega -klúðurslega staðsettir og leppun riddarans á c5 er mjög óþægileg. Með næsta leik sinum reynir svartur að opna útgönguleið fyrir hrókinn á h8, en hann kemst þó ekki langt, frekar en kollegi hans í hinu horninu. 13. —h5 14. Df3 Bb71 15. Be4 Dc7 16. Hd2 Ke7. Er svartur að sleppa? Honum hefur tekist að tengja hrókana saman og lið hans fer nú hvað úr hverju að geta tekið þátt í baráttunni. Hvítur er hins vegar ekki á þvi að leyfa honum að þróa stöðu sína öllu meira og með næsta leik sínum gerir hann drauma hans að martröð. 17. De3! Svona einfalt var það! Hvítur vinnur nú a.m.k. peðið til baka og viðheldur stöðuyfirburðum sínum.. 17. — De5 er að sjálfsögðu svarað með 18. f4. 17. —Hhd8. Besti möguleikinn. Með þessu móti kemur svartur þó hrókunum í gagnið. 18. Bxc5+ bxc5 19. Dxc5+ Ke8 20. Hxd8+ Hxd8 21. Dxh5. Þar með er hvítur orðinn peði yfir og staða hans er þar að auki mun betri. 21. - Df4 22. Bf3 g5 23. Hel Ke7. Hótunin var 24. Hxe6%. 24. g3 Df5 25. Be4 Dc5 26. h4 Hg8 27. He3! Þar með bætist hrókurinn i sóknina og fátt virðist ætla að verða til varnar. 27. -Ba6 28.Dh7 28. - Kf8 29. Hf3 Hg7 30. Dh8 + Hg8 31. Dh6+ Hg7 32. hxg5 Dxg5 33. Dxe6! Þá er annað peð fallið fyrir borð og skammt að bíða endalokanna. 33. — Dd8 34. Dxc6 Allt er þegar þrennt er! 34. - Be3 35. Hf4 Hg5 36. Dh6 - Ke8 37. Bc6 — og svartur gafst upp. Að lokum birtist hér snörp skák með lauslegum athugasemdum, sem tefld varíC-flokki. Hvítt: Magnús Alexandersson Svart: Björn Árnason. Miðbragð. 1. e4 e5 2. d4 exd4 3. Dxd4 Rc6 4. De3 g6. Önnur góð leið gegn vafasamri byrjun hvits, er 4. — Rf6 o.s.frv. 5. Bc4 Bh6? Svartur ætlar sér greinilega að refsa hvitum sem fyrst fyrir að tefla svona undarlega byrjun. Biskupinn er hins vegar illa staðsettur á h6 og því hefði svarturmátt hugleiða5. — Bg7. 6. f4 Re5? Meira þarf ekki til.Með næsta leik sinum tryggir hvítur sér vinnings- stöðu. 7. Dd4! Riddarinn getur sig nú hvergi hrært vegna hróksins á h8. Svar svarts er þvingað, því öðruvísi fær hann ekki bjargað manninum. 7. —f6 8. fxe5 Bxcl 9. Rf3! Hvítur hefur nú algjöra yfirburði i liðsskipan og vinningurinn er ekki langt undan. 9. — De7 10. 0—0 fxe5 11. Rxe5 Be3+ 12. Dxe3 Dxe5 13. Bf7+ Kd8 14. Rc3. Hrókurinn á al er nú tilbúinn í slaginn og lokaatlagan gegn svarta kónginum getur hafist. 14. - Rf6 15. Df3 Ke7 16. Rd5 + ! Rxd5 17. exd5 Dd4+ 18. Khl d6 19. Hael + Kd8 20. De2! Bd7 21. De7 + Kc8 22. Be6! — og svartur gafst upp. Hann getur aðeins valið milli þess að verða fljót- lega mát, eftir 22. — Bxe6 23. Dxe6 + eða að verða strax mát, eftir 22. — Hd8 23. Dxd7 +! Hxd7 24. Hf8. Það er þægilegt að gista Spán sem ferðalangur — en vatnsskorturinn f Benidorm og vfðar hefur bagað marga. Benidorm: Ferðamenn urðu að flýja vatnsleysið Tjæreborg, ein stærsta ferðaskrifstofa Evrópu, hefur stöðvað hópferðir á sínum vegum til Benidorm á Spáni um stundarsakir vegna mikils vatnsskorts, sem þar hefur verið að undanförnu. Telja forráðamenn Tjæreborg að vatnsskorturinn geti verið hættulegur heilsu viðskiptavina ferðaskrifstofunnar, fyrir utan önnur óþægindi sem af hljót- ast. Ein islenzk ferðaskrifstofa, Ferðamið- stöðin, hefur undanfarin sumur boðið upp á ferðir til Benidorm. Þar fékk DB þær upplýsingar i morgun, að ferðum íslendinga þangað væri sjálfhætt, því þær væru takmarkaðar við sumarmán- uðina. „Siðasti hópurinn kemur heim á morgun,” sagði talsmaður Ferðamið- stöðvarinnar i morgun. „Vissulega höfum við orðið vör við vatnsskortinn þarna og óneitanlega hefur hann valdið nokkrum óþægindum, enda hefur ekki rigrtt á Benidorm síðan i febrúar.” .ÓV Bridge V0 ^0 Bridge TBK Nú er lokið þremur umferðum af fimm í aðaltvímenningskeppni félagsins. Steingrímur Steingrímsson og Gissur Ingólfsson hafa haft örugga forustu frá upphafi, en staða efstu para er nú þessi: 1. Steingrímur Steingrímsson — Gissur Ingólfsson 399 2. ViðarJónsson — Sveinbjörn Guðmundsson 380 3. Gisli Hafliðason — Sigurður B. Þorsteinsson 373 4. Ragnaróskarsson — Sigurður Ámundason 362 5. Björn Kristjánsson — Þórður Eliasson 359 6. HilmarÓlafsson — Ólafur Karlsson 359 7. Ingólfur Böðvarsson — Guðjón Ottósson 355 8. Bragi Jónsson — DagbjarturGrimsson 353 9. Guðmundur Júliusson — Helgi Ingvarsson 353 10. Gunnlaugur óskarsson — Sigurður Steingrímsson 352 Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Stjórn BH er nú þannig skipuð. Sævar Magnússon, formaður, Björn Eysteinsson, varaformaður, Hörður Þórarinsson og Ægir Magnússon, gjaldkerar, Stefán Pálsson, áhalda- vörður og Guðni Þorsteinsson, ritari. Sl. mánudag var spilaður eins kvölds tvimenningur sem upphitun fyrir komandi átök. Efstir urðu: 1. J úlíus og Sigurður Lárusson 130 2. Bjarnar og Þórarinn 128 3. Bjami og Þorgeir 124 Spilað er (ávallt á mánudögum!) að Hjallahrauni 9 í nýjum og glæsilegum húsakynnum, sem eru í eigu slysa- varnafélaganna i Hafnarfirði og þykir það fyrirboði þess að bridgeslysunum muni fara ört fækkandi. Nk. mánudag, þ. 9.10 hefst siðan aðaltvímenningskeppni félagsins og er áætlað að hún standi í 4 kvöld. Eru menn hvattir til að fjölmenna. Barðstrendingfélagið í Reykjavík Fimm kvölda tvímenningur hófst 2. október, átta efstu eftir 1. þessir: umferð eru 1. Pétur—Hermann 141 2. Gunnlaugur-Stefán 130 3. Ari-Diana 124 4. Haukur-Guðmundur 124 5. Sigurjón-Óli 120 6. Hclga Erla 118 7. Ragnar-Eggert 118 8. Viðar Haukur 115 Frá Bridgefélagi Kópavogs Fimmtudaginn 28. september hófst vetrarstarf félagsins með 3ja kvölda tvímenningskeppni. Besta árangri náðu Stlg Óli M. Andreasson — Guðmundur Pálsson 19.8 Jönatar. Lindal — Þórir Svernsson 191 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 186 Ármann J. Láruszon — Haukur Hannesson 180 Barði Þorkelsson — JúliusSnorrason' 178 Meðalskor 165 stig. Hvers vegna æ fleiri munu ferðast tfl FiEppseyja og Thailands Þar er ýmislegt markvert að skoða — meðal annars hina sögufrægu borg Manila með hinum spánska bakgrunni og 20. öldina í Makati rétt við hliðina, eldfjallagigurinn í Týndadal þar sem baðast er í jarðhituðum laugum, spennandi báta- ferðir um gljúfur Pagsanjan-fossasvæðisins og hinn dýrlegi hitabeltisgarður Punta Balurte, musteri og borgarsýki Bangkok að ekki sé talað um munaðinn allan á Pattaya-strönd. Nútímalegt en ósnortið — alþjóðleg hótel (gædd litauðgi landanna beggja) ódýrar samgönguleiðir með vögnum, einkabílum, áætlunarbílum, nætur- klúbbar, sannkallað fjör (allir geta dansað eftir hljómfalli okkar Filippseyinga), samt er allt svo ósnortið. Þægindi vestursins ásamt austrænu andrúmslofti. Slíkt er ekki auðvelt að finna nú til dags. Austrið er ekki dýrt — Drykkur á hótelinu, að borða úti, leigubílar, minjagripir, og svo allt þetta aukalega, allt svo ódýrt að það verður næstum ánægjulegt að eyða peningum....Nokkuð sem ferðamenn í öðrum löndum eru löngu búnir að gleyma. Undirritaöur vill gjarnan héyra meira um hin fjarlægu austurlönd, Filippseyjar og Thailand. Vinsamlegast sendið upplýsingar til: Nafh: Heimili: Sendið til Philippine Airlines, lOCollingham Road, London SW5 Philippine Airlines TVISVARIVIKU FRÁ EVRÚPU /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.