Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978. 3 V Stóri trukkurinn gæti með umfangi sinu valdið stórslysi með þvf að byrgja eðlilegt útsýni. Vildi Heimilis- iæknir svarar Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Hluti stjórnar leigjendasamtakanna. DB-mynd Hörður. Jón Ásgeir Sigurðsson skrifar: Dagblaðinu til litils sóma birtir það sl. laugardag áskorun frá einhverjum „Munda” um almenn skattsvik. Þessi ruglukollur er á móti því að menn fari að lögum og gefi húsaleigu upp til skatts. Hvernig skyldi mönnum verða við ef Dagblaðið tæki til við að birta áskoranir um annarsháttar lögbrot, til dæmis innbrot i verzlanir? Eða lítur Dagblaðið sum lögbrot frjálsari og óháðari augum en önnur? Þessi „Mundi” vill láta þagga niður umræðu um leiguokur á þeirri for- sendu að með því móti gerist allir leigusalar samstundis okrarar. Leigj- endasamtökin mega sem sé ekki nefna 75.000 króna mánaðarleigu fyrir tveggja herbergja ibúð sem dæmi um vitavert leiguokur af því að þá „sprengja þau upp verðlagið á mark- aðnum”. Hvers konar markaður er þetta eiginlega? Ég held því fram aðflestir leigusalar séu sanngjarnt og heiðarlegt fólk en ekki þeir „kverúlantar” sem þessi „Mundi” lýsir í lesendabréfi sinu. Auðvitað svikja þeir, sem hæsta leigu Okrararnir svíkja undan skatti — Gegn þeim afætulýð hafa leigjenda- samtökin skorið upp herör heimta, mest undan skatti, það gefur auga leið. Þess vegna er það helber þvættingur í þessum „Munda” að skattsvik haldi leiguupphæð niðri. Það ríkir neyðarástand í leiguhús- næðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Því miður nota einstaka leigusalar sér þetta neyðarástand til að okra á ná- unganum, og það eru okrararnir sem svíkja undan skatti. Gegn þessum af- ætulýð hafa Leigjendasamtökin skorið upp herör. Leigjendasamtökin stefna að því að menn geti búið i eigin húsnæði eða i leiguhúsnæði við nokkurn veginn sömu kjör. Leigjandinn þarf að geta búið við sama húsnæSísöryggi og eig- andinn. „Mundi” þessi stendur augljóslega við hlið þeirra sem græða á skatt- svikum. Leigjendur græða ekkert á skattsvikum svo að „Mundi” talar einungis munni þeirra leigusala sem vilja græða á skattsvikum. Þess vegna er skiljanlegt að „Mundi” reyni að hræða leigjendur frá því að standa með þeirra eigin hagsmunasamtökum. heppilegri stað fyrir ökutækið sitt? DB-mynd Bj.Bj. LOGIN VERNDA SLYSAGILDRUNA þurfum við að bíða eftir aðhér verði stórslys?spyr húsmóðir Var forset- inn ekki barnlaus? Guðmundur H. Guðmundsson hringdi vegna viðtals I.HH. við tvö heimspekileg ungskáld. Höfðu þeir sagt að þeir væru ekki skyldir, nema hvað Jón Sigurðsson forseti hefði verið einn ættfaðir þeirra. Guð- mundur segir að Jón Sigurðsson hafi ekki átt neina afkomendur því hann varbarnlaus. Að sjálfsögðu var þessari athuga- semd varpað fram i gamni en ekki alvöru I viðtalinu. Móðir við Löngubrekku i Kópavogi símaði eftirfarandi: Slysagildra hefur verið sett upp hér við götuna og stendur þar i liki stórs MAN-trukks með aftanivagni daginn út og daginn inn. Trukkeigandinn leggur bilnum við gangbraut sem liggur upp á Álfhólsveg. Þar eiga leið um börn og unglingar, hjólreiðakrakk- ar, gamalt fólk og aðrir fótgangandi. Þegar komið er niður stíginn að Löngubrekku blasir trukkurinn mikli við og skyggir mjög á alla útsýn út á götuna. Segja má að útilokað sé að fara ylir götuna öðruvísi en taka talsverða áhættu og vissulega býður þetta slysum heim því margir ugga ekki að sér en halda rakleitt yfir götuna og koma e.t.v. ekki auga á aðvífandi öku- tæki. Ég ræddi við lögregluna hér í Kópa- vogi um þetta og hún sendi sina menn á staðinn. En svörin sem þeir gefa eru stutt og laggóð: Við getum ekki bann- að bíleiganda að leggja bilnum sinum fyrir utan heimili sitt. Sem sé: Hér þarf að verða enn eitt þessara hroðalegu slysa áður en farið er að gera eitthvað í málinu. Á maður svo að trúa þvi að lögin séu svo blind að ekki megi skikka mann til að flytja ökutæki sitt á stað þar sem það veldur ekki slysahættu? Spilað á kerfið — Sumarfrííeinn mánuð og veikindaf rííannan HH skrifar: Því miður virðist það ágerast að ótrú- legur fjöldi fólks vinni ekki nema tiu mánuði á ári, þannig að tekið er sum- arfrí, sem er yfirleitt einn mánuður, og síðar (eða áðurj er tekið mánaðar veik- indafri. Því miður hefur þetta aukizt á síðari árum og er svo að sjá að þetta gangi. Einnig hefur það færzt í vöxt að fólk segist hafa verið veikt í sumarfri- inu sínu. Auðvelt er að fá vottorð fyrir slíku, eins auðvelt og að fá vottorð upp á veikindi. Ég tel þetta hörmulega þró- un. Hlýtur þetta að kosta milljónir ár hvert. Ekki það að eftirsjá sé að þessu fólki á vinnustað. Oftast er það svo að þetta fólk er haldið hræðilegum vinnu- leiða eða er hrein letiblóð. ömurlegast við þetta svinarí er að heiðarlegt og samvizkusamt fólk, flestir eru það sem betur fer, fær sama kaup eftir árið og þessir letingjar. Ég held að yfir- menn ýmissa stofnana ættu að athuga þessi mál og það aftur I tímann. Það hlýtur að vera heilög skylda allra heið- arlegra manna að stöðva þennan ósóma. Hvað gerir þú um helgar? Helga Soffla Konráðsdóttir nemi: Eg nota helgarnar til þess að læra. Á kvöld- in fer ég á kristilegar samkomur hjá KFUMogKSS. Sigrún Gunnarsdóttir nemi: Ég slappa af að mestu leyti. Svo kíki ég í bók svona við og við. Stundum fer ég á böll og þá er farið I Sigtún. Theodóra Gunnarsdóttir nemi: Ég reyni nú oftast að slappa af. Maöur verður líka að læra eitthvað, því það er mikið að læra heima. Stundum fer ég á böll eða bíó. Vinir og kunningjar eru heimsóttir. Gisli Ólafsson nemi: Það er nú ekki um neitt að velja. Krakkar á minum aldri hafa ekkert við að vera annað en að fara á Halló. Það eru engin diskótek eða skemmtanir fyrir okkur krakkana. Já, já, það getur verið ágætt að hanga þar, ef ég er i stuði. Jú, ég fer i bió ef ég á pening. _________ _________________________ Elin Steindórsdóttir húsmóðir: Ég er heima og elda matinn. Ég hef það yfir- leitt rólegt um helgar. Nei, ég fer aldrei út að skemmta mér. Pálmi Pétursson nemi: Eg hangi bara heima og les. Ég bý I sveit. Þar eru ekki böll eða bió um hverja helgi eins og á höfuðborgarsvæðinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.