Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7.0KTÓBER 1978. Blundaö fyrir vigum? Tónamir falla eins og perluregn yfir áheyrendur, hvert hjarta í salnum er að sprengjast sundur. Stutta, já, alltof stutta stund, opnast ný vídd i annars heldur samanklesstri vitund manneskj- unnar. Píanóleikarinn stendur upp og hneigir sig. Þetta augnablik fær hann endurgoldinn margra mánaða æfinga- tima, streitu og sjálfsaga. Á morgun spilar Rögnvaldur Sigur- jónsson dagskrá sem vel er til þess fallin að senda áheyrendur upp í slíkar róman- tískar hæðir. Þar vantar hvorki Chopin né Liszt. Og ekki aðeins er hann búinn að æfa sig vel og lengi undir atburðinn heldur er hann orðin svo ábyrgðarþrunginn og settlegur í fasi að varla er hægt að þekkja hann fyrir sama mann. r—Danskennsla----------------------------- í Reykjavík, Kópavogi, og Hafnarfirði. Innritun daglega kl. 10—12 og 1—7. Börn, unglingar, fullorðnir (pör eða einstaklingar). Kennt m.a. eftir alþjóðadanskerfinu, einnig fyrir brons, silfur og gull. Nýútskrifaðir kennarar við skólann: Niels Einarsson Rakel Guðmundsdóttir Athugið: Ef þópar, svo sem félög eða klúbbar, hafa áhuga á að vera saman í tímum þá vinsamlega hafið samband sem allra fyrst. — Góð kennsla. Allar nánari upplýsingar í síma 41557. Síðustu innritunardagar. Dansskóli Siguröar Hákonarsonar DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS EINS OG PERUJ- REGNYF1R ÁHEYRENDUR — Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari í Þjóðleikhúsinu á morgun „Heldurðu að ég sé einhver útung- unarvél fyrir brandara? Á ég að koma grenjandi af hlátri inn á sviðið?” öllum sem þekkja Rögnvald ber sam- an um að hann sé gæddur einstakri frá- sagnargáfu. Hann ýkir og skopast svo maður veltist um af hlátri. Honum er ómögulegt að ganga yfir götu án þess að sjá eða heyra eitthvað frábærlega stór- kostlegt, þar sem ég eða þú mundum ekki taka eftir neinu. Texti: Inga Huld Hákonardóttir Myndir: Ragnar Th. Sig. ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓnU/Tfl /4i/allTeitthvaÖ gott í matinn Er það þess vegna sem líf hans virðist svo litríkt? Nei, það er það í raun og veru. Kringum þau hjónin, Helgu og hann, leikur ævinlega litskrúðugur blær hins óvænta. Þau eru einhvern veginn albúin að taka sig upp og halda af stað í ævin- týraleit. Þau hafa gert það mörgum sinnum og stundum farið langt, stundum skammt. Dæmi: Leiðinlegar vikur með vondu veðri og peningaáhyggjum. Rögnvaldur kemur heim úr skólanum: „Helga min, taktu kartöflurnar af plötunni og slökktu, við skellum okkur niður á Holt að borða.” Svo fá þau glas af hvítvíni með matnum og hlæja og kjafta saman eins og krakkar. Sumt fólk talar aldrei um neitt nema veðrið, veikindi eða peninga. Og sumir aldrei um neitt nema bílinn sinn. Ekki RögnvaldurogHelga. En einhvern tima, þegar mæddur bíleigandi var búinn að þylja yfir þeim raunatölur sínar langa stund, urðu þau svo glöð, þegar hann fór, svo glöð yfir að eiga ekki slíkan grip, að þau hringdu umsvifalaust í leigubíl og létu hann keyra sig út í Gróttu til þess að horfa á fegurð sólarlagsins. Aðrar ferðir eru lengri: 1954 eða þar um bil bjuggu þau í Hafnarfirði. Þau áttu þar lítið hús en voru annars voða blönk. Þá tóku þau sig til, seldu húsið og allt sem þau áttu (nema flygilinn) og skelltu sér til Vinarborgar. „Það er nauðsynlegt fyrir listamann, sem ekki ætlar að grotna niður, að vera í umhverfi þar sem þeir hlutir, sem hann er að leggja stund á, eru í hápunkti. í Vínarborg er sama hvort þú gengur áfram, aftur á bak eða til hliðar, þú lendir inn i konsertsal. Það er óneitan- lega eitthvað annað en leggjast út í laut í hrauninu við Hafnarfjörð, þótt það sé dásamlegt út af fyrir sig. Og þótt það sé þvert ofan i öll náttúrulögmál að kennari i tónlistar- skóla á okkar fámennu úthafseyju, þar sem tækifæri gefast ekki til að halda konserta nema á árs fresti, geti farið í víking og unnið sigra í fjarlægum stór- borgum: Washington, Vín, Leningrad, þá hefur Rögnvaldur gert þetta æ ofan í æ. Hann hefur farið í hljómleikaferðir austur um öll Sovétríkin og Rúmeníu og vestur í Kanada, allt til Kyrrahafs- strandar. Það stökkva ekki allir úr Hafnarfirði beint upp i Mozartsal í Vínarborg við bezta lof gagnrýnenda. En slík stökk hefur Rögnvaldur oft tekið og á morgum fáum við að sjá hann og heyra í einu slíku. Hann leikur fyrir okkur I Þjóðleikhúsinu klukkan þrjú. •IHH. t dag er ég alvarlegasti maður á norðurhveli jarðar. Ef ætti að hálshöggva mig, nema ég segði brandara núna, þá mundi hausinn skoppa. Tjáninga er ein meginforsenda að frelsi geti viðhaldizt í samfélagi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.