Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. HVAÐ VERDUR UM SVÆÐIÐ MILLI JÖRFABAKKA OG MARÍUBAKKA? lbúi við Mariubakka spyr: Opið svæði er á milli Mariubakka og Jörvabakka. Svæði þetta var ófrá gengið i mörg ár, þrátt fyrir óskir ibúa um lagfæringu. En í fyrra var hafizl handa við framkvæmdir á þessu svæði og var svæðið ty.rft og hlaðinn grjót- veggur meðfram þvi. Vinnuflokkar unnu í þessu nánast allt sumarið. En nú fyrir nokkrum dögum birtust jarðýtur á hið frágengna svæði og rifu allt upp, grasið og steinvegginn fina. Þetta þótti okkur íbúunum furðulegt og leggjum því nokkrar spurningar franv. j. Hvað á endanlega" að vera á þessu svæði? 2. Hver var kostnaðurinn við vinnuna á þessu svæði í fyrra? 3. Hver er áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir sem nú eru að hefjast? 4. Hver ber ábyrgð á þessum vinnubrögðum? SVAR: Það hefur gengið á ýmsu að fá upplýst hvað eigi og hvað er verið að gcra þarna á svæðinu. En á endanum fengum við þær upplýsingar. sem eru ekki eins og bezt er á kosið, vegna skipulagsleysis borg- aryfirvalda. Hallamismunur olli því að gera þurfti breytingar á svæðinu, rífa það allt upp og slétta úr því. Grasið þarna var hálf ónýtt vegna skemmdar- verka ibúanna i nágrenninu, eða eins og Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri sagði orðrétt: „Þökurnar voru mjög illa farnar eftir fótboltahetjurnar okkar, svo það varð hvort sem er að lagfæra þær.” Upprunalega átti sá steinkantur sem er við malbikið ekki að vera, en við álitum að hann hefði þurft að vera og tók það langa bið að fá hann steyptann. Það hefur allt sem hugsast gal, tafið þessa framkvæmd og að vonum er ég ekki ánægður með árangurinn, mjög óánægður. En ef tíð verður gúö þá vonumst við til að geta klárað þetta svæði eins fljðtt og auðiö er. Þetta mun verða mjögskemmtilegt útivistarsvæði, þarna verður aðstaða Þetta er allstórt svæði sem veriö er að laga i annað sinn, vegna mistaka og skipulagsleysis. Að lcggja aðeins einn fermetra af túnþðkum kostar ca. kr. 700.00. Svæðið aDt er eitthvað á milli 300—400 fermetrar, en þess má geta að það er ekki allt svæðið sem fer undir græna torfu. Sjá má það sem eftir er af steinvcggnum flna og steinkantinn sem tafði m.a. framkvæmdina. fyrir smágolf, knattleiki o.s.frv. fyrir þásem vilja. Endanlegur kostnaður við fram- kvæmdina i fyrra var rúmlega kr. 5.000.000.00 og fór mestur hluti þess arar upphæðar i malbikið og það sem fylgir því. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir sem nú eru að hefjast lágu ekki fyrir hjá borgar- verkfræðingi, aðsögn Hafliða. Sá er ber ábyrgð á þessu er Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri. Fasteignasalar veita ekki nógu góða þjónustu - íbúðarkaupandi beinir spurningum til Ragnars Tómassonar fasteignasala Viðskiptavinur beinir spurningum til Ragnars Tómassonar fasteignasala. vegna viðtals við hann í útvarpi og dagblaði um fasteignasölu hérlendis: Þegar ég leitaði mér að ibúð, komst ég að þvi, að 34% fasteignasala höfðu aldrei lilið á þá eign, sem var á sölu. Nær 100% vissu ekki herbergja- stærðir eða innanmál íbúðar. Þá vissi heldur enginn um áhvilandi skuldir. Viðskiptavinur hefur heldur enga tryggmgu fyrir-þvi að seljandi ibúðar sjái tilboð, sem hugsanlegur kaupandi leggur fram. Hvernig getur Ragnar Tómasson ætlazt til þess, að viðskiptavinir geti sætt sig við þetta? Hvers vegna eru fasteignasalar ekki skyldaðir til þess að skoða ibúðir. og fyrir það tækju þeir sanngjarnt skoð- unargjald? Þá þarf að mæla herbergjastærðir, þannig að menn viti að hverju þeir ganga og séu ekki að skoða íbúðir, sem ekki henta þeim. Ef tekið erskoðunar- gjald er liklegra að fólk hafl ekki sömu ibúðina á mörgum fasteignasölum. Erlendis er sá háttur hafður á að fasteignasalar taka ljósmyndir í ibúð- unum og mæla innanmál. Þá taka þeir til augljósa galla og meta þá til við- gerðarverðs, sem síðan er dregið frá ibúðarverðinu. Erlendis ganga fasteignasölur einnig frá allri pappíravinnu, lánum og svo frv. Hér verða menn að sendast frá Pétri til Páls til þess að ganga frá sinum málum sjálfir. Ætti slikt ekki að vera i höndum fasteigna- salans? DB hafði saniband við Ragnar Tómas- son og skrifaði hann cftirfarandi: Ég er sammála bréfritara um nauð- 'syn gleggri upplýsinga um ibúða- og herbergjastærð við sölu fasteigna. Gallinn er sá að til eru a.m.k. þrjár ólikar aðferðir opinberra aðila við út- reikning á stærð ibúðarhúsnæðis. Ef gerð er fyrirspurn hjá byggingaryfir- völdum um fermetrastærð ibúða í fjöl- býlishúsum, þá er hvergi unnt að fá svör við því. Hér gæti Fasteignamat rikisins orðið að gagni og tölvusett allar upplýsingar um stærðir. bruna- bótamat o.fl. og orðið þannig almenn- ingi til gagns i stað fyrirhafnar. Eins og opinberum fyrirtækjum hættir ein- att til, er Fasteignamatið sifellt að færa sig upp á skaftið og nú fær fólk ekki að þinglýsa afsölum sinum hjá fógeta, nema að framvisa áður kaup- samningum hjá Fasteignamatinu ög afsölum hjá lóðarskrárritara. Trúlega er meira um það hér en erlendis að sömu eignir séu i sölu hjá mörgum fasteignasölum. Verðmat framkvæma þeir flestir skv. beiðni eigenda fast- eigna án endurgjalds og er þvi algengt að margir fasteignasalarskoði og verð- meti sömu eign, þó hitt hendi sjálfsagt einnig að kaupandi sé kominn að eign áður en fasteignasala hefur unnizt timi til að skoða hana. Ég tel það aftur óhugsandi að fasteignasalar meti galla á ibúðum. Mér er nær að halda að all ar. eða a.m.k. flestar ibúðir séu gall- aðar. ef grannt er skoðað og engu sleppt. Enginn einn aðili býr yfir þeirri fagþekkingu að geta metið hvort tré- verk, múrverk, gler, dúklagning. pipu- lögn, raflögn. málningarvinna. jarð- vinna o.s.frv. sé ógölluð. Það þarf hins vegar að brýna fyrir kaupendum að kynna sér vel eign þá sem þeir hafa hug á að kaupa og fyrirbyggja þannig að þeir kaupi köttinn i sekknum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.