Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. 19 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I GLENTORAN FEKK 600 ÞUS. KR. SEKT —vegna óláta eftir UEFA-leikinn við Vestmanneyinga í Belfast Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu — UEFA — dæmdi norður- írska félagið Glentoran á laugardag í 600 þúsund króna sekt (3000 svissneska franka) á fundi sínum i Ziirich á laugar- dag. Það var vegna óspekta, sem áttu sér stað i Belfast eftir UEFA-leik Glentoran og ÍBV þar 13. september. Áhorfandi réðst að Fríðfinni Finnbogasyni — sló hann I höfuðið með hornfána og svo var höggið mikið að Friðfinnur missti með- vitund. Á fundi aganefndarinnar var John Roberts hjá Wrexham, Wales, daemdur í þriggja leikja bann í UEFA-keppni. Hann var rekinn af velli 13. september. Gary Owen hjá Man. City var meðal sjö leikmanna, sem daemdir voru í eins leiks bann vegna tveggja bókana dómara í' UEFA-leikjum á leiktímabilinu. Strang- asta dóminn hlaut Umdu Ozer, Tyrk landi. Fjögurra leikja bann. Gríska liðið Piraeus Olympiakos var dæmt í 400 þús- und kr. sekt vegna framkomu leikmanna liðsins og fararstjóra í Sofia 28. septem- ber. Töpuðu þar gegn Levski 3-1. Grikk- irnir sögðu, að flösku hefði verið kastað i einn leikmann liðsins — og lögreglu þjónn hefði ráðizt á þjálfarann. Mót- mæli Grikkja ekki tekin til greina. Kalisas frá Olympiakos var dæmdur i fjögurra leikja bann og félagi hans Gala- kos i 2ja leikja bann. Þeir voru reknir af velli ásamt Pavel Panov, Levski, sem hlaut 3ja leikja UEFA-bann. 14 íslandsmet unglinga í lyftingum —á úrtökumóti á Akureyri fyrir Norðurlandamótið í Kaupmannahöf n (Jrtökumót Lyftingasambands íslands fyrir Norðurlandamót unglinga var haldið á Akureyrí á laugardag. Akur- eyríngar sáu um mótið fyrir hönd sam- bandsins. Norðurlandamótið verður haldið i Kaupmannahöfn 4. og 5. nóvember nk. og munu þar keppa tlu íslendingar — fullskipað landsiið. Á mótinu á Akureyri voru sett 14 tslands- met unglinga. Guðgeir Jónson, Ármanni, átti mjög góðar tilraunir við Norðurlandametið i unglingaflokki i létt- þungavigt. Lyfti 162 kg en mistókst við 168 kg. Úrslit i einstökum flokkum. 60. kg. flokkur 1. Þorvaldur B. Rögnvaldsson, KR snaraði 81 kg og jafnhattaði 95 kg. Samtals 176 kg. Árangur Þorvaldar i snörun er nýtt met. 67,5 kg flokkur Sigurvegari Haraldur Ólafsson, Þór, Akureyri. Snaraði 85 kg og jafnhattaði 110 kg. Samtals 195 kg. 75 kg flokkur Þar var mjög skemmtilegt einvígi — eitt hið bezta, sem lengi hefur átt sér stað í lyftingum. Þorsteinn Leifsson, KR, sigraði. Snaraði 110 kg og jafn- hattaði 140 kg. Tvíbætti þar metið. Freyr Aðalsteinsson, Þór, snaraði 107.5 kg en mistókst klaufalega við 135 kg í jafnhendingu. Samanlagt hjá Þorsteini 250 og hann tvíbætti þar einnig metið. 82.5 kg flokkur. Guðgeir Jónsson, Ármanni sigraði. Snaraði í keppninni 120 kg en í auka- tilraun 130, sem er met. Jafnhattaði 162.5 kg. og tvíbætti metið. Samanlagt 282,5. Nýttmet. 90 kg flokkur Þar sigraði Birgir Þór Borgþórsson, KR. Setti fimm íslandsmet. Snaraði 130 kg. Met. Tvíbætti met í jafnhöttun. Fyrst 165 kg. — síðan 170 kg. Átti góðar tilraunir við 175 kg. Náði saman- lagt 300 kg. Met og ekki margir, sem hafa náð þeirri þyngd hér á landi. Hann vann bezta afrekið á mótinu. 652 stig samkvæmt stigatöflunni. Guðgeir Jónsson var næstur með 642 stig og Þorsteinn Leifsson vann þriðja bezta afrekið 595 stig. 100 kg flokkur Óskar Kárason, KR, sigraði. Snaraði 120 kg. Átti góðar tilraunir við 132.5 kg. en mistókst — og bætti þvi ekki eigið met. Jafnhattaði 140 kg og hætti þar keppni eftir eina tilraun. Samtals 260 'kg. llOkg flokkur Ágúst Kárason, KR — bróðir Óskars — sigraði. Snaraði 120 kg. og jafn- hattaði 160 kg, sem er hans bezti árangur. 280 kg samanlagt. Sigurvegarar í hverjum flokki eru taldir öruggir með sæti á NM. Sparilán Landsbankans eru í reynd einfalt dæmi. Þú safnar sparifé með mánaðarlegum greiðslum í ákveðinn tíma, t.d. 24 mánuði og færð síðan sparilán til viðbótar við sparnaðinn. Lánið verður 100% hærra en sparnaðar- upphæðin, — og þú endurgreiðir lánið á allt að 4 árum. Engin fasteignatrygging, aðeins undirskrift þín, og maka þíns. Landsbankinn greiöir þér al- menna sparisjóðsvexti af sparn- aðinum og reiknarsér hóflega vexti af láninu . Sparilánið er helmingi hærra en sparnaóar- upphæðin, en þú greiðir lánið til baka á helmingi lengri tíma en þaó tók þig að spara tilskylda upphæð. Biðjið Landsbankann um bæklinginn um sparilánakerfið. Sparifjársöfhun tengd réttí til lántöku Sparnaöur Mánaðarleg þinn eftir innborgun Sparnaður í lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráðstöfunarfé Mánaðarleg þitt 1) endurgreiðsla Þú endurgreiðir Landsbankanum hámarksupphæð 12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði 25.000 25.000 25.000 300.000 450.000 600.000 300.000 675.000 1.200.000 627.876 1.188.871 1.912.618 28.368 32.598 39.122 á 12 mánuðum á 27 mánuðum á 48 mánuðum 'aH; 1) I tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns-eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hvcrjum tima. LANDSBANKTNN SparUán-trygging í framtíð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.