Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 40

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 40
SANDDÆLUNNIHVOLFDI VK)Þ TlrTi lLlíÍU ILiJ SSKER frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 9. OKT. 1978. KEA úthlutað sömu lóð í þriðja skipti Kaupfélag Eyfirðinga hefur nú fengið úthlutað síðustu verzlunarlóðinni sem eftir er við Glerárgötu. Það merkilega við þessa úthlutun er að Byggingarnefnd Akureyrar úthlutar KEA þessa lóð nú i þriðja skipti. 1 hin tvö fyrri skipti hefur KEA ekki nýtt byggingarréttinn og fresturinn runnið út. Byggingarlóð þessi er við Glerárgötu 20 við hlið verzlunarhúss Raforku. Á móti KEA sótti Akurvík h.f. um lóð þessa. DB ræddi við Arngrím Bjamason aðalfulltrúa kaupfélagsins og sagði hann að þegar væri byrjað að grafa fyrir grunni hússins, þannig að Ijóst væri að KEA ætlaði sér að nýta rétt sinn að þessu sinni, en byggingarfrestur rennur út um næstu mánaðamót. Arngrímur sagði að sótt hefði verið um lóðina undir verzlunar-og iðnaðar- húsnæði. Ekki er endanlega ákveðið hvaða starfsemi verður nákvæmlega í hinu nýja húsi, en kjörmarkaður er við hlið hins væntanlega húss. Arngrímur sagði að lóðin væri frekar litil og væntanlega yrði húsið 4—5 hæðir eins ogönnurhúsígrenndinni. JH /yKaupið\» ,5 TÖLVUR >►' I* QG TÖLVUÚR BANKASTRÆTI8 £1*11 — komin íheimahöfn íverkstæði Vita- mála íFossvogi „Mínir menn gefast aldrei upp,” sagði Aðalsteinn Júliusson vita- og hafnamálastjóri i viðtali við Dag- blaðið í gær. Þá hafði mistekizt fyrsta tilraun til þess að koma á réttan „kjöl” sanddælunni Hák, sem hvolfdi í ruddasjó um 9 milur frá Þormóðsskeri í fyrradag. Hákur hefur að undanförnu unnið norður á Hólmavík við dýpkun. Varðskipið Árvakur var með Hák i drætti á leið til Reykjavíkur, eða^ nánar til tekið að verkstæði Vitamála- stjórnarinnar i Fossvogi. Hvolfdi Háki, sem fyrr segir, i ruddaveðri. Árvakur hélt þannig áfram með Hák þar til komið var nærri hafnar- garðinum á Akranesi. Dráttarbáturinn Magni fór með flotkrana Reykjavíkurhafnar til liðs við sanddæluna í gær. Kafarar komu fyrir virum í sanddælunni og var Hákur kominn talsvert upp í rétt horf, þegar vírstroffur slitnuðu. Féll sand- DB-mynd: Vlðir Guðnason. dælan með skvampi miklu í sjó niður aftur. Næsta tilraun fór vel. Tókst að koma sanddælunni á réttan „kjöl” Var þá ferðinni haldið áfram og kom „Ég gæti allt eins lagt til að leggja blaðið niður” Árvakur með Hák að verkstæði Vita- og hafnarmálastjórnarinnar i Fossvogi um kl. 3 í nótt. „Það, sem blasir við, er að húsið á Hák er i burtu. Að öðru leyti er ekkert hægt að segja um skemmdir,” sagði Helgi Theódórsson, verkstjóri í viðtali við DB i morgun. „Við göngum i'að taka upp vélar og gera það, sem gera þarf,” sagði Helgi. BS. Flateyri: Ökuferðin endaði Z' ■ ■■ a gjor- gæzludeild — sagði Sigmar í Sigtúni á 20 ára veitinga- mannsafmælinu sínu -* Þannig var vagninn útlitandi eftir að ökuferðinni lauk. Eitthvað hefur Bakkusi konungi farízt stjórn bifreiðarinnar óhöndugiega. DB-mynd: Þorsts. Traustas. Ökuferð þriggja drukkinna pilta á Flateyri endaði eins og oft vill verða þegar Bakkus er hafður með í ráðum við stjórn ökutækisins; með árekstri og slysi á farþegum. Atburðurinn átti sér stað um kl. 1 aðfaranótt föstudags. Piltarnir byrjuðu á því að keyra niður fiskikassa við frystihúsið. Þaðan héldu þeir áfram á mikilli ferð upp Hafnar- strætið og móts við hús varð fyrir þeim kyrrstæður bíll, sem flaug eina 25 metra, svo einhver hefur hraðinn verið. Þar endaði sem sé ökuferð piltanna þriggja. Einn þeirra þríkjálkabrotnaði og var fluttur til ísafjarðar en læknir kom þaðan rúmum hálftíma eftir að slysiö hafði átt sér stað. Frá ísafirði var pilturinn fluttur til Reykjavíkur á gjörgæzludeild og komst ekki til meðvitundar fyrr en á laugardags- morgun. Hann er úr allri lífshættu. Félagar hans tveir slösuðust minna. GAJ/ÞT, Flateyri sagði Björn Þórhallsson, stjómarformaður DB fyrir verðlagsdómi í morgun „Aðspurður kveðst Björn ekki styðja tillögu um að lækka verð blaðsins, og gæli allt eins lagt til að leggja blaðið niðui". var bókun réttarins í verðlags dómi. sem settur var í morgun kl. 9.15 til þess að fjalla um kæru verðlagsstjóra á hendur Dagblaðinu hf. og Reykjaprenti hf.. útgáfufélagi Vísis. „Álíta mætti, að að baki ákvörðunar verðlagsnefndar lægi sá tilgangur að hætt yrði að gefa blaðið út,” sagði Björn Þórhallsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Dagblaðsins hf. Lögmaður Dagblaðsins hf. i þessu máli, Skúli Pálsson hrl„ óskaði bókað: „Formaður verðlagsnefndar (Björgvin Guðmundsson) verði tekinn fyrir dóm, svo að færi gefist á því að spyrja hann um framkvæmd þessarar ákvörðunar (þ.e. ákvörðunar um verðlagningu DB), og almennt um framkvæmd verðlagn- ingar á lesefni í landinu.” Framangreint gerðist i verðlagsdómi vegna kæru á hendur Dagblaðinu hf. og Reykjaprenti hf. vegna Vísis. Þessi blöð hafa ekki viljað hlita ákvörðun verð- lagsnefndar þar sem hún synjaði um að leyft yrði að selja þessi blöð á kr. 120.00 í lausasölu en lagði svo fyrir, að þau skyldu kosta kr. 110.00. Þessi ágrein- ingur tekur einnig til áskriftargjalds blaðanna. Bjöm Þórhallsson tók fram, að ákvörðun hefði verið tekin um verð- hækkun á blöðunum fyrir mánaðamót og vildu þau ekki una ákvörðun verð- lagsnefndar um aðra verðlagmngu. Sverrir Einarsson sakadómari og Egill Sigurgeirsson skipa verðlagsdóm. Gisli ísleifsson hrl. er lögmaður verð- lagsstjóra i þessu kærumáli. Um það leyti sem DB fór í prentun voru réttarhöld að byrja yfir Vísismönn- um. Stjórnarformaður Reykjaprents hf„ Hörður Einarsson, var mættur ásamt lögmanni fyrirtækisins, Sveini Snorra- syni hrl. I stjórn Dagblaðsins hf. eru sömu menn og verið hafa frá stofnun 1975: Björn Þórhallsson, Jónas Kristjánsson, Axel Kristjánsson, Haukur Helgason og Sveinn R. Eyjólfsson, sem er fram- kvæmdastjóri. Dagblaðið mun skýra frá framvindu málsins, en fleira gerðist ekki í morgun í þvi. - BS „Ég ætla að reyna að ná hálfri öld í veitingamennskunni,” sagði Sigmar Pétursson í Sigtúni, þegar fréttamaður DB leit inn hjá honum á heimili hans sl. laugardag. Þar héldu þau hjónin, Sigmar og Þórdis, hóf með gömlum starfsmönnum og vinum í tilefni af 20 ára veitingamannsafmæli Sigmars. Sigmar hóf veitingarekstur i Breið- firðingabúð hinn 2. október 1958. Sigtún tók svo tiT starfa 5. október 1963 og er enn eitt stærsta og kunnasta veitingahús höfuðborgar-' innar. „Það er enginn bilbugur á mér ennþá,” sagði Sigmar Pétursson,” en okkur 'fannst sjálfsagt að halda upp á, þessi tvö afmæli með vinum og kunningjum, flestum fyrrverandi og núverandi samstarfsmönnum um langt árabil. Ekki geta þó nærri allir verið með að þessu sinni þar sem til dæmis margir þeirra eru nú að störfum uppi í Sigtúni.” Hópurinn, sem þarna var að halda upp á starfsafmæli hefur svo oft staðið í ströngu, þegar aðrir halda daginn hátíðlegan af margvíslegu tilefni, að þeir eru margir, sem heils hugar óska þeim Sigmari Péturssyni og Þórdísi konu hans til hamingju með afmælið. BS. „REYNIAÐ NÁ HÁLFRIÖLD" 20 ára veitingamannsafmæli hans. Ekki verður betur séð en að heimilishundur- inn samgleðjist húsbændunum á afmælinu, þótt hann sé kominn „undir borðið”. DB-mynd: Hörður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.