Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978.
5
Kartöflur innihalda steinefni, kalk,
járn, fosfór, B- og C-vítamin svo það
helzta sé nefnt. Mest er af C-vitamini í
nýjum kartöflum en það minnkar með
aldrinum. Það þarf enginn að hræðast
mjög hitaeiningarnar í kartöflum. í
100 grömmum af soðnum kartöflum
eru aðeins um 84 hitaeiningar, en
þegar búið er að djúpsteikja þær þjóta
hitaeiningarnar upp í 200 I 100
grömmunum. Kartöflur á að geyma í
ógegnsæjum umbúðum. Ljósið rýrir
næringargildið.
Við djúpsteikingu hverfur C-víta-
minið úr kartöflum. Nýjar kartöflur
henta ekki til baksturs, þær eru of
vatnsmiklar.
Leggið þurrku eða eitthvað þess
háttar yfir kartöflur sem halda á
heitum i staðinn fyrir lok. Klæðið
dregur I sig rakann og kartöflurnar
verða áfram þurrar.
Kartöflur
sem réttur
Hjá alltof mörgu fólki eru kartöflur
„bara eitthvað sem maður hefur alltaf
með mat!” Afhýddar og soðnar í mauk
i alltof miklu vatni — þvi eins og mál-
tækið segir „ekki er kjöt án kartaflna”.
í mörgum löndum þekkjast soðnar
kartöflur varla nema sem efni i kart-
öflustöppu eða i súpu. Bara á einn hátt
er ekki hægt að ganga fram hjá kart-
öflunum. Soðnar nýjar með hýðinu og
bornar fram með köldu, söltu smjöri!
Hér á eftir fara nokkrar uppskriftir
á kartöfluréttum og kannski fylgja
siðar meir fleiri i kjölfarið hér á síð-
unni.
Sumarkartöflur:
3/4 kg kaldar soðnar kartöflur — 174 I
ýmir — 1 matskeið rjómi — ein litil
agúrka — graslaukur eða púrrulaukur
— salt — hvítur pipar — 1 harðsoðið
egg.
Hrærið saman ýminn og rjómann,
kryddið með salti og pipar og blandið
saman við kartöfluteningum og
agúrkuskífum. Setjið laukinn saman
við og skreytið með sneiðum af harð-
soðnu eggi.
Kartöflu-
pönnukaka
1/2 kg kartöflur — 75—100 g smjör
— salt — pipar.
Afhýðið kartöflurnar og skerið þær
i þunnar sneiðar. (Hér er gott að nota
ostahníf). Þurrkið skífurnar I diska-
þurrku. Hitið vel helminginn af smjör-
inu (ef maður blandar dálitlu af matar-
olíu saman við er smjörinu ekki eins
hætt við að brenna). Dreifið kartöflu
skífunum jafnt yfir alla pönnuna.
Látið kartöflurnar síðan steikjast við
jafnan lágan hita í 10 mínútur, þá
hefur myndazt harður botn. Snúið
kartöflunum við (jafnvel með því að
velta þeim yfir á disk) og setjið afgang-
inn af smjörinu á pönnuna. Látið
„pönnukökuna” síðan steikjast i 5
minútur þar til hin hliðin er orðin
stökk. Berið siðan fram og stráið
aðeins salti yfir. Skerið niður eins og
tertu — bragðast vel með næstum
hverju sem er.
Kúmenkartöflur
4—6 stórar kartöflur — olia — salt —
kúmen.
Hreinsið kartöflurnar vel og skerið
eftir endilöngu. Smyrjið vel með olíu,
bæði hýðið og skurðinn. Stráið salti og
kúmeni yfir skurðflötinn. Raðið kart-
öfluhelmingunum þétt í ofnfast fat og
bakið i ofni í 30—35 min. við 225*C.
Ef þær virðast þorna við baksturinn,
penslið þá yfir með olíu en athugið að
hreinsa ekki kúmenið af.
Kartöflusalat
3/4 kg kaldar soðnar kartöflur — 1
laukur — 4 matskeiðar majones — 6
matskeiðar tómatsósa — 1 teskeið
sinnep — I matskeið edik — paprika
— salt — pipar.
Afhýðið kartöflurnar og skerið í
sneiðar eða litla bita. Laukurinn sax-
aður smátt. Hrærið saman kartöflur,
lauk. majones, tómat, sinnep og edik.
Kryddið með salti og pipar. Stráið
papriku yfir.
Ath. Einnig er ágætt að bæta út i
salatið smátt söxuðum agúrkum,
tómötum og hvitkáli ef til eru af-
gangaraf sliku í ísskápnum.
áður segir. íbúðarhúsin standa
töluvert frá útihúsunum og voru þau
aldrei i hættu að sögn lögreglunnar á
Selfossi. Húsin ntunu hafa verið
vátryggðaðeinhverju leyti.
-GAJ-
Aðfaranótt sunnudagsins brunnu
útihús á Vötnum i Ölfusi til kaldra
kola og inni i fjósinu brunnu 20 kýr og
I hestur.
son. ekki til að hleypa skepnunum út
sökum reyksogelds.
miðnætti eða kl. 23.43. íbúar að
Vötnum voru gengnir til náða en vev
farandi varð eldsins var. Hann fór
þegar heim að bænum og gerði aðvart.
Þá voru húsin alelda og komst
bóndinn að Vötnum, Eyjólfur Björns
Slökkviliðið í Hveragerði kont á
staðtnn en fékk ckki við neitt ráðið og
brunnu útihúsin til kaldra kola eins og
Eldsins varð vart laust fyrir
MARKAÐIJR
40-80% AFSLATTUR
Á ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR
LAUGAVEGI44