Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978.
Hvar eru stóru málin?
—könnun DB leiðir í Ijós að öll eru á leið í gegnum dómskerf ið
—en sum í f yrsta gír
Saka- og dómsmálaumrxða undan-
farinna ára spratt ekki af engu. Á
tiltölulega skömmum tima komu upp
hvert stórmálið á fxtur öðru, — hrika-
leg ofbeldismál og fjárglæfrar af ýmsu
tagi.
Það þarf ekki að rifja upp fyrir les-
endum Dagblaðsins þá umrxðu, sem
spannst I kjölfar þessara mála. En
hvað skyidi hafa orðið um öll þessi
mál. Hafa þau sofnað I kerfinu? Var
þeim stungið undir stól? Duttu þau
upp fyrir?
Blaðið gerði könnun á stöðu yfir
tuttugu mála af þessu tagi, mála, sem
vakið hafa mikla athygli og hafa flest
verið rakin rxkilega I blaðinu. Könnun
blaðsins leiddi I Ijós, að engu hefur
verið stungið undir stól, öll þessi mál
eru I gangi — en dómskerfið er oft
nokkuð seinvirkt. Ástxðan er likiega
fyrst 'óg fremst sú, að skortur er á
mannafla til rannsóknarvinnu. Hér á
eftir fer úttekt á stöðu þessara mála i
dómskerfinu. -ÓV.
Keðjutékkamálið:
„Vandræðabarnið
bíður afgreiðslu
ff
Vandræðabarn dómskerfisins,
keðjutékkamálið, biður afgreiðslu hjá
embætti ríkissaksóknara. Rannsókn
málsins lauk i -byrjun sumars eftir
liðlega tveggja ára þrotlaust starf og
barst málið ríkissaksóknara 5. júní sl.
Mál þetta er gífurlega umfangs-
mikið og fylla gögn þess hálft her-
bergi hjá ríkissaksóknaraembættinu,
þar sem þrengsli eru mikil fyrir.
Um er að ræða meinta keðjutékka-
starfsemi 17 reikningshafa. Máliðkom
upp í byrjun rannsóknar Geirfinns-
málsins og varð rannsókn þess afar
viðamikilogtafsöm.
Landsbankamálið:
Rannsókn á 51,5 m. kr.
f járdrætti stendur enn
Rannsókn Landsbankamálsins —
meintur fjárdráttur Hauks Heiðars,
fyrrum forstöðumanns ábyrgðadeildar
bankans upp á um 51.5 milljónir •
stendur enn yfir hjá Rannsóknarlög
reglu ríkisins.
Rannsókn málsins hófst um jól í
fyrra þegar Landsbankinn kærði Hauk
Heiðar og sat hann í gæzluvarðhaldi
fram i miðjan marz. Rannsóknin
hefur staðið óslitið síöan og treysti
Hallvarður Einvarðsson, rannsóknar-
lögreglustjóri, sér ekki til að segja um
horfur í málinu, hvenær rannsókn
lyki.
Haukur Heiðar viðurkenndi við yfir-
heyrslur að hafa dregið að sér
umrædda upphæð í allmörgum
tilvikum í sambandi við viðskipti
Landsbankans og fyrirtækisins Einar
Ásmundsson, Import-Export. Tugir
milljóna voru sóttar i svissneskan
banka og fluttar heim. Haukur hefur
sett gildar tryggingar fyrir endur-
greiðslu fjárins.
Manndrápið
á Skólavörðustíg:
Væntanlega
dæmt
í málinu
fyrir áramót
Fjárdrátturinn
hjá útvarpinu:
Auglýsinga-
stjórinn
ákærður í
síðustu viku
Manndrápsákæran gegn Jennýju
Grettisdóttur, sem banaði eiginmanni
sínum Arelíusi Viggóssyni á Skóla
vörðustíg 21A í febrúar sl., verður
tekin fyrir í sakadómi Reykjavíkur
innan fárra vikna.
Ákæran á hendur Jenný var gefin
út sl. vor. og var máP' há þingtest. cn
síðan frestað til hausts m.a. vegna
réttamlés. i
þcr.nc’: voóaatburð bar þannig að,
aö ’heiftarlegu rifrildi aðfaranótt 20.
febrúar sl. lagði Jenný hníf í brjóst
Arelíusar og lézt hann skömmu
síðar.Þau voru um það bil að slíta
hjúskapsínum.
Dómarar i málinu eru saka-
dómararnir Haraldur Henrysson,
Sv' ,. .arsson og Gunnlaugur
Rnen’ : jafnframt er dómsfor-
niaðu. L’.mur getur fallið I málinu
íylr „i-amót.
Um miðja síðustu viku var gefin út
opinber ákæra á hendur Rós Péturs-
dóttur, fyrrum auglýsingastjóra út-
varpsins, fyrir fjárdrátt, sem nam
tæpri milljón króna.
Barst málið til sakadóms Reykja-
víkur fyrir helgina og verður því
væntanlega úthlutað til dómara áður
en langt um líður. Dómur ætti að geta
fallið í vetur.
Fjárdráttur auglýsingastjórans fyrr-
verandi náði nokkur ár aftur í timann.
Henni var vikið úr starfi þegar upp
komst, fyrr á þessu ári.
Fíugfrakt
Flugleiðamálið:
Vörnum skilað
fyrir mánaðamót
Flugleiðamálið er vel á veg komið i
sakadómi Reykjavikur. 1. október sl.
átti að skila vörn í málinu en
verjendur fengu þá frest til næstu
mánaðamóta til að skila skriflegum
vörnum.
Mál þetta kom upp 1974 þegar i Ijós
kom að starfsmaður í toll-
vörugeymslu Flugleiða hafði af-
greitt vörur til innflytjenda án þess að
greiddir væru tollar og önnur tilskilin
gjöldafvörunum.
Sex menn eru ákærðir i málinu
Guðgeir Leifsson (starfsmaður
Flugleiða), og héildsalarnir og
sölumennirnir Matthias Einarsson,
Jóhann Stefánsson, Ásgeir H.
Magnússon, Garðar Ólafsson og
Loftur Baldvinsson.
Dómari í málinu er Gunnlaugur
Briem sakadómari, en meðdómarar
hans Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlög-
maður og Garðar Valdimarsson,
skattrannsóknarstjóri.
Röng lyf jameðferð?
Tvö dauðsföll til at-
hugunar hjá landlækni
Hjá embætti landlæknis stendur
yfir rannsókn á tveimur dauðsföllum,
sem hugsanlegt er talið að hafi stafað
af rangri lyfjameðferð og læknis-
meðferð.
Dauðsföll þessi urðu bæði i Reykja-
vík snemma á þessu ári og voru bæði
rannsökuð hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Fyrri rannsókninni lauk i júni
og hinni siðari i siðasta mánuði og
voru málin send þaðan til ríkissak-
sóknara. Frá ríkissaksóknara fóru
málin til umsagnar landslæknis, sem
síðan leitar til innlendra og erlendra
sérfræðinga. Ekki er vitað hvenær
athugun landlæknisembættisins lýkur,
en frá því embætti fara málin aftur til
ríkissaksóknara, sem mun taka
ákvörðun um hvort ástæða er til
frekari aðgerða, t.d.. málshöfðunar.
Annar sjúklingurinn dó á sjúkra-
húsi en hinn i heimahúsi. Beindist lög-
reglurannsóknin að því hvort um
væri að kenna óvarlegum lyfja-
ávisunum, lyfjameðferð og/eða
læknismeðferð.
Læknamálið:
Tveir menn vinna eingöngu
við rannsókn málsins
eftir ítarlega lögreglurannsokn
Tveir rannsóknarlögreglumenn
beina nú kröftum sínum nær eingöngu
að rannsókn Læknamálsins svo-
nefnda. Varðar það kæru á hendur
lækni nokkrum, sem talinn er hafa
falsað fjölda reikninga fyrir aðgerðir.
rannsóknir og skoðanir, sem aldrei
hafa farið fram og þannig haft umtals-
verðar fjárhæðir út úr sjúkrasamlagi
og tryggingum.
Mál þetta er mjög viðamikið og
seinunnið, að sögn rannsóknarlög-
reglustjóra. Þarf að yfirheyra mikinn
fjölda fólks viða á landinu.
Nauðgunarmál:
18 ára piltur
ákærður
Fjárdráttur
borgarlögmanns:
Fimm millj.
króna
fjárdráttur
Mál Páls Líndals, fyrrum borgarlög-
manns, hefur enn ekki verið þingfest í
sakadómi Reykjavikur en þess er að
vænta að það verði fljótlega.
Páll var ákærður I sumar fyrir að
hafa dregið að sér rúmar fimm milljón
krónur af fé, sem hann veitti viðtöku
fyrir hönd borgarsjóðs. Páll lét af
störfum borgarlögmanns um leið og
mál þetta kom upp sl. vetur.
Dómari í máli Páls er Haraldur
Henrysson sakadómari.
Fyrir nokkru var höfðað opinbert
mál á hendur Hirti Hringssyni, fyrir
nauðgun, innbrot og þjófnað.
Hjörtur brauzt í sumar inn i
kjallaraíbúð í vesturborg Reykjavíkur,
stal þar 200 þúsund krónum og
nauðgaði húsmóðurinni eftir að hafa
grímubúið sig. Hann náðist tveimur
Geirfinns- og Guðmundarmálin eru
nú í höndum ríkissaksóknara, sem býr
gögn málsins i hendur hæstarétti.,
Eins og skýrt var frá í DB i siðasta
mánuði hefur ákæruvaldið áfrýjað
undirréttardómunum frá 19. desember
í fyrra.
Það er venja i morð- og manndráps
málum að áfrýja undirréttardómum til
hæstaréttar. Þegar rikissaksóknari
hefur afgreitt málið til hæstaréttar
getur dregizt töluvert að dómur verði
kveðinn upp þar. Hæstiréttur er svo
dögum siöar. Hann er 18 ára gamall
og hefur ekki áður komizt í kast við
lögin.
Nauðgun, alvarlegasta brotið af
þessum þremur, er talið varða við 194.
gr. hegningarlaga. Viðurlögeru 1 — 16
ára fangelsi.
hlaðinn málum, að þar er að minnsa
kosti eins árs biðtimi. Það getur þvi
farið svo, að hæstaréttardómur i
þessum umfangsmestu sakamálum
síðari tima á íslandi verði ekki kveðnir
uppfyrr enáárinu 1980.
Fimm einstaklingar vorur dæmdir
fyrir morðin á Guðmundi Einarssyni
og Geirfinni Einarssyni og aðra aðild
að málunum. Það voru Sævar M.
Ciesielski, Kristján V. Viðarsson,
Guöjón Skarphéðinsson, Tryggvi R.
Leifsson og Erla Bolladóttir.
Geirfinns- og Guðmundarmálin:
Hæsfaréttardómur
ekki fyrr en 1980?