Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978.
Noregur:
Auka stuðning við
arðbær fyrirtæki
— tillögur ríkisstjórnarinnar í ef nahagsmálum komnar
fram
— sérstakur styrkur til fyrirtækja sem ráða atvinnu-
leysingja eldri en fimmtuga
Erlendar
fréftir
Vestur-Þýzkaland:
Stjórnin hélt
velliíHessen
Jafnaðarmenn og frjálslyndir héldu
meirihluta sinum í kosningum í Hessen í
Vestur-Þýzkalandi í gær. Var úrslita
beðið mcð mikilli eftirvæntingu vegna
þess að ef kristlegir demókratar hefðu
náð meirihluta í Hessen, hefði meirihluti
þeirra í efri deild þingsins i Bonn verið
orðinn tveir þriðju og þeir þvi getað fellt
frumvörp stjómar Helmuths Schmidts.
Vopnahlé hefur staðið í Beirút í
Líbanon siðan á laugardag. Ástandið er
sagt vera þar mjög slæmt og bæði
skortur á rafmagni -og drykkjarvatni.
Hundruð manna hafa fallið undanfama
daga en úrslita í viðræðum þeirra Sarkis
forseta Líbanon og Assads Sýrlands-
forseta er beðið með mikilli eftir-
væntingu. Er talið að af þeim ráðist
ástandið í Libanon á næstunni.
Grjótkastogslags-
mál í Londonderry
Fjöldaganga kaþólskra í Londonderrý
á Norður-írlandi í gær breyttist i slags-
mál við lögreglu og munu nærri sjötíu
þeirra hafa særzt auk þess sem tuttugu
göngumenn og andstæðingar þeirra
voru handteknir. Lætin byrjuðu þegar
hópur ungra mótmælenda hóf að kasta
grjóti að göngumönnum, sem voru um
það bil fimm þúsund.
Táragas
íNýju-Delhi
Lögreglan þurfti að nota táragas til að
dreifa mannfjölda sem safnazt hafði
saman fyrir utan hús Moraji Desai,
forsætisráðherra lndlands, i gær. Voru
eitt hundrað og sextíu manns hand-
teknir. Vildi mannfjöldinn mótmæla
ákvörðun um að rífa hús i úthverfi Nýju
Delhi, auk þess sem krafizt var aukins
stuðnings við þá sem orðið hafa fyrir
barðinu á hinum miklu flóðum að
undanförnu.
REUTER
Frá Sigurjóni Jóhannssyni frétta-
ritara DB í Noregi.
Norska stórþingið er komið saman
og hefur ríkisstjórnin þegar lagt fram
tillögur sínar i efnahagsmálum, sem
talið er að nái fram að ganga i aðal-
atriðum. Aðalmarkmiðið verður að
halda uppi sem næst fullri atvinnu i
landinu, og að tala atvinnulausra fari
ekki upp fyrir tuttugu og fimm þúsund
manns á hverjum tima. Bæta skal
samkeppnisaðstöðu norskra út-
flutningsfyrirtækja og er gert ráð
fyrir að aukning útflutnings á næsta
ári verði 5%, ef olíu og skipasölu er
sleppt. Ríkisstjórnin mun draga úr
stuðningi við fyrirtæki sem ekki eru
arðbær en auka stuðning við þau sem
sýna jákvæðan rekstur.
Sérstakan styrk á að veita fyrir-
tækjum sem ráða til sín menn yfir
fimmtugt er hafa verið atvinnulausir
þrjá mánuði eða lengur.
Kaupmáttur launa mun minnka
vegna þess að allir eiga að greiða 0,8%
hærra í almennar tryggingar, aftur á
móti verður skattstigi óbreyttur.
Foreldrar fá 300 kr. norskrar í skatta-
frádrátt fyrir hvert barn en bama-
bætur hækka ekki. Aftur á móti mun
kaupmáttur ellilífeyrisþega aukast um
3 til 4%. Lægsta greiðsla til einstakl.
verður 21.800 norskar en til hjóna
35.400. Ríkið mun ekki hækka verð á
sinni þjónustu. Útgjöld þess eru áætluð
2% hærri 1979 en í ár. Gert er ráð
fyrir að halli á utanríkisverzlun verði
16 milljarðar en er talinn verða 12
milljarðar i ár. Þannig er efnahags-
legur bati er ekki i augsýn á næsta ári.
Gripið símann
geriðgoð
kaup
200 ára öldungur
Hér er þó eitthvaó fyrír sælkera og lystisemdarmenn þessa heims. Krabbinn sem
fisksalinn sýnir okkur er talinn vera um 200 ára gamall og u.þ.b. 24 pund. Mat-
reiðslu krabbans mætti lýsa á hugnæman hátt og að sjálfsögðu yrði að drekka
með honum viðeigandi vin.
VIETNAM OG LAOS
BIÐJA UM AÐSTOD
VEGNA FLÓÐANNA
Smáauglýsingar
BIAÐSINS
Þverholtill sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld
Flóðin i Thailandi virðast nokkuð
vera að minnka, i það minnsta í norður-
og norðausturhluta landsins. Aftur á
móti náði flóðið til höfuðborgarinnar
Bangkok i gærkvöldi og þegar sjávar-
falla gætti fóru hlutar borgarinnar að
mestu í kaf. Má þar nefna kínverska við-
skiptahverfið í miðborginni. Meðaðstoð
dæluútbúnaðar og skurða tókst að koma
i veg fyrir að helztu hverfi og samgöngu-
leiðir lokuðust vegna flóðanna.
Vitað er um eitt hundrað manns, sem
drukknað hafa af völdum flóðanna í
Thailandi, sem stafa af gífurlegum rign-
ingum I þessum heimshluta.
Tilkynnt var i Kambódiu í gær að her-
menn gættu hrísgrjónaakranna við
landamæri Vietnam til að tryggja að
hermenn þaðan rændu ekki uppsker-
unni. Vitað er að Kambódía, Vietnam
og Laos hafa öll orðið mjög hart úti
vegna uppskeruskaða af völdum flóð-
anna. Hafa tvö hin siðastnefndu óskað
eftir aðstoð alþjóðlegra hjálparstofnana.
I Thailandi er talið að átta hundruð
þúsund ekrur lands hafi orðið undir
vatni og enn er ekki vitað hve mikið tjón
hefur orðið á hrisgrjónauppskerunni.
Vitað er að i það minnsta hálf milljón
manna varð að flýja heimili sín, þegar
flóðin stóðu sem hæst.