Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 12

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 12
12, MMBIAÐIÐ Útgafanur. DagblaðM hf. trjáíst'áháð dagblað Framkvairnuastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Rltstjóri: Jónas KrístJ6nsson. Fréttastjór'. Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuBtrúi: Haukur Haigason. SkHfstofustjóri ritstjómar. Jó- hannaa ayítdaL íþróttir Hallur Simonarson. Aðstoóarfréttastjórar Atii Stoinarsson og ómar Valdi- marsson. Vi-jnningarmál: Aöalstainn Ingólfsson. Handrft Ásgrfmur Páisson. Blaðamenn. Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafánsdóttir, EHn Afcarts- dóttir, Gissur Sigurðsson, Gunniaugur A. Jónsson, Haiiur HaHsson, Halgi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pátsson. Ljósmyndi. Ari Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, BjamlaHur BjamÍ6Ífsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Svainn Þormóðsson. Skrffstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DraHing- arstjóri: Mái E.M. Haildórsson. RHstjóm Siðumúla 12. Afgraiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur ÞvarhoHJ 11. AÖabimi biaösins ar 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. á mánuði innanlands. i lausasöki 120 kr. eintakið. Sotning og umbrot Dagblaöið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugarð: HHmir hf. Siöumúla 12. Prantun: Árvakur hf. SkeHunni 10. Þeir eru úti að aka F æðingarhríðir fjárlagafrumvarpsins benda til, að ríkisstjórnin geti einfaldlega ekki stjórnað landinu. Misskilningur og mistúikanir einkenna samstarfið innan stjórnar og út í þingflokka. Þar á ofan virðist hrein óskhyggja ráða sjálfum niðurstöðutölum frumvarpsins í núverandi mynd þess. Dagblaðið skýrði frá því á miðvikudaginn, að Tómas Árnason fjármálaráðherra teldi sig hafa í aðalatriðum náð samkomulagi í ríkisstjórninni um frumvarpið, þó með nokkrum fyrirvara um einstök atriði. Jafnframt var upplýst, að fjármálaráðuneytið væri um það bil tilbúið að senda frumvarpið til prentunar. Þingmenn stjórnarflokkanna urðu forviða við þessar fréttir, sem síðan hafa verið staðfestar. Þeir könnuðust ekki við nein samráð við þingflokka ríkisstjórnarinnar um efni fjárlagafrumvarpsins. „Ég trúi því ekki,” sagði Sighvatur Björgvinsson þingmaður í viðtali við Dag- blaðið á fimmtudaginn um meint samþykki ríkisstjórnar- innar við frumvarpið. Hinn sama dag gengu svo þingmennirnir Sighvatur Björgvinsson, Lúðvík Jósepsson, Geir Gunnarsson og Karl Steinar Guðnason á fund ráðherranna Ólafs Jóhannessonar, Ragnars Arnalds og Magnúsar H. Magnússonar. Mótmæltu þingmennirnir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar við gerð fjárlagafrumvarpsins. Ragnar Arnalds varpaði síðan boltanum áfram á for- síðu Þjóðviljans á föstudaginn. „Fjárlagafrumvarpið hefur alls ekki verið samþykkt í ríkisstjórninni,” sagði hann. Ennfremur: „ Að fjármálaráðherra leggi fram sitt eigið frumvarp tel ég alveg ófært, enda hefur það aldrei þekkzt.” Annaðhvort hefur fjármálaráðherra blekkt samráð- herra sína eða þeir blekkt flokksbræður sína á þingi, nema hvort tveggja sé. Munnlegar upplýsingar milli manna í stjórnarliðinu virðast aflagast mjög í meðförum þeirra, viljandi eða óviljandi. Það er eins og enginn tali þar sama tungumálið. Kannski hefði fjármálaráðherra lagt fram einkafrum- varp til fjárlaga, ef Dagblaðið hefði ekki upplýst stöðu málsins. Þá hefði hvellurinn um síðir orðið enn meiri og stjórnin sennilega klofnað. Ef til vill draga ráðherrarnir þann lærdóm af þessu að tala meira og fyrr við Dag- blaðið, svo að þeir geti séð gerðir hver annars á sam- eiginlegu tungumáli. Uppistandið hefur þegar leitt til þess gagns, að stjórnarflokkarnir hafa skipað nokkra þingmenn í nefnd til að endurskoða frumvarpið, einkum meginatriði þess og grundvallarforsendur. Ekki veitir af, eftir þeim frétt- um að dæma, sem borizt hafa um efni frumvarpsins. í núverandi mynd eru niðurstöðutölur þess 60—65% hærri en síðasta fjárlagafrumvarps. Þetta er langt um- fram verðbólgu. Svo virðist sem höfundar geri sér enga grein fyrir, að ríkið getur ekki hlaupið langt fram úr verðbólgunni um leið og það bannar öðrum að fylgja verðbólgunni. Það er eins og þeir geri sér enga grein fyrir, að ríkið verður nú að stanza, eftir að hafa staðið fyrir verðbólgunni í heil átta ár. Samfara þessu mun frumvarpið gera ráð fyrir enn frekari hækkun tekjuskatta, etnkum á launafólki, er hefur tekjur, sem mælanlegar eru á skattskýrslum. Þetta sýnir ljóslega, að höfundarnir búa í einhverjum einka- heimi, sem hvergi snertir efnahagslegar né stjórnmála- legar staðreyndir. Skyldu ekki einhverjir stjórnarliðar svitna af skelfingu út af gangi þessara mála? DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. " Bretland: Miklar launahækkanir þýöa adeins aukna veröbólgu — segir Callaghan forsætisráðherra og varar við auknu atvinnuleysi James Callaghan forsætisráðherra tókst ekki að fá launþegahreyfinguna í Bretlandi til að fallast á þær áætlanir stjórnar sinnar að halda kauphækkun- um innan við 5% á ári. Á þingi þeirra nýverið mátti Callaghan sætta sig við það, að þrátt fyrir óbeina hótun hans um að segja af sér ef ekki yrði fallizt á þetta var tillaga þess efnis felld með nokkrum atkvæðamun. Forsætisráðherrann ætlar þó ekki að láta deigan síga i baráttu sinni við verðbólguna og hefur tilkynnt að stjórn hans muni notfæra sér allar til- tækar leiðir til að halda kaupgjaldi í skefjum. Callaghan hefur viðurkennt opinberlega að það hafi orðið honum mikil vonbrigði að fá ekki stuðning launþegasamtakanna en hann sagði: „Ríkisstjórninni er skylt að gera allt sem hún getur til að halda niðri verð- bólgunni. Vegna þess að með þvi er hún að vinna að aukinni hagsæld og öryggi fyrir alla landsmenn.” Ef Callaghan hefði fengið tillögu sína um 5% hámarkslaunahækkun samþykkta hefði það verið í fjórða skiptið á jafn- mörgum árum, sem slik .akmörkun hefði gilt i Bretlandi. Svo fór þó ekki og töldu verkalýðsleiðtogarnir að nú væri nóg komið. Callaghan telur sig hafa ýmsar leiðir til að halda verðbólgudraugnum í skefjum. Ef svo virðist ætla að fara að bólgan nái meira en 10% þá hyggst hann til dæmis draga úr framboði pen- inga og eða minnka framkvæmdir hins opinbera. Með þessa möguleika á hendi segist forsætisráðherrann einnig geta ráðið þvi hvað atvinnulifið geti greitt í Iaun. Launþegasamtökunum og forustuliði þeirra sé því bezt að halda sig innan þeirra takmarkana, sem hann og ríkisstjórnin hafi sett. Athyglisvert er að á sama tima, sem Callaghan forsætisráðherra Bretlands RÉTTUR ÞEIRRA SEM REYKJA - HVAR ER HANN? verður að fara bónarveg að verkalýðs- það hvorir mættu sín meira við mynd- samtökum landsns með sína 5% til- ,un stjórnarstefnunnar rikisstjórnin lögu þá mun ríkisstjórn Bandaríkj- eða verkalýðssamtökin. Hann tapaði. anna i þann veginn að setja slikar tak- Að sjálfsögðu mundi Callaghan markanir á þar vestra. Ekki er vafi á, aldrei fallast á þá fullyrðingu að af- að eftir þeim tillögum verður farið þar staða hans til launþegahreyfingarinn- í meginatriðum. Staðan er aftur á móti ar væri á einhvern hátt lík stefnu allt önnur fyrir Callaghan eða aðra þá íhaldsmannsins Heath. Þó kemst hann sem í forsætisráðherrastóli sitja. ekki hjá þvi að reyna að halda launa- Skemmst er aö minnast þess að megin- kröfum hennar innan þeirra marka, ástæðan fyrir því að Heath fyrrum sem hann og ráðunautar hans í efna- leiðtogi ihaldsmanna hrökklaðist frá hagsmálum telja skynsamleg. völdum var langvarandi verkfall kola- Callaghan vakti athygli forustu- námumanna. Heath vildi láta reyna á manna verkalýðshreyfingarinnar á Fólk er nú almennt að verða sammála um að sá áróður sem rekinn er fyrir hvers konar boðum og bönn- um í þessu landi sé að verða sú áþján, sem fólk þolir ekki öllu lengur og er nú aö snúast öndvert gegn þeim áróðurs- postulum sem sjá hættu i hverri þeirri athöfn, sem siðaðar þjóðir telja heppilegast, að almenningur sjálfur sjái fótum sinum forráð. Ekki er allt sama tóbakið í þeirri heimskulegu og ofstækisfullu áróðursherferð, sem hafizt hefur hér á landi fyrir því að leggja tóbaksnotkun af, er látið vaða á súðum af slíkri grunnhyggni og sýnd- armennsku, nema hvort tveggja sé, að fullvist má telja, að þessi áróðursher- ferð falli um sjálfa sig áður lýkur og á- róðursmeistararnir standi eftir sem berstrípaðir aulabárðar vegna frum- hlaupsins. Þetta er svo sem ekki i fyrsta sinn, sem áróður er hafinn gegn notkun tóbaks, og þá einkum tóbaks- reykingum (enginn veit raunar um, hvort áróðurinn nær eingöngu til sígarettureykinga eða til tóbaks- notkunar almennt, slíkt kemur aldrei skýrt fram). Fyrir nokkrum árum hafði ríkið sjálft, hið alsjáandi verndarauga íslenzkrar alþýðu, forgöngu um það, að allir sigarettupakkar skyldu merktir sérstaklega varnaðarorðum á islenzku um heilsuspillandi áhrif sígarettu- reykinga. Og hvernig endaði sú her- ferð? Rikið gafst upp á þeim forsendum, að þetta væri allt of kostnaðarsöm framkvæmd! En hliðar- skýring fylgdi með: Fólkið tæki bara ekkert mark á þessum varnaðar- orðum, sígarettureykingar minnkuðu ekkert! En þeir sem alltaf eru að hugsa um velferð náungans voru ekki af baki dottnir. Fyrir nokkrum mánuðum mátti landslýðursitja bljúgur og fullur lotningar fyrir framan sjónvarpstæki sín, þvi enn voru áróðursmeistarar á ferð, nú í gervi siðavandrar sjónvarps- þulu með drottinn-blessi-heimilið svip og hafði hún safnað um sig hóp nokkurra sígarettu-þreyttra með- bræðra og systra, sem vildu ekkert fremur í lifinu en hætta að reykja. Undir þessum þáttum sat fólk og fylgdist með, hvernig þessi hópur smám saman dró úr nautnum sinum og vitnaði ákaft um réttmæti frelsun- arinnar. Sannmælt mun þó, að flestir þeir sem entust til að berja þessa nauðaómerkilegu áróðursþætti augum hugsuðu með feginleik til þess að þeir enduðu sem fyrst, kveiktu i sígarettu, tróðu í pípu sina eða skáru af góðum vindli og blésu fagurbláum reyknum í áttipa að hinum tóbaks- þreyttu meðbræðrum á sjónvarps- skerminum. En íhugum nú áróðurinn fyrir af- námi tókbaksnotkunar dálítið nánar. Hvernig er hann fram settur? Er verið að útskýra fyrir fólki, hvað tóbak er, hver sé mismunurinn á hinum ýmsu tegundum tóbaks, samsetningu þess og áhrifum. Nei, aldeilis ekki. Áróðursherferðin miðar að því að láta banna allar reykingar og afnám tóbaksnotkunar yfuleitt. Nú vita allir, sem vilja vita, að tóbak er mjög mismunandi að gæðum og samsetningu og tóbaksjurtin er einungis ein þeirra jurta, sem móðir jörð er svo forsjál að hafa á boðstólum, ásamt öllum þeim aragrúa annarra jurta, sem mennimir hafa lært að nota til fæðuöflunar eða lífs- fyllingar. Auðvitað er það eins með tóbaks- jurtina og aðrar jurtir eða fæðutegundir, að ofnotkun

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.