Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978.
13
því, þegar hann ávarpaði þing þeirra
fyrir nokkrum dögum að hlutverk
rikisvaldsins gagnvart launþegum
væri orðið víðara heldur en áður. Nú
væri þess krafizt af hinu opinbera að
atvinnuleysi væri mjög haldið í skefj-
um. Þess væri einnig krafizt að ýmis
félagsleg þjónusta, heilbrigðismál, elli-
lífeyrir og fleira væri i góðu lagi. For-
sætisráðherrann sagði að jafnhliða
þessum kröfum mætti verkalýðshreyf-
ingin ekki gera óraunhæfar launa-
kröfur sem gerðu ómögulegt að verða
við hinum fyrrnefndu.
Hann benti einnig á, að í nútíma-
þjóðfélagi væri svo komið að nærri
hver þrýstihópur eða hagsmunaaðil-
ar gætu truflað rekstur þess verulega
með einhliða aðgerðum. Á hann þá til
dæmis við aðgerðir samtaka járn-
brautarstarfsmanna, kolanámumanna
og starfsmanna raforkuvera. Verkföll
þessara samtaka eru í fersku minni.
Callaghan ítrekaði að kröfur um
framlög frá hinu opinbera yrðu að
haldast i hendur við völd ríkisstjórnar-
innar til að ákveða hámarkslauna-
hækkanir. Á það féllst þing launþega-
samtakanna ekki og sagði forsætisráð-
herrann að það væri stórt skref aftur á
bak. Ekki má gleyma því, að stjórn
Callaghans er ekki mjög sterk á svell-
inu. í raun er hún minnihlutastjórn,
sem til skamms tíma studdist við þing-
menn Frjálslynda flokksins. Þeir hafa
þó hætt stuðningi sínum við Callag-
han sem þó segist ætla að þrauka enn
um sinn. 1 sumar var talið nær fullvíst
að boðað yrði til kosninga i þessum
mánuði. Callaghan kom þó flestum á
óvart og tilkynnti í haust að engar
kosningar yrðu. Mátti á honum skilja
að I Bretlandi yrði í fyrsta lagi kosið
næsta vor.
SKATTPÍNINGARSTEFNA
RÍKISSTJÓRNARINNAR GETUR
ORDID BANABITIHENNAR
Enginn dregur í efa, að miklir erfið-
leikar blöstu við ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar, er hún settist að
völdum, og að nauðsynlegt hafi verið
fyrir hann að grípa til róttækra að-
gerða til að koma i veg fyrir stöðvun
atvinnulífsins. Hins vegar greinir
menn á, hvort réttu leiðirnar hafi
verið valdar til að ná því markmiði.
Það atriði i aðgerðum rikisstjórnar-
innar, sem mestum deilum hefur
valdið, er sú skattpíningarstefna, sem
fram kemur í tekjuskattsauka á ein-
staklinga. Hætt er við, að hún geti
orðið surtarlogi þessarar ríkisstjómar
á sama hátt og svokölluð kaupránslög
urðu síðustu stjórn að fótakefli. En
það fer auðvitað eftir því, hvort ráð-
herrarnir átta sig tímanlega á þvi, að
þeir hafi farið rangt að og leiðrétti mis-
tök sin.
Sannleikurinn er nefnilega sá, eins og
margoft hefur verið bent á, síðast af
Þórarni Þórarinssyni, ritstjóra Tím-
ans, að tekjuskatturinn í núverandi
mynd er launamannaskattur, sem-
bitnar ekki aðeins á svonefndu há-
tekjufólki heldur þorra hjóna, sem.
bæði vinna utan heimilisins, og ekki
sízt bitnar tekjuskatturinn með
miklum þunga á ungu fólki, sem er að
koma sér þaki yfir höfuðið.
Miðað við þá tiltölulega litlu upp-
hæð, sem tekjuskattsaukinn á að færa
rikissjóði, er erfitt að skilja þá pólitík,
sem þarna liggur að baki. Enn erfiðara
er að skilja hvers vegna ráðherrar
Framsóknarflokksins taka þátt i þess-
um leik með tilliti til siðustu kosninga-
úrslita, nema það sé stefnan að gera
flokkinn að varanlegum smáflokki.
Ráðamenn Framsóknarflokksins
mættu gjarnan hafa i huga, að kjós-
endur flokksins eru fólk með meðai
tekjur, það sem kallað hefur verið
bjargálna fólk til sjávar og sveita. Hin
nýja skattpíningarstefna mun ekki sizt
bitnaáþvi.
Almennt séð er stighækkandi tekju-
skattur í þeirri mynd, sem núverandi
ríkisstjóm hefur beitt sér fyrir, óvitur-
legur og óréttlátur. Ef nauðsynlegt er
talið að skattpína almenning eru
óbeinir skattar skárri lausn og koma
réttlátar niður, því að með þeim er
erfiðara að koma við skattsvikum. Þá
er einnig ljóst, að skattpíningarstefna
núverandi ríkisstjórnar mun lama
framkvæmdavilja fólks og draga stór-
lega úr því, að hjón vinni bæði utan
heimilis. Eða dettur ráðamönnum, í
hug að það sé fýsilegt fyrir ung hjón,
sem bæði vinna utan heimilis og eru
með börn á framfæri, að greiða meira
en sjö hundruð krónur af hverjum
þúsund, beint í ríkiskassann, þegar
.komið er að ákveðnum tekjumörkum?
Fyrir utan það, að af þeim tæplega
þrjú hundruð krónum, sem eftir eru,
þarf að greiða barnagæzlu.
Ríkisstjórn, sem þannig hagar sér,
er ekki ríkisstjórn unga fólksins.
En hvernig á þá ríkissjóður að afla
tekna, ef ekki má beita skattpíningar-
stefnu? Þessari spurningu má svara
með annarri spurningu. Til hvers þarf
ríkissjóður þessar tekjur og hvernig er
þeim varið?
Líta má á rekstur ríkisins, svo og
bæjar- og sveitarfélaga, sem rekstur
hverra annarra fyrirtækja, þó að í
stækkaðri mynd sé. Þar sem annars
Kjallarinn
Alfreð Þorsteinsson
staðar þarf að gæta aðhalds og hag-
■sýni í rekstri, ef ekki á illa að fara. En
er allt með felldu í þeim rekstri? Eru
opnber fyrirtæki og stofnanir almennt
þannig rekin, að hinn almenni skatt-
greiðandi geti vel við unað? Slikar
spurningar hljóta að verða áleitnari
eftir þvi sem álögurnar verða hærri,
því að það er verið að vasast með fjár-
muni almennings og hann á heimtingu
á að vita í hvað þeir fara.
Sá, sem þessar línur skrifar, leyfir
sér að staðhæfa, að það sé með ólík-
indum hvernig fjármunum skattgreið-'
enda er sóað á ýmsum sviðum hins
opinbera reksturs, t.d. i heilbrigðis- og
menntakerfinu. Aukið aðhald í aðeins
þessum tveimur atriðum opinbers
reksturs gæti leitt til sparnaðar fyrir
rikissjóð langt umfram þann tekju-
skattsauka, sem nú hefur verið lagður
áalmenning.
Hvers vegna dettur engri ríkisstjórn
í hug sparnaður í ríkisrekstri í stað
þess að fara stöðugt í vasa almenn-
ings?
Það gæti verið efni í aðra kjallara-
grein að benda á ýmis dæmi um bruðl
í opinberum rekstri, t.d. stjórnlaus
kaup tækjabúnaðar fyrir sjúkrahús.
Það verður að bíða betri tíma. En til
gamans má geta þess, til að sýna fram
á hvað ríkisbáknið hefur þanizt út, að
árið 1950 rúmuðust fjögur ráðuneyti i
Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu,
þ.e. forsætis-, utanríkis- og mennta-
málaráðuneyti, utan viðskiptadeildar
utanríkisráðuneytisins, sem nú er við-
skiptaráðuneytið, og störfuðu alls um
20 manns í þessum ráðuneytum. Nú
rúmast aðeins eitt ráðuneyti í þessu
sama húsi og starfsmannafjöldinn í
ráðuneytunum fjórum er orðinn svo
mikill, að nöfn stjórnarráðsmanna
komast tæplega fyrir á tveimur síðum
í simaskránni.
Því miður er ólíklegt, að ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar snúi sér að þeim
vanda, sem óhóflegur opinber rekstur
er orðinn í okkar litla þjóðfélagi, þó að
yfirlýsing Ólafs um að hann sé á móti
byggingaráformum Framkvæmda-
stofnunar ríkisins sé út af fyrir sig
gleðileg. Skattpíning virðist vera
lausnarorð rikisstjórnarinnar og það
getur orðið hennar banabiti.
Alfreð Þorsteinsson.
einstaklingsins á einni eða annarri
tegund getur haft skaðleg áhrif.
Þannig dettur engum heilvita manni i
hug að ofneyta einnar fæðutegundar
sérstaklega,t.d. kæmi engum til hugar
að borða appelsínur dag út og dag inn,
vegna þess að þær eru C-vítamínríkar,
— sá maður lifði ekki lengi. — Sama
máli gegnir um tóbak, ofnotkun þess
leiðir til breyttrar líffærastarfsemi,
enda ekki ætlazt til slikrar notkunar.
— En þetta tekur einnig til alls þess
semneytt er.
Það er og visindalega sannað, að
notkun tóbaks i formi vindlareykinga,
pipureykinga, svo og neftóbaks er
langt frá því að vera skaðleg og eru
lifandi dæmi bezta sönnun þess. —
Hins vegar er tóbak, sem notað er til
sígarettureykinga miklu meira unnið
en annað tóbak. Kemisk vinnsla þess
að viðbættum pappirnum og þeirri
staðreynd að menn soga tóbaksreyk
I gegnum ákveðin liffæri er þess
valdandi, að erfitt er að draga mörkin
um það, hvenær um ofnotkun er að
ræða hjá hverjum og einum, t.d.
vegna mismunandi sterkra líffæra
hvers og eins.
Hitt er svo fjarri lagi að setja allt
tóbak undir einn hatt og segja, að það
sé óhollt og skaðvaldur fyrir
mannslíkamann. Slíkt dytti engum í
hug að segja um grænmeti. Jafnt og
grænmeti er misjafnt að gæðum og
næringargildi, eins er ekki allt sama
tóbakið.
Reynsla íslendinga
Það má furðulegt telja, hvað
einstaka menn í þessu afskekkta og
tiltölulega einangraða landi eru ávallt
opnir fyrir hvers konar boðum og
bönnum, sem eru einungis til þess
fallin að hefta sjálfsákvörðunarrétt
einstaklinga og hindra að fólk geti
lifað hér og búið við svipaðar
aðstæður og fólk gerir í þeim vestrænu
ríkjum, sem við höfum samskipti og
viðskipti við.
Ennþá einkennilegra er, hve
Kjallarinn
GeirR. Andersen
almenningur, sem i raun er á móti þvi
að fámennir hópar rázkist með
tilhögun á einkalífi.er frábitinn þvi að
láta i sér heyra, og oft er það vegna af-
skiptaleysis almennings, að þessir
fámennu hópar öfgamanna eru, áður
en nokkurn varir, búnir aö fá
staðfestingu rikisvaldsins á hinum
furðulegustu bönnum og höftum, sem
þjóna engum tilgangi, nema þeim
einum að þóknast ráðriki og frekju
þessara öfgahópa.
Það má segja, að við íslendingar
höfum talsverða reynslu í þessum
efnum. Alltaf er veriðað ganga lengra
og lengra i þá átt að hindra sjálfs-
ákvörðunarréttinn, til viðbótar þeim
höftum og hindrunum, sem fyrir voru
og eru svo fjarstæðukenndar, að
einungis eru aðhlátursefni ókunnugra.
Hinar barnalegu og skaðlegu reglur,
sem gilda i svokallaðri áfengislöggjöf
eru eitt dæmið, þar með talið bannið á
sölu áfengs öls, og miðvikudags-
lokunin. Ennfremur lokunartími
verzlana, sem er nú orðið einsdæmi í
hinum frjálsa heimi. Þótt vitað sé, að
meginþorri landsmanna vinnur svo
mikið og lengi dags, að venjulegur
opnunartími verzlana nýtist ekki, er
það eins og aö minnast á snöru í
hengds manns húsi, að verzlanir hafi
opið á laugardögum til kvölds, hvað þá
sunnudögum eins og tíðkast í flestum
löndum nú orðið.
Og nú er það réttur þeirra, sem ekki
reykja, sem á að vera mál málanna
næstu mánuði, samkvæmt fyrir-
mælum öfgamannanna og áróðurs-
meistaranna. Ráðherra hefur sett lög
og orðið við tilmælum öfgamannanna
um, að reykingar verði ekki leyfðar í
leigubifreiðum. Bandalag íslenzkra bif-
reiðastjóra er orðið að einum
öfgahópnum enn.
1 Varaformaður þessa öfgahóps
upplýsir í viðtali við eitt dagblaðanna,
að stjórn Bandalags islenzkra bifreiða-
stjóra hafi farið fram á það við
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, að
bann við reykingum i bílum verði
skilyrði fyrir þvi, að veitt sé leyfi til
aksturs leigubifreiða eða sérleyfisbif-
reiða (langferðabifreiða).
Varaformaðurinn taldi málið að
vísu erfitt, t.d. vegna þess að sumir
bílstjórar reyktu sjálfir! — Hann kvað
bilstjóra ekki mega láta standa sig að
slíku! — og ef þeir, t.d. á nóttinni, eftir
bið eftir akstri, hefðu verið að reykja,
yrðu þeir að lofta vel út úr bílnum,
áður en viðskiptavinurinn kæmi í
bilinn! — Hins vegar láðist þessum
forsvarsmanni að hugsa til þess, að
mörgum viðskiptavinum bilstjóranna
er nákvæmlega sama, þótt bilstjórinn
hafi drýgt þá höfuðsynd að kveikja sér
í vindlingi eða pipu, meðan hann beið
— og margir viðskiptavinanna teldu
það heppni að hafa hitt á einn slíkan,
eftir að slíkt bann kemst á. — En sem
sagt, réttur þeirra sem reykja á ekki
lengur að vera til.
Dæmi eru og um það, að bilstjórar
langferðabifreiða hafa upp á eigin
spýtur tekið upp þá reglu að banna
reykingar algerlega, jafnvel á lengri
leiðum, án tillits til þess, hvort slíkt
bann er í þágu farþega þeirra eða ekki.
— Að þeim detti i hug að skipta
farþegarými bifreiðar þannig að hluti
hennar sé fyrir þá sem reykja — ekki
til að tala um. Og nú varðar það 5000
kr.sekt taki maður upp vindling eða
stingi upp í sig pípusterti í þessum
ginnheilögu farartækjum. Öskandi er
að almenningur láti sig slikar fífla-
reglur sem hér eru á ferðinni
einhverju varða og dragi úr
viðskiptum við öfgahópa, sem hér eru
að verki.
Dæmineru
ólygnust
Svo að aftur sé vikið litils háttar að
tóbaksnotkun sem slikri, má fullyrða,
að hún hefur í heild reynzt
íslendingum vel og oft bjargað
mannslífum, þótt ekki hljómi slíkt
sennilega í eyrum öfgamanna.
Dæmi eru fyrir þvi og það hefur sá
er þetta ritar eftir gömlum togara-
sjómanni, að tóbaksnotkun, og hún
rífleg, hafi oft og tiðum forðaö
mörgum frá þvi að verða kulda og
vosbúð að bráð, samhliða löngum og
erfiðum vökum, einkanlega þó til sjós
hér áður fyrr. Og eitt er vist, þeir sem
bezt hafa enzt af þeirri kynslóð, sem
nú er að hverfa af sjónarsviðinu, hafa
margir hverjir brúkað tóbak eins og
það er kallað, alla sína ævi, einkum þó
í formi nef- eða munntóbaks.
Enn má taka dæmin ólygnu annars
staðar frá, svo sem frá Indíánum
Suður-Ameríku og einstökum svæðum
Rússlands, Kákasus, Grúsiu og viðar,
þar sem fólk neytir sérstaklega mikils
tóbaks, — og verður eldra en nokkurs
staðar annars staðar.
I þessum löndum er að vísu lítið um
sígarettureykingar í þvi formi, sem við
þekkjum, a.m.k. — en þeim mun
meiri pípu- og vindlareykingar. Virðist
það fara nokkuð saman, að þeir er
neyta tóbaks með þessum hætti, þ.e. i
formi vindla eða pipureykinga, endist
nokkuð vel aldur, hvort sem þar er um
raunverulegt samhengi að ræða eða
ekki. Minnast má þess einnig að
margir merkustu menn sögunnar og
sem komust á háan aldur reyktu
vindla, stóra og mikla.
Margra dæma má og minnast frá
okkar landi í þessa veru. Minnis-
stæður er mörgum Reykvikingum
virtur borgari, einmitt úr bifreiða-
stjórastéttinni, nú látinn fyrir
nokkrum árum, en stundaði vinnu
sína fram á gamals aldur, ávallt með
góðan og ilmmikinn vindil á sinum
stað.
En enn mun áróður gegn skaðsemi
reykinga halda áfram, meðan
almenningur tekur honum sem hverju
öðru náttúrulögmáli hér á landi, eins
konar fylgifiski einangrunar og fá-
mennis. —Áróðursmeisturum lætur
svo vel að láta sér annt um heilsu og
velfarnað landsmanna, að þeir geta
tekið upp á hverju sem er til þess að
vernda þá. Það má t d. koma því inn
hjá mönnum og fá samþykkti
heilbrigðisráðuneytis um, að óhollt sé
að ganga í uppháum skóm, — eða
lágum skóm, skóm með hæl — eða
hælalausum skóm. Allt gæti þetta
fallið vel í kramið hjá stjórnvöldum,
sem áfjáð eru í að vernda borgarana.
Og þá væri ekkert annað eftir en
stofna samtök, sem beittu sér gegn
einhverju af þessu, trilla upp með
nokkra aðila i sjónvarpið, fólk sem
gengið hefur t.d. i uppháum skóm
árum saman og er orðið fótaveikt, og
fylgjast með þvi, þegar það færir sig úr
háu skónum og setur upp aðra léttari
og lægri.
Eftir nokkra slíka sjónvarpsþætti,
, þar sem sérfræðingur í skótaui hefur
fjallað um málið, er dreift bæklingum í
alla skóla, þar sem varað er við háu
skótaui (eða hvað það nú verður, sem
valið verður til áróðurs gegn), og siðan
koma börnin heim og boða nýtt
skótauslíf á heimilunum —Og þá er
litið eftir annað en að gefa út ný lög
um bann við háu skótaui á almanna-
færi, að viðlagðri 5000 kr. sekt. —
Þetta er ósköp einfalt. —Áfram með
boð og bönn, þar til fólk hrökklast af
landinu fyrir tilstilli aumra og
skilningslausra stjórnmálamanna, sem
heykjast fyrir hverri áróðurs- og
kröfugerð öfgamanna.
\