Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 20

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OICTÓBER 1978. Iþróttir Dómarinn á spítala — þegar Dankersen vann Hiittenberg á útivelli Þaö kom heldur betur til átaka i Hiittenberg á laugardag eftir að Danker- sen hafði sigrað þar i Bundesligunni i handknattleiknum 20—18. Áhorfendur æddu inn á völlinn og réðust á dómara leiksins. Með aðstoð góðra manna tókst að bjarga þeim inn i búningsherbergin. Þar tók Utið bctra við. Leikmenn Hiitten- berg æfir með fyrirliða sinn og þýzka landsliðsins, Horst Spengler, I broddi fylkingar. 200 manns biðu eftir dómurunum fyrir utan íþróttahöllina eftir leikinn. Það átti að ganga frá þeim. Þrír lögreglubilar með fjölmennu liði komu á staðinn og tókst að bjarga dómurunum. Svo illa voru þeir þó lciknir að annan þurfti að senda bcint á sjúkrahús. Einnig var ráðizt á leikmenn Dankersen. Þeir sluppu þó við alvarlcg meiðsli og islcnzku leikmcnnirnir, Axcl og Ólafur, sluppu alveg frá átökunum. Þetta var harður leikur og Axel og Ólafur áttu mestan þátt í sigri Danker- sen. Skoruðu 11 af 20 mörkum liösins. Axel átta — Ólafur þrjú. Framan af virtist stehia í öruggan sigur Huttenberg.i Liðið komst í 15—9. En Dankerscn tókst að vinna upp muninn og jafna í 18—18, þegar tvær mín. voru cftir. Síðan skoraði Dankersen tvö siðustu mörk lciksins. Mörk liðsins skoruðu Axel 8/5, Busch 4, Ólafur 3, Waltkc 2, Becker 2 og Mcyer 1. Úrslit í öðrum lcikjum urðu þessi. Milbertshofen-Gummersbach 15—16, Rintheim- Grambke 17—19, Grossvall- stadt-Göppingen 25—19. Hofwier og Grossvallstadt eru nú efst með sjö stig. Nánar veröur sagt frá lcikjunum í hand- boltapistlum Axels og Ólafs, sennilega á l'östudag. Þrjú lönd ósigruð á HM íkörfubolta Júgóslavia sigraði Bandaríkin 100— 93 i heimsmeistarakeppninni í körfu- knattleik i Manila i gær. Það var i úrslitum kcppninnar. Áður hafði lið USA tapað fyrir ítaliu svo það verður ncðarlega i keppninni um sætin frá 1.— 8. Sovétrikin sigruðu Kanada 107—85 i gær og eftir þrjár umferðir í úrslita- keppninni eru Sovétríkin ásamt Júgóslavíu og Brasiliu ósigruð. Þá sigraði Ítalia Ástraliu 87—69 i gær. ítalia vann USA 81—80 á föstudag. Brasilía vann Ástralíu 108—78. Sovét- ríkin unnu Eilippseyjar 110—63. Júgóslavta vann ÍtaUu 108—76. USA og Bret- landíúrslit Bandaríkin og Brctland leika til úr- slita í Davis-cup-keppninni í tennis. Um helgina voru undanúrslit i keppn- inni háð. Bandarikjamenn unnu Svía i Gautaborg 3-2. Björn Borg vann Arthur Ash og síðan Vitas Gerulaitis i gær 6-3 og 6-1. 28. sigur hans í röð i einliðaleik i Davis-cup. Hins vegar tapaði Kjell Johansson báðum leikjum sinum. Ash vann hann i gær 6-2,6-0 og 7-5. í tviliðaleiknum var geysihörð keppni. Björn Borg, sem litið leikur i tvíliðalcik, lék með Ove Bengtsson gegn Bob Lutz og Stan Smith, einu sterkasta pari heims á þessu sviði. Þeir bandarisku sigruðu 2-6, 6-3, 3-6, 7-5 og 6-3. Sviarnir höfðu forustu framan af fjórðu lotu og með sigri i henni hefðu þeir tryggt sér sæti i úrslitin. Það tókst þeim hins vcgar ekki. Bretar komu mjög á óvart, þegar þeir unnu þrjá fyrstu leikina gegn Ástraliu. Þar með höfðu þeir tryggt sér rétt i úrslitin, sem háð verða i Bandarikjunum. Það er i fyrsta skipti i 41 ár, sem Bretland kemst i úrslit i þessari þjóðakeppni i tennis, sem háð er árlcga. Úrslitin verða í desember. Ástralia vann tvo síðustu leikina i keppninni við Breta. Úrslit þvi 3-2. Iþróttir íþróttir Iþróttir Óruggir sigrar Víkings og Vals — í úrslitakeppni Reykjavíkurmótsins í handknattleik Úrslitakeppni fjögurra iiða um Reykjavikurmeistaratitilinn í handknatt- leik hófst i Laugardalshöllinni í gær- kvöld. Þá unnu Vikingur og Valur nokkuð örugga sigra á Ármanni og KR. Það stefnir greinilega í úrslitaleik Víkings og Vals á mótinu. Fyrri leikurinn í gærkvöld var milli Víkings og Ármanns. Vikingur náði strax góðum tökum á leiknum. Skoraði tvö fyrstu mörkin. Komst síðan i 5-2 og munurinn i hálfleik var fimm mörk, 13- 7. 1 s.h. jókst munurinn enn. Lokatölur 25-18 fyrir Víking. Mörk Vikingsskoruðu Páll Björgvins- son 7/2, Ólafur Jónsson 5, Erlendur Her- mannsson 4, Viggó Sigurðsson 3, Árni lndriðason 3/2, Skarphéðinn Óskarsson 2 og Steinar Birgisson 1. Mörk Ármanns: Björn Jóhannesson 8/3, Pétur Ingólfsson 4/1, Einar Þórhallsson 2, Friðrik Jóhannsson 2, Grétar Árnason 1, Ragnar Harðarson 1. Valsmenn lentu i mun meiri keppni gegn KR en tryggðu sér sigur með sterkum leik i s.h. Lokatölur 23-18. Það var hart barizt og dómararnir réðu ekki við neitt. Undir lokin var Jóni Pétri Jónssyni, Val, visað af leikvelli og er talið að hann fari i leikbann. KR-ingar mættu ákveðnir til leiks og eftir 11 mín. höfðu þeir náð 3ja marka forustu, 5-2. Sá munur jókst i fjögur mörk, 8-4, eftir 18 mín. En þá fóru Vals- menn að síga á og minnkuðu muninn i tvö mörk fyrir hálfleik. KR 12 — Valur 10.1 byrjun s.h. tókst Val fljótt að jafna i 13-13 og náðu svo tveggja marka for- ustu 15-13. Um miðjan hálfleikinn var munurinn orðinn fjögur mörk og örugg- ur sigur Vals í höfn. Lokatölur 23-18. Mörk Vals skoruðu Þorbjörn Guð- mundsson 8, Gisli Blöndal 5, Steindór Gunnarsson 3/2, Bjarni Guðmundsson 2, Jón Pétur 2, Stefán Gunnarsson 1, Þorbjörn Jensen 1 og Jón H. Karlsson 1/1. Mörk KR: Simon Unndórsson 5/1, Björn Pétursson 4/1, Sigurður Páll 3, Jóhannes Stefánsson 2, Kristinn Inga- son 2, Friðrik Þorbjörnsson I og Ólafur Lárusson 1. Á laugardag voru háðir fjórir leikir í riðlum meistaraflokks á mótinu. Þar hafði einn leikur afgerandi áhrif. KR vann Fram 28-22 og tryggði sér þar með rétt í úrslitakeppni mótsins. Sigur KR Kristinn Ingason skorar fyrir KR gegn Fram á laugardag. DB-mynd Hörður. var mjög öruggur. Liðið náði fljótt for ustu í leiknum og um miðjan fyrri hálf- leikinn var staðan 9-5 fyrir KR. Fram minnkaði aðeins muninn og i hálfleik var staðan 15-12. I s.h. skoruðu KR-ingar fjögur fyrstu mörkin — komust í 19-12 og eftir það ógnaði Fram aldrei sigri KR- inga. Mörk KR skoruðu Haukur Ottesen 5, Ólafur Lárusson 5, Björn Pétursson 5/5, Simon 4, lngi Steinn 3, Jóhannes 2, Sigurður Páll 2, Kristinn 1 og Friðrik 1. Mörk Fram: Gústaf Björnsson 5/1, Atli Hilmarsson 4/2, Björn Eiríksson 3, Pétur Jóhannesson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Birgir Jóhannesson 2. Kristján Unn- arsson 2, Theódór Guðfinnsson 1 og Er- lendur Daviðsson 1/1. Þá sigraði Vikingur lR 26-17. Mörk Víkings: Páll 6. Viggó 5, Árni 5/3, Sigurður Gunnarsson 4, Steinar 3, Erlendur 2 og Ólafur Jónsson 1. Krist- ján Sigmundsson var snjall í marki Vik- ings. Varði m.a. þrjú vitaköst. Mörk ÍR: Brynjólfur Markússon 8/4, Guðm. Þófðarson 3, Ársæll Hafsteinsson 2, Bjami Bessason 2 og Sigurður Sigurðs- son 2. Þróttur vann Fylki 20-16 og Ármann vann Leikni 26-16. Mörk Þróttar: Páll Ólafsson 7, Halldór Harðarson 5, Kon- ráð Jónsson 4/3, Ari Einarsson 2, Ottó Hreinsson 1 og Oddur Jakobsson I. Mörk Fylkis: Gunnar Baldursson 4/2, Guðmundur Hauksson 3, Einar Ágústs- son 2, Jón Ágústsson 2, Sigurður Sigurðsson I, Kristinn 1, Sigurður Sim- oharson 1, Örn Hafsteinsson I og Stefán Ögmundsson 1. Fylkir lék án eins síns bezta manns, Einars Einarssonar. - HJ Hörkukeppniígolfi fWales Tommy Horton, Bretlandi, sigraði i brezku meistarakeppninni i golfi i gær i Chepstow, Wales. Lék á 279 höggum. Annar varð Graham Marsh, Ástraliu, 280, ásamt Brian Waiters, Bretlandi, og Dale Heyes, S-Afríku. Bob Byman, USA, var með 281 högg svo og Brian Huggett, Bretlandi. Það vakti athygli, að Gary Player, S-Afriku, varð aðeins ll.með283 högg. REYKJAVÍK MARKAÐUR í HERRADEILD JMJ VIÐ HLEMA/l M A t' n V rz i 19AGA J.í jL. 4 * / Torfi Magnússon, Val, sendir knöttinn 1 ne sér tunguna. Pétur samm Lékekkiígærm morgun ásamt Stej stjóraaftui „Pétur Pétursson lék ekki með Feye- noord gegn Venlo á útivelli í gær — en hann hefur skrifað undir samning við Feyenoord. Orðinn atvinnumaður hjá félaginu. Þeir Pétur og Stephan, fram- kvæmdastjóri Feyenoord, héldu til Íslands frá Hollandi í morgun ásamt Gunnari Sigurðssyni, formanni Knatt- spyrnuráðs Akraness til frekari viðræðna á tslandi. Ef til vill koma þá fleiri islenzkir leikmenn inn i myndina”, sagði forstjóri Feyenoord, þegar við ræddum við hann I síma á skrifstofu félagsins i Rotterdam. Jafntefli varð í leik Venlo og Feye-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.