Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978.
21
Iþróttir
Sþróttir
Iþróttir
Iþróttir
RITSTJÓRN:
HALLUR
SiMONARSON
gerði
ngvið
loord
eðliðinu oghéltí
>han framkvæmda-
rtilíslands
noord i gær. Hvorugt liðið skoraði mark.
Vegna mikilla truflana á fréttaskeytum
Reuters i gær er okkur ekki kunnugt um
úrslit í öðrum leikjum í 1. deildinni
hollenzku. Hins vegar er staða efstu liða
eftir níu umferðir þannig.
Ajax 9 8 0 1 31—7 16
PSV 9 8 12 22—6 13
Roda 9 5 3 1 17—5 12
Twente 9 3 6 0 11—5 12
Feyenoord 9 3 4 2 12—6 10
Samkvæmt þessu hefur Ajax unnið
heimaleik sinn og hefur þriggja stiga
forustu.
\fondaóur gólflkorikxir veró ám2lo:5.300
Acryl teppin komin aftur
Óbreyttveró
Grensósvegn8Hreyfilshúsinu Sími 82444
DB-mynd Hörður
Öster skortir
nú eitt stig
— og Teitur Þórðarson
kominn íhóp markhæstu
leikmanna Allsvenskan
Öster vann stórsigur á Stokkhölms-
liðinu AIK á heimavelli i Allsvenskan I
gær 5—0. Þarf nú aðeins eitt stig i þeim
fjórum umferðum, sem eftir eru til að
tryggja sér sænska meistaratitilinn i
knattspyrnu. öster hefur 36 stig. Næst
koma Gautaborg og Malmö með 28 stig
svo segja má, að meistaratitill Öster sé i
höfn.
Teitur Þórðarson skoraði eitt af
mörkum Öster í gær. Hann hefur nú
skorað 12 mörk og er markhæstur i
Allsvenskan ásamt þeim Per Olaf
Ohlsson, Norrköping, Billy Ohlsson,
Hammarby, og Tommy Berggren, Djur-
gaarden. Þeir hafa allir skorað 12 mörk.
Öster hafði mikla yfirburði gegn AIK.
2—0 í hálfleik. Tommy Evesson og
Thomas Nyman skoruðu. t s.h. kom
Teitur Öster 1 3—0. Síðan skoruðu þeir
Matt Lundgren og Peter Nilsson fyrir
Öster.
Önnur úrslit i gær. Malmö-Halmstad
1 — 1, Djurgaarden-Kalmar 1 — 1,
Gautaborg-Atvidaherg 1—0,
Norrköping-Oubro 0—0, Vesteras-
Elfsborg 1—1, Hammarby-Landskrona
2—1. Greinilegt er nú, að Öster stefnir í
mikinn yfirburðasigur i Allsvenskan og
að sögn sænskra blaða hefur Teitur átt
mjög stóran þátt i vclgengni liðsins í
sumar og haust. Hann byrjaði að leika
með Öster f vor. Lék áður með
Jönköping.
Islandsmet
ílyftingum
Gústav Agnarsson setti nýtt íslands-
met í snörun í yflrþungavigt — 110 kg
eða meir — á innanfélagsmóti hjá KR á
laugardag. Snaraði í aukatilraun 165 kg.
í keppninni sjálfri snaraði hann 155 kg
og jafnhattaði 202.5 kg. Samtals 357.5
kg-
Á sama móti setti Skúli Óskarsson
íslandsmet f þungavigt i kraftlyftingum.
Lyfti 295 kg i hnébeygju — 12.5 kg
meira en hann hefur áður náð bezt. Þá
náði hann 300 kg f réttstöðulyftu og 115
kg i bckkpressu. Samtals 710 kg.
t Vestmannaeyjum setti Óskar Sigur-
pálsson nýtt Islandsmet samanlagt i yfir-
þungavigt i kraftlyftingum. Lyfti 785 kg,
en eldra metið átti Björn I.árusson, 752
kg, sett 1971.
Aukaleikur Vals og
Fram um trtilinn!
— Fram sigraði Stúdenta og Valur vann KR
Valur og Fram mætast í úrslitum
Reykjavikurmótsins f körfuknattleik. í
>ær i Hagaskóla sigraði Valur íslands-
neistara KR i hörkuleik að viðstöddum
ijölda áhorfenda og 1. deildarlið Fram
>igraði bikarmeistara Stúdenta 116—
102.
Hæst í Hagaskóla bar viðureign KR
Dg Vals, frá fyrstu minútu til hinnar
siðustu hörð barátta og þrátt fyrir að
Valsmenn hefðu lengst af undirtökin
munaði yfirleitt ekki nema 4—6 stigum
á liðunum. Þannig var staðan í leikhléi
44—40 Val í vil. Valsmönnum tókst að
halda forustu sinni en litlu munaði i
lokin. Þegar aðeins tæpar tvær mínútur
voru eftir hafði Valur níu stig yfir, 83—
74 — en KR-ingar gáfust ekki upp.
minnkuðu muninn í þrjú stig og 47
sekúndur eftir. Þóri Magnússyni tókst
að skora körfu fyrir Val. 87—83. fjögur
stig en blökkumaðurinn i liði KR. John
Hudson minnkaði muninn í tvö stig er
13 sekúndur voru eftir — en Valsmenn
héldu andlitinu og Þórir Magnússon
tryggði sigur liðsins með körfu á
síðustu sek. 89—85 og Valsmenn
fögnuðu. Tim Dwyer skoraði 24 stig
fyrir Val, sterkur leikmaður en greinilegt
að enn á hann eftir að falla inn í leikkerfi
liðsins. Kristján Ágústsson skoraði 17
stig og Ríkharður Hrafnkelsson 16 —
báðir drjúgir og skoruðu á þýðingar-
miklum augnablikum. Það er greinilegt
að Valsmenn verða sterkir í vetur, tækni
liðsins ef til vill ekki eins mikil og ýmissa
annarra en liðið. sem heild mjög öflugt.
KR-ingar hafa enn ekki náð sér á strik i
Reykjavikurmótinu, og John Hudson
hefur ekki fallið inn i liðið — í fyrra
þegar Andrew Piazza var með KR-inga
þá féll hann mjög vel inni lið KR, — það
var einmitt styrkur KR-inga þá.
Fram hefur komið á óvart í Reykja-
vikurmótinu, en liðið leikur i 1. deild.
Undir stjórn Johnny Johnson er liðið í
mikilli framför, og óhætt að spá liðinu
bjartri framtið — já, væri liðið i úrvals-
deildinni þá yrði liðið i baráttunni um
Íslandsmeistaratign. Fram sigraði
Stúdenta 116—102 i Hagaskóla í
skemmtilegum baráttuleik. Johnny
Johnson skoraði hvorki fleiri né færri en
57 stig fyrir Fram og Simon Ólafsson
var einnig drjúgur, skoraði 31 stig. en
hjá ÍS bar mest á einstaklingsframtaki
Dirk Dunbar — hann skoraði 47 stig.
ÍR vann loks leik á Reykjavíkur-
mótinu. í gær sigraði ÍR 1. deildarlið
Ármanns 81—74.
Lokastaðan i Reykjavikurmótinu
varð þessi, en þess ber að gæta að ÍS
kærði sigur Ármanns gegn sér — og enn
hefur ekki verið komizt að lokaniður-
stöðu þar.
Fram
Valur
KR
ÍS
ÍR
Ármann
1 474—426 8
1 421—404 8
424—415 6
461—466 4
403—443 2
444-478 2
r r
CELTIC STEINLAIABERDEEN
„Þetta var mjög erfitt hjá okkur. Þad
gekk allt upp hjá Aberdeen. Þeir komust
1 3-0 meö mörkum Steve Archibald, Joe
Harper, víti, og Drew Jarvie áöur en
Tom McAdam skoraði fyrir Celtic. 3-1 í
hálfleik og i síðari hálfleiknum skoraöi
Harper aftur. Úrslit því 4-1 fyrir Aber-
deen. Ég var bókaður strax í byrjun
leiksins og var slæmur í læri eftir hörku-
tæklingu. McNeil kippti mér út af í hálf-
leik, sennilega af því ég kom fyrstur inn í
búningsherbergið i leikhléinu. Hann var
ekkert ánægður með leik okkar,” sagði
Jóhannes Eðvaldsson, þegar DB ræddi
við hann i gær.
Þrátt fyrir tapið heldur Celtic efsta
sætinu í úrvalsdeildinni og Jóhannes var
öruggur um, að hann yrði í liðinu á mið
vikudag gegn Motherwell i deildabikarn-
um. Þar þarf Celtic að vinna upp eins
marks mun á útivelli. Tapaði heima-
leiknum 0-1 gegn Motherwell fyrra mið-
vikudag þrátt fyrir nær stanzlausa sókn
allan leikinn.
Andy Lynch lék ekki gegn Aberdeen
á laugardag. Sneddon, sem tók stöðu
hans i Celtic-liðinu lenti i miklum
erfiðleikum sem bakvörður. Ronnie
Glavin lék i stað Jóhannesar i s.h. Alfie
Conn lék ekki meðCeltic. Er í leikbanni.
Úrslit i úrvalsdeildinni urðu þessi:
Aberdeen — Celtic 4-1
Hearts — St. Mirren 1-1
Morton — Partick 1-0
Motherwell — Hibernian 2-3
Rangers —DundeeUtd. 1-1
Hibernian er eina liðið, sem ekki
hefur tapað leik. Motherwell hafði yfir i
hálfleik 2-1. lan Clinging og Mike Lar-
nach skoraði en Bobby Hutchinson fyrir
Hibs. í s.h. skoruðu Ally McLeod, víti.
og Gordon Rae fyrir Hibs og mark
vörður liðsins varði víti Peter Marinello.
Meisturum Ragners tókst að ná jafn
tefli á heimavelli gegn Dundee Utd.
þegar Alex MacDonald jafnaði á 82.
min. Þá má geta þess. að Celtic hefur
keypt nýjan leikmann — David Provan
frá Kilmarnock fyrir 120 þúsund sterl-
ingspund.
Staðan í úrvalsdeildinni:
Celtic 8 6 0 2 20—11
Hibernian 8 4 4 0 9-5
Aberdeen 8 4 3 1 19—8
Dundee Utd 8 3 4 1 11—7
Rangers 8 1 5 2 9—9
Partick 8 2 3 3 8-9
St. Mirren 8 3 1 4 8—10
Morton 8 2 3 3 10-13
Hearts 8 1 3 4 8-17
Motherwell 8 1 0 7 5-19
Rigert léttari
ogvannáHM
David Rigert, Sovétrikjunum, lenti í
hörkukeppni við landa sinn Sergei
Arakelov i 100 kg flokkum á HM í
lyftingum i Gettysburg 1 USA á laugar-
dag. Báðir lyftu samtals 390 kg, en
Rigert var léttari og varð því heims-
meistari. Árangur hans 170 og 220 kg en
Arakelov snaraði 172.5 og jafnhattaði
217.5 kg. Þriðji i flokknum varð
Manfred Funke, A-Þýzkalandi, með
367.5 kg.
í miðþungavigt sigraöi Rolf Milsner,
Vestur-Þýzkalandi. Snaraði 162.5 kg og
jafnhattaði 215 kg. Samtals 377.5 kg.
Annar varð Genadii Bessonov, Sovét-
ríkjunum, með 372.5 kg. Þriðji Fercnc
Antalovics, Ungverjalandi. Lyfti samtals
367.5 kg.