Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 25

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9.0KTÓBER 1978. 25 N Pabbi og tengda- pabbi ganga í skónum mínum „Ég vil miklu heldur vera skósmiður en skrifstofudama. Mér finnst ég gera meira gagn þannig. Auðvitað verður heilmikill árangur af starfi skrifstofufólks. En það er allt önnur tilfinning að raða pappirs- blöðum heldur en bæta gamla skó. Eigandanunt þykir vænt um skóinn, er þúinn að ganga á honum bæði þung spor og létt, og spyr vonlcysislega? „Æ, er hann ekki alveg ónýtur?” En það er ótrúlegt hvað hægt erað gera. og maður er auðvitað glaður þeg- . ar viðskiptavinurinn fær skóinn sinn eins og nýjan. ' Og leður er skemmtilegt efni. Það er lifandi. Það andar. Það er hlýtt. Og ég gcng i leðursólúm ef ég get, þótt nælonsólárnir séu sterkari. En þeir eru lika andstyggilega hálir i snjó. Svo læri ég að sauma skó, karlmannaskó, eftir máli. Þeir eru nú kannske svolítið skrýtnir hjá mér, en pabbi minn og tengdapabbi vilja alveg ganga i þeim.” Sonur leigubílstjórans Hann heilir Gunnar Rúnar Magnússon og er þem árum eldri en hún. Hann kynntist henni þegar hún var fimmtán ára og hann var átján og átti splunkunýjan Bronco. Rúntaði um Hallærisplanið, en ekki var þó þar sem þau kynntust heldur hjá sameigin- legum kunningjum. Eyrsta árið voru þau að trallast á bílnuni öll kvöld og út úr bænum um helgar. en þar kom að þau fóru að hugsa ögn alvarlegar um framtiðina. Daginn sem tvö ár voru liðin frá þvi að þau byrjuðu að vera saman settu þau upp trúlofunarhringana. Rétt unt sama leyti keyptu þau sér litla. ibúð i Breiðholtinu og fluttu sáman. Skósmíðavinnustofa föðursins breytt- ist í sameignarfélag, þar sem unga parið átti hlut. Gunnar Rúnar var þá farinn að vinna þar fyrir nokkru. Og nú fækkaði bíltúrum og böilum. Helsta upplyftingin varð veltilreidd lambasteik eða annar góður matur um helgar. Hvað finnst honum? Hafði þér nokkurn tínia dottið i hug að þú mundir verða ástfanginn af skóaradóttur? Skórarínn og fjölskylda hans, kona, dóttir og tengdasonur. Frá vinstri: Þórunn, Jónina Soffia, Gunnar Rúnar og Sigurbjörn. „Manstu eftir honum pabba mínum?” segir i leikriti Jökuls. „Þarna sat hann i gluggakistunni allan liólangan daginn og sólaði skó. DB-mynd Bjarnleifur

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.