Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. í Útvarp 39 Sjónvarp Mynd þessi er frá Tel-Aviv en eins og allir vita hafa erið öeirðir or læti þar. í þættinum í kvöld fáum við að heyra uin nýja hlið á Tel-Aviv eða hiernÍR ferðamaður lítur borgina augum. ÚTVARP-kl. 21.00: Ferðaþankar f rá ísrael Hulda Jensdóttir, forstöðukona fæðingarheimilis Reykjavikur. er með þátt í útvarpmu í kvöld sem hún nefnir Ferðaþanka frá ísrael. Í þættinum ætlar Hulda að segja frá nýlegri fcrð sinni um ísrael. „Ég var í Ísrael i mánuð nú fyrir stuttu en alls hef cg verið i Ísrael i 7—8 mánuði svo cg er orðin vel kunnug landinu.” sagði Hulda í samtali við DB. ..Ég kem við á ýmsum stöðum og segi frá þeim eins og þeir komu mér fyrir sjónir. Ég byrja i Tel-Aviv og held áfram til Jaffa sem er ekki langt frá Tel-Aviv. Síðan held ég áfram og segi sögu samyrkjubús á Gaza- svæðinu. Jerikó ætla ég einnig að segja frá en það er merkur staður þar i ■ sem fundust i uppgreflri gamlar bibliubækur." sagði Hulda ennfremur og hélt siðan áfram: ,.Ég reyni að lýsa þessum stöðum með auga ferðamannsins. Þegar ég var á ferð stóðu yfir Camp David viðræðurnar og blandast þær kannski dálitið inn i ferðasöguna. Ég mun segja lítillega frá viðbrögðum fólks við Camp-David viðræðunum. Þátturinn i kvöld er sá fyrsti. en þeir verða kannski þrir. og mun ég reyna að blanda saman gömlu og nýju. Það má kannski segja að ég muni segja frá hvaða áhrif staðurinn hafði á mig." sagði Hulda að lokuni. Þátturinn hennar er þriggja stundarfjórðunga langurog hann hefst kl. 21.00 -ELA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.