Dagblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978. /" ........................ n N VAKA OG1. DESEMBER Hvergi á Islandi mun vera að finna eins skörp skil í stjórnmálum og i Há- skóla íslands. Stafar það eflaust af samsetningu hinna tveggja fylkinga, sem berjast um atkvæði stúdenta. Annars vegar er það Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta og hins vegar vinstrimenn eða Verðandi félag rót- tækra stúdenta. Vinstri hópnum er stjórnað af mjög róttækum og öfgafullum vinstri .mönnum, aðallega kommúnistum. Að visu stæra vinstri menn sig af þvi, að innan þeirra vébanda fyrirfinnist menn úr öllum flokkum til vinstri við Sjálfstæðisflokkinn. Þessi fullyrðing getur vel staðist, en eitt er víst, að aðrir vinstri menn en kommúnistar finnast ekki nema í undantekningartil- fellum i efstu sætum til stúdentaráðs- kosninga. Flestir þeir sem sitja í stúd- entaráði eru því kommúnistar og stefna þeirra er marxísk, trotskísk, maóísk, leninísk eða hvað allar þessar stefnur heita. Vaka Vaka er félag lýðræðissinnaðra stúdenta eins og áður sagði. Uppi- staðan í því félagi kemur frá þeim hluta stúdenta, sem ekki hefur enn tekið afstöðu i flokkapólitíkinni. Einnig er þar starfandi fjöldi sjálf- stæðismanna, framsóknarmanna og jafnaðarmanna. 1 raun og veru er hér um að ræða bandalag lýðræðissinna. Hinn 7. og 11. október siðastliðinn voru haldnir almennir félagsfundir í Vöku og var á þeim ákveðið efni það, sem félagið hyggst bjóða fram sem dagskrárefni á hátíðahöldunum 1. des- ember, en kosningar um dagskrána fara fram nú á laugardaginn. Efnið, sem valið var, ber yfirskriftina: „1984”. Hvað verður ekki bannað? Einnig voru valdir frambjóðendur og þar sem undirritaður er einn af sjö frambjóðendum til 1. des. nefndar, þykir mér það tilhlýðilegt að kynna efnið nokkrum orðum fyrir lesendum Dagblaðsins, vitandi það að margir stúdentar munu vera meðal þeirra. Ástæðan fyrir þessu vali okkar Vökumanna er hvorki langsótt né óraunhæf. Það er staðreynd, að i nú- tíma þjóðfélagi hefur ríkisvaldið fengiö meiri völd en áður tíðkaðist. Á þetta sérstaklega við um fram- kvæmdavaldið. Heimildir i lögum til handa framkvæmdavaldshöfum til að setja reglur og reglugerðir eru orðnar mjög miklar og oft viðtækar. Algengt er að í lögum sé ráðherra eða ráðu- neyti heimilað eða gert skylt að setja nánari reglur um framkvæmd laga. í raun og veru er ekkert við þetta að at- huga. Þetta er meðal annars nauðsyn- legt til þess að koma í veg fyrir óþarfa málalengingar um einber fram- kvæmdaátriði í lögum. Þessu fylgja þó gallar i framkvæmdinni. Hugsanlega má vera um eitt af þrennu að ræða: Framkvæmdavaldið hefur fengið rýmri heimild til setningar reglugerða en eðlilegt mætti teljast; framkvæmda- valdinu hefur liðist það að fara út fyrir ramma reglugerðarheimildar; um mis- tök af hendi framkvæmdavaldsins getur verið að ræða. Um reykingar í leigubílum Það er erfitt að ímynda sér, hvað það komi til dæmis ríkisvaldinu við, hvort reykt sé í leigubílum eða ekki. Hlýtur þetta alfarið að heyra undir leigubílstjóra eða stéttarfélög þeirra. Sjálfur reyki ég ekki, en mér finnst ríkisvaldið vera þarna að fara út fyrir þau vébönd, sem þau ættu siðferðilega að virða. Kjallarinn Sigurður Sigurðarson Bjórinn Ákaflega svipað er með bjórinn. Að visu get ég vel skilið þau rök sem and- stæðingar hans setja fram til grund- vallar bjórbanm eða áfengisbanni yfir- leitt. En sárastar þykir mér málflutn- ingur sumra, jafnvel alþingismanna, að sjá ifir treysti þeir sér til að umgang- ast bjórinn, en bara ekki öðrum. Slík sem þvílik hræsni er alveg makalaus. Góður maður sagði nýlega, að á íslandi væri alltaf miðað við skúrkana. Bjórinn er bannaður, vegna þess að sumir kunna sér ekki hóf og á sömu forsendum skal banna áfengið, því fjöldi manna kann ekki að umgangast það skynsamlega. Af sömu ástæðum var Læragjá lokað á nóttunni, því fyllibyttur sóttu stundum i hana. Ætti að loka Hallærisplaninu? Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, hefur félagsheimili sitt í Hótel Vik og snúa gluggarnir út að Hallæris- planinu svonefnda. Aldrei höfum við samt orðið vör við lýðinn, sem þangað er sagður venja komur sinar, blind- fullur, skemmandi og öskrandi. Við höfum margoft séð fjöldann allan af unglingum koma þangað niður eftir, hitta fólk og sýna sjálft sig. Enginn getur ætlast til þess, að þetta fólk gangi þarna um í þögulli ihugun. Unglingarnir ræða þarna málin og nota kjarngóða íslensku í þessum um- ræðum sinum. Aftur á móti eru alltaf svartir sauðir i öllu fé, en engin ástæða er til þess að vera með einhvem ofstopa í þvi sam- bandi, loka svæðinu, spúla fólkinu út af því eða nota álíka aðferðir.' „1984" Tilgangur minn með þessari grein er sá að benda fólki á þá staðreynd að af- skipti ríkisins af hversdagslegum vandamálum fólks henta ekki í okkar þjóðfélagsskipulagi. Fólk verður að leysa úr sínum vandamálum sjálft, alla vega er ekki réttlátt að leysa vanda- málin með því að bjóða eða banna eitt- hvað með valdi. Haldi slíkt áfram, kann endirinn að verða eins og lýst er í bók George Orwell, „ 1984”, en titill- inn er einmitt hluti af yfirskrift l. des. efnis Vöku. Margir munu kannast við þessa bók, svo og aðra eftir sama höfund, sem heitir „The Animal Farm”. Mér er það alltaf minnisstætt, er ég las „ 1984” i fyrsta sinn, þegar sögu- hetjan vaknar einn morguninn og verður þá að fara í morgunleikfimi. Á firðtjaldi, sem er inni i hverri ibúð, birtist mynd af leikfimikennara sem stjórnaði. En það skelfilegasta við þetta var, að þegar söguhetjan reyndi ekki nægilega mikiö á sig, þá var hann áminntur um leið. Staðreyndin var nefnilega sú, að Stóri bróðir, rikisvald- ið, fylgdist með því sem gerðist inni í hverri íbúð. 60 ára afmæli fullveldisins Á sextiu ára afmæli hins íslenska fullveldis er skynsamlegt að staldra aðeins við. lhugum hvort við séum á réttri leið. Þjóðskipulag eins og við búum við er lýðræðislegt og gott, en lengi getur gott batnað og sem betur fer er hið fullkomna þjóðskipulag ekki til, því verður ekki stöðnun, haldi fólk vökusinni. Orð eru til alls fyrst, því fer ég þess á leit við alla stúdenta í Háskóla íslands að þeir leggi Vöku lið með atkvæði sínu. Með þvi er ég sannfærður, að þeir stuðla að heilbrigðri og opinskárri umræðu um mál, sem kemur öllum við. Sitjum ekki heima á laugardaginn. Sigurður Sigurðarson námsmaður. HVAÐAN KOMUM VK>, HVERT ER HLUTVERK OKKAR 0G HVERT FÖRUM VIÐ? Þetta eru áleitnar spurningar, sem ekki verður svarað hér, en allir verða að freista þess að gera sér grein fyrir þeim jafnhliða því að^fla sér andlegra og efnalegra verðmæta. Nú virðist flest benda til, að maðurinn sé unninn upp úr náttúrunni allt frá einfrum- ungi. Engan skyldi þvi undra þótt við séum háðir móður náttúru. Maðurinn er söfnunarkind, enda veitti ekki af þvi frameftir öldum og minnir á þetta enn ídag. I gömlum sögnum hérlendis bendir til að ekki væri sama hvemig auðs var aflað. Þegar búa átti Þorvald víðförla til utanfarar kom fóstra hans með honum til föður hans, sem átti að leggja til fararefni. Karl kom með þrjá sjóði digra, sem hún mátti velja um. Kerling handlék sjóðina, lagði siðan tvo til hliðar, en tók hinn þriðja til sín. I hinum kvað hún féð illa fengið og vildi ekki nýta, en i hinum þriðja var fjárins aflað f sveita hans andlitis. Þetta er kannski þjóðsaga, en sönn og fögur og nú mun það teljast sannað að allt sem við snertum á beri einhver merki okkar. Lítt virðist vor þjóð hafa eflst af peningum af Miðnesheiði ásamt gjöfum og mútum illa fengnum. Allt þetta hefur einhvem veginn lent „debetmegin” á þjóðarreikninginn. Við verðum að hugsa í árum með aldir í huga. Auðlindir íslands brosa við okkur bíðandi þess að vinna að frelsi okkar, hagsbótum og siðmenningu. En svört mengunarþoka virðist nú hafa heft þessa sýn. Sú spurning vaknar hvenær gjafir sem gefnar eru með gróða í huga, hafa til nytja orðið. Lítum bara á hvernig við sem vitrir þykjumst reynum að gjöreyða þriðja heiminum. Stundum sendum við þangað matgjafir til að róa samvizkuna, ef henni kynni að skjóta upp, enda er þessum gjöfum oftast stolið í leiðinni að munni hinna svöngu. Hina stundina sendum við þeim drápsvélar í djöfulmóð sína til hvers kynþáttar eða lands. Með þess- um jólagjöfum eru sendir áróðurs- djöflar helstefnunnar til að spana hvern á móti öðrum. Hugsjónin er að ganga þannig á þessum þjóðum að hráefni þeirra liggi laus fyrir. Þar liggja nú mestu hráefnalindir þessa hnattar. Sterkasta vopnið er að kynda undir hatrinu milli þessara þjóða og láta þær sjálfar eyða sér. Sameinuðu þjóðirnar semja stundum smáauglýsingar á móti þessu og tala um brot á mannréttindum. En bros i kipruðum munnvikum segja alla söguna, enda fellur allt þetta dautt. Við munum hjálp þeirra Sam- einuöu þegar Bretinn hugðist eyða okkur. Bandaríkin, sem þykjast láta mannréttindafánann bera við loft, her- væða Suður-Ameriku og spara ekki fé svo hún geti framið þá svívirðilegu glæpi, sem sagan greinir. Til þess að breiða yflr skít sinn eins og kötturinn hamast þeir á mannréttindabrotum Rússa, sem ekki er bót mælandi. Aftur á móti gleyma þeir sinum eigin föng- um og meðferðinni á svertingjunum í þeirra landi. Eftir að hafa stolið landi indíána ganga þar um byssuglaðir ameríkanar og hafa indíána fyrir skot- mark. Bandarikjaforseti var fyrir skömmu minntur á af einum sinum háttsetta fylgismanni, hvernig fanga- haldið væri í þeirra eigin landi og ýmislegt fleira. Varð þá gustur mikill í guðs eigin landi. Hvert er hlutverk okkar? Nú mun kannski einhver spyrja hvað okkur komi við allur þessi lestur. Því er til að svara að við berum öll ábyrgð á þessum heimi, að vissu marki, og ættum að vera stolt af. Segja má að við séum skyld til að vinna okkur þegnrétt i þjóðfélaginu með því að gefa þessum málum auga og eyra. Heimurinn er ekki orðinn stór og tengdur saman á svo margvíslegan hátt, að mál þessa litla lands blandast þar inn í. Minnumst þess að það voru frelsishreyfingar úti í heimi sem vöktu vonir i brjósti okkar og styrktu okkur í frelsisbaráttunni við Dani. Já, við erum orðnir miklir menn inn við beinið, en við megum ekki verða svo stórir í okkar smæð að hugsa um það eitt að hakka að okkur öllu sem flokk- aðerundir lífsgæði. Sumt af þessu vegur ekki stórt á rétta vog, enda stækkar það litt okkar hlut þótt gróðapungar haldi sliku fram og vilji ólmir selja okkur það. Það er hinn sjálfsagði hlutur, að allir hafi gott húsnæði, fæði og klæði og aðrar nauð- synjar, ásamt rétti til menntunar og menningar. Þó er ekki allt upptalið. Við verðum alltaf að gæta þess vand- lega að hugarheimur okkar standi ekki í svelti, það getur hann gert þótt við göngum í skóla og fálmum í mörgum námsgreinum. Okkur er gefinn þessi góði heimur fullur af lífsgæðum, þótt" öðru sé oft að okkur logið. Hlutverk okkar er að bæta, fegra og gera hann byggilegan mennskum mönnum; gera hann með því að sælu- stað siðmenningar, samvinnu og sam- hjálpar. Þetta er önnur hlið vaxtar okkar og þroska. Allt verður að beinast að því að verða andlega og líkamlega samstiga. Það er skiljanlegt að hinn mikli sólnasmiður heimti af okkur lands- skuld, sem er ekki meira okur en það, að hún rennur öll til okkar sjálfra. Hún er eflaust bundin því, að við lifum svo skynsamlega sem vit okkar nær til og styðjum hver annan. Auðæfi eru ekki allt þótt margir Halldór Pjetursson hengi sig á þann snaga. Mér var kennt það að auðurinn væri afl þeirra hluta sem gera skyldi. Þetta er sannleiks- korn, en ekki takmark. Faðirvorið er lika gott, en þegar Sæmundur var að hlýða kölska yfir það, vildi hann lesa rangt og snúa útúr. Auðsöfnun er ekk- ert takmark i sjálfu sér, þó láta ýmsir auðmenn renna til menningarfyrir- tækja. Okkar pungar gera litið að slíku, þó mætti nefna Ásbjörn Ólafs- son, enda var hann aldrei hátt skrif- aður. Ég er ekki bibliufróður, en einhvers staðar stendur skrifað: „Hvað gagnar það manninum þótt hann eignist allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni?” Þetta hefur verið reynt, en minning þessara markmiða stendur nú vafin virðingarleysi og viðbjóði. Halldór Pjetursson Kópavogi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.