Dagblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 27
31
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978.
<S
Útvarp
Sjónvarp
Þá er „Gæfan” að renna sitt
síðasta skeið:
Claudius keisari
i
í stað Rudys og
Maggíar
— Gæfan og gjörvileikinn þótti orðið
í þynnsta lagi og óákveðið er um
kaup þriðju seríunnar
Claudius kelsari 1 öllu sinu veldi.
Myndaflokkurinn Gæfa eða
gjörvileiki fer nú brátt að syngja sitt
siðasta. Næstsiðasti þátturinn verður
sýndur á sunnudag. Sagt er að á
meðan þátturinn er sýndur í
sjónvarpinu tæmist bókstaflega allar
götur bæjarins. Kvikmyndahús hafa
aldrei fengið eins lélega aðsókn eins og
nú á meðan þættirnir hafa verið
sýndir. En sunnudagskvöld hafa verið
beztu kvöld kvikmyndahúsanna ásamt
fimmtudagskvöldum.
Helzta umræðuefni manna á meðal
þessa dagana er einmitt um Gæfu eða
gjörvileika og spyr fólk sig gjarnan að
því hvernig þetta endi eiginlega hjá
aumingja Rudy. Ekki ætlum við að
upplýsa þá spennu, heldur verður fólk
að bíða og sjá hvað setur.
Heyrzt hefur að verið sé að taka
þriðja hluta myndaflokksins og
snerum við okkur til Björns Baldurs-
sonar, dagskrárfulltrúa hjá
sjónvarpinu. Björn sagði að hann
hefði heyrt um það að verið væri að
taka þriðja hlutann, en ekki bjóst
hann við að sjónvarpið tæki þann
hluta til sýningar, efnið væri orðið svo
útþynnt. Björn sagði ennfremur að
fullt væri til af þáttum i sama dúr og
Gæfa eða gjörvileiki, en ekki væri
fyrirhugað að taka þá til sýningar.
En hvað fáum við að sjá i staðinn
fyrir þáttinn Gæfa eða gjörvileiki.
Björn sagði að nýr breskur mynda-
flokkur hæfi göngu sína eftir að Gæfa
eða gjörvileiki, væri hætt á
sunnudögum, og nefnist sá þáttur I
Claudius eða Ég Kládius. Myndin er
byggð á sögum eftir Robert Gravs og
verða þættirnir þrettán.
Ég Kládíus fjallar ,um keisara í
Róm og gerist sagan á timabilinu 50
fyrir Krist til 50 eftirKrist. Að sögn
Björns eru þetta háalvarlegir þættir
sem vakið hafa mikla hrifningu
erlendis. Mörg fræg nöfn úr
biblíusögum og mannkynssögunni
koma fram í þáttunum. Þeir sem
vel eru að sér í mannkynssögu ættu þvi
að kannast við þessa sögu um
keisarann í Róm.
Ennþá eigum við eftir að sjá tvo
þætti af Gæfu eða gjörvileika svo þau
Rudy og Maggie, Kate og Wes, Billy
og auðvitað fúlmennið Falconetti eru
ekki alveg skilin við okkur á
sunnudagskvöldum.
-ELA.
Vinir okkar úr Gæfu eða gjörvileikia,
Rudy ogMaggie.
/
POPP—útvarp kl. 16.20:
Hljómsveitin Steely Dan íPoppi
Ég hef hugsað mér að kynna hljóm-
sveitina Steely Dan i þættinum,” sagði
Dóra Jónsdóttir, umsjónarmaður
Popps í dag kl. 16,20. „Steely Dan er
byggð upp á tveim söngvurum og laga-
smiðum sem fengið hafa aðstoð hjá
öðrum tónlistarmönnumsagði Dóra
um hljómsveitina. „Þeir hafa gefið út
5—6 hljómplötur. Aðalmennirnir eru
þeir Donald Fagen sem spilar á hljóm-
borð og syngur og Walter Becker sem
spilar á bassa og syngur ennfremur.
Steely Dan hefur gefið út fimm
hljómplötur. Sú fyrsta kom út i júní
L
1972 og nefnist hún Can’t Buy A Trill.
1973 kom út önnur plata þeirra og
nefndist hún Countdown To Ecstasy.
Þriðja platan Pretzel Logic, kom út
árið 1974, fjórða platan Katy Lied,
kom út árið 1975, og sú fimmta þ.e.
The Royal Scam, kom út 1976.
Plöturnar komu því út fimm ár í röð
og hafa þær hlotið misjafna dóma.
Þeir félagar eru allir amerískir.
Dóra Jónsdóttir er starfstúlka hjá
tónlistardeild ríkisútvarpsins. Hún
hefur séð um föstudagspoppið í sumar
og mun halda því áfram í vetur. Þeir
sem hlustuöu á þáttinn Óskalög
sjúklinga, sl. laugardag hafa eflaust
heyrt nýja rödd í þættinum. Það var
Dóra sem kynnti lögin I fríi Kristinar
Sveinbjörnsdóttur. Kristín mun vera
komin aftur, svo Dóra heldur ekki
áfram meðóskalögin.
Dóra tjáði okkur að sem betur fer
væri Poppið ekki i beinni útsendingu.
En þar sem tilkynningar taka svo
langan tíma á föstudögum er Poppið
oft I seinna lagi. Dóra sagðist vona að
svo yrði þó ekki í dag.
-ELA.
Trésmiðir
ÍÞriggja til fjögurra manna trésmíðaflokkur
óskast í ákvæðisvinnu við uppslátt á undir-
stöðum fyrir verksmiðjubyggingu.
J. Hinriksson
vMavariwttsOi, simar 23520 og 26S90.
HÚS
gagna
vi ka
opnar í dag
kl.17
GLÆSILEG SÝNING
ÍÁG HÚSINU,ÁRTÚNSHÖFÐA
ÁG HÚSIÐ ER VIÐ HLIÐINA Á SÝNINGAHÖLLINNI
Skoðió nýjungar innlendra framleióenda;
húsgögn, áklœói og innréttingar.
Opió virka daga kl. 17— 22
Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22
20-29október