Dagblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978.
................ ”\
Auglýsing um styrk til
framhaldsnáms í hjúkrunarfræði
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mun að
líkindum bjóða fram styrk handa islenskum hjúkrunar-
fræðingi til að ljúka M.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði við
erlendan háskóla. Styrkurinn verður veittur til tveggja
árafrá haustinu 1979.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í
menntamálaráðuneytinu.
Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík fyrir 15. nóvember
Menntamólaráðuneytinu, 16. október 1978.
TILBOÐ
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir í tjóns-
ástandi:
Lada Sport árg. ’78, Lada Topas árg. ’78,
Skoda Amigo árg. ’77, Volvo Amason árg.
’66, Ford Capri árg. ’71, Fiat 127 árg. ’74.
Opel Rekord, dísil árg. ’73, Mercury
Monarch árg. ’75, Saab 96 árg. ’71
Bifreiðirnar verða til sýnis að Melabraut 26
Hafnarfirði laugardaginn 21. okt. nk. kl. 13—
17.
Tilboðum óskast skilað til aðalskrifstofu
Laugavegi 103 fyrir kl. 17 miðvikudaginn 23.
okt. nk.
Brunabótafélag íslands.
járnamaður
Viljum ráða 3 trésmiði og vanan járnamann
strax. Uppk í síma 83661.
Sljórn verkamannabústaða.
Hundasýning
Næstkomandi sunnudag
22. okt. gefst einstætt tækifæri /
til að sjá marga fallegustu f
hunda landsins samankomna á einum stað.
Hundaræktarfélag íslands gengst fyrir
sýningu á hreinræktuðum hundum, sem jafn-
framt er dómsýning. Verður hún haldin í í-
þróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ og hefst kl. 13
og stendur fram til kl. 18.00.
Hundeigendur mæti með hunda sína kl. 12.00.
Miðasalahefstkl. 12.30.
Dómari er Jean Lanningfrá Bretlandi.
Kynnir er Gunnar Eyjólfsson leikari
Á milli þess sem dómar fara fram sýna vel-
þjálfaðir hundar listir sínar og sýndar verða
hlýðniæfingar.
Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir fullorðna, kr. 500
fyrir börn yngri en 12 ára, ókeypis fyrir börn
yngri en 5 ára.
Þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna.
Framkvæmdanefnd.
/■
ALMENNING-
URER PAKK
Vinur minn, sem er áfengisvamar-
fulltrúi, hefur fundið upp pottþétta
aðferð til að koma í veg fyrir bílslys
og árekstra. Aðferðin er alveg geníal,
og einföld eftir því, eins og allar
patentlausnir: að banna bíla. „Mér er
algerlega hulið af hverju stjórnvöld
hafa ekki fyrir löngu bannað þennan
stórhættulega skaðvald,” sagði hann
þegar við pjökkuðum Miðbæinn um
daginn i lemjandi rigningarsudda,
„enda er svo komið að yfirgnæfandi
meirhluti almennings notar bíla í tíma
og ótima og þjösnast á þeim, jafnvel
upp um fjöll, sér og öðrum til
stórhættu og fjörtjóns.”
Ég reyndi að finna einhver rök gegn
vini mínum en þá mátaði hann mig
endanlega og bætti við: „Þessi hug-
mynd hefur auk þess ýmsa aðra kosti:
Ef bílar yrðu bannaðir, þyrfti t.d. ekki
skilizt af hverju vinur minn starfar
sem áfengisvarnarfulltr. fyrir al-
menning. Hugmyndir hans á því sviði
eru viða lika genlal: aö banna áfengi,
en ekki að bæta vínmenninguna, —
að banna bila, en ekki bæta umferðar-
menninguna. Ég bíð bara eftir því að
vinur minn verði kosinn í Umferðar-
ráð Reykjavíkurborgar til að hafa vit
fyrir almenningi:
Auðvitað á að banna almenningi
sem flest. Almenningur er pakk og
óferjandi rumpulýður sem á að
meðhöndla eins og hvern annan
glæpaskríl, enda sýna dæmin, að hann
er svo stórhættulegur, að strax eftir að
fer að skyggja á kvöldin, er ekki
þorandi að hleypa honum innfyrir
búðardyr, heldur verður að afgreiða
hann gegnum lúgur, á sama hátt og
þegar rándýrum Sædýrasáfnsins er
gefið kjöt milli rimla.
fyrst voðinn vís. Vonandi eignumst
við fleiri alþingismenn og ráðherra
sem þora að hafa vit fyrir þessum
bölvuðum almenningi sem er alltaf
veikur og til vandræða. Hvernig væri
t.d. að lögleiða að almenningur megi
ekki vera fáklæddur í kulda til að
koma i veg fyrir að hann fái kvef.
Lögreglan gæti þá sektað alla þá sem
gengju jakkalausir og á skyrtunni í
kulda; ég tala nú ekki um þá sem eru
fáklæddari og fara i spillingarvilpur
eins og hitaveitulækinn. Slíka
striplinga bæri að fangelsa og skylda
þá til að kaupa fjóra alfatnaði hjá SlS
eða KRON og yrðu þeir síðan að
ganga í fötunum í refsingarskyni.
Síðan er bráðnauðsynlegt að banna
sælgæti svo almenningur fái ekki
skemmdar tennur og þar á eftir erlend
tímarit, svo almenningur skaðist ekki
að leggja vegi og hægt yrði að loka
platstofnun eins og Bifreiðaeftirliti
ríkisins. Auk þess myndi heilsa
almennings stórbatna við alla
hreyfinguna sem kæmi i stað bílanna,
t.d. þess almennings sem þyrfti að
ganga daglega frá Hafnarfirði til
Reykjavikur í vinnuna.”
Ég vil taka það fram að ég og vinur
minn erum alls ekki almenningur, það
eru hinir, aðrir og þessir. Síöan þetta
samtal átti sér stað hefur mér loksins
Islenzkir alþingismenn hafa löngu
gert sér þetta Ijóst og leggjast nú í
auknum mæli á almenning eins og
ungapúddur sem verða að vernda litlu,
gulu ungana undir vængjum sínum og
hafa vit fyrir þeim. Almenningur,
þetta hræðilega fyrirbæri, sem er svo
hættulegur að hann er vis með að fara
sér að voða ef hann fær að reykja i
leigubílum; að ég tali nú ekki um ef
hann fengi að kaupa sér bjór og spjalla
í bróðerni við náungann. Þá væri nú
af klámi og erlendum orðum sem þar
er að finna og spilla tungunni. En allra
öruggast væri þó að banna almenningi
að lesa dagblöð svo hann komist ekki
úr jafnvægi við að lesa æsandi fréttir
eða fái andfélagslegar hugmyndir. Já,
það er margt sem er hægt að gera fyrir
þennan almenning til að bjarga
honum frá bráðum voða.
1 einlægni,
ykkar
Gunnlaugur Sveinsson.
LÍV ítrekar áskorun VR:
AFTURKALLIÐ EKKIUPPSÖGN LAUNALIÐA
„Því skorar sambandsstjórnin á öll
aðildarfélög sambandsins að hverfa
ekki frá uppsögn kaupgjaldsákvæða
samninganna en búa sig heldur undir
að standa fast að framgangi þess rétt-
•lætismáls að verzlunar- og skrifstofu-
fólk fái með samningum viðurkennd
hliðstæð kjör og aðrir sem sambærileg
störf vinna,” segir i niðurlagi
ályktunar sambandsstjórnar Lands-
sambands verzlunarmanna. Fundur i
sambandsstjórninni var haldinn sl.
laugardag.
Kjarasamningum verzlunarmanna
var sagt upp að því er tók til kaupliða
þegar „febrúarlögin” voru sett. ASÍ
mæltist til þess að verzlunarmenn
tækju aftur þá uppsögn. VR hefur
þegar tjáð sig um málið. Synjar það
tilmælum ASl. Auk þess gaf VR
vinnuveitendum frest til 9. nóvember
næstkomandi að hefja viðræður, ella
yrði gripið til ráðstafana sem ekki voru
nánar skýrðar hverjar yrðu.
1 ályktun Landssambandsins er þess
vænzt að skriður sé nú um það bil að
komast á viðræður og samninga-
tilraunir.
-BS.