Dagblaðið - 15.11.1978, Page 3

Dagblaðið - 15.11.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978. 3 Lærið af Glerhúsinu Spurning dagsins Edda Scheving skrifan Ég vil byrja á að þakka höfundi, Jónasi Jónassyni, fyrir snilldarvel gert leikrit. Þar lýsir hann ofdrykkju- manninum sem tapað hefur öllu, konu, barni og vinnu. Hann spannar yfir svo mörg atriði i mannlegum sam: skiptum. Kona drykkjumannsins nær ekki sambandi við hann og verður að tjá sig á kassettu.Það er táknrænt at- riði þegar húsbóndi hans, sem rekið hefur hann úr vinnu, kemur drukkinn og tjáir sig um sin vandamál. Hann er giftur ekkju, sem er alkóhólisti, en felur drykkju sína bak við stöðutákn og peninga mannsins. Það er of algengt í raunveruleikanum. Frú Sigríður Hagalín er leikstjóri og er hún ein af mínum uppáhaldsleikkonum. En sem leikstjóri Glerhússins hefur henni ekki tekizt að fá það sanna og eðlilega hjá leikurunum. 1 hlutverk ofdrykkjumannsins þarf mjög fjölhæf- an leikara, sem getur náð leikhús- gestum með sér i sorg og gleði og sem skilur hvað er að gerast hjá manni sem hefir tapað lifsspili sinu fyrir Bakkusi. Ég skora á L.R. að sýna Glerhúsið lengur. Ég skora á borgarbúa að sjá Glerhúsið. Áfengisvandamálið á tslandi er það mikið að þetta leikrit á erindi til okkar allra og ætti að ganga eins og eldur í sinu um land allt. Er.ginn veit hver næstur fellur fyrir Bakkusi. Borgarbúar, sjáið Glerhúsið, lærið af því og skemmtið ykkur um leið. Þarna er líka kómik. Þarna sýnir Jónas sannleikann umbúðalaust. Ég þakka síðan höfundi fyrir þessa perlu sem Glerhúsið er. 1» Höfundur Glerhússins, Jónas Jónas- son, f „Glerhúsinu” á svölum Iðnó. DB-mynd RagnarTh. r SONYMffl SONY hlaut EMMY-verðlaunin fyrir hönnun sína á þessum tœkjum. TRINITRON litsjónvarpskerfi og myndsegulbönd hafa mikla sérstöðu vegna stórkostiegra gœða, sem nóst vegna vísindarannsókna SONY fyrirtœkisins. Einn af frumkvöðlum þessara kerfa dr. LEO ESAKI hlaut Nóbelsverðlaunin órið 1973. spherical Skermur cylindrical Skermur JRPIS Lœkjargötv 2 Box 396 Símar 27192 27133 Myndsegulbönd venjuleg tæki (myndlampi) UIIU i/p 3 Byssur 3 litlar linsur TRINITRON (myndlampi) 1 Byssa 1 linsa SONY BETAMAX APERTURE GRILLE SHADOW MASK Ertu farin(n) að undir- búa jólin? Pétur J. Eiríksson aðstoðarfram- kvxmdastjóri: Já, aðallega þó konan min. Hún er að sauma út jóladúk um þessar mundir. Ég er búinn að kaupa 2 jólagjafir. Rós Hallgrímsdóttir húsmóðir: Nei, ekkert. Ég byrja ekki fyrr en i byrjun desember. Baldur Stefánsson bóndi: Nei. Ég býst ekki við að byrja á því fyrr en rétt fyrir jólin. Sigríður Valdimarsdóttir húsmóðir: Nei; .égerekkertbyrjuðáþví. Ég byrja svona upp úr mánaðamótunum. Adnan Moubarak: Nei, ekki ennþá. Eg byrja á þvi i desember. Jóhann Þórir Jónsson, gefur út timaritið Skák: Nei, nei. Þetta kemur þegar jólin fara aö nálgast.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.