Dagblaðið - 23.11.1978, Qupperneq 1
frfálst,
úháð
rlanhlaíl
4. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 - 262. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMtJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022.
Grandiére vísað úr landi:
TALU MAUNU VERA LOKKt
MED DÓMSSÁ TTINNI
—og hyggst nú fá henni rift, enda haf i hann verið blekktur til að fallast á hana
Fransmanninum Roger Claude
Marie de La Grandiére hefur verið
visað úr landi og honum tilkynnt, að
hann fái ekki að koma hingað næstu
fimm árin. Gildir þetta um Norður-
lönd.
Grandiére er talinn „óæskilegur" i
'landinu vegna brots hans á 108. grein
'hegningarlaganna. Í fyrradag var gerð
sátt i sakadómi vegna brotsins, og
féllst Grandiére þar á að borga 100
þúsund króna sekt og jafnframt að
borga nýjan frakka handa skrifstofu-
stjóra sjávarútvegsráðuneytisins i stað
þess sem hann eyðilagði með „tákn-
rænu hvalablóði”.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
DB aflaði sér í morgun, var það algjör
forsenda sáttarinnar af hálfu frans-
mannsins, að þar með væri málinu
lokið. Nú þykir honum hafa verið
komið aftan að sér og hann jafnvel
blekktur til að fallast á sáttina. Hefur
hann nú í hyggju að krefjast aftur
fjárins. sem hann hafði þegar borgað,
og vill harn þar með rifta sáttinni.
Dc La (irandiére hefur verið gerti
skylt að niæta hjá lögrcglunni í
Reykjavik daglega næstu daga,
þangað til hanr. verður fluttur .úr
landi.
■ÓV.
Ágreiningurinn í skákheiminum:
Friðrik boðar að
segja „alla söguna"
„Vegna atriða sem fram er haldið i
fréttatilkynningu frá Skáksambandi
islands getur svo farið, að ég eigi ekki
annan kost en þann að segja alla
söguna um framboð mitt, aðdraganda
þess og framvindu mála," sagði
Fiðrik Ólafsson, forseti FIDE í
viðtali við Dagblaðið.
Friðrik kvað menn verða að gæta
þess fyrst og fremst, hvort orð þeirra
og gerðir væru íslenzku skáklifi til
gagns eða ógagns. Að öðru leyti
kvaðst hann ekki vilja
einstökum spurningum vegna fram-
boðsmálsins eins og það er lagt fyrir
i fréttatilkynningunni.
Stjórnir Taflfélags Reykjavikur og
Taflfélags Kópavogs hafa sent frá sér
mjög áþekkar fréttatilkynningar. í
þeim er fagnað kosningu Friðriks
Ólafssonar í forsetastól FIDE.
Jafnframt er Einari S. Einarssyni,
forseta Skáksambands íslands, þakkað
fyrir störf hans í þágu framboðsins og
undirbúnings að kosningunni. Eins og
í fréttatilkynningu stjórnar Skáksam-
bandsins er Högna Torfasyni einnig
þakkað hansframlag.
„Þetta er mál, sem helzt ætti að
: ræða á aðalfundi Skáksambandsins, ef
menn telja þess nauðsyn," sagði
Haraldur Blöndal í stjórn Taflfélagsins
Mjölnis í Reykjavik.
í áðurgreindri fréttatilkynningu
Skáksambandsstjómarinnar er vikið
að „ágreiningi”, sem upp kom i sam-
bandi við gjaldkerakjör FIDE i
Buenos Aires. Á sinum tima vakti það
mál talsverða umræðu. Vegna frétta-
tilkynningar Skáksambandsstjórnar-
innar hefur hún að einhverju leyti
verið vakinaftur.
-BS.
GRANDIÉRE — frakki ráðuneytis-
stjórans kostar Frakkann leyfi til að
dvelja meðal tslendinga.
Ölsala við umferðarljós?
Það var engu líkara en útsala vœri hafin ú jólaöli við umferðarljósin ú
gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar I gœrdag. Svo var þó ekki.
Húlkan hafói leikið ökumanninn grútt. Slynkur kom ú bllinn og út ultu
ölkassamir l snjóinn. Martröð ökumannsins varð að veruleika. Hjúlparlið
þusti ú vettvang og úður en ú löngu leið komst bíllinn af stað aftur með
vöruna, sem orðið hafðiú einhver rýrnun vegna óhappsins.
DB-mynd Bjamleifur.
Gwynne Dyer:
Nýr dálkahöfundur í DB
Dagblaðið hefur gert samning við fréttaskýrandann Gwynne Dyer un
einkarétt á greinum hans og munu þær birtast öðru hvoru í blaðinu.
Dyer er 35 ára gamall, sagnfræðingur að mennt og hefur undanfarir
fimm ár stundað greinaskrif fyrir ýmis þekkt blöð í Bretlandi og Bandaríkj
unum. Má þar meðal annars nefna Times, Guardian, Daily Telegraph oí
Sunday Times í Bretlandi og bandarísku blöðin New York Times
Washington Post og Christian Science Monitor. Alls eru greinar Gwynnt
Dyer birtar í rúmlega 100 blöðum i 38 löndum i öllum heimsálfum
Gwynne Dyer er fæddur í Nýfundnalandi en varð kanadiskur ríkisborgar
árið 1949, þegar landið sameinaðist Kanada. Síðan árið 1962 hefur Dyei
einkum verið búsettur í Bretlandi, Bandarikjunum og í Miöausturlöndum.
Munaði30
kflómetrum
að endar
vegarins
næðu saman
— sjábls. 6og7
Truarleiðtog-
inn þjáðistaf
heilasjúkdómi
ogjafnvel
krabbameini
— sjá bls. 6 og 7
Áferð
og flugi á
kostnað
ríkisins
— sjá bls. 5
A