Dagblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 4
Norski rithöfundurinn Pál Espolin Johnson. Fyrirlestrar: Fimmtud. 23. nóv. kl. 20:30 „Norge i Nord, Scenerier ogportretter”, kynning á eigin verkum. Laugard. 25. nóv. kl. 16:00 „Olav Duuns Juvikfolke”. VÉRIÐ VELKOMIN. NORRÆNA HÚSIÐ Fjölbreytt úrval af skrifborðsstólum FRAMLEIÐANDI: STÁLIÐJAN H/F KRÓM HÚSGÖGN SMIÐJUVEGI5 - KÚP. SÍMI43211, Akranes — Gangavörður Óskum eftir aö ráða í starf gangavaröar við Grunnskólann viö Vesturgötu. Skriflegum umsóknum sé skilað á Bæjarskrif- stofuna fyrir 10. desember n k. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 1211 eða 1320. Akranesi 21/11,1978. Bæjarritari. Til sölu Eftirgreindir lausafjármunir úr innréttingum eldri bæjarfógetaskrifstofunnar í Kópavogi verða til sýnis og sölu á lögreglustöðinni í Kópavogi að Auðbrekku 57, fimmtudaginn 23. nóvember og föstudaginn 24. nóvember 1978 kl. 13.00 — 19.00 báða daga. Loftljósalampar, 2 st. háir skrifstofustólar, 8 st. hansa- gluggatjöld 165 cm að lengd, 3 st. strimlasóltjöld fyrir glugga 165 cm, að hæð og 310 cm og 255 cm. að lengd, gluggagjöld (tauefni), 3 st. fataskápar, skápur (afgreiðsluborð), hansahillur með uppistöðum og járnum, gardínubrautir og l st. skrifborð. Bæjarfógetinn í Kópavogi. BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notadra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: Franskur Chrysler'71 Fiat128'73 Toyota Crown '67 Rambler'67 Volvo Amazon '65 Fiat 125 '73 Einnig höfum vid lírval af kerruefni, til dæmis undir vélsleda. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN HöfMúni 10 - Sími 11397 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978. __ - á neytendamarkaði „Sýning eða sala?” — Kaupmannasamtökin taka hart á opnum sölubúðum fyrir utan leyf ilegan verzlunartíma „Við eigum áð sjá um að kaupmenn framfylgi launasamningum sem gerðir hafa verið við Verzlunarmannafélag Reykjavikur," sagði Jón I. Bjarnason m.a. i samtali við Neytendasíðu DB vegna fréttar á síðunni um að Borgar- húsgögn hefðu verið kærð fyrir að hafa „húsgagnasýningu” á sunnudögum, fyrir utan venjulegan verzlunartima. Jón sagði ennfremur að þeir hjá Kaupmannasamtökunum teldu að sala færi fram á þessum „sýningum”. Húsgögnunum væri ekki komið fyrir öðru vísi en á venjulegum söludögum. Fólk kænii og skoðaði húsgögnin, skrifaði siðan undir samning og fengi siðan húsgögnin send heim næsta dag eða svo. „Þetta er i rauninni ekkert öðruvisi heldur en sala á húsgögnum gengur fyrir sig dagsdaglega.” sagði Jón. „Okkur berast óteljandi kærur um brot bæði á lokunartímasamhvkkt fyrir Reykjavíkurborg og eins á verzlunarlöggjöfinni og ekki sizt á kjarasamningum við V.R. Við erum ákaflega frjálslyndir og reynum að dreifa þessum málum á bezta veg en það er bara ekki alltaf hægt.” sagði Jón. „Við getum endalaust deilt um hvað er skynsamlegt og hvað ekki. En samtökin verða að fara eftir þeirri lög- gjöf sem er í gildi á hverjum lima og sjá um að þær reglugerðir sem gefnar hafa verið út og launakjarasamningar sem gerðir eru hverju sinni við viðkomandi launþegasamtök séu haldnir. 1 þessu tilfelli eru það launa- kjarasamningar við Verzlunarmanna- félag Reykjavikur. sem er stærsta launþegafélag landsins. sem um er að ræða. — Okkur ber skylda til þess að sjá um að okkar félagar hafi samningana í heiðri,” sagði Jón I. Bjarnason. Þannig hafa Kaupmannasamtökin sennilega í nógu að snúast, þvi margir húsgagna- og teppakaupmenn auglýsa um hverja helgi „sýningu” i verzlunum sínum. Að sjálfsögðu verða kaupmenn að fara að lögum, eins og aðrir borgarar þessa lands. Hins vegar sýnist venjulegum neyt- anda að þeir eigi ekki að vera aðilar að samningum þar sem þeir taka sér það vald að vera einskonar forsjá al- mennings. — Sýnist manni að ef kaup- maðurinn sjálfur vill standa i verzlun sinni fram yfir „leyfilegan" verzlunar- líma ætti honum að vera það heimilt. Hann er þó altént að veita viðskipta- vinum sínum betri þjónustu. Kaupmannasamtökin hafa verið talsmenn „frjálsrar” álagningar og frjálsræðis yfirleitt, að þvi er þeir segja sjálfir. Hins vegar sýnist ekki vera sama hvert frjálsræðið það er sem um er að ræða. Sennilega á það sama við hér ogsvo viða annars staðar: „Það er ekki sama Jón og séra Jón.” -A.Bj. Á undanförnum árum hafa oft verið haldnar húsgagnasýningar 1 sýningarsölum eins og t.d. Laugardalshöll og nýja sýn- ingarsalnum á Ártúnshöfða. Haukur kaupmaður sagði að viðskiptavinir kynnu vel að meta að fá að skoöa húsgðgn ókeypis á sunnudögum i verzlunum frekar en að kaupa sig inn i sýningarsali fyrir þúsund krónur. — Þessi mynd var tekin á Húsgagnavikunni 1976 í Laugardalshöll. DB-mynd Bjarnleifur Engin samningsbrot við Verzlunarmannafélagsmenn — segir kaupmaður sem stendur einn í verzlun sinni á sunnudagssýningum sínum „Ég hef ekki brotið neina samninga við Verzlunarmannafélagið, þvi ég er einn i verzluninni á húsgagnasýning- um minum,” sagði Haukur Óskarsson i Borgarhúsgögnum, er DB spurði hann hvort hann hefði brotið gerða samninga á starfsfólki sinu. „Það fer engin sala fram á sýningum þessum, og það eru ekki gerðir neinir kaupsamningar. Það væri hreinlega ekki hægt að koma þvi við vegna mikillar aðsóknar fólks i að skoða. Fólk gengur um verzlunina og skoðar húsgögnin. Það kemur kannske aftur daginn eftir og gerir þá samning. Við teljum að þetta sé til hagræðingar fyrir viðskiptavinina. t fyrsta lagi að geta komið og skoðað hlutina á frídegi og i öðru lagi er á rúmhelgum dögum oft erfitt að fá bílastæði við húsgagna- verzlanir,” sagði Haukur. Haukur sagði einnig að í ágúst hefði Hörður Pétursson (i HP-húsgögn), formaður Féiags húsgagna- kaupmanna hringt til sin og sagt sér að hann hygöist halda „húsgagna- sýningu” i verzlun sinni, þar sem Emil Hjartarson í TM húsgögnum væri búinn að gera það. Haukur sagðist þá hafa spurt Hörð hvort þetta væri leyfilegt og játti Hörður þvi og sagðist hafa kannað það hjá lögreglunni. Lögreglan hefði sagt að hún léti það afskiptalaust, þótt húsgagnasýningar væru haldnar utan leyfilegs verzlunar- tíma. Haukur sagði að sér hefði fundizt þetta ágætis hugmynd, og hefur hann síðan haft sýningar um tólf helgar. „Enginn hefur sagt neitt og ekkert gerzt i málinu fyrr en nú að Félag húsgagnakaupmanna hefur kært til Kaupmannasamtakanna,” sagði Haukur. Má geta þess að ekki hefur verið haldinn neinn fundur i félaginu um málið, en formaðurinn tilkynnti Hauki hins vegar að hann hygðist kæra málið til samtakanna. Fara nú fram yfirheyrslur i málinu og verður fróðlegt að fylgjast með þvi hverja framvindu það tekur. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.