Dagblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978.
MMBIAÐIB
Útgefandfa DagblaðM hf.'.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórf: Jónas Kristjónsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RrtstjómarfuBtnji: Haukur Halgason. Skrífstofustjóri rítstjómar J6-
hannes Reykdal. íþróttir Hallur Sfmonarson. Aöstoóarfróttastjórar Atli Stainarsson og Ómar ValdF
marsson. Menningarmál: Aöalsteinn Ingótfsson. Handrít: Asgrímur Pólsson.
Blaöamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, EMn Aberts
dóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónssón, Hailur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guöjón H. Pálsson.
Ljósmyndir Ari Kristinsson, Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleífur Bjamleifsson, Höröur Vilhjólmsson,
Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing
arstjóri: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siöumúla 12. Afgraiðsla, óskriftadeild, auglýslngar og ^krifstofur Þverhofti 11.
Aöablmi blaösins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. ó mónuöi inrjanlands. í lausasölu 120 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Slðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hlmir hf. Slðumúla 12. Prentur
Arvakur hf. Skeifunni 10.
Þokuframleiðsluvélar
íslenzkir stjórnmálamenn halda fast
við hin gömlu vinnubrögð að gefa al-
menningi rangar upplýsingar um vilja
sinn og verk. Sjónhverfingar vísitölu-
málsins eru skólabókardæmi um óbeit
stjórnmálamanna á hreinskilni gagnvart
fólki.
Allir stjórnmálaflokkar átta sig á, að einn af þremur
höfuðþáttum baráttu gegn verðbólgu hlýtur að felast í
minnkun éinkaneyzlu almennings, minnkaðri kaupgetu
fólks. Annar þátturinn er minnkun fjárfestingar atvinnu-
vega og þriðji þátturinn er minnkun ríkisumsvifa.
Stjórnmálaflokkarnir eru ekki alveg sammála
um, hve mikill hluti vandans eigi að koma í hlut hvers
hinna þriggja aðila, almennings, atvinnuvega og hins
opinbera. Dagblaðið hefur haldið því fram, að ríkisvaldið
eigi sök á þeirri verðbólgu, sem er umfram alþjóðlega
verðbólgu, og eigi því að draga saman seglin meira en
hinir tveir.
Stjórnmálaflokkarnir hafa hins vegar hagsmuna að
gæta. Völd þeirra breytast í hlutfalli við breytingar á um-
svifum hins opinbera. Þess vegna eru þeir ákaflega tregir
til niðurskurðar hjá ríkinu og vilja fremur leggja meiri
byrðar á skattgreiðendur, það er almenning.
Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir kaupráni í upphafi
þessa árs. Þess vegna er óþarfi að taka mark á þeim
flokki núna, þegar talsmenn hans og málgögn kvarta um
kauprán af hálfu hinna flokkanna. Þar sýnir hann aðeins
ábyrgðarlausa stjórnarandstöðu. Miklu nær væri, að
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði því kaupráni, sem nú er
verið að fremja.
Stjórnarflokkarnir þrír hafa allir lagt fyrir ríkisstjórn-
ina tillögur um kauprán. Þær fela það í sér, að kaup
hækki ekki um 14,1% nú um mánaðamótin, heldur um
3,6%—6,1%. Auðvitað er það liður í baráttunni gegn
verðbólgu að skerða lífskjörin með þessum hætti.
En flokkarnir þora bara ekki að segja fólki sannleik-
ann. Alþýðubandalagið gengur lengst í sjónhverfingun-
um og heldur því fram, að tillögur sínar feli ekki í sér
neitt kauprán. Ríkið muni bæta fólki þetta upp með
öðrum hætti.
Talsmenn Alþýðubandalagsins viðurkenna, að slíkt
mundi kosta ríkið mikið fé. Þeir segja sex milljarða og
aðrir segja fimmtán milljarða. Auðvitað verður þetta fé
tekið með sköttum, sem rýra kjör almennings.
Niðurstaðan af tillögum Alþýðubandalagsins yrði sú,
að kaupmáttur yrði heldur lakari en hann varð eftir
kauprán ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins í upphafi ársins.
Hver er líka tilgangurinn, ef hann er ekki kauprán?
Hvers vegna er stungið upp á, að 2% kauphækkun verði
breytt í „félagslegar umbætur” af hálfu ríkisins, sem
komi í sama stað niður? í rauninni er bara verið að búa
til þoku til að drepa málinu á dreif. Því meira sem pró-
sentur eru færðar til og frá, þeim mun meiri líkur eru á,
að fólk skilji ekki lengur upp né niður í neinu.
Framsóknarflokkurinn má eiga það, að hann er treg-
astur til þessa sjónhverfingaleiks. Hann vill skera launin
beint niður um 8% og aðeins um 2,5% í sjónhverfing-
um. Alþýðuflokkurinn gengur beint til verks í 5% lækk-
un og 5,5% í sjónhverfingum. Alþýðubandalagið ber svo
af með 8% kauplækkun í sjónhverfingum.
Vandinn er svo bara sá, að fólk er ekki eins vitlaust og
stjórnmálamennirnir virðast halda. Það sér, að talnaleik-
irnir eru sjónhverfingar, vísvitandi blekkingar. Og van-
traust almennings eykst.
Svíþjóð:
Vita ekkert hvað
varð af 25 kílóum
af geislavirkum
plútóníum úrgangi
Sænsk yfirvöld fylgjast á engan hátt
með þeim geislavirku efnum, sem flutt
eru á brott frá kjarnorkuverum þar 1
landi. Gildir þá einu hvort um er að
ræða úrgang eða ónotað efni, sem
flutt er frá orkuverunum. Upplýstist
þetta i sjónvarpsþætti, sem sýndur var
1 sænska sjónvarpinu í fyrri viku. Upp-
lýstist þá meðal annars að sænsk yfir-
völd vita ekki hvað varð af 24,4 kíló-
grömmum af efninu plutonium, sem
sent varfráSviþjóðárið 1969.
Þetta magn af plutonium mundi
nægja til að framleiða tvær til þrjár
kjarnorkusprengjur eins og þær sem
varpað var á borgina Hirosima í Japan
I lok síðari heimsstyrjaldar.
Mál þetta hefur mjög verið rætt I
sænskum fjölmiðlum undanfarna
daga og I ljós hefur komið að geisla-
virkum úrgangi hefur verið safnað
saman á að minnsta kosti fimm
stöðum í Sviþjóð og einum stað í Nor-
egi. Hefur efninu verið komið fyrir
með leynilegum hætti ogekki almennt
kunnugt um að þar væri geislavirkt
efni til staðar.
í sjónvarpsþættinum áðurnefnda
var upplýst að visindamenn á vegum
sænska hersins hafa lengi gert til-
raunir til undirbúnings gerð sænskrar
kjarnorkusprengju.
Áðurgreind 24,4 kílógrömm af
V
Atvinnuleysi á
íslandi spilapen
ingar pólitíkusa
Belgar
Loksins finnst orðið lifsmark meðal
stjómmálamanna I sambandi við að
losa okkur við þau yfir 90 erlend veiði-
skip, sem geta komið á íslandsmið til
fiskveiða, og það eftir að við einir
ráðum yfir 200 mílna fiskveiðiland-
helgi við ísland. Þetta eru eins og
ihverjar aðrar eftirlegukindur, og svo
|lengi sem þessir útlendingar eru hér
við land við veiðar er lokapunkturinn
lekki kominn í landhelgisbaráttu
iokkar. Hér er um að ræða 3 þjóðir,
'Belga, Færeyinga og Norðmenn. Það
er ekki að furða þótt menn spyrji:
Hvers vegna Belgar, hvað eigum við
þeim að gjalda, hvaða skynsamlegar
ástæður liggja því til grundvallar að
hér skuli ennþá koma upp undir tugur
belgiskra togara og taka hér við land
um 6000 tonn af bolfiski og að þvi að
menn álíta þó nokkuð af humri? Ég
hefi spurt menn til hægri og vinstri og
bak og fyrir og enginn hefur getað
gefið svar: Belgar láta okkur ekkert I
té, því er hér um hreint glapræði að
ræða. Við aumingjarnír, með 40% lé-
legri lífsafkomu heldur en fólk á
Norðurlöndunum og jafnvel meiri
mismun í Belgíu, erlendum skuldum
vafðir einS og skrattinn skömmunum,
teljum okkur vera stóra kalla og
gefum einni elztu og rikustu iðnaðar-
þjóð heimsins aflaverðmæti sem
munu seljast á markaði I Ostende fyrir
um tvö þúsund milljónir islenzkra
króna, allt i gjaldeyri. Um 1/4 hluti
þessa er þorskur eða meira.
Hvar eru nú yfirlýsingamar um að
ekki kæmi til mála að nokkurt erlent
veiðiskip kæmi inn í íslenzka fiskveiði-
lögsögu nema i gegnum gagnkvæma
fiskveiðisamninga? Belgar eiga, engin
fiskimið til að bjóða upp á. Svo fárán-
legar ábendingar hafa heyrzt í sam-
bandi við Belga að þeir væru Efna-
hagsbandalagsþjóð og það væri gott
að eiga þá sem vini innan Efnahags-
bandalagsins. Hér ætti þvi að vera á
ferðinni kaup á vinum á erlendum
vettvangi með efnahagsaðstoð að
hætti Bandaríkjamanna og Rússa. Ja,
miklir kallar eru við lslendingar. Nei,
ég held að enginn ábyrgur islenzkur
stjórnmálamaður vildi við þetta kann-
ast í alvöru. Þessi keypta vinátta hefur
ekki beint reynzt Bandarikjamönnum
Kjallarinn
PéturGuðjónsson
og Rússum traust i framkvæmd..
Gleymzt hefur gjörsamlega að líta á
viðskiptahliðina. Svo lengi sem Belgar
veiða þennan fisk sjálfir þurfa þeir
ekki að kaupa hann af okkur. Á þenn-
an heimskulega hátt útilokum við
okkur frá að véra seljendur á þennan
hluta Evrópumarkaðsins sem við
erum búnir að borga dýru verði í tolla-
ívilnunum til handa Efnahagsbanda-
laginu á íslenzka markaðnum að eiga
aðgang að. Hvernig sem lesið og
reiknaðer. ekkiglóra.
Og hvað gera svo belgisk stjórnvöld
gagnvart okkur svona i kaupbæti? Þau
brjóta öll lögmál og heiðvirðar reglur
frjáls viðskiptalifs i samskiptum við
okkur með því að greiða himinháar
uppbætur beint og óbeint til þeirrar út-
gerðar, sem veiðarnar stunda við
Island. Nemur þetta i Efnahagsbanda-
lagslöndunum með öllu um 1/3 af
kostnaðarverði þess að draga fisk úr
sjó. Þetta þýðir beint í framkvæmd
útilokun eðlilegrar samkeppni, útilok-
un Islendinga frá þessum markaði þar
sem markaðurinn endurspeglar ekki
eðlilegt heimsmarkaðsverð á kostnaði
við fiskveiðar. Þegar dæmið er gert
upp þýðir þetta, ef við neyddumst til
að selja okkar fisk á þennan markað,
niðurskurð á lífsafkomu íslenzku
þjóðarinnar um nákvæmlega þá upp-
hæð sem belgiska ríkisstjórnin greiðir í
uppbætur til sinnar útgerðar. Ég er
hræddur um að allt dæmið hafi aldrei
verið skoðað af okkar góðu forsvars-
mönnum. Staðreyndin er sú i dag að
ennþá. á þessari stundu, lesandi góður.
eru hér upp i 8 belgísk togveiðiskip að
hirða um tvö þúsund milljóna
verðmæti árlega úr okkar sjóðum.
Skáldið hafði drukkinn mann i huga er
það kvað: „Gakktu i sjóðinn og sæktu
þér hnefa .. ” Er það lokastaðreynd
þessa máls að við séum á alþjóðavett-
vangi með álika dómgreind allsgáðir
eins og aðrir eru drukknir?
Norðmenn
Lítið, og ekki betra, verður uppi á
teningunum þegar veiðiheimildir
Norðmanna eru skoðaðar. Grundvall-
arreglan um gagnkvæmar fiskveiði-
heimildir er hér lika brotin þvi Norð-
menn hafa ekkert látið á móti. Þvert á
móti hafa þeir með einhliða ráðstöfun
um ofveitt Norðaustur-Atlantshafs
síldarstofninn við strendur sinar og
þar með beint komið í veg fyrir að
hann rétti eðlilega við og gæti ef til vill
nú eða bráðlega orðið styrk stoð i efna-
hagsafkomu okkar íslendinga. Norð-
menn hafa hér beint unnið skemmdar-
verk gagnvart okkur I gagnkvæmum
fiskveiðihagsmunum. Norsk útgerð