Dagblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.11.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÖVEMBER 1978. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978. 13 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Dirk Dunbar með knöttinn og hugleiðir stöðuna. Andartaki síðar sendi hann knöttinn til John Johnson sem sést að baki spænska leikmannsins til hægrí. DB-mynd Bjarnleifur'. ALLT ANNAR KLASSI —þegar Barcelona sigraði stúdenta 125-79 í Evrópuleiknum í gær Þrátt fyrir stjörnuleik John Johnson og þrátt fyrír að Jón Héðinsson léki að iikindum sinn bezta leik á ævinni voru yfirburðir FC Barcelona körfuknatt- leiksliðsins spánska of miklir i gær til að þessi Evrópuleikur yrði nokkurn tima spennandi. Þó þurfa stúdentar ekki að vera óánægðir með leik sinn á móti þessu sterka liði. Staðreyndin er aðeins sú að þarna sást greinilega munurinn sem er á beztu tegund af evrópskum körfubolta og þeim sem við leikum hér á landi. Þrátt fyrir að á köflum tækist stúdentum að loka svæðisvörn sinni nokkuð vel hafði það lítið að segja hittni Spánverjanna var svo góð að þeim brást varla langskot, sem þeir fengu að undir- búa í friði. Að vísu reyndi ÍS liðið pressu- vörn gegn FC Barcelona i byrjun, sem sýnir að þar var engin minnimáttar- kennd á ferðinni. Sú varnaraðferð gekk þó ekki nægilega vel og var því fljótlega hætt. Birgir Birgis þjálfari stúdenta sagðist telja þetta spánska lið hreint frá- bært. Því miður væru leikmenn þess svo hávaxnir að ÍS-menn hefðu átt við ofur- efli að etja. Öryggið í fráköstum hjá leik- mönnum FC Barcelona hefði verið mjög mikið, þannig að ef knötturinn hefði ekki farið ofan í körfuna hefðu þeir I flestum tilfellum náð frákastinu. Ekki bætti úr fyrir stúdentum, að Dirk Dunbar er ekki nema svipur hjá sjón eftir uppskurðinn á hnénu. Satt að segja leikur hann ekki nema á rúmlega gönguferö og áhorfendur urðu því af þeirri ánægju að sjá hann og Johnson leika saman á fullu. Johnson bætti meiðsli Dunbars að visu upp með frábærum leik og sá ekki á honum nein þreytumerki þrátt fyrir að hann léki hverja mínútu leiksins og skoraði 24 stig. Það var sem sagt aldrei vafi á hvort væri betra liðið i gærkvöldi. FC Barce- lona er lið, sem gat leyft sér að leika allan siðari hálfleikinn með annað lið sitt á leikvelli. Ekki voru þar samt neinir aukyisar á feröinni. Varalið Spánverj- anna stendur greinilega ekki fjarri þeim fimm beztu og stúdentar voru ekki öfundsverðir þvi ef einhverjum var sleppt lausum voru mestar likur á þvi að hann skoraði. Sá eini stúdentanna, sem einhverja möguleika hafði á aö ná knetti úr frá- kasti var Jón Héðinsson. Eins og áður sagði átti hann mjög góðan leik i gær- kvöldi og náði ótrúlega mörgum frá- köstum í vörninni. Jón var einnig annar stigahæstur stúdentanna, skoraði 23 stig og aðeins Johnson gerði fleiri. Jón þjáðist ekki af neinni minnimáttarkennd gegn Spánverjunum. Ekki átti hann þó við neina smákalla að etja, flestir þeirra eru um það bil 10 sm hærri en hann. En Jón Héðinsson lét sig hvergi i bardaganum. Dirk Dunbar sagði eftir leikinn, að þetta spænska lið væri mjög gott og teldi hann það fullkomlega sambærilegt við beztu bandarisku háskólaliðin. En í Bandaríkjunum er vegur körfuboltans mestur í heiminum og því langt til jafnað. Kvcharski, þjálfari FC Barcelona, sagðist vera sæmilega ánægður með leik sinna manna. lslendingarnir hefðu verið betri en hann átti von á og hann sagðist ætla að reyna að sjá til þess að Spán- verjar næðu betri árangri á móti þeim i leiknum úti á Spáni. Fyrir utan John- son, sagðist Kvcharski telja að sá númer fimm af Íslendingunum, Jón Héðinsson, hefðiátt beztan leik. Fyrir stúdenta voru þeir stigahæstir Johnson með 24 stig, Jón Héðinsson með 23 stig og Dirk Dunbar með átján stig. Bjarni Gunnar gerði 6, Ingvar Jóns- son 4, Ingi Stefánsson og Steinn Sveins- son 2 stig hvor. Stigahæstur hjá Spán- verjunum var Epi með 29 stig síðan komu Flores með 26, Amsa 14, ÓG. QPR 15 3 6 6 II-I7 12 Ipswich I6 5 2 9 16-23 I2 Bolton 16 3 4 8 19-34 10 Wolves I6 4 I ll 13-31 9 Chelsea 16 2 4 I0 19-34 8 Birmingham I6 2 3 II I6-28 7 1 2. deild hafa Crystal Palace og Stoke 22 stig. West Ham, Fulham og Burnley 19 stig. Lið Ystad 1978—’79 Efsta röö frá vinstri: Sven Nilsson, Bertil Engström, Lars Eriksson, Thomas Hansson, Sven Áke Frick, Basti Rasmussen, Örjan Sterner. Miöröð: Christian Hemme, Lars Gösta Andersson, Kenncth Persson, Lars Bertil Persson, Björn Johansson, Anders Dahlberg, Lars Brun. Fremsta röð: Björn Jakobsson, Kav Eklund, Bengt Andersson. Ajax féll illa í Budapest Ungverska liðið fræga, Honved Buda- pcst, lék sinn bezta leik I gær, frá þvi leikmennirnir snjöllu Puskas, Boszik og félagar þeirra gerðu þar garðinn frægan á árunum 1950—1956, þegar liðið vann stórsigur á Ajax, Amsterdam, i UEFA- keppninni. Úrslit 4—1 og eitt mesta tap Ajax I Evrópukeppni var staðreynd — félagsins, sem á fyrstu árum þessum ára- tugs varð þrisvar Evrópumeistarí. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í þeim siðari reyndist miðherjinn Nagy Ruud Kroll mjög erfiður. Skoraði tvívegis og Honved komst í 3—0 áður en Englendingurinn Ray Clarke skoraði eina mark Ajax úr vítaspyrnu. Það verður erfitt fyrir hollenzka liðið að vinna upp þennan þriggja marka mun, þegar liðin leika i Amsterdam eftir hálfan mánuð. Danska liðið Esbjerg kom mjög á óvart og vann Hertha Berlín 2—1. Jiirgen Milevski náði þó forustu fyrir Hertha á 6 mín. en Leif Hansen jafnaði úr víti á 12 mín. I s.h. sótti Esbjerg lát- laust við mikinn fögnuð 18 þúsund áhorfenda — og Erik Jespersen skoraði snemma i hálfleiknum. Mikil gleði Dana en glaðastur var þó gjaldkeri Esbjerg. Tugmilljónir króna á ísl. vísu komu i kassa hans. Mikil aðsókn var að öllum leikjunum i UEFA-keppninni. Næstum 250 þúsund á leikina sjö og hefðu verið á fjórða hundrað þúsund ef leikur AC Milano og Manch.City hefði farið fram. WBA náði mjög athyglisverðum árangri í Valencia — jafntefli 1 — 1 eftir mikla pressu spánska liðsins framan af. Reiner Bonhof og Mario Kempes aðal- menn Valencia og landi Kempes, Dario Felman, Argentínu, skoraði eftir fimmtán mínútur. En leikmönnum WBA tókst að verjast vel og á 48 min. jafnaði svertinginn Laurie Cunningham. Var nærri siðar i leiknum að skora aftur. í Belgrad lék Arsenal einnig sterkan varnarleik og tókst að verjast áföllum eftir að Svijetin Blagojevic hafði skorað fyrir Rauðu stjörnuna snemma leiks. Pat Jennings var hetja Arsenal i leiknum. Áhorfendur voru tæplega 71 þúsund i Stuttgart og þar vann þýzka liðið stóran sigur á Dukla Prag — og lék oft snilldar- lega. Þá kom mjög á óvart, að eitt af botnliðunum i 1. deildinni vestur-þýzka, Duisburg, tókst að ná jafntefli við franska liðið Strasborg. Ekkert mark skorað en Strasborg hefur góða forustu í 1. deildinni í Frakklandi. Hins vegar er Borussia Mönehenglad- bach i mikilli lægð — eins og vel hefur komið fram á keppnistímabilinu. Óþekkjanlegt lið frá þvi Bonhof fór til Valencia. Stielike til Real Madrid, Vogts slasaðist, og Heynches hætti. Aðeins jafntefli við pólska liðið Slask Wroclaw á heimavelli — en Slask sló sem kunnugt er Vestmannaeyinga út í 2. umferð með tiltölulega litlum mun. -hslm. Fram - Valur Tveir leikir verða i handknattleiknum i kvöld i Laugardalshöll. Kl. 20.00 leika Valur og Fram 11. deild kvenna og strax á eftir verður leikur sömu félaga I 1. deild karla. Víkingur stefnir í átta liða úrslitin Áhorf endur geta haf t úrslitaáhrif, þegar Víkingur og sænska liðið Ystad leika í Evrópukeppninni á laugardag „Ég hef trú á því aö leikir Víkings og sænska liðsins Ystad i 2. umferð Evrópu- keppni bikarhafa I handknattleiknum verði mjög skemmtilegir og jafnir. Fyrri leikurinn verður á laugardag í Laugar- dalshöllinni og við erum bjartsýnir á að strákarnir I Vikingsliðinu nái sér vel á strík. Þeir hafa æft vel og undirbúið sig fyrir þennan leik — og geta á góðum degi leikið snjallan handknattleik” sagði Eysteinn Helgason, formaður hand- knattleiksdeildar Vikings i samtali við DB í gær. Leikurinn á laugardag hefst kl. 15.30. Leikinn dæmda hinir þekktu dönsku dómarar Henning Svensson og Per Jörgensen. Víkingur og Ystad mætast i 16 liða úrslitum keppninnar. Sviarnir komust i 16 liða úrslitin með því að vinna finnsku bikarmeistarana Cocks Ruhimáki tví- vegis, fyrst 27—24 í Finnlandi en seinni leikinn unnu þeir á heimavelli 34—16. Segja má að þessi úrslit lýsi vel liði Ystad, það stendur sig alltaf vel á heima- velli þegar áhorfendur styðja við bakið á heimamönnum en lakar á útivelli. Vík- ingar hafa undirbúið sig vel fyrir leikinn og þeir telja sig eiga mikla möguleika á því að vinna Ystad í Laugardalshöllinni með góðum stuðningi áhorfenda. Eitt bezta lið Svíþjóðar Ystad IF er tvímælalaust eitt bezta handknattleikslið Svíþjóðar um þessar mundir. Að sögn íslenzkra handknatt- leiksmanna, sem leikið hafa í Svíþjóð undanfarið leikur liðið hraðan og skemmtilegan handknattleik, enda fær það allajafna flesta áhorfendur á leiki sína af sænsku Iiðunum. Er yfirleitt upp- selt á leiki liðsins heima í Ystad, en iþróttahöllin þar er mjög glæsileg og rúmar yfir 2000 áhorfendur. Ystad er bær í Suður-Sviþjóð. Hand- knattleikur er svo gróin íþróttagrein í Ystad að bærinn er oft kallaður Mekka handknattleiksins í Svíþjóð og má segja að hann haft þar svipaða stöðu og Hafnarfjörður hér heima á Íslandi. Ystad IF varð Svíþjóðarmeistari árið 1976 og liðið sigraði í sænsku deildar- keppninni sl. vor, hlaut 32 stig i 22 leikj- um, einu stigi meira en Lugi, lið Jóns Hjaltalín Magnússonar og tveimur stigum meira en Drott, lið Ágústs Svavarssonar. 1 Sviþjóð er sá háttur hafður að fjögur efstu liðin i deildar- keppninni leika aukakeppni um Sví- þjóðarmeistaratitilinn og þá keppni vann Drott naumlega. Deildarkeppnin er nýlega haftn í Svíþjóð og hefur Ystad hlotið 9 stig i 6 fyrstu leikjum sinum. Margir góðir leikmenn eru i liði Ystad 1F en þrír þeirra eru þekktastir. Stjörnu- leikmaður liðsins er Basti Rasmussen, 24 ára gamall slökkviliðsmaður, sem leikið hefur 80 landsleiki fyrir Svíþjóð. Basti er einn vinsælasti leikmaðurinn í sænskum handknattleik, mikill spilari og góð skytta. Hann var annar markhæsti deildarkeppninnar sl. keppnistimabil, skoraði 151 mark í 22 leikjum. (Ágúst Svavarsson var i 4. sæti með 128 mörk). Annar landsliðsmaðr i Ystad er Sven- Áke Frick, 32 ára gamall verkfræð- ingur með 65 landsleiki að baki. Hann er kjölfestan í vörn liðsins og einnig drjúgur markaskorari. Erik Larsson heitir mikil vinstrihandarskytta í liðinu, 24 ára gamall. Hann hefur leikið 6 landsleiki en sl. 2 ár hefur hann ekki gefið kost á sér í landsliðið, Svíum til mikilla vonbrigða. Víkingsliðið Þetta er i annað skiptið, sem Víkingur • tekur þátt í Evrópukeppni í handknatt- leik. Víkingur varð íslandsmeistari 1975 og árið eftir tók félagið þátt i Evrópu- keppni meistaraliða en var slegið út í 1. umferð af margföldum Evrópu- og Þýzkalandsmeisturum Gummersbpch. í 1. umferð Evrópukeppni bikarmeistara drógust Víkingar gegn enska liðinu Halewood en Englendingarnir drógu lið sitt út úr keppninni og Víkingarnir komust þar með fyrirhafnarlaust i 2. umferð. Víkingsliðið hefur sýnt ótvíræð- ar framfarir undir stjórn pólska þjálfar- ans Bodans Kowalski og þeir eru stað- ráðnir í því að vinna Sviana og komast í 3. umferð. Eftirtaldir leikmenn skipa lið Víkings í leiknum gegn Ystad IF: Nr.' I: Eggert Guðmundsson, 22 ára gamall, 45 leikir í meistaraflokki Vik- ings. Nr. 2: Magnús Guðfinnsson, 19 ára gamall, 23 leikir í mfl. Víkings. Nr. 3: Steinar Birgisson, 24 ára gamall, 33 leikir í mfl. Víkings. 3 landsleikir. Nr. 5: Skarphéðinn Óskarsson, 27 ára gamall. 172 leikir í mfl. Víkings. Nr. 6: Sigurður Gunnarsson, 19 ára gamall, 33 leikir í mfl. Víkings, 2 lands- leikir. Nr. 7: Páll Björgvinsson, 27 ára gamall. 271 leikur í mfl. Vikings, 26 landsleikir. Nr. 8: Erlendur Hermannsson, 22 ára gamall, 90 leikir í mfl. Víkings. Nr. 9: Árni lndriðason, 28 ára gamall, 31 leikur í mfl. Víkings, 40 landsleikir. Nr. 10: Ólafur Einarsson, 26 ára gamall, 35 leikir í mfl. Vikings, 57 landsleikir. Nr. 11: ViggóSigurðsson, 24ára gamall, 145 leikir í mfl. Víkings, 34 landsleikir. Nr. 12: Kristján Sigmundsson, 21 árs gamall, 27 leikir í mfl. Víkings, 22 lands- leikir. Þrjú mörk fyrstu fimm mínúturnar —þegar Leeds sigraði Chelsea—Liver- pool tókst ekki að skora gegn Tottenham Leikvöllur Tottenham, White Hart Lane I Lundúnum, fylltist af áhorfend- um, þegar Liverpool lék við Tottenham þar I gærkvöld I 1. deild. Hliðum vallar- ins var lokað, þegar rúmlega 50 þúsund voru komnir inn á völlinn — ög þúsundir lokaðir úti. Það var mikil spenna i leikn- um en ekki tókst leikmönnum liðanna að finna leiðina i markið. Litlu munaði þó að Liverpool næði sigri fimm min. fyrír leiksiok. Alan Kennedy, bakvörður, spyrnti rétt framhjá marki Tottenham I opnu færí. Leikmenn Liverpool voru ekki á skot- skónum eins og i fyrri leik liðanna á An- field. Þá sigraði Liverpool með 7—0. Báðir heimsmeistarar Tottenham, Argentínumennirnir Ardiles og Villa, léku — Villa þó aðeins í siðari hálfleik — og stóðu sig vel. Urslit á Englandi i gær urðu þessi: 1. deild Leeds — Chelsea 2— 1 Tottenham — Liverpool 0—0 2. deild Leicester — Wrexham I — I N ewcastle — Cambridge 1 —0 Stoke — Oldham 4—0 Leik WBA og Nottingham Forest var frestað vegna UEFA-leiks WBA. Það var mikið fjör í byrjun leiksins í Leeds. Á 3ju mín. skoraði Langley fyrir Chelsea. Arthur Graham jafnaði fyrir Leeds á næstu mín. og Ray Hankin skoraði sigurmark Leeds á fimmtu mín. Þrjú mörk fyrstu fimm min. leiksins en síðan ekki söguna meir. Stoke náði C. Palace að stigum i 2. deild með stórsigri á Oldham — og Mike Thomas, sem skrifar undir hjá Man. Utd. í dag, skoraði jöfnunarmark Wrexham í Leicester. Liverpool hefur tveggja stiga forustu i 1. deild en staða efstu og neðstu liða þar er nú þannig: Liverpool 16 12 3 1 40—7 27 Everton 16 9 7 0 23—9 25 WBA 15 9 4 2 30—13 22 Nott. For. 15 6 9 0 18—9 21 k, ‘xma 'Stefán Halldórsson Olafúr Benediktsson Ystad—eitt skemmti- legasta lið Svíþjóðar Margir íslendingar þekkja vel til Ystads- liðsins, sem leikur við Víking í Evrópukeppni bikarhafa á laugardag. Hér á eftir fer álit fjögurra kunnra handknattleiksmanna á liðinu. Stefán Halldórsson, fyrrum leik- maður með Viking og landsliðinu, æfir nú með Kristianstad í Sviþjóð og byrjar að keppa með því félagi um ára- mótin: Lið Ystad er eitt hið skemmtilegasta i Svíþjóð. Það leikur hratt og fjöl- breytilega og i liðinu er engan veikan hlekk að finna. Ég tel möguleika Vikings á því að komast áfram í 3. um- ferð 50%, ef vel gengur í fyrri leik liðanna heima á Islandi. Ólafur Benediktsson, markvörður Vals og landsliðsins og leikmaður með sænska liðinu Olympia sl. keppnis- timabil: Ég lék tvisvar gegn þessu liði og tel það með skemmtilegri liðum, sem ég spilaði á móti. Ég var sérstaklega hrif- inn af Basta Rasmussen, hann er geysilega skemmtilegur leikmaður og einstaklega fjölhæfur. Að því leytinu minnir hann mig á Geir Hallsteinsson. Víkingarnir eiga möguleika gegn æssu liði, ef þeim tekst vel upp í leikj- unum tveimur. Hilmar hefur stundað nám i íþrótta- fræðum í Svíþjóð og gjörþekkir sænskan handknattleik: Lið Ystad leikur léttan og skemmti- legan handknattleik. Þrir leikmenn eru mest áberandi i liðinu, fyrirliðinn Basti Rasmussen, mikill spilari og markaskorari, heilinn á bak við sóknarlotur liðsins, Sven-Áke Frick, geysisterkur varnarmaður og loks vinstri handar skyttan Lars Eriksson. Lars er góður kunningi minn frá þvi við vorum saman í skóla i Svíþjóð. Ystad er stemningarlið, því gengur vel á heimavelli en liðið nær oft lélegum árangri á útivelli. Að minu mati felast möguleikar Vikings í því að ná góðum ieik á heimavelli og vinna Svíana þar, 'því þeir eru mjög erfiðir heim að sækja. Hilmar Björnsson, þjálfari Vals og áður leikmaður í Hellas i Svíþjóð.. Viöar Simonarson, margfaldur Íslandsmeistari með FH og landsliðs- maður, leikmaður i Svíþjóð sl. vetur: Ég sá Ystad spila nokkra leiki og tel þetta lið hiklaust i hópi skemmti- legustu Iiðanna í Svíþjóð. Basti Rasmussen er bezti maður liðsins, hann byggir upp leik liðsins og er | einnig góð skytta. Ystad hefur einnig tvær stórskyttur og góða markverði. Það þarf að spila beittan sóknarleik gegn Ystad og því tel ég Viking eiga nokkra möguleika gegn Svíunum. Hilmar Björnsson Viðar Simonarson UEFA-keppnin Úrslitin I leikjunum I UEFA-keppninni I knattspyrn- unni I gær urðu þessi. Í Valencia: — Valencia, Spáni,-West Bromwich Albion, Englandi, 1—1 (1—0). Mark Valencia. Felman á 15 mín. WBA. Cunningham 48 min. Áhorf- endur 48þúsund. í Mönchengladbach: — Borussia Mönchenglad- bach, Vestur-Þýzkalandi, — Slask Wroclaw, Póllandi, 1—1 (1—0). Mark Gladbach. Kulik. Slask. Olesiak. Áhorfendur 20 þúsund. í Esbjerg: — Esbjerg, Danmörku,-Hertha Berlln, Vestur-Þýzkalandi, 2—1 (1—1). Esbjerg. Hansen, vítaspyrna, Jestersen. Hertha Milevski. Áhorfendur ISþúsund. í Strasborg: — Strasborg, Frakklandi, — MSV Duisburg, V-Þýzkalandi, 0—0. Áhorfendur 25 þúsund. í Budapest: — Honved, Ungverjalandi, — Ajax, Hollandi, 4—1 (0—0). Honved. Nagy 48. og ól.min. Lukacs 66.mín. og Wimpert 88.min. Ajax. Clarke 80. mín. vitaspyrna. Áhorfendur 18 þúsund. í Belgrad: — Rauóa stjarnan, Júgóslavíu, — Arsenal, Englandi, 1—0 (1—0). Markið Blagojevic. Áhorfendur 50 þúsund. í Stuttgart: — VfB Stuttgart, Vestur-Þýzkalandi, — Dukla Prag, Tékkóslóvaklu, 4—1. (2—0). Stutt- gart. Volkert tvö, Kelsch og Ohlicher. Dukla Gajdu- sek. Áhorfendur 70.900. Leik AC Milano og Man. City, sem fara átti fram I Milano I gær var frestað vegna þoku. Verður leikinn I dag og hefst kl. 12.30. Firmakeppni Fram Knattspyrnufélagið Fram heldur firmakeppni í knattspyrnu 25. og 26. nóvember I íþróttasal Álfta- mýrarskóla. Upplýsingar um keppnina eru veittar I síma 34792 næstu daga milli kl. 6—8. Þátttökugjald I keppninni er 20 þúsund krónur. Nýkomið! Frá VanityFair Náttkjólar Litir: Blágrænt og bleiht Verð hr. 6.900. PÓSTSENDUM FATA- DEILDIN Aðalstræti 9 Miðbæjarmarkaður- inn. Sími 13577.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.