Dagblaðið - 23.11.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978.
11
geislavirka efninu plutonium vom flutt
með vöruflutningabifreið frá Agersta-
orkuverinu nærri Stokkhólmi. Þvi
orkuveri hefur nú verið lokað. Geisla-
virka efnið var sent á vörubifreiðinni
frá Svíþjóð og voru útbúin eðlileg út-
flutningsskjöl vegna þess. Skjölin voru
ekki skoðuð er bifreiðin fór yfir landa-
mæri Sviþjóðar.
Að þvi er talið er endaði þetta magn
af plutonium ferð sína í sérhannaðri
geymslu i Belgíu. Nokkru síðar var
hluti efnisins sendur til Vestur-Þýzka-
lands. Þetta er saga efnisins eftir þvi
sem næst verður komizt. Enginn getur
fullyrt að þannig hafi þetta örugglega
verið. Engin örugg gögn eða skrán-
ingar eru fyrir hendi um afdrif efnis-
ins.
Mál þetta hefur vakið mikla athygli
í Sviþjóð og endurvakið umræður um
þau vandkvæði sem eru á að geyma
geislavirkan úrgang frá kjarnorkuver-
um. Áætlanir um byggingu kjarnorku-
vera í Sviþjóð urðu einmitt ríkisstjórn
Thorbjörns Fálldins að falli en hann
og flokkur hans börðust ötullega gegn
byggingu slíkra stöðva fyrir siðustu
þingkosningar og flokkurinn treysti
sér ekki til að kyngja því að slík orku-
ver yrðu byggð undir ríkisstjórnarfor-
ustu hans.
nýtur geysihárra rikisstyrkja sem úti-
lokar alla eðlilega og heiðarlega sam-
keppni. Norðmenn eru hörðustu
keppinautar okkar á saltfisk- og
skreiðarmörkuðunum. Þar hafa þeir
beitt Islendinga ýmsum brögðum
óheiðarlegrar samkeppni og misk-
unnarlaust notfært sér yfirburða fjár-
hagsstöðu og væri hér um hægt að
skrifa langt mál. Við erum hér að gefa
þessu fólki fisk og veita því þannig
efnahagsaðstoð og stæla það i efna-
hagsstyrkleika til þess að það geti beitt
ennþá meiri styrkleika til þess að fara
ennþá verr með okkur á heimsmörk-
uðunum. Hvað er hér eiginlega á ferð-
inni?
Færeyingar
Mikill misskilningur hefur rikt
meðal íslendinga gagnvart Færeying-
um og stöðu þeirra í dag. Ég vildi hér
með þakka Sigurði Gizurarsyni sýslu-
manni á Húsavík mjög ágæta grein
sem hann skrifaði í Kjallarann 16.
nóvember sl. um Færeyinga. Þar
komu fram upplýsingar og ábendingar
um marga þætti sem eru sameiginlega
ein aðalástæðan fyrir betri afkomu
fólks I Færeyjum en á tslandi. Stór
hluti tslendinga er ennþá með þá
mynd í huga að Færeyingar séu skútu-
kallar sem standi í harðri sjálfstæðis-
baráttu við Dani. Ef þessi mynd væri
rétt væri skilningur og aðstoð tslend-
inga nærtæk. En þetta bara er ekki
svona. Færeyingum hefur tekizt fram-
úrskarandi vel að endurnýja sinn
skipastól og ef nokkuð er eiga þeir full-
komnari og betur búinn skipastól en við.
Sjálfstæðisbarátta Færeyinga hefur
verið allt önnur en okkar gagnvart
Dönum. Kemur þetta fram ennþá
einu sinni í nýafstöðnum kosningum
en niðurstaða þeirra sýnir þá stað-
reynd að ekki er fyrir hendi meiri-
hlutafylgi við sjálfstæði Færeyja.
Sjálfstæðið á minnkandi fylgi að fagna
því Sambandsflokkurinn vann á í
kosningunum.
Færeyingar geta tekið hvorki meira
né minna en 47.000 tonn af fiski við
ísland. Reynt var að finna einhverjar
forsendur fyrir gagnkvæmum fisk-
veiðisamningum. tslendingar áttu að
fá kolmunna við Færeyjar fyrir loðnu
hér við land. Færeyingar hafa komið
hér og tekið sína loðnu, en hvað er
með kolmunnann til handa íslending-
unum? Hann hefur reynzt I litlu
magni og svo ræfilslegur og horaður
að ekki hefur verið hægt að landa
honum eðlilega þar sem hann hefur
verið eins og kökkur i lestum skipanna
vegna fituskorts en ekki runnið eðli-
lega að löndunarslönguopinu eins og
loðnan og sildin okkar gera. Menn
geta svo getið sér til hverjar afurðirnar
verða úr svona horfiski. Enda hafa
skipin, sem reynt hafa þessar veiðar,
fljótlega gefizt upp. Okkar samninga-
menn áttu að vita að þessi sami kol-
munni er allt sumarið við austurströnd
íslands og þá orðinn miklu betri og
feitari, svo það var ástæðulaust að láta
hlunnfara sig svona ennþá einu sinni í
samningum við útlendinga og af ekki
stærri köllum en Færeyingum.
Það versta við efnahagsaðstoð
okkar til Færeyinga er sú staðreynd að
brezkir og þýzkir togarar, erkifjendur
okkar úr landhelgisstriðunum, eru
ennþá að veiða á tslandsmiðum, bara i
gegnum Færeyjar. Færeyingar hafa
veitt Bretum og Þjóðverjum heimildir
til að fiska 40.000 tonn á ári af bolfiski
við Færeyjar, sem þeir hafa eingöngu
getað gert vegna fiskveiðiheimilda
Færeyinga við ísland. Þannig hafa
veiðar Færeyinga við tsland veitt
brezkum og þýzkum togurum veiðiað-
stöðu við Færeyjar sem ekki hefði
verið mögulegt ef Færeyingar hefðu
verið útilokaðir frá veiðum við Ísland.
Þá hefðu þeir þurft að nýta öll sín mið
sjálfir og ekkert átt afgangs handa
Bretum og Þjóðverjum. Það er svo
augljóst að Bretar og Þjóðverjar eru
því hér enn í islenzkri landhelgi, en
bara í þessum blekkingarbúningi.
Auk þess sem áður greinir má
minna á að svo til allan fisk sem Fær-
eyingar taka hér við land, hittum við
íslendingar aftur á ýmsum stöðum
heimsmarkaðsins i samkeppni við
sjálfa okkur. Hvaða einkunn halda
menn að Íslendingar fengju við góðan
viðskiptafræðiháskóla úti í heimi ef
þeir legðu fram sem prófverkefni við-
skiptahlið íslenzkra landhelgismála?
Það kæmi aldrei til einkunnagjafar því
enginn háskóli mundi samþykkja próf-
verkefnið þar sem hér er hreint grin á
ferðinni en ekki alvara.
Lokaorð
Nú þegar ennþá einu sinni hefur
verið tilkynnt um veiðibönn á íslenzka
fiskiskipaflotann er ennþá einu sinni
ráðizt á hagsmuni islenzks sjávarút-
vegs og íslenzkrar þjóðar. Valið
stendur nefnilega um hvort reka eigi
íslenzk sjávarpláss út i atvinnuleysi
eða færeysk, norsk og belgísk. Það
kom fram í umsögn sjávarútvegsráð-
herra nú fyrir skömmu að veiðibannið
mundi minnka þorskaflann um 5 til
6000 tonn. Færeyingar einir taka
þetta magn. Því er það staðreynd sem
ekki verður gengið fram hjá, að islenzk
stjórnvöld borga og halda uppi at-
vinnu í útgerðarbæjum í Belgíu,
Noregi og Færeyjum, gjaldið sem
greitt er með er atvinnuleysi og stöðn-
un í íslenzkum útgerðarbæjum. Það er
ekki seinna vænna að raddir á æðri
stöðum hafi látið í sér heyra um nauð-
syn breytingar á þessu furðufyrir-
brigði.
Pétur Guðjónsson
form. Félags áhugamanna
um sjávarútvegsmál
Stórt og ríkt
kerffi — en
staðnað og
lokað
Sennilega hefur ekkert fjármagn
vaxið jafnhröðum skrefum í landinu á
síðustu árum og það sem fólgið er i lif-
eyrissjóðum landsmanna. Ekki er ólík-
legt að á þessu ári verði ráðstöfunarfé
þeirra um 20 milljarðar króna en að
sjálfsögðu nemur eignarfé þeirra
miklu hærri fjárhæð. Allt er þetta
mikla fjármagn I vörzlu 96 lifeyris-
sjóða sem ætla má að um 500 manns
stjórni. Þeim er þvi ekki falið lítið vald
og mikil er ábyrgð þeirra.
Lrfeyriskerfi
almanna-
trygginganna
æskilegri lausn
Hér er ekki ætlunin að fjalla um
tilurð lífeyrissjóðanna, svo fróðlegt
sem það þó væri, né heldur þróun
þeirra frá því að þeir hófu starfsemi
sína hér á landi. Óhætt mun þó að
fullyrða að hinir elztu séu frá þriðja
eða fjórða áratug þessarar aldar. Allur
gangur hefur verið á stofnsetningu
þeirra, hinir elztu hafa sennilega,
sumir hverjir, verið stofnaðir sem
einka-samtryggingasjóðir hinna betur
settu innan einstakra fyrirtækja, síðar
meir hafa þeir verið stofnaðir öðru
fremur i heildarsamningum atvinnu-
rekenda og stéttarfélaga. Hefur það
m.a. átt sínar pólitísku skýringar í van-
mætti, skilningsskorti og samstöðu-
leysi félagshyggjuaflanna á Alþingi,
árum og áratugum saman. Ef allt
hefði verið með felldu hefði lifeyris-
sjóðakerfið sennilega aldrei náð sér
svo á strik, sem raun ber vitni, heldur
hefði lifeyriskerfi almannatrygginga-
kerfisins i stað þess eflzt og starfað
með fullnægjandi hætti sem gegnum-
streymiskerfi. Og að því mun einmitt
stefnt nú, þ.e. að lífeyrissjóðir lands-
manna sameinist i einum allsherjar líf-
eyrissjóði sem verði gegnumstreymis-
sjóður.
Margir gallar á
starfi sjóðanna
Stofnun lífeyrissjóðanna var stórt
og mikilvægt skref fram á við í
réttindabaráttu velflestra launþega er
þeir voru stofnaðir. Margir hafa þeir
nú starfað um þó nokkurt árabil og er
því eðlilegt að menn hyggi nokkuð að
starfi þeirra og uppbyggingu. Hér skal
ekki orðum vikið að því hve óeðlilegt
og óheppilegt er að sjóðirnir skuli vera
jafnmargir og raun ber vitni né heldur
hve æskilegt væri að þeir mynduðu
með sér einn gegnumstreymissjóð.
Hins vegar er nauðsynlegt að víkja
nokkrum oðrum að öðrum göllum sem
eru á allri starfsemi þeirra.
Hrikalegt
misretti
Það verður að teljast einn stærsti og
versti gallinn á starfsemi lífeyrissjóða-
kerfisins i núverandi mynd þess hve
óhemjulegt misrétti það býr lifeyris-
þegum á flestum sviðum. Bæði er afar
misjafnt hvenær menn geta tekið að
njóta ellilífeyris, i sumum sjóðanna
mun það jafnvel miðað við 65 ára
aldur, i öðrum við a.m.k. 70 ára aldur.
Þótt vinnuþrælkun sé íslendingum í
blóð borin og þeir hafi sýnilega enn
ekki áttað sig á þvi, að það er hluti
sjálfsagðra mannréttinda að greiðslur
eftirlauna hefjist áður en mönnum er
þrotinn allur máttur sakir þrælkunar
og ellihrumleika, eru almenningur og
launþegasamtök annarra menningar-
ríkja þeirrar skoðunar að það séu
einhver mikilvægustu réttindi, sem
menn geti aflað sér, að greiðslur eftir-
launa þeim til handa hefjist meðan
þeir eru enn á góðum aldri.
Eftirlauna-
greiðslurnar
misjafnlega háar
í annan stað er hrikalegt misrétti
fólgið í því hve eftirlaunagreiðslurnar
úr lífeyrissjóðunum eru afar misjafn-
lega háar, allt eftir þvi hve hárra launa
menn hafa notið i lífinu, hvenær lif-
eyrissjóðir þeirra tóku til starfa, hver
iðgjöld þeirra hafa verið og hvort um
verðtryggðan sjóð er að ræða eða ekki.
Misréttið á sér ef til vill fleiri orsakir
en það er óþolandi ranglæti sem ekki
hefði verið fyrir hendi hefði almanna-
tryggingakerfið verið notað sem far-
vegur fyrir eftirlaun landsmanna.
önnur réttindi
eru mjög misjöfn
Þriðji megingallinn á núverandi líf-
eyrissjóðakerfi að mínum dómi er sá,
að ekki sitja allir við sama borð að þvi
er réttindin varðar. Engin heildarlög-
gjöf er til í landinu sem mælir fyrir um
það hverra réttinda lífeyrisþegar skulu
njóta í ýmsum sértilvikum. í þeim
efnum virðast flestir sjóðirnir sjálfir
hafa mótað þær reglur sem farið er
eftir og eru vafalaust mjög misjafnar
eftir því hvaða sjöður á i hlut. Sumar
þeirra eru mjög íanglátar. i þvi sam-
bandi kemur mér í hug dæmið um
konuna sem bjó einhleyp með aldraðri
móður sinni. Dóttirin lézt barnlaus og
ógift um fertugt og hafði þá greitt i
einn af stærri lífeyrissjóðum lands-
manna um 20 ára skeið. Ættingjum
hinnar látnu fannst þá að sjálfsögðu
réttlátt að hin aldraða móðir hennar
nyti nú lífeyris úr sjóðnum, enda hafði
hún verið forsjá móður sinnar um
langt árabil sem var enda ekki í
neinum lifeyrissjóði. En stjórn lífeyris-
sjóðsins var ekki á þeim buxunum og
kvað nú allar lífeyrisgreiðslur hinnar
látnu vera i eigu hans, hin aldraða
móðir kæmi honum ekki við. Og þar
við sat.
„Lok, lok og læs"
Eins og áður segir má ætla að
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna á þessu
ári muni nema 20 milljörðum króna.
Hverjir kjósa stjórnir þeirra sjóða sem
hafa þetta mikla fjármagn undir
höndum? Það má hamingjan vita.
Væntanlega munu sjóðirnir yfirleitt
teljast sjálfseignarstofnanir og svo
virðist sem stjómir þeirra séu yfirleitt
tilnefndar af stjórnum þeirra samtaka
sem upphaflega komu sér saman um
stofnun þeirra. Ekki er óliklegt að þar
sé yfirleitt um sama fólkið að ræða,
sem sennilega situr þá árum og ára-
tugum saman í stjórnum þessara aðila.
Skyldu sjóðirnir efna árlega til aðal-
funda þar sem gerð er grein fyrir fjár-
hagsstöðu þeirra, ákvarðanir teknar
um meðferð fjármuna þeirra, mótuð
stefna í réttindamálum sjóðþega,
stjórnir kjörnar? Ekki svo maður viti.
Hver skyldu þau réttindi vera sem lif-
eyrissjóðsstjórnunum hefur náðar-
samlegast þóknazt að búa okkur sjóð-
þegum fyrir þau 10% sem árlega og
ævilangt eru greidd inn á okkar nöfn í
sjóðunum? Um það er fátt eitt vitað.
Frímúrarareglan
ein lokaðra kerfi
Um allt þetta og margt fleira fáum
við lífeyrissjóðsþegar ekkert að vita,
okkar er bara að borga stóran hluta
launa okkar inn í þetta lokaða kerfi
sem ekki lýtur sérstökum landslögum,
okkur er ekki gerð nein grein fyrir
hvernig starfar og við fáum ekki að
hafa nein áhrif á. Sennilega er Frí-
Sigurður E.
Guðmundsson
múrarareglan ein saman lokaðra kerfi
fyrir almenningi en lifeyrissjóðakerfið.
Þessu þarf að breyta. Hafa þarf
útvikkun lýðræðisins og aukið
upplýsingastreymi í hávegum og
endurskoða gamlar og að sumu leyti
úreltar hugmyndir um stefnuna i eftir-
launamálum landsmanna.
Umbyltingar
er þörf
Það gefur auga leið að við lifeyris-
þegar getum ekki unað núverandi
ástandi öllu lengur enda er það ekki i
neinu samræmi við þá útvíkkun
lýðræðisins í samfélaginu sem við
mörg höfum barizt fyrir um áratuga-
skeið. Lífeyrissjóðirnir eru meðal
þeirra samfélagsstofnana sem þarf að
opna, gefa almenningi upplýsingar
um og gefa honum kost á að hafa eðli-
leg áhrif á. 1 kjölfar þess þarf aðendur-
skoða frá grunni stefnuna i lífeyris-
málum, m.a. í tengslum við stefnuna í
orlofsmálunum, og færa hana í tengsl
við þá jákvæðu og skilningsríku stefnu
sem nú er víða fyrir hendi á þessu sviði
i ýmsum löndum Vestur-Evrópu. 1
öllu falli verður það að gerast verði
þeir sameinaðir i einn gegnum-
streymissjóð.
Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri.