Dagblaðið - 23.11.1978, Síða 15

Dagblaðið - 23.11.1978, Síða 15
Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Frá sýningu Guðbergs i matstofunni; „Sigurjón Ijósmyndarí”. Guðbergurá næstu grösum Sýning Guðbergs Auðunssonar í „Á nœstu grösum", Laugavogi 42,3. hœð. Það veit sá sem allt veit að það eru ekki of margir sýningarstaðir í henni ■; Reykjavík, sérstaklega nú þegar Kjar- valsstaðir hafa helst úr lestinni. Það ber þvi að þakka fyrir framtak hins unga og snotra veitingastaðar „Á næstu grösum” að Laugavegi 42, en þar hafa aðstandendur tekið upp þá stefnu að sýna ný verk ungra lista- manna mánuð í senn á veggjum mat- stofunnar. Þar geta menn setið, etið' baunir og kjarnmiklar súpur og orðið hraustir. Nýlega endaði þar sýning á vatnslitamyndum eftir Gylfa Gíslason og um síðustu helgi var sett upp lítil sýning á málverkum og teikningum eftir Guðberg Auðunsson sem fer þar ágætlega. Nýtt raunsæi Eins og kunnugt er kom Guðbergur nokkuð á óvart með sýningu sinni að Kjarvalsstöðum fyrr á þessu ári, en þar sýndi hann nýja tegund af raunsæi sem kannski á eitthvað skylt með „Nouveau Réalisme” þann sem blómstrað hefur i Frakklandi hin síð- ari ár. Það raunsæi felst m.a. í ná- kvæmri útlistun á einhverjum smáat- riðum í umhverfinu og er jafnvel hægt að yfirfæra það á hreina litfleti, því talsmenn stefnunnar hafa sagt að ekk- ert sé raunverulegra en flötur með ein-: um sterkum lit. En flestir eru nýraun- sæismenn ekki svo sérvitrir og sumir hafa þeir tekið fyrir ýmsar „leifar” mannsins og stækkað upp i risastórum málverkum. Þar hafa t.d. gömul og ný plaköt á veggjum verið vinsæl, m.a. vegna þess að þau eru talandi dæmi um tímans rás, breytileg áhugamál mannsins og breytileg lífsviðhorf. Það er í þá veru sem ber að skoða flest verk Guðbergs, a.m.k. þau sem sýnd voru að Kjarvalsstöðum. Því er alrangt að skoða þau sem afstraktmálverk, þótt stafir, sterkir litir og rifin form virðisl mynda óhlutbundnar heildir. Hollt og gott Þessi nýja sýning Guðbergs „Á næstu grösum” segir kannski ekk mikið um þá stefnu sem hann hefui tekið eftir sýninguna að Kjarvalsstöð um, en þó virðist hann vera að víkja a leið og byggja upp heillegri myndii sem nálgast það popp sem við þekkj um: bíla, auglýsingaskilti o.s.frv. Nt til dags er þetta kannski ekki vænleg stefna, — þó er aldrei að hvað Guðbergur getur við þessar for sendur gert. En athyglisverðust fannst mér tilraun Guðbergs til portrettgerð- ar og sýnir hann þar talsverða leikni í uppbyggingu slikra mynda. Kannski er þetta fær leið í framtíðinni. Allt það er bæði hollt og notalegt að sitja þarna uppi, horfa yfir strætið og fló- ann og svo á listaverk af ýmsu tagi. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978. /"IB ' ' EITTHVAÐ AUKREITIS Um sýningu á Ijósmyndum Troels Bendtsen I Norrœna húsinu. Það er stundum erfitt að átta sig á þvi sem sumir Ijósmyndarar eru að gera. Þeir eru jú að taka myndir, — af húsum, fuglum, fólki, dýrum, blómum, bátum, veðri, — og þegar öllu er lokið er afraksturinn sýndur. Þá veit maður ekki sitt rjúkandi ráð. 1 einni mynd er Ijósmyndarinn að leika sér að skuggum, í annarri er hann að festa á filmu mannlegar tilfinningar, í þeirri þriðju er hann að skoða lögun og annað útlit einhvers fyrirbæris. Allt er þetta vel gert en einhvern veginn svo tilgangslaust. Það skortir hið sérlega, — persónulega sjónarmiðið sem gerir heild úr öllu saman, hvort sem við köllum þá heild „listræna” eða eitthvað annað. og ein dúkka, stöku stigvél, — úr þessu moðar Troels og það án þess að flíka nýjasta útbúnaði og tækni- brellum, sem sannar aðeins hið forn- kveðna: Sá veldur sem á heldur. Hér „finnur” Ijósmyndarinn sem sagt einhverja hluti á lalli sínu um fjöruna, en sú ákvörðun hans að taka af þeim ljósmynd ræðst af hugsanlegri táknrænu þeirra. Og hvað segir okkur meira um forgengilegheit mannlífsins, brostnar vonir og horfna tíð en einmitt þessar dúkkur sem liggia svona rauna- lega í fjörunni? Eða þá stígvélin, skó- sólarnir sem minna okkur auk þessa á návist dauðans og hið ótrygga samband okkar við hafið. Troels Bendtsen er skáld á sína vél og það má margt læra af vinnubrögðum hans. Góð á sinn hátt Sjálfum finnst mér að Ijósmyndin hafi í raun enga þörf fyrir þennan listræna status sem margir talsmenn hennar rembast við að útvega henni. Góð ljósmynd er „góð” á allt annan hátt heldur en „gott” málverk eða skúlptúr. Um vanda nútíma Ijós- myndagerðar og ný viðhorf í þeim málum langar mig að ræða síðar i tengslum við nýja bók um Ijós- myndun eftir bandaríska höfundinn, Susan Sontag. En ef við erum sammála um að nefna þá ljósmyndun sem ég lýsi hér að ofan einfaldlega „skrásetningu”, þá held ég að við verðum að setja ljós- myndir Troels Bendtsen undir ein- hvern annan hatt, — en hann sýnir nú i kjallara Norræna hússins. Einna næst þeirri skilgreiningu komast myndir þær sem hann hefur tekið af kvikmyndun Brekkukots- annáls, og vissulega eru þær heimild sem ekki verður fúlsað við i framtið- inni, sérstaklega ef við ætlum.okkur- að byggja upp kvikmyndasafn. Úr Brekkukotsannál Fjörulalli En það er nær alltaf eitthvað auk- reitis í þessum myndum, hvort sem það er auga fyrir skemmtilegum upp- .stillingum eða samspili forma. Alltént eru þetta manneskjulegar myndir þar sem tæknilega hliðin á kvikmyndatök- unni kemur vel í Ijós, en þó er meira um vert að fá innsýn i veröld sem er mitt á milli draumaheims og veruleika. En það er i fjörumyndum sínum sem Troels slær ákveðið á eigin strengi og styrkur þeirra liggur m.a. í því að þær eru mátulega margar, vel valdar saman og ljósmyndarinn gín ekki yfir of miklu. Tveir, þrír bátar, eitt net, ein Brúða Stigvél

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.