Dagblaðið - 28.11.1978, Qupperneq 2
14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
Hljómplötuútgáfan er orðin alvöruiðnaður:
ÚTGÁFAN HEFUR EKKIAÐEINS
AUKIZT — PLÖTURNAR HAFA
□NNIG BATNAÐ STÓRUM
— Platan og bókin eru tvímælalaust keppinautar, er álit útgefenda
Allar
útgefnar
bækur
fásthjáokkur
Sparid sporin niður
í miðbœ—Hœg bílastœði
OPIÐALLA
laugardaga í desember
lAUGAVEGl 178.
Laugavefl 178-Sími 86780
(NæatahÚ8VÍöSj6rwarp<«)
k
á
Allir eiga sín einkamál,
en átt þú
EINKAMÁL STEFANÍU
eftir Ásu Sólveigu?
Ef ekki, þá ættir þú ekki
að draga það lengi, því
að allt virðist benda til
þess að hún veröi upp-
seld löngu fyrir jól.
Ása Sólveig hefur áður
hlotið verðskuldaða vió-
urkenningu fyrir út-
varps- og sjónvarpsleik-
rit sín og ekki mun þessi
bók draga úr því áliti
sem Ása hefur áunnið
sér.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
Vesturgötu 42, sími 25722
Árið 1973 voru flutt inn 15.7 tonn af islenzkum plötum og 68.2 tonn af erlendum. Áríð 1976 hefur þessi mismunur lagazt
nokkuð. t>á eru fluttar inn 32.9 lestir af islenzkum plötum og 59.7 af erlendum.
„Það var óvenju góð bóksala i fyrra
miðað við fyrri ár og ég tel að setja megi
það í samband við þann samdrátt sem
varð í hljómplötuútgáfunni,” sagði
Eirikur Hreinn Finnbogason útgáfu-
stjóri Almenna bókafélagsins í samtali
við Dagblaðið.
Eiríkur benti á, að sjálfsagt spilaði
fleira inn i en samdráttur plötuútgáf-
unnar. „Fólk hafði sérstaklega rúm
peningaráð í desember í fyrra, er opin-
berir starfsmenn fengu uppbót á laun
sin,” sagði hann. „En ef við berum
saman jólavertiðina í fyrra og svo aftur í
hittifyrra kemur i Ijós að þá var vegur
hljómplötunnar mikill en bóksalan
frekardræm.
Skoðun min á að aukning hljómplötu-
útgáfunnar hafi áhrif á bóksölu er svo
sern ekki byggð á neinum rannsóknum
heldur miklu fremur tilfinningu,” sagði
Eirikurennfremur.
Arnbjörn Kristinsson formaður félags
islenzkra bókaútgefenda tekur undir orð
Eiríks Hreins á öðrum stað í blaðinu.
Þar segir hann: „Ég held að hljómplatan
hafi tekið töluvert frá bókinni siðustu
fjögur til fifnm ár en ég tel að bókin sé að
vinna á aftur.”
Útgáfan
í tölum
Útgáfa og sala íslenzkra hljómplatna
hefur aukizt gifurlega undanfarin ár.
Árið 1973 voru alls gefnar út 39 plötur.
Fjórtán þeirra voru litlar, 25 stórar.
Næsta ár á eftir — þjóðhátíðaráriö —
fjölgaði plötunum nokkuð. Alls voru
gefnar út 44 plötur, tólf litlar og 32
stórar. .
Siðan kemur stökkið mikla, sem lengi
verður í minnum haft. Árið 1975 var
gefin út hvorki meira né minna en 61
plata. Sextán þeirra voru litlar og 45
stórar. Þessi mikla útgáfuaukning er
fyrst og fremst því að þakka að hljóð
verið Hljóðriti í Hafnarfirði tók til starfa
á árinu. Ári siðar, eða 1976, voru út
gefnar sextíu íslenzkar plötur, allar
stórar. Það er talið algjört metár i hér-
lendri plötuútgáfu.
Í fyrra dalaði útgáfan nokkuð en þó
ekki líkt því eins mikið og spáð hafði
verið. Því miður hefur Dagblaðið ekki
undir höndum haldbærar tölur um titla-
fjöldann í fyrra en láta mun nærri að 50
plötur hafi þá komið út. Það sem af er
þessu ári eru komnar út um fjörutiu
plötur og talsverður fjöldi enn á leiðinni,
aHt fram yfir mánaðamótin
nóvember/desember.
Salan
Nóg um útgáfuaukninguna og snúum
okkur að sölunni. Árið 1973 seldust um
65.300 islenzkar hljómplötur. Árið eftir
var salan komin upp í 91.300 eintök og
komu út sautján plötur sem flokka má
undir popp. Árið 1976 eru poppplöt-
urnar orðnar 37 talsins eða rúm 60%
heildarútgáfunnar. Þá er jafnframt
önnur þróun sjáanleg. Útgáfa frumsam-
ins efnis hefur stóraukizt. Sömuleiðis
hafa plötur farið ört batnandi og hefur
aldrei verið á boðstólum eins mikið úrval
góðrar islenzkrar tónlistar og einmitt
núna. Æfingin skapar meistarann.
ÁT.
Islenzkar hljómplötur 1 bland við erlendar.
1975 heldur salan enn áfram að aukast.
Þá seldust um 126.750 islenzkar hljóm-
plötur. Metárið, 1976, komst salan upp i
153.600 eintök, sem þýðir að þá var
meðalupplagið 2.560 eintök. Það ár kom
reyndar út metsöluplatan Einu sinni
var, sem seldist í um átján þúsund
eintökum á sama árinu.
Til samanburðar má geta þess að bezt
selda íslenzka bókin til þessa seldist í tiu
þúsund eintökum á einu og sama árinu.
Nokkrar plötur hafa farið yfir það mark,
svo að segja má að vinsæl hljómplata
nái til mun fleiri en metsölubók.
Sú aukning sem hefur orðið á hljóm-
plötuútgáfu -er aðallega í einum flokki
hennar — poppmúsíkinni. Árið 1973
Uppplýsingamar i þossari grein eru að mestu
leyti fengnar i óprentaðri athugun þeirra
Sigurjóns Sighvatssonar fyrrum framkvæmda-
stjóra Hljóðríta og Leifs Haukssonar fymim liðs-
manns Þokkabótar.