Dagblaðið


Dagblaðið - 28.11.1978, Qupperneq 13

Dagblaðið - 28.11.1978, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 25 „Bókin vinnur á aftur” — segir Arnbjörn Kristinsson formaður félags íslenzkra bókaútgefenda „Ég held að hljómplatan hafi tekið töluvert frá bókinni síðustu 4—5 árin en ég tel að bókin sé að vinna á aftur,” sagði Arnbjörn Kristinsson formaður félags íslenzkra bókaútgefenda er hann var spurður um stöðu bókarinnar á íslenzkum markaði. í erindi sem Arnbjörn flutti á Bóka- þingi 1974 kom fram að hann teldi að meðalupplag bóka væri nú aðeins 1400 eintök en hefði verið um 2000 fyrir tuttugu árum. Hefur sú þróun haldið áfram? „Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að svo sé ekki. En það má ekki gleymast þegar tölur um meðalupplag eru skoð- aðar að einstaka bækur seljast i þó nokkuð mörg þúsund eintökum. Fjöldi bóka selst ekki i nema 5—8 hundruð eintökum en dæmi er til að sala hafi farið upp i 8 þúsund. Það er reyndar alger undantekning. En sala í 2—3 þúsund eintökum er ekki óalgeng. Bókamarkaður hefur breytzt undan- farin ár. Á þetta þó sérstaklega við um barnabókamarkað. Bækur fyrir börn verða æ myndrænni og texti minnkar að sama skapi. Bækurnar hafa líka minnk- að eitthvað, eða þynnzt. Þessa gætir lika í bókum fyrir fullorðna en ekki i sama mæli. Ég held að ekki sé hægt að snúa þessari þróun við en ef til vill er hægt að sporna við henni. Svo er það spurning út af fyrir sig hvort þessi þróun er yfirleitt nokkuð neikvæð. . Það er ekkert nýtt að Ijóð seljist illa. Það hefur alltaf verið þannig að það eru ekki nema Ijóð eftir örfáa höfunda sem seljast eitthvað að ráði. Ég tel því að Ijóðagerð sé langt frá því að vera i hættu. Það er hárrétt sem kemur fram I könnum Ólafs Jónssonar að lítið kemur út af alvarlegum erlendum skáldverk- um. Stafar þetta fyrst og f:emst af þvi að sá hópur, manna sem kærir sig um slík verk, er ekki mjög stór og mjög margir af þessum hópi lesa þau þá á frummáli. En jafnvel þó að fólk geti ekki lesið frum- málið kærir það sig oft á tiðum ekki um þýðingar. Af hverju veit ég ekki, kannski af þvi að það treysti því ekki að til séu menn sem geti þýtt þessi verk nógu vel. Margir hafa haldið þessu fram þó ég ætli mér ekki að leggja dóm á það. Ég held alls ekki að hætta sé á þvi að hætt verði smám saman að gefa út íslenzkar skáldsögur. Þvert á móti. Ég held að það sé núna auðveldara en það hefur verið fyrir unga höfunda að fá verk sín út gefin,” sagði Ambjöm. -DS. Barnabækur verða æ myndrænni og texti minnkar að sama skapi, segir Arnbjörn Kristinsson, formaður Félags íslenzkra bókaútgefenda. DB-mynd Bjarnleifur. Erlendu bækurnar stór hluti af markaðinum LANDINN LAS 68 TONN —af erlendum bókum í fyrra Á síðasta ári voru flutt inn 67,8 tonn af bókum og öðrum ritum á erlendum tungum. Cif verð allra þessara bóka var 92.3 milljónir. (Cif verð er kostnaður við innkaup + ferðakostnaður + trygging). Það er þvi greinilega ekkert smáræði sem Íslendingar eyða i erlendar bækur. Ekkert er til af tölum um það hvernig þessar bækur skiptast á milli tungumála né heldur hvers konar bækur þetta eru. Skáldsögur og náms- bækur eru sem sé ekkert flokkaður í sundur. Það má þó glögglega sjá af sam- tölum við bóksala að enskar og danskar bækur eru langalgengastar. Þar á eftir koma þýzkar, þá franskar og spænskar. Bækur á öðrum tungumálum eru svo sárafáar. Haukur Gröndal framkvæmda- stjóri Innkaupasambands bóksala sagði blmi að töluverður munur væri á þeim bókum sem Innkaupasambandið flytti inn eftir þvi á hvaða máli þær væru: Reyfarar væru lang flestir á dönsku eða ensku en þyngri skáldverk og fræðibækur væru bæði á þeim málum og einnig mikið á þýzku. Haukur sagðist telja, án þess þó að hafa tölur um það, að erlendar bækur seldust jafnara á milli ára en islenzkar, þó vitaskuld kæmu toppar með tízkubækur. Taldi Haukur að fólki þætti minna gera til þó erlend bók væri komin til ára sinna er hún væri keypten íslenzk. Töluvert er flutt inn af erlendum bókum í vönduðum útgáfum og dýrum þó hinar ódýru vasabrots- bækur séu í miklurn meirihluta. Dýru bækurnar eru að dómi Hauks t'remur keyptar til gjafa en eigin nota þannig að landinn gefur ekki bara íslenzkar bækur er hann vill gleðja náungann. Hafnarverkamenn kaupaá rússnesku 1 Bókaverzlun Snæbjarnar fengum við þær upplýsingar að það fólk sem kæmi og keypti erlendar bækur væri alls ekki hægt að setja undir einn hatt. Reyndar sagðist innkaupastjóri enskra vasabrotsbóka, Guðrún Andrésdóttir, vera hissa á þvi hversu mikið fólk sem virtist ómenntað keypti af erlendum bókum. Hún sagðist t.d. hafa verið vitni að því að hafnarverkamenn keyptu fræðibækur á rússnesku. Mikið er um að fullorðnir karlmenn komi og kaupi glæpareyfara á erlendum tungum, en konur á svipuðum aldrei lei að ástar- sögum. Karin Hartjenstein innkaupastjóri þýzkra bóka sagði að einkennandi væri við sölu á þeim hversu margir fyrrver- andi námsmenn í Þýzkalandi keyptu þessar bækur, greinilega til þess að halda sér við í málinu. Þetta fólk keypti bæði bækur alvarlegs eðlis og reyfara. L.itið væri um að ómenntað fólk keypti þýzkar bækur, enda eru enska og danskn frw! fólki aðgengilegri. -Ds. 1» Haukur Gröndal hjá Innkaupasambandi bóksala, sem er heildsala með erlendar bækur. Innkaupasambandiö sér um bókaútvegun til nær allra bókabúða á landinu, utan fárra stórra í Reykjavik sem panta beint. HLJOMPLOTUUTGAFAN HF„ hefur nú valið úrvalsefni af þeim hljómplötum sem fyrir- tœkið hefur gefið út síðustu úrin og sett ú eina hljómplötu. Hér kennir því margra grasa. Meðal þeirra listamanna sem koma fram eru: Jóhann G. Jóhannsson Söngflokkur Eiríks Arna hljóm- sveitin Júdas Ruth Reginalds leikarar úr Sauma- stofunni hljómsveitin Haukar Guðmundur Guðjónsson og Sigfús Halldórsson. Það er von HLJÓMPLÖTUÚTGÁFUNNAR HF., að með útgáfu þessarar plötu sé enn komið til móts við óskir kaupenda um fjölbreytta og skemmtilega tónlist. ElNSK?! HLJOMPLÖTUÚTGÁFAN HF, LAUGAVEGI33, SÍM111508 BARA ÞAÐ BEZTA!

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.