Dagblaðið - 12.12.1978, Síða 1

Dagblaðið - 12.12.1978, Síða 1
f i 4. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 — 278. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. f Skoðanakönnun DB á fylgi f lokkanna SJALFSTÆÐISFLOKKURINN MUNDIVINNA 5 ÞINGSÆTI AF STJÓRNARFLOKKUNUM Sjálfstæðisflokkurinn mundi vinna fimm þingsæti af stjómarflokkunum, ef þingkosningar færu fram nú. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins á fylgi flokkanna, sem gerð var um helgina. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mundi vaxa úr 32,7 af hundraði i 42,2 af hundraði. Fylgi allra stjórnarflokk- anna mundi rýrna nokkuð en minnst hjá Alþýðuflokki. Alþýðubandalagið mundi fá 21,1 af hundraði en fékk 22,9 af hundraði i siðustu kosningum. Alþýðuflokkurinn fengi 21,1 af hundraði en fékk 22,0 af hundraði í kosningunum. Framsókn fengi 15,6 af hundraði en fékk 16,9 af hundraði i kosr.ingunum. Framsókn mundi samkvæmt könn- ef kosið yrði nú uninni tapa þremur kjördæmakjörn- um þingmönnum, tveimur til Sjálf stæðisflokks og einum til Alþýðu- flokks. Eftir skiptingu uppbótarsæta kemur i Ijós, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 25 þingmenn i stað 20 nú. Al- þýðuflokkur fengi 13 i stað 14 og Alþýðubandalagið 13 í stað 14. Fram- sókn fengi 9 í stað 12 nú. Samtökin fengu ekkert fylgi í þess ari könnun og enginn nefndi aðra flokka eða óháða. Könnunin er gerð á sama hátt og könnun DB fyrir þingkosningarnar. sem gaf góða raun I spá um úrslit kosninganna. Allmargir segjast engan flokk styðja. vera óákveðnir eða neita að svara spumingunni. Þessi hópur var samtals 40% aðspurðra. Útkoman var •ið þvi leyti til svipuð í könnuninni íj r |)ingkosningarnar siðastliðið sumar. — Sjá fréttir af niðurstöðum á bls. 6 og 7. Áramótaskaupið tekið upp: „AFTÖKULISTINN” UGGUR NÚ FYRIR Nefnd hefur skilað skýrslu til ráðherra um hvaða frystihús á Suðurnesjum „fá að lifa” og hver ekki. Ellefu hús eru á lista yfir þau hús, sem eiga að fá styrk, þó þau fái hann ekki öll þegar i stað. Þrettán frystihús eru ekki á styrklistanum. Sjá bls. 19 Verður Al- þingi Kraf la menningar lífsins? — Sjá kjallaragrein Magnúsar Kjartanssonar ábls. 10-11 „Félagi Jesús” — þetta ervita meinlaus bók, segirÓlafur Jónsson í ritdómi sínum — sjá bls. 12 Það er greinilega alveg óstjórnlega gaman hjá leikurunum Sigurði Sigur- jónssyni, Eddu Björgvinsdóttur og Guð- rúnu Ásmundsdóttur. Af svip Sigurðar má ráða að það sé hann, sem er svona skemmtilegur. En, landsmenn góðir, við verðum að biða gamlárskvölds til að vita hvað var svona skemmtilegt. Myndin var tekin við upptöku á áramótaskaupi sjónvarps- ins í gær, sem að þessu sinni er undir stjórn Egils Eðvarðssonar. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. —ÓV/DB-mynd: RagnarTh. JanusíBelgíu útþessaviku Fulltrúi belgiska félagsins og verð- andi atvinnumenn i knattspyrnu fóru á fund Alberts Guðmundsson- ar 1 Alþingi til að ræða samninga- málin. DB-mynd Bj.Bj. — sjá íþróttir á bls. 16,17 og 18 Dekkjamálið: Herinn f ékk ekki dekkin — þriðji maðurinn ígæzlu Rannsókn dekkjamálsins er vel á veg komin, skv. upplýsingum Rannsóknarlögreglu ríkisins. Auk deildarstjóranna tveggja, sem DB sagði frá i gær að hefðu verið úr- skurðaðir í allt að 10 daga gæzlu- varðhald á sunnudaginn, er í gæzlu fulltrúi í birgðadeild hersins á Keflavíkurflugvelli. Er hann einnig í haldi allt til 20. desember. Rannsóknin hefur leitt í Ijós, að engin dekk hafa beinlínis horfiö úr birgðadeild hersins, heldur hefur herinn borgað fyrir um 1800 fleiri dekk en hann hefur raunverulega fengið. Hefur þetta verið gert með bókhalds- og skjalafalsi í að minnsta kosti tvö ár, en viðskipti umboðsmanns Mohawk — sem á aðild að svikunum — við herinn hafa staðið í um þrjú ár. Umboðs- maðurinn var látinn laus eftir yfir- heyrslur um helgina. DB leitaði I morgun til Björns Hermannssonar tollstjóra og spurði hann hvernig eftirliti væri háttað með tollvörugeymslum. „Okkar eftirlit er aðallega fólgið i birgðatalningu,” svaraði tollstjóri. Hann kvaðst að öðru leyti lítið geta tjáð sig um dekkjamálið, en sagðist myndi óska eftir itarlegri greinargerð um málið og allar upp- lýsingarþar aðlútandi. Það hefur verið „opinbert leynd- armál” undanfarin ár, að ýmis toll- frjáls varningur ætti greiðan að- gang út af Keflavíkurflugvelli, svo sem hjólbarðar, hljómflutnings- tæki, myndavélar og fleira. Má þess nú vænta, að athugun verði hafin á möguleikum misferlis með þessar vörutegundir og fjölda ann- arra. -ÓV/BS. ÞETTA HLYTUR AÐ VERA BRANDARIÁRSINS1978 A

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.