Dagblaðið - 12.12.1978, Síða 3

Dagblaðið - 12.12.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978. \ „Þeir sem grafa öðrum gröf DB-mynd Mats. Oddný A. Jónsdöttir Fáskrúðsfirði skrifar: Hverjir eru ábyrgir fyrir blaðaskrif- um þeim sem birtast í dagblöðum og eru miður skemmtileg aflestrar, sbr. grein birta í Dagblaðinu þann 18. nóv. sl. með yfirskriftinni „Slæleg fram- kvæmd dómsmála á Fáskrúðsfirði”? Svo mörg voru þau orð. Maður lítur ekki svo i blað að ekki sé rógburður eða meiðyrði um einhvern eða ein- hverja. Ég hélt að það væri ekki í verkahring dagblaða að fjalla um þessi mál og finnst mér mál til komið að birt séu nöfn þeirra manna sem láta hafa slíkt eftir sér, þvi blaðamenn, hverjir sem eru, hljóta að hafa fréttina héðan. Heimilis- iæknir Haddir lesenda taka við skilaboðum ti{ umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislœknir svarar" i síma 27022, kl. 13-15 alla virkadaga. Fáskrúðsfjörður. En hverjir hafa efni á að veita slikar heimildir? Þvi í ósköpunum er aldrei getið þess sem vel er gert? Hér eru ótal félaga- samtök og margt fólk sem vinnur að góðum og þarflegum málefnum. Af hverju er þess ekki getið og höfð viðtöl við þetta fólk og þau birt i blöðum? Kannski loka þessir ritsnillingar héðan augum og eyrum fyrir öllu þvi sem vel er gert en draga það sem miður fer i dagsljósið. Eða hafa þeir kannski ánægju af óförum annarra? Þá ættu þeir að passa að grafa ekki sjálfum sér gröf með slikri framkomu. Slikt gæti gerst. Ég skora á öll. dagblöð að yfirfara allar greinar vel áður en þær eru birt ar. Það er hagstætt að verzlaí ÍTqimattfrfl Telpnakjólar í mjögfallegu úrvali. Verð frá kr. 4.700.- Drengjavesti ogpeysur • Drengjaföt úrsléttu flaueli ál—2ára. Verð (með blúnduskyrtu) kr. 9.620.- • Póstsendum Fataverz/un Hamraborg 14 — Sími43412. Spurning dagsins Ertu búin(n) að kaupa jólaeplin Hilmar Bárðarson byggingarmaður: Nei, þau eru sjálfsagt hluti af jólunum og ég býst við að ég rcyni að kaupa eitt- hvaðaf þeim. Þaðer þóekkert vist. Hörður Kristjánsson, gæzlumaður skýlisins á Hlemmi: Nei. ég er einn þannig að ég kaupi litið. Kannski svona fimm stykki. Þorgeir Jónsson simsmiður: Nei, ég er ekki búinn að þvi. Ég verð að fara að drifa í þvi. Ég reikna mcð að kaupa svona lOkiló. Sveinn Ágústsson simsmiður: Nei. ég cr ekki búinn að þvi. Ég veit ekki hvort ég geri það nokkuð. það er alvcg óvíst. Edda Þorvaldsdóttir afgreiðslustúlka: Nei, mér finnast epli ekkert góð. Ég býst þó við að kaupa svona kiló fyrir krakk- ana. Guðlaugur Kristján Júliusson nemi: Nei, ég er ekki búinn að kaupa jólaeplin. Ætli ég geri það ekki einhvern daginn. Ég er vanur að fá kassa af eplum fyrir jólin.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.