Dagblaðið - 12.12.1978, Síða 5

Dagblaðið - 12.12.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978. 5 Félagi Jesús: „Sagan skilur eftir hugljúfar og bjartar minningar” —segir f ramkvæmdast jóri Máls og menningar „Ég tel það tímanna tákn, að þessi bók skyldi megna að sameina allar kirkjudeildir landsins 1 þessari for- dæmingu,” sagði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Máls og menn- ingar, sem gefur út bókina Félagi Jesús. „Bannfæring kirkjunnar á bók- um er ekki ný af nálinni, þótt alllangt sé nú liðið frá þvi að slíkt gerðist hér á landi. 1 tilefni yfirlýsingar helztu trúarleið- toga landsins vil ég taka eftirfarandi fram,” segir Þröstur. „Bókin Félagi Jesús er söguleg skáldsaga, sem fjallar um líf og starf Jesú frá Nazaret. Eins og aðrir höfundar, sem nota sögulegar persónur sem uppistöðu í skáldverk sin, gengur Wernström út frá eigin forsendum við samningu þessarar skáldsögu — forsendum, sem ekki eru endilega þær sömu og guð- fræðinga. Hneykslunartilefni bókarinnar er það, að í henni er Kristur gæddur ýms- um mannlegum eiginleikum, sem lítið fer fyrir I túlkun kirkjunnar. í bókinni er hvergi að finna snefil af guðlasti né neitt, sem er niðrandi eða soralegt, eins og sumir gagnrýnendur hennar hafa fullyrt. Þetta er þvert á móti skemmtileg saga, sem skilur eftir hugljúfar og bjartar minningar hjá ósnortnum sálum. 1 því bókarflóði, sem nú dynur á þjoðinni, eru margar misgóðar bækur á boðstólum. Þar er mikið um raun- verulegan, skaðlegan sora, sem skilur eftir bletti, sem aldrei verða máðir út. Ef kirkjuleg yfirvöld telja það skyldu sina að veita uppalendum leið- beiningar við bókaval, þá væri nær að beita skeytum sinum þangað. Slikar bækur, uppfullarat'hrottaskap, eru þvi miður ein helzta siðgæðisviðmiðun æskufólks nú á dögum.” Félagi Vínið f ór ilRa í Akur- eyringa Óvenju róstusamt var á Akureyri um helgina, einkum þó á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Var ölvun mikil og almenn og fór vínið illa í marga. Var annasamt hjá lögreglunni af þessum sökum. Sjö voru teknir grunaðir um ölv- un við akstur á föstudag og laugardag og er slíkt óvenjulega há tala. Allmikið var um árekstra en slys urðu ekki á fólki. -ASt. Ökuferð lauk utan vegar við Rauðavatn Tveir ölvaðir menn fóru í ökuferð að- faranótt sunnudagsins eftir að hafa setið að sumbli I Klúbbnum. ökuferðinni lauk utan vegar við Rauðavatn. Verks- ummerki sýna að billinn fór eftir malar- kambi um 100 metra vegalengd, valt siðan og stöðvaðist á steini. Mennirnir hlutu báðir áverka í and- liti, voru báðir taldir nefbrotnir auk fleiri meiðsla, sem þó voru ekki talin alvarlegs eðlis. Eftir veruna i Klúbbnum óku þeir upp að Jaðri og voru á leið til baka er akst- urshæfileikinn brast. -ASt. Þjófar fundu fé í íbúðum Fjögur innbrot voru framin um helg- ina i Reykjavik. Farið var inn i tvær íbúðir og stolið peningum. Voru það 70—80 þúsund kr. í íbúð við Freyjugötu og 80—90 þúsund krónur I íbúð við Þórsgötu 18. Þá var stolið talstöð úr bíl við Snorrabraut. Loks var farið inn i kjallara Ármúlaskóla, þar sem Hjálpar- sveit skáta hefur bækistöðvar. Ekki var ljóst hvort einhverju var þar stolið en þrjár hurðir voru brotnar. -ASt. Jó/afatnaður unga fó/ksins LILLY LAUGAVEGI 26 EMMA ' SKÓLAVÖRÐU STÍG 5 BLEIKI PARDUSINN BANKASTRÆTI OGPARTNER VERZLANM UMLAND ALLT

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.