Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.12.1978, Qupperneq 7

Dagblaðið - 12.12.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978. 7 „Egersæmilega ánægður með þetta” — segir Liíðvík Jósef sson „Mér sýnist að þessar tölur bendi til þess að við vinnum vel á,” sagði Lúð- vík Jósepsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, er DB ræddi við hann um niðurstöður skoðaðakönnunarinn- ar. „Ef ég ber þetta saman við fyrri spá- dóma ykkar, þá ættum við að vinna verulega á, svo ég er sæmilega ánægð- ur með þetta,” sagði Lúðvík enn- fremur. HP. 4C Lúðvik Jósepsson. „Þetta er sennilega ekki fjarri lagi” — sagði Eiður Guðnason „Ég held að ríkisstjórnin sé ennþá svona hóflega vinsæl,” sagði Eiður Guðnason alþingismaður (A) í viðtali við DB. „Hvað hún verður það lengi, það er aftur annað mál. Það fer nátt- úrlega eftir því hvað gerist hér á næstu mánuðum, fram til 1. marz.” „En ég verð nú að segja það, að ég hef tilhneigingu til þess að hafa nokkra trú á ykkar skoðanakönnun- um í Ijósi reynslunnar,” sagði Eiður ennfremur. „Fyrir síðustu kosningar töldu nú ýmsir að þetta væri lítið að marka, en annað kom I ljós. Þetta er því sennilega ekki fjarri lagi.” HP. Eiður Guðnason. „Þetta er ákaflega ótrúlegt” — sagði Steingrímur Hermannsson ,Ég trúi þessu ekki, ekki miðað við þann byr sem mér finnst að ríkisstjóm- in hafi,” sagði Steingrímur Hermanns- son, dómsmálaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, er DB bar niðurstöðurnar undir hann. „Mér finnst þetta ákaflega ótrúlegt, ég verð að segja það eins og er.” „Mér finnst menn eindregið vilja veita þessari ríkisstjórn starfsfrið,” sagði Steingrímur ennfremur. „Það er enn ekki komin nein reynsla á ríkis- stjórnina en þetta á allt eftir að koma I ljósá næstu mánuðum.” HP. Steingrimur Hermannsson. „Þetta er óvinsæl ríkisstjórn” hías Bjamason „Mínusinn hjá krötunum er allt of litill, það hlýtur að vera miklu meira,” sagði Matthías Bjarnason alþingis- maður (D) í viðtali við DB um niður- stöðurnar. „Ég held að það sé ekkert áhorfsmál að þetta 'er óvinsæl rikis- stjórn. Það þarf að vísu engan að undra, fólk getur ekki haft tiltrú til stjórnar sem er saman sett úr svona ólikum flokkum,” sagði Matthias enn- fremur. „Ég tel að eftir að flokkar hafi komið sér saman um ríkisstjórn, þá eigi þeir að standa saman um þá ríkis- stjórn, en ekki halda áfram deilum.” — Heldurðu að þeir sem ekki kusu Sjálfstæðisflokkinn i vor sjái eftir þvi núna? „Ég held að það fari ekki á milli mála,” sagði Matthias. „Það létu svo margir glepjast til þess að trúa þeim fagurgala, eins og t.d. „Samningana i Matthías Bjarnason. gildi”. Við vissum það fyrirfram að það var ekki hægt, ekki I reynd, og það var heldur ekki hægt að halda áfram ,að greiða niður visitöluvörurnar og láta allt annað hækka.” -HP. Ein ó hesti Lífsreisa Jónu Sigríðar Jónsdóttur Jóna Sigrlður, sem hér segir sögu slna, er kjarnakona og engri annarri konu llk. Hiin lenti snemma I hrakn- ingum og átti oft erfiða vist, en bug- aðist aldrei þótt á móti blési, bauð erfiðleikunum birginn og barðist ótrauð sinni hörðu baráttu. Það var ekki fyrr.en góðhestarnir hennar, Gullfaxi og Ljómi, komu til sögu, að lffið fór örlltið að brosa við Jónu Sigrfði. A þessum hestum ferð- aðist hún um landið þvert og endi- langt, um byggðir og öræfi, og lenti I margvislegum ævintýrum og mann- raunum. Frægust er hón fyrir útilegur sinar á Stórasandi, Kili og Kaldadal, og sú var mannraunin mest er hún átti átta daga útivist, matarlaus og svefn- laus, I hrfð og foraðsveðri norðan undir Langjökii, — og þegar hún bjarg- aðist hélt hún blaðamannafund f Alftakróki. Það er öllum hollt að kynnast llfsreisu Jónu Sigrfðar, frægustu hestakonu landsins. Þorleifur Jónsson dregur hvergi af sér í frásögn sinni. Svið minninga hans spannar allt Island/ 70 kaflar um menn og málefni, þar á meðal þjóðkunna stjórnmála- menn og aðra framámenn en einkum þó það sem mestu varðar, alþýðu manna, islenskan aðal til sjós og lands. Þorleifur kemur vel til skila stjórnmálaafskiptum sínum og viðskiptum við höfuðfjendurna, krata og templara. Hann er tæpi- tungulaus og hreinskilinn og rammíslenskur andi litar frásögnina frá upphafi til loka. Skálateigsstrákurinn Þorleifur Jónsson er margfróður og afspyrnu skemmtilegur. Hver sem les frásögn hans verður margs vísari um mannlíf á Islandi á öldinni sem nú er að líöa. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnmmmmmmmmm Hinn landskunni skipstjóri og sævíkingur, Jón Eiríksson rekur hér minningar sínar í rabbformi við skip sitt Lagarfoss. Þeir rabba um siglingar hans og líf á sjónum í meira en hálfa öld, öryggis- mál sjómanna siglingar í ís og björgun manna úr sjávar- háska, um sprenginguna ógurlegu í Halifax og slysið mikla við Vestmannaeyjar. Skipalestir stríðsáranna og sprengjukast þýskra flugvéla koma við sögu og að sjálf- sögðu rabba þeir um menn og málefni líðandi stundar: sæ- fara, framámenn í íslensku þjóðlífi háttsetta foringja i her Breta og Bandaríkja- manna en þó öðru fremur félagana um borð skipshöfnina sem með honum vann og hann ber ábyrgðá. Það er seltubragð af frásögnum Jóns Eiríkssonar enda ekki heiglum hent að sigla með ströndum fram fyrr á tíð eða ferðast í skipalestum stríðsáranna. ^———^—^—mm í I wr/ í-Tv JttíS i j nMdÉlÉBl 1 ?t,9- iw r í ’ : \ ■ 'Á

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.