Dagblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978.
NewYork: »
1,5 MILUARDA RÁN Á
KENNEDY FLUGVELU
— ræningjamir komust í öryggishólf með reiðufé og skartgripum
Fimm menn hurfu á brott frá vöru-
afgreiðslu vestur-þýzka flugfélagsins
Lufthansa á Kennedyflugvelli í New
York i gær með um það bil fimm millj-
ón dollara virði í reiðufé og skartgrip-
um. Er þetta jafnvirði rúmlega eins og
hálfs milljarðs íslenzkra króna.
Rán þetta þykir hafa verið skipulagt
af mikilli nákvæmni og svo virðist sem
hvert andartak hafi verið þaulskipu-
lagt af hálfu ræningjanna. Þeir voru
vopnaðir skammbyssum og báru
skiðagleraugu, þannig að ekki var
auðið að gera sér grein fyrir andlits-
falli. Á flóttanum tóku ræningjarnir
sjálfvirkt öryggiskerfi úr sambandi.
Áður en þeir hófu að safna saman
feng sínum kefluðu þeir tíu starfs-
menn Lufthansa og hófu síðan að
velja á skipulegan hátt úr, peninga og
skartgripi úr þrjátíu sendingum, sem
geymdar voru í sérstökum öryggishólf-
um. Er talið að mjög verði erfitt að
hafa upp á fjármununum aftur því að
sögn lögrcglunnar í New York voru
það allt notaðir seðlar sem rænt var.
Ekki hafa komið fram neinar skýr-
ingar á þvi hvers vegna bygging Luft-
hansa var án gæzlu þá stund, er ránið
fór fram. Vegna þess að þarna eru
geymd sérstök verðmæti eru sérstak-
lega ákveðnar öryggiskröfur gerðar en
eina skýringin á fjarveru laganna
varða er sú að öryggiskerfið hafi verið
tekið úr sambandi. Hefði það verið
tengt segja lögregluyfirvöld og Luft-
hansaflugfélagi ð að byggingin hefði
verið umkringd innan einnar minútu.
Enga aðstoð
við Palestínu-
menn
Bandaríkin hafa hótað að hætta
stuðningi sinum við þróunarhjálp Sam-
einuðu þjóðanna ef stofnunin fer að
styðja Palestínuaraba, segir í heimildum
rrá New York.
íran:
Enn herðir
herinn tðkin
Herinn i íran er aftur kominn til
Teheran höfuðborgar landsins eftir sið-
ustu helgi en þá var létt á útgöngubanni
og banni við fundahöldum vegna hátið-
ar múhameðstrúarmanna. 1 mótmæla-
göngum um helgina er talið að rúmlega
milljón manns hafi tekið þátt í. til að
mótmæla stjórn keisarans. Minni líkur
eru nú taldar eftir en áður að lausn
finnist I deilu hans við leiðtoga múham-
eðstrúarmanna.
Hann þótti ganga heldur langt, jólasveinninn á myndinni, þegar hann geröi sig Uklegan til að jafna um skartgripasala einn i
borginni Akron i Ohio i Bandaríkjunum. Þess vegna var kallað á laganna verði, sem brugðu skjótt við og handtóku jóla-
sveininn. Deilur munu hafa risið með honum og skartgripasalanum, sem neitaði að leggja nokkuð fram I sjóð hans.
Ólafur Davíðsson
íslenzkar þjóðsögur
Þorsteinn M. Jónsson
bjó til prentunar
BJARNI VILHJÁLMSSON
Þnðf* digilé
Þetta er Rmmta heildarsafn islenzkra þjóðsagna, sem útgáfan
sendir frá sér.
Nú koma út tvö bindi af fjórum, sem samtals munu vcröa ca.
2000 blaðsiður.
Siðari hluti safnsins er væntanlegur á næsta ári.
AUs eru þá komin út hjá Þjóðsögu 20 bindi f þessum 5 bóka-
flokkum.
Fyrir hálfu öðru ári var hafinn undirbúningur að Þjóðsagna-
safni Sigfúsar Sigfússonar. Áætlað er að það verði 8 bindi.
Það mun verða milli 3 og 4000 blaðsiður f brotí Þjóðsagnaút-
gáfanna.
Réjkjévík
bókaútgAfan pjódsaga
191 •
Útgáfuverk ÞJÓÐSÚGU
eiga ávalt að fást
hjáöllum bóksölum landsins
etþeir óska þess
tslendingar hafa nú talsvert á aðra öld lagt mikla stund á söfn-
un og útgáfu þjóðsagna sinna og annarra munnmæla, og þjóð-
in hefur löngum tekið slikum sögum fegins hendi. Fáar eða
jafnvel engar greinar bókmennta virðast eiga jafnalmennum
vinsældum að fagna og þær, enda eru þær sóttar i hugarheim
alþýðu manna og standa því djúpum rótum i sameiginlegum
menningararfi þjóðarinnar. t látleysi sinu og einfaldleik eiga
þjóðsögur greiðan aðgang að ungum sem gömlum, leikum
jafnt sem lærðum. Allir virðast geta fundið þar eitthvað við
sinn smekk og sitt hæfi. Margir ágætir menn allt frá dögum
Jóns Árnasonar og Magnúsar Grímssonar hafa unnið að þvi
að koma Islenzkum þjóðsögum á framfæri við landsmenn.
Samstaða tal-
in meö OPEC
ríkjum um
nokkra verð-
hækkun olfu
—f undur ráðamanna þeirra i Abu Dhabi
á laugardaginn næstkomandi
Talið er að helztu rikin í samtökum
oliuútflutningsríkja OPEC séu tilbúin til
að gera sitt ítrasta til að ná samkomulagi
um nýtt olíuverð, sem gilda mundi á
næsta ári. Þegar er talið Ijóst að sam-
staða sé orðin meðal olíuútflutningsríkj-
anna að verðstöðvun sú sem gilt hefur á
olíu siðastliðin tvö ár verði nú hætt.
Fundur OPEC ríkjanna hefst i borginni
Abu Dhabi i Saudi-Arabiu á laugardag-
inn kemur. Alls er þó óvíst hve mikil
oliuhækkunin verður ákveðin á fundin-
um. Vitað er að ríkisstjórnir olíuútflutn-
ingslandanna hafa allar miklar áhyggjur
af stöðugum samdrætti i kaupmætti á
þeirri oliu sem seld er á alþjóðamarkaði.
Þó talið sé að mikill vilji sé nú til sam-
komulags um verðið er vitað að kröfur
um allt að 50% verðhækkun verða á
lofti á fundinum. Verða þær réttlættar
með því að svo mikið þurfi að hækka til
að halda í við fall dollarans og verðbólg-
una í heiminum síðan ákveðið var að
verð hvers oliufats yrði 12,70 dollarar
hinn 1. janúar 1977.
Enginn á þó von á að svo mikil
hækkun verði á oliunni. Talið er líklegt
að hækkunin muni nema 5 til 10 prósen-
tum.
Bretland:
r
Akvörðun um
ákæru á Thorpe
tekin í dag eða
á morgun
Kviðdómur skipaður þrem mönn-
um mun i dag hefja undirbúning að
ákvörðun um hvort Jeremy Thorpe
þingmaður og fyrrum leiðtogi brezka
Frjálslynda flokksins verði dreginn
fyrir rétt, ákærður um svik og þátt-
töku i morðtilraun. Lögfræðingur
hans hefur haldið þvi fram að ekkert
það hafi komið fram við réttarhöld
undanfarnar vikur í smáborginni
Minehead sem bendi til sektar Thorpe
og því eigi að láta málið niður falla.
í kviðdómnum, sem ákveða á hvort
höfðað verður mál gegn Thorpe og
þrem öðrum mönnum fyrir þátttöku í
morðtilraun á Scott, fyrrverandi sýn-
ingarmanni, er arkitekt á eftirlaunum.
maður sem lifir af eignum sínum og
húsmóðir. Ekki er jblíklegt að þre-
menningarnir komist að niðurstöðu
seint i dag eða á morgun.
Hinn opinberi ákærandi hefur
sakað Jeremy Thorpe um að hafa
verið í kynlífssambandi við Norman
Scott árið 1961. Síðan hafi komið upp
hugmyndir um að ráða Scott af dögum
til að koma I veg fyrir opinbert
hneyksli. Hugmyndir þessar eiga að
hafa náð svo langt að fyrrverandi flug-
maður hafi verið fenginn til verksins
gegn loforði um 10.000 punda
greiðslu. Hefur sá staðfest þá fullyrð-
ingu opinbera ákærandans.