Dagblaðið - 12.12.1978, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978.
MSBIAÐW
Útgefandc Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Rrtstjóri: Jónas Kristj&nsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Rftstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jó-
hannes ReyfcdaL íþróttir Hallur Sfmonarson. Aðstoöarfróttastjórar Atii Stoinarsson og Ómar Vaidi-
marsson. Menningarm&l: Aðalsteinn IngóKsson. Handrit: Ásgrimur P&lsson.
Btaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stofénsdóttir, EHn Atoorts-
dóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guöjón H. P&lsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson, Ámi P&ll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhj&lmsson,
Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þr&inn Þorieifsson. Söhistjóri: Ingvor Svoinsson. Droifing-
arstjóri: M&r E.M. Halldórsson.
Ritsljóm Siöumúla 12. Afgreiösla, &skriftadeild. auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aöalsfmi blaöstns er 27022 (10 Ifnur). Áskrif t 2500 kr. & m&nuöi innanlands. Í lausasölu 125 kr. eintakið.
Sotning og umbrot: Dagblaðið hf. Sföumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Sfðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skerfunni 10.
Offramleiðslan játuð
Hið nýja landbúnaðarfrumvarp ríkis-
stjómarinnar er síðbúin viðurkenning á,
að of mikið sé framleitt af kjöti og
mjólkurafurðum í landinu og að draga
þurfi saman seglin í hefðbundnum land-
búnaði.
Þetta er ekki aðeins skoðun ríkisstjórnarinnar.
Frumvarpið er að mestu samið af nefnd sex bænda og
eins ráðuneytisstjóra. Það nýtur stuðnings Stéttarsam-
bands bænda, Búnaðarfélags íslands og Framleiðsluráðs
landbúnaðarins.
Fyrir nokkrum árum var deilt hart um þetta mál. Þá
höfnuðu stjórnvöld og talsmenn landbúnaðarins gersam-
lega hugmyndinni um samdrátt í landbúnaði. Þá voru
talsmenn þessarar hugmyndar kallaðir „óvinir bænda-
stéttarinnar”.
Hrakspár hinna svonefndu óvina hafa rætzt. Hin
stjórnlausa framleiðsluaukning á kjöti og mjólk á ábyrgð
og kostnað ríkisins hefur sprengt ríkissjóð. Útflutnings-
uppbætur, beinir landbúnaðarstyrkir og niðurgreiðslur
búvöru eru komin upp í 14% fjárlaga.
Greinargerð hins nýja frumvarps hljómar eins og
gamall leiðari upp úr Dagblaðinu. Það er kerfið sjálft,
sem nú segir: „Mikill vandi steðjar að íslenzkum land-
búnaði vegna framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða um-
fram það, sem selst á innanlandsmarkaði.”
í greinargerðinni kemur fram, að í landinu eru nú
rúmlega árs birgðir af osti og eins og hálfs árs birgðir af
smjöri. Þar kemur fram, að framleiðsla kindakjöts er
50% meiri en innanlandsmarkaðurinn þolir.
Síðan segir þar: „Miklar athuganir hafa farið fram á
sölumöguleikum á framangreindum afurðum erlendis og
samkvæmt þeim er ekki von til, að unnt sé að selja
mjólkurafurðir eða kindakjöt nema á hluta framleiðslu-
kostnaðarverðs.”
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á fáum árum, er
Dagblaðið annars vegar og kerfið og bændasamtökin
hins vegar eru orðin sammála um, hvert ástandið sé.
Viðurkenning á staðreyndum er fyrsta og mikilvægasta
skrefið í átt til endurbóta.
Samkvæmt frumvarpinu á að heimila ráðherra að
ákveða mismunandi verð á búvöru til framleiðenda,
þannig að sportbændur í þéttbýli og stórbændur fái
minna í sinn hlut en bændur á meðalstórum fjölskyldu-
búum.
Líklega reyna menn að komast undan þessum
ákvæðum með því að skipta stórum búum að nafninu til.
Þó stendur í greinargerð, að framleiðslukvóti skuli vera
bundinn við lögbýli og þá ábúendur, sem þar áttu lög-
heimili árið 1977. Nýbýli virðast þar með vera úr sög-
unni.
Samkvæmt frumvarpinu á að heimila ráðherra að
greiða bændum verðbætur fyrir að draga úr framleiðslu.
sinni. Er talað um helmings bætur fyrir allt að 10% sam-
drátt. Þetta er í ætt við tillögur Dagblaðsins.
Samkvæmt frumvarpinu á að heimila ráðherra að
leggja sérstakt gjald á allt innflutt kjarnfóður til að reyna
á þann hátt að draga úr framleiðslu. Tekjurnar á að nota
til að bæta samdrátt hjá bændum og til að borga útflutn-
ing umfram uppbætur, svo og til að efla innlenda græn-
fóðurframleiðslu.
Allt stefnir þetta í rétta átt. Árangurinn fer svo eftir
því, hvernig á málum verður haldið, því að tillögurnar
eru allar í formi heimildarákvæða. Vandséð er þó, að til-
lögurnar samsvari hinu hrikalega ástandi, sem greinar-
gerð þeirra lýsir.
*** Togliatti borg
Ladasportog
Lada bifreiðanna
— hef ur vaxið úr ellefu þúsundum f f imm hundruð þúsund
manna borg á rúmum tuttugu árum
I gamalli leiðsögubók, sem gefin var
út fyrir októberbyltinguna 1917, segir
svo um Stavropol við Volgu: „Héraðs-
borg, ekkert áhugaverð.” Stavropol
við Volgu var endurskírð Togliatti
árið 1964 i höfuðið á Palmiro
Togliatti, hinum kunna leiðtoga
ítalskra kommúnista og alþjóðahreyf-
ingar kommúnista. í dag er hún orðin
stór iðnaðarborg með þróuðum véla-
og orkuiðnaði og um hálfri milljón
ibúa.
Borgin tók að blómstra snemma á
sjötta áratugnum, þegar bygging
Volzjskaja (Volgu) vatnsorkuversins
hófst. Á fimm árum fjölgaði íbúunum
úr 11 þúsund í 60 þúsund. 1961 var
hafin bygging Volgotsemmasj verk-
smiðjunnar, sem framleiðir gervi-
gúmmi. Samþykkt var nýtt aðalskipu-
lag fyrir borgina, miðað við 200 þús-
und íbúa.
Bygging Volzjskí (Volgu) bifreiða-
verksmiðjanna, sem kunnar eru undir
heitinu VAZ, hófst 1966. Urðu þær
Togliatti mikil lyftistöng. 1966 voru
íbúar borgarinnar orðnir 149 þúsund.
Itölsku Fiat-bifreiðaverksmiðjurnar
hönnuðu byggingu VAZ. í Sovétríkj-
unum kallast bifreiðarnar sem verk-
smiðjurnar framleiða Zjigulis en Lada
erlendis. í dag framleiðir VAZ fimm
gerðir bifreiða. Fjöldaframleiðsla Lada
sport er nýlega hafin. Þaðer lítil, þægi-
leg bifreið, sem líkist smækkaðri mynd
af Range-Rover og er hönnuð fyrir
sveitavegi, sem ekki eru lagðir varan-
legu slitlagi. Er hún þekkt hér á landi.
VAZ hefur nú breytzt í stór fram-
leiðslusamtök, sem mynduð eru af
þrem verksmiðjusamstæðum. Þeim til-
heyrir einnig verksmiðja, sem fram-
leiðir ræsa og bílvélar svo og viðhalds-
þjónustukerfi í hinum ýmsu borgum
Sovétríkjanna. Bifreiðaverksmiðjurn-
ar starfrækja eigin byggingarfyrirtæki.
Þær starfrækja einnig þjónustustofn-
anir í hinum nýju íbúðahverfum
starfsmanna verksmiðjanna, sem hafa
risið upp samhliða þeim. Verksmiðj-
urnar starfrækja eigin almenningsmat-
sölustaði, þar sem hægt er að afgreiða
samtímis 40 þúsund manns, þar af 31
þúsund I matsölustöðum í verksmiðj-
unum. Alls starfa hjá fyrirtækinu 140
þúsund manns, þegar starfslið þessar-
ar þjónustustarfsemi er meðtalið.
VAZ framleiðir nú 700 þúsund bila
á ári — fullbúinn bíll kemur af færi-
böndum verksmiðjanna 22. hverja
sekúndu. Fimm þúsund stykki í Lada
eru smíðuð i verksmiðjunum sjálfum,
en sjö þúsund stykki í öðrum verk-
Á að gera Alþingi
íslendinga að Kröflu
menningarlífsins?
Bókaútgáfu á íslandi hefur um
langt skeið verið hagað á afar ein-
kennilegan hátt. Heita má að allar
bækur sem birtast komi út í nóvember
og desembermánuðum, en sá hluti árs-
ins heitir á nútímamáli „jólavertíð",
og segir sú nafngift mikla sögu, t.a.m. i
samanburði við forna heitið á jóla-
mánuðinum, mörsugur. Á jólavertíð-
inni fyllast öll blöð landsins af auglýs-
ingum og umsögnum um bækur, svo
að naumast kemst annað að, og jafn-
vel forhertum bókabéusi eins og mér
liggur við köfnun, enda nefnist þetta
útgáfufyrirbæri bókaflóð, sem er hlið-
stætt orð og snjóflóð.
Lengi hefur maður vonað að þetta
jólavertiðarfyrirkomulag á bókaút-
gáfu legðist smátt og smátt af og að
nýjar bækur yrðu á boðstólum allan
ársins hring, eins og aðrar lifsnauð-
synjar. En nú virðist mér augljóst að
mörsugur er orðinn tunglmánuður
bráðapestar sem nefna mætti bóka
bólgu og er hliðstætt fyrirbæri og verð-
bólga. Það er einkenni bráðapestar að
hún getur birst á óvæntustu stöðum,
og svipuðu máli gegnir um bókabólg-
una. Þannig gerðist það fyrir nokkrum
dögum að Ragnhildur Helgadóttir al-
þingismaður kvaddi sér hljóðs utan
dagskrár á þingi og fór að flytja yfir
samþingsmönnum sinum ritdóm um
unglingabók sem Mál og menning
hefur gefið út og nefnist „Félagi
Jesús”, bók sem styðst við rétta hugs-
un en er næsta frumstæð í framsetn-
ingu að minu mati. Eftir að Ragnhild-
ur Helgadóttir hafði lokið við að flytja
ýtarlegan ritdóm sinn stóðu upp rit-
dómarar úr öllum öðrum þingflokkum
og flutti hver sitt mat, stutt rökum og
tilfinningum. Ragnhildur Helgadóttir
talaði margsinnis. Mig minnir að þessi
flutningur á ritdómum um bókina
„Félagi Jesús” tæki nokkrar klukku-
stundir á Alþingi íslendinga, en það
var aðeins upphafið. Samdægurs birt-
ust i hljóðvarpi og sjónvarpi ýtarlegar
fréttir um þetta málþing þjóðkjörinna
ritdómara, og í dag birta mprgun-
blöðin hvorki meira né minna en tæpa
500 dálksentímetra af frásögnum um
ritdóma þjóðkjörinna alþingismanna.