Dagblaðið - 12.12.1978, Side 11

Dagblaðið - 12.12.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978. II Samsetningin og færibandið eru höfuðþættirnir í framleiðslunni. Fund- inn hefur verið hagstæðasti hraði færi- bandsins. Þessi hraði, sem er um 4.8 metrar á mínútu, veldur ekki of miklu álagi á verkamennina. Vert er að vekja athygli á því, að í Fiatverksmiðj- unum á Ítalíu er hraði færibandsins 6 metrar á mínútu og i Kanada 7—8 metrar á mínútu. Á tveggja tíma fresti fá samsetningarmennirnir 10 mínútna hvíld. VAZ notar athyglisvert sam- starfsform viðskipulagningu vinnunn- ar. Hver vinnuflokkur er skipaður 30—40 manns og í sumum tilfellum hundrað manns. Flokkarnir vinna á tvískiptum vöktum undir stjórn verk- stjóra. Meðlimir hópsins skiptast á um störf, þannig að hver tekur við af öðrum. Þess vegna er talið að hver verkamaður sækist eftir þvi að kunna til hlítar sem flest þau störf, sem hópurinn í heild þarf að vinna. Launagreiðslufyrirkomulag V AZ er athyglisvert. í stað hefðbundinna greiðsluforma — greiðslu eftir fram- leiðsluafköstum og greiðslu fyrir unn- inn tíma — hefur verið tekið upp nýtt kerfi, en samkvæmt því eru laun verkamannsins mynduð af þrem þátt- um: Tímavinnugreiðslum, þar sem tekið er tillit til launaskrár, starfsskil- yrða og starfshæfni; aukagreiðslu fyrir að uppfylla áætluð afköst starfshóps- ins og loks aukauppbót fyrir að draga úr vinnutapi og auka framleiðnina. Slikt kerfi tekur tillit til allra þátta — persónulegrar hlutdeildar verka- mannsins og árangurs samstarfshóps- ins. Auk þessa lækkar endurskoðun á verkþáttum, tengdum tilkomu nýrrar tækni eða bættra starfsaðferða, ekki launin heldur þvert á móti skapar tækifæri til þess að hækka þau. Mánaðarlega fá verkamennirnir kort, sem á eru skráðar allar greiðslur og frádrátlarliðir, alls um hundrað færslur. Meðal þeirra eru sérstakar greiðslur fyrir hæfni, fyrir vinnuað- stæður o.s.frv., mæðragreiðslur, ibúðarleiga, fæðisgreiðslur o.s.frv. Þjálfunarmiðstöð verksmiðjanna gegnir mikilvægu hlutverki í lífi sér- hvers verkamanns og verkfræðings við verksmiðjurnar. Tilheyrandi þjálf- unarmiðstöð verksmiðjanna eru starfsfræðsluskóli, sérhæfður mið- skóli, deildir við ýmsar framhalds- námsstofnanir og ýmiss konar nám- skeið. Nýliði vinnur sem iðnnemi og stundar nám i þjálfunarmiðstöðinni. Þetta hjálpar honum til þess að ná fljótar valdi á sérgrein sinni. Iðnnem- arnir eru félagar i verkalýðsfélaginu og hafa sama rétt og allir aðrir verka nienn. Stjórn verklýðsfélags fyrirtækis hefur mjög mikil völd: Án samþykkis hennar getur framkvæmdastjórinn ekki ráðið eða sagt upp starfsmönn um. I Stjórn verklýðsfélags VAZ gerir heildarsamninga við framkvæmda- stjórnina, þar sem skilgreind eru starfsskilyrði, ráðstafanir, sem miða að vinnuvernd og öryggi, svo og félagslegar og menningarlegar ráðstaf- anir og þjónustuaðgerðir. Líkt og öll önnur stórfyrirtæki byggir VAZ ibúðarhús, stofnanir fyrir börn og menningar og þjónustustofnanir fyrir verkafólk sitt. Um þetta eru ákvæði í samningum félagsins. Stjóm verklýðs- félagsins úthlutar dvalarleyfum í eigin sumardvalarheimilum og hressingar- hælum og i búðunt. sem tilheyra öðrum verklýðsfélögum, þ.e. heildar- samtökum verklýðsfélaga. Að jafnaði greiðir félagsmáður aðeins þriðjung dvalarkostnaðarins, eða fær hann alvegókeypis. Verksmiðjan starfrækir eigin heilsu- gæzlustöð og sjúkrahús. þar sem ýmsir læknasérfræðingar starfa. Heilbrigðis skoðun fer fram reglulega til þess að fylgjast með heilsufari verkamann anna. Hvaða vandamál er við að slriða t bilaborginni? Mörg þeirra tengjast þeirri stað- reynd. að Togliatti er ung borg. þar sem meðalaldur ibúanna er 25—27 ár. Árlega fæðast þar um tíu þúsund börn. En bygging barnaheimila og vöggustofa hefur ckki jafnazt á við aukningu ibúafjöldans. í Avtozavod- skihverfi (bílaverksmiðjuhverfinu) eru t.d. 2500 börn á biðlista eftir dvöl á forskólastofnunum. Skortur er einnig á skólum, skólamir sem til eru eru yfirsetnir. Þá eru vissir húsnæðiserfiðleikar. Heildaráætlunin að skipulagi borgar- innar gerði ráð fyrir 750 þúsund manna borg. Mikill vinnuaflsstraumur er til Togliatti, einkunt kcmur ungt fólk frá öðrum borgum, svo að þess cr enginn kostur að sjá hverjum nýjunt innflytjanda fyrir eigin íbúð. Skortur á þjálfuðunt iðnverka- mönnum og fólki til þjónustustarfa er alvarlegt vandamál. Einnig er skortur á verzlunar- og þjónustustofnunum. Öll þessi vandamál í Togliatti eiga rætur að rekja til þeirrar staðrcyndar. að skipuleggjendúr borgarinnar van- mátu vaxtarmöguleika þessarar ungu og blómstrandi borgar. Séð yfir verksmiðjurnar, sem framleiða Lada bifreiðirnar i borginni Togliatti. smiðjum. Vegna hinnar flóknu starfs- skipulagningar eru tölvur mjög notaðar við stjórnun VAZ. Sjálfvirkt eftirlitskerfi fylgist með allri efnahags- starfsémi verksmiðjanna. Frávik frá áætlunum fara aldrei fram úr 10%. \ Kjallarinn y Magnús Kjartansson Ég nefni dálksentimetra þvi sam- kvæmt þeirri einingu er auglýsinga- verð reiknað, og telst mér svo til að framlög morgunblaðanna í dag til þess að vekja athygli á bókinni „Félaga Jesúsi” og forlaginu Máli og menningu jafngildi tæplega 700 þúsundum króna. Ég hafði ekki skeiðklukku þeg- ar ég hlýddi á frásagnir hljóðvarps og sjónvarps, en þar mun auglýsingatim- inn vera verðlagður í sekúndum, og séu þær auglýsingar meðtaldar, kemst auglýsingagildið trúlega hátt í aðra milljón króna. Ekki kann ég að verð- leggja tíma alþingismanna sjálfra — hann væri til að mynda hægt að reikna með þvi að deila fjölda talaðra sekúndna í heildarkostnað Alþingis — en sé sá timi reiknaður ásamt ófyrir- séðum eftirmálum þykir mér trúlegt. að sá stuðningur sem Ragnhildur Helgadóttir skipulagði til þess að auð- velda Máli og menningu að gefa út „Félaga Jesús” jafngildi ekki lægri upphæð en Norræni þýðingarsjóður- inn veitti til þess að gera Þórarni Eld- járn kleift að snúa bókinni úr sænsku á islensku. Ég hygg að Mál og menn- ing hafi sjaldan eignast jafn óvæntan hauk i horni. Auðvitað kemur mér ekki i hug að Ragnhildi gangi annað til en hugsjón og vona að enginn sé svo spilltur, þrátt fyrir peningahyggju okk- ar daga. að halda að Ragnhildur hafi samið við Mál og menningu um að fá prósentur af sölunni á „Félaga Jesúsi". Þinghelgaðir dómar Mér er hlýtt til Máls og menningar og ætti því að vera þakklátur Ragn- hildi, en ég kemst ekki hjá því að hugsa um áframhaldið. Fyrst forsetar Alþingis hafa heimilað að þjóðkjörnir ritdómarar haldi ræður tímunum sam- an um nýútkomna bók, getur eftirleik urinn magnast. Mér þykir trúlegt að Almenna bókafélagið, Barnablaðið Æskan, Bókamiðstöðin, Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Bókaútgáfa Þórhalls Bjarnarsonar. Bókaútgáfan Fróði.. Bókaútgáfan Hildur, Bókaútgáfan Norðri, Frjálst framtak hf„ Hafsteinn Guðmundsson. Hlaðbúð. Iðunn, ísafoldarprent- smiðja, íslendingasagnaútgáfan, Leift- ur, Ljóðhús, Setberg, Skuggsjá, Snæ- fell, Stafafell, Valfell, örn og örlygur o.m.fl. sæki það fast að fá þinghelgaða ritdóma um útgáfubækur sinar ekki síður en Mál og menning.'Gæti þá svo farið að mörsugur entist skammt til þess að fullnægja eðlilegum kröfum. þrátt fyrir endalausa kvöldfundi og næturfundi sém tiðkast hafa i þeim mánuði. Og hvers vegna binda sig við bækurnar einar? Hér er stunduð myndlist af margvíslegu tagi, leiklist, tónlist og allrahanda list; iðkendur þeirra greina eiga heimtingu á að fá þinghelgaða dóma um sig. En þá yrðu auðvitað hégómamál eins og fjárlög að sitja á hakanum. enda eru þjóðlög göf- ugri. Kannski er þetta það sem korna skal. Ég veitti þvi athygli að Gunnar Thoroddsen var nýlega kjörinn for- maður enn einnar stjórnarskrárnefnd- arinnar, trúlega vegna reynslunnar af fyrri störfum hans á því sviði. Mér þætti ekki ólíklegt að hann beitti sér fyrir því að Alþingi yrði breytt í list- þing og gæti þar með orðið einskonar Krafla menningarlífsins, ekki þó um- lukin þefillum jarðgufum heldur höf- ugum ilmi kynborins menningarlifs. En á hvorugum staðnum mætti fram- leiða orku. Magnús Kjartansson. „500 dálksentímetrar af frásögnum um ritdóma þjóðkjörinna alþingismanna jafngilda 700 þúsund krónum.” „Mál og menning hefur sjaldan eignast jafn óvænt- an hauk i horni og Ragnhildi.” Sjómennska, áhætta og aðbúnaður Sjómannastéltin er sú stétt hér á landi sem hvað mest mæðir á en hvað minnst er hlúð að. Má segja að það sé stjórnvöldum og allri þjóðinni til litils sóma. Það hefur þó verið rætt i fjöl miðlum undanfarið að banna eigi loðnuveiðar i desembermánuði og kemur til framkvæmda 15. þessa m;,n- aðar vegna hættu á ísingu og vondum veðrum á þeim tíma. Öllum hugmynd um til að hlúa að sjómönnum bér að fagna, þó menn séu ekki á einu niáli hvernig best sé að framkvæma þær. Eflaust væri æskilegt að banna cða byrgja betur mörg þau verk sem sjó mönnum stafar hætta af. Get ég þar m.a. nefnt hættuna sem stafar af inn siglingunni í Hornafjarðarhöfn i ákveðinni vindátt og straumum. Hættunni sem skapast af þvi að stunda netaveiðar á yfirbyggðum bát- um þar sem skipstjóri sér lítið hvað gerist þegar lögð eru net og dregin. Hættunni sem stafar af svokallaðri „bakborðsblindu” þegar loðnuskilja er staðsett þannig á bátum að hún byrgir skipstjórnarmönnum fullt útsýni yfir sjávarflötinn. Einnig má nefna hætt- una við að hafa vistarverur frammi loðnubátum. Það er vitað hvernig þeir liggja i sjó með fullfermi. Ekki þarf stór alda að fara yfir bakkann þegar hnýfill er aðeins metra yfir sjólínu til að vistarverum sé hætt við að fyllast af sjó. Þannig má eflaust lengi telja. En í því hugarflóði sem skapaðist ef rekja ætti allar þær hættur sem sjó- mönnum er ætlað að búa við. myndi sennilega mörgum detta i hug að bannaætti fiskveiðar. Tel ég þvi réttara að menn liti sér nær og gefi gaum annars vegar þeint öryggisbúnaði sem fyrir er, þvi telja má að hann sé miklum vanefnum bú- Inn, og hins vegar að þeim sem æski- legur væri á fiskiskipum. Ekki alls fyrir löngu varð það slys að mb. Dagfari brann á miðunum. Ekki mátti miklu muna að menn, sem voru sofandi i klefum sínum, björguð ust undan eldi og reyk og var það mesta mildi því ekklvar um nema eina leið að ræða. I öðrum slikum tilfellum gætu þeim verið allar bjargir bannað ar. Það væri mjög æskilegt að undir slíkum kringumstæðum væri um fleiri leiðir að ræða fyrir skipverja til undan Kjallarinn EinarG. Harðarson komu, i gegnum einhvers konar örygg- islúgur eða ganga. Það má teljast vafasamt að hafa alia björgunarbáta skipa aftur á eða við stýrishús. Þar er ntesta hætta á bruna og ekki auðveli að ná i björgunarbát við slikar aðstæður. Einnig getur það hugsast að ef brot skellur á afturhluta skips geti það hreinlega tekið stýris- húsið af. Ekki þarf að spyrja um afdrif björg unarbáta sem þar væru staðsettir þó brotið yrði minna. Það er því sjálfsagt öryggi í því að hafa björgunarbát framrná bakka. Aðauki ættu björgun- arbátar frammá og afturá að geta rúm- að alla áhöfn skipsins hvorir fyrir sig. íshamrar og önnur tæki til að verj- ast ísingu á skipum eiga að vera á vis- um stöðum og bjarghringir einnig dreifðir um allt skip svo að eins fljót- lega og hugsast getur sé hægt að gripa til þeirra. Svipuðu máli gegnir um slökkvitæki. Öryggisútbúnaður og meðhöndlun hans er litt eða ekkert kynnt fyrir ný- liðum á bátaflotanum. Þakka ber að ákveðið sé að varðskip fylgi loðnuflotanum yfir köldustu niánuði ársins. En ætti slikt ekki að vera niiklu oftar? Ef menn t.d. veikjast alvarlega eða verða fyrir slysuni á djúpmiðum má ætla að ekki sé auðvelt að koma þeim til aðstoðar fljótlega nema með slikum ráðslöfununt. Það mætti vera meira um notkun öryggis- óla og hjálma en nú er. Einnig mætti notkun C02 (koldioxið) slökkvitækja vcra meiri. Slik tæki cru annaðhvort sjálfvirk eða ckki þarf að ýta á ncma einn takka til að þau fari i gang. Ef- laust ntá nefna margt fleira. Vakað í 48 stundir Ennþá viðgengst það að „vökulög” eru brotin á sjómönnum. í þeini er gert ráð fyrir að hver skipverji fái a.m.k. 8 stunda hvild á sólarhring. dæmi cru hins vcgar fyrir því að nienn séu látnir vaka i allt að 48 stundir samflcytt ef veiðiaðstæður eru góðar. Það er síðan varið með því að sigling að og frá miðunum sé svo löng að hvildariimi sé yfir 8 stundir á sólar- hring að meðaltali. Þvi ber hins vegar að svara með þeirri staðreynd að menn geta ekki hvílst fyrirfram. Hvernig myndu sjómenn standa ef slys bæri að höndum eða þeir lentu i sjávarháska eftir slikar vökur? Spyrji hvcrsig. Þetta cru hins vegar atriði sern sjó menn sjálfir eiga að passa. En eitt af þvi sem mest er ábótavant hjá þeim er samstaða. Sjálfsagt má rekja hana til rnargra ástæðna. Sennilega ber þar hæst hversu miklurn vandkvæðum það er bundið fyrir þá að koma santan og samræma hugntyndir sínar og kröfur. Stafar það af fjarveru þeirra og einangrun svo langtimum skiptir. Hugsanlcgt cr að vald það scm skip- stjóri hefur sé svo mikið að áhöfn láti hann ósjálfrátt hafa álirif á skoðanir og gjörðir sinar. Því vcldur hræöslan við að kontast í ónáð ef einhvcr tckur af skarið. Æ.tla ntá þó að i islcnska sjó ntanninum renni cnnþá það blóð að hann sé ekki gefinn fyrir að kvarta og kveina yfir „smámunum”. Annað atriði. sent veikir santstöðu sjóntanna. er að stór hópur þeirra cru aðeins sjóntenn i skamntan linta i von unt skjólfenginn auð. Þcir eru þvi ofl afskiptalausir fyrir því hvernig á þeint er brotið ef báturinn fiskar. Unt lcið vcikja þeir grundvöll fyrir santslöðu hinna sem mestu varðar. EinarG. Harðarson námsmaður /

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.