Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1979. Dæmisaga af einstæðri tveggja barna móður ,............. Astandiðá Félagsmála- stof nun aldrei verið verra: „Tvítug móðir með tvö börn — fjög- urra ára og 2ja mánaöa — er nýskilin við mann sinn. Hann hefur verið at- vinnulaus af ýmsum ástæðum og því ekki getað staðið í skilum með ýmsar greiðslur. Hún skuldar húsaleigu fyrir tvo mánuði, hússjóð fyrir þrjá. Hún hefur ekki getað staðið í skilum við hús- gagnaverzlunina svo húsgögnin verða sótt einhvern næsta dag. Sjónvarpið hefur verið innsiglað síðan í sumar. Hún er nýbúin að fá viðvörun um lokun frá Rafveitunni. Hún á enga peninga fyrir mat, móðir hennar sem vinnur í fiski er litt aflögufær og aðrir aðstandendur sem hún gæti leitað til fyrirfinnast ekki. Einu tekjurnar sem þessi stúlka hefur er með- lag með tveimur börnum, kr. 52.078, og mæðralaun frá Tryggingastofnun kr. 24.23l.Samtalskr. 76.309.” Þessa sögu er að finna í opnu bréfi starfsmanna Breiðholtsútibús Félags- málastofnunarinnar til borgarstjórnar- meirihlutans þar sem hann er minntur á gefin loforð um úrbætur í félagsmálum. Nú sjö mánuðum síðar hefur ástandið aldrei verið verra. Því til staðfestingar er sögð saga af vandamálum þessarar tvitugu móður, sem að sögn Nönnu Mjallar Atladóttur, eins af starfsmönn- um stofnunarinnar, er ekkert einsdæmi heldur þvert á móti mjög dæmigert fyrir ástandið í þessum málum. En áframmeð söguna. „Á þessum tekjum getur hún að sjálf- sögðu ekki lifað, hvað þá borgað skuldir sem hlaðizt hafa upp. Auk þess býr hún j leiguhúsnæði — húsaleigan ein er 50 þúsund krónur á mánuði. Hún er búin að sækja um dagvistun fyrir börnin svo hún geti sjálf farið að vinna sér inn tekjur. En dagvistunarrými liggur ekki á lausu. Henni er tjáð að það muni taka nokkra mánuði áður en hún fái dag- heimilispláss. Mál hennarer lagt fyrir — félagsmálaráð samþykkir að veita henni lán til að greiða húsaleigu og hússjóðinn, starfsmaður Félagsmálastofnunar ásamt stúlkunni semur við Rafveituna og húsgagnaverzlunina um frest. Auk þess samþykkir félagsmálaráð að styðja stúlkuna með peningum fyrir mat í 3 mánuði, því þá er gert ráð fyrir að hún geti farið að vinna sér inn tekjur. Stúlk- unni léttir við þessi málalok — hún eyg- ir þarna mögule'ika á að komast á réttan kjöl á ný — þó vissulega veröi framtíðin erfið. En hún er ekki vön neinum lúxus frá sínu venjulega alþýðuheimili, svo hún bítur á jaxlinn, ákveðin I að spjara sig. Svo er komið að útborgun — en — engir peningar til. Stúlkan verður að biða I fleiri vikur áður en F.R. getur greitt út þessa peninga. Á meðan þarf hún stöðugt að reyna að semja um frest á húsaleiguskuld, stór vörubíll kemur til að sækja húsgögnin, en henni tekst að bægja þeim burt — I bili. Rafmagns- maðurinn kemur til að loka, en hann er skilningsríkur, hefur kannski kynnzt því sjálfur hvað fátækt er o.s.frv. Allir hljóta að geta gert sér í hugarlund hversu niðurlægjandi og niðurbrjótandi svona ástand er fyrir stúlkuna.” -GAJ- Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess ad frelsj geti vióhaldist Hefurðu heyrt sögumar sem ganga um\hlvo? Volvo „kryppan“ kom mörgum á óvart á íslandsmótinu í sandspyrnu í september síðastliðnum. Sagan segir að „kryppan" hafi hafnað í fyrsta sæti í sínum flokki, fólksbílaflokki A8. í sandspyrnumótinu var Volvo 144 einnig sigursæll. Hann komst í fyrsta sæti í sínum flokki, flokki 4B, en sá sigur kom fæstum á óvart, að minnsta kosti ekki neinum, sem þekkja kosti 144. Volvo 244 komst lengst í sínum stærðarflokki í sparaksturskeppninni í haust. Volvoinn komst 63,01 km — og eyddi aðeins 7,94 lítrum á hverja 100 km. í dag er Volvo 244 söluhæsta bifreiðin á íslandi fyrstu 9 mánuði ársins. í heild- arbílaeign landsmanna er Volvo nr. 4. Fyrir 10 árum var Volvo í níunda sæti. íslendingar hafa alltaf haft gaman af góðum sögum. Það besta við sögurnar okkar er samt það, að þær eru allar dagsannar. Volvo 343 með 138 ha. turbodiesel, XD-1, setti heimsmet í hraðakstri í flokki dieselbíla með 2ja lítra rúmmáli, á Landvettersflugvelli. Metið er 209,18 km/klst. Fyrra metið 205,8 km/klst. var sett í Bandaríkjunum árið 1972. Svo má líka bæta við þessa sögu, að tveir fyrstu bátarnir sem unnu sjó- rallið í haust, voru búnir Volvo Penta vélum af gerðinni AQ 200/280. VELTIR Hr. Suðurlandsbraut 16-Simi 35200

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.