Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1979. DB á ne ytendamarkaði Upplýsingaseðlar um jólamánuðinn: Hin dýra árstíð — stærstu fjölskyldurnar reyndust koma með hagstæðustu tölurnar Útgjöld þeirra, sem sendu okkur upplýsingaseðla fyrir desembermánuð, reyndust allnokkru hærri heldur en i næsta mánuði á undan. Það er ofur skiljanlegt, jafnvel þótt engar verð- hækkanir hefðu orðið á tímabilinu. Fólk eyðir gjarnan meiru i jóla- mánuðinn og lætur þá ýmislegt eftir sér sem ekki er gert aðra mánuði ársins. Því miður voru innsendir seðlar nokkru færri en mánuðina á undan. Söknum við nokkurra sem áður hafa. sent okkur upplýsingaseðla. — Flvetjum við fólk til þess að taka sig nú á og senda okkur seðla fyrir janúarmánuð! Seðlar komu frá 27 stöðum á landinu fyrir desember- mánuð. Stærstu fjölskyldurnar hagstæðastar Að þessu sinni komu hagstæðustu kostnaðartölurnar út fyrir stærstu fjölskyldurnar. Átta manna fjölskylda var með lægstan meðaltals- kostnað á mann, eða 21.375 kr„ en það er ekki marktæk tala því aðeins ein átta manna fjölskylda sendi inn seðil. Næsthagstæðust var sjö manna fjölskyldan með 21.867 kr. á mann en nokkuð margir seðlar komu frá þeirri fjölskyldustærð svo sú tala gefur betri heildarmynd. Síðan kemur fimm manna fjölskyldan með 24.695 kr. á mann. Sú fjölskyldustærð hefur oft áður komið mjög hagstætt út. Sex manna fjölskyldan var fjórða í röðinni með 26.075 kr. á mann, þar næst fjögurra manna með 28.488 kr. Þá kom þriggja manna fjölskyldan með 28.607 kr. á mann. Einn seðill var frá einstaklingi, með 27.843 kr. Þó nokkur bréf bárust með upplýsingaseðlunum og þökkum við fyrir þau. 1 einu var tekið fram að innsend upphæð væri ekki „raunhæf’ vegna þess að viðkomandi þurfti ekki að kaupa kjöt, rjóma, niðursoðna á- vexti eða gos fyrir jólin. — Önnur fjölskylda hefði fest kaup á 1/4 nauti í desember og því var hennar upphæð i hærra lagi. Hins vegar var meðaltals- útreikningunum lokið þegar sá seðill barst og því er hann ekki með í meðaltalinu, aðeins með í úr- drættinum. Nú er komið fram í febrúar og allir auðvitað fyrir löngu búnir að leggja saman kostnaðinn í janúar. 1 dag birtum við janúarseðilinn og biðjum þá sem ætla að vera með að fylla hann út og senda okkur hið fyrsta. — Við skulum miða að þvi að seðlamir hafi borizt blaðinu fyrir miðjan mánuðinn. -A.Bj. Vinningurinn í heimilisbókhaldinu: Desemberf jölskyldan fékk úttekt fyrir rúml. 85 þúsund DREYMDIAÐ HÚN HEFÐIFENGIÐ VINNING! | !■! Félagsmalastofnun Reykjavikurborgar' MM________________________________ Starfsfólk í heimilisþjónustu Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða starfsfólk í heimilisþjónustu. Nánari upplýsingar veittar í Tjarnargötu 11, sími 18800. „Þú bara segir ekki? Unnum við?” sagði Erla Sigurgeirsdóttir himinlif- andi þegar við færðum henni þau gleðitíðindi að fjölskylda hennar hefði hlotið úttektarvinninginn fyrir desembermánuð. Upphæðin reyndist 85.821 kr. en það er meðalkostnaður í desembermánuði á þær þriggja manna fjölskyldur sem sendu inn upplýsinga- seðla um heimiliskostnað. — Erla er gift Höskuldi Dungal og eiga þau einn ungan son. Eru vinningshafarnir okkar búsettir á Seltjarnarnesi. Segja má að vinningurinn hafi ekki komið Erlu algerlega á óvart þvi nóttina eftir að hún skilaði inn seðlinum sinum dreymdi hana að hún ynni úttektina! — Ekki kannaðist hún þó við að hana dreymdi fyrir daglátum aðöllu jöfnu. Við munum fylgjast með Erlu þegar hún fer i fyrstu verzlunarferðina, eins og venja er. Fjölskylda Erlu er sjötta fjölskyldan sem fær mánaðarúttekt á vegum Dagblaðsins og Vikunnar. Verðlaunahafinn er dreginn út mánaðarlega úr innsendum upp- lýsingaseðlum þeirra. sem taka þátt í heimilisbókhaldinu og færa daglega útgjóld sín á „veggspjaldið góða”. Það fengu áskrifendur Vikunnar og Dag- blaðsins sent í sumar. Ef einhver hefur hug á að byrja á bókhaldinu núna er hægt að fá sent veggspjald. Hringið til okkar eða skrifið og við sendum ykkur veggspjaldið. -A.Bj. Lítíð blóm sem bætir loftið Þetta litla, laglega blóm er Airbal blómið. Við það er fest lítil plata, sem unnin er úr ferskum náttúruefnum. Hreinsar andrúmsloftið, - gefur góða lykt. Límist á alla slétta fleti. Tilvalið í snyrti- og bað- herbergi. Fæst á bensínstöðvum Shell, apótekum og í fjölda verslana. Heildsölubirgðir: Smávörudeild. Sími 81722 Olíufélagið Skeljungur hf Shell Upplýsingaseöill tíl samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaöur 1 Jan.mánuöi 1978 Matur og hreinlætisvörur kr---------------------------- Annaö kr.---------------------- Alls kr------------------------ W IfftlY Fjöldi heiinilisfólks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.