Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1979. WBIAÐIB frjálst, úháð dagblað Útg«fandfc Dagblaðið hf. Framkvasmdastjóri: Sveinn R. EyJóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RitstJómarfuRtrtJÍ: Haukur Heigason. Skrtfstofustjóri ritstjóman Jóhannas RaykdaL íþróttir HaNur Sfmonarson. Aöstoóarfréttastjórar Atil Stainarsson og ómar VakiF marsson. Manningarmál: Aöabteinn IngóHsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgair Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Glssur Sigurös- son, Gunniaugur A. Jónsson, Hallur HaHsson, Halgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson/ ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. LJÓsmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlelfur Bjamlaifsson, Hörflur VUhjáimsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Pormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjóifsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorialfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drelfing- arsfjórfc Már E.M. HaHdórsson. RitstJóm Slflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadaUd, auglýsingar og skrifstofur Þverhottí 11. Aflalsknl blaflsins er 27022 (10 línur). h .krift 2500 kr. á mánufli innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakifl. Satning og umbrot Dagblaflifl hf. SWJumúla 12. Mynda- og pkStugerfl: HHmir hf. Siflumúla 12. Pren^un: Arvakur hf. Skeifunni 10. Báðirmoki flórínn Framkvæmdanefnd alþjóðlega hand- knattleikssambandsins hefur staðfest þann úrskurð aganefndar sama sambands, að Víkingur fái ekki að halda áfram í Evrópukeppninni. Víkingur hafði áður unnið sér þann rétt með því að sigra sænska handknattleiksliðið Ystad. ~ - Dómurinn byggist á kæru sænsks handknattleiks- leiðtoga vegna drykkjuláta leikmanna Víkings og meðreiðarmanna þeirra eftir sigurleik þeirra í Ystad. Voru sumir þeirra bókaðir hjá lögreglunni í Ystad vegna rúðubrota, en voru samt ekki kærðir. Meðferð aganefndar og framkvæmdanefndar alþjóðlega handknattleikssambandsins á þessu máli er mjög sérstæð. í fyrsta lagi eru dómarnir miklum mun strangari en áður hefur tíðkazt í slíkum tilvikum, sem því miður eru anzi mörg. í öðru lagi eru lögformin úr lagi gengin hjá sambandinu. Sá maður, sem persónulega kærir drykkju- lætin, situr síðan sjálfur í dómstólum og hefur forustu um úrskurði. Og í þriðja lagi gerir hann það með símtölum út um heim. .án þess að mótaðili hafi tækifæri til málflutnings. Af hálfu Víkings munu vafalaust fylgja eftirmál vegna þessara atriða. Alþjóðlega handknattleikssambandið hefur orðið sér til minnkunar, svo mikillar, að rétt er að fylgja málinu eftir af fremsta megni. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd, að leikmenn Víkings sumir hverjir og meðreiðarmenn þeirra í Ystad urðu sér til skammar vegna ölvunar. Slík framkoma má gjarnan leiða til brottrekstrar úr Evrópukeppni, ef sú refsing gilti í öllum tilvikum og ekki bara um Víking einan. Um allan hinn vestræna heim er drykkjuskapur íþróttamanna alvarlegt vandamál, sem íþróttaforustan hefur hingað til tekið of léttum tökum. Þetta er um- hugsunarefni almennings og stjórnvalda, þegar talað er um uppeldisgildi íþrótta. Drykkjuskapur íþróttamanna hefur töluverð áhrif á stuðningsmenn félagsliða, sem sumir hverjir haga sér margfalt verr, svo sem sanna dæmin um eftirleiki að loknum leikjum í brezku knattspyrnunni. Alvarlegri eru þó áhrifin á unglingana, er æfa með félögunum og horfa á framferði hinna, sem lengra eru komnir. Þar erum við komin að mikilvægum þætti spurningarinnar, hvort íþróttir hafi gott uppeldisgildi eða vont. Vandinn hér á íslandi er sennilega ekki meiri en annars staðar í þessu efni. En hann er okkar heimavandi og kemur okkur meira við en hliðstæður vandi annarra þjóða. Forustumenn íþróttafélaga telja sig ef til vill ekki hafa ráð yfir einkalífi áhugamanna.sem keppa á vegum þeirra. En stórfelld hneykslismál eru ekki lengur neitt einkalíf íþróttamanna. Þau eru opinber mál. Atburðirnir í Ystad eiga að vera forustumönnum íslenzkra íþróttafélaga tilefni til að taka þessi mál föstum tökum í framtíðinni. Annars eiga þeir á hættu rýrðan velvilja almennings og í kjölfar þess minnkaðan stuðning hins opinbera. Eftir Ystad þurfa tveir aðilar að moka flórinn. Annars vegar alþjóðlega handknattleikssambandið, sem þarf að koma á samræmi og réttum lögformum í meðferð agamála. Og hins vegar íslenzk íþróttahreyfing, sem þarf að hindra endurtekningu slíkra agamála. Thailand: Heittelskuð eigin- konan reyndist karl Hann hélt að hann hefði hlotið nokkur hundruð þúsund og síðan varð happadrátt lífs síns Hollendingurinn Jan Koeman, þegar hann gekk að eiga sína heittelskuðu Oranong frá Thailandi. Það var hins vegar einn allsherjar misskilningur og nú situr Jan uppi með sárt ennið og tæplega milljón krónum fátækari. Hin óvenjulega ástarsaga þeirra Jan og Oranong hinnar 24 ára gömlu fegurðardísar frá Thailandi hófst á litlum bar þar í landi. Þar féll Jan fyrir hinni óviðjafnanlegu Oranong og eftir að hann kom aftur heim til Hollands hófu þau innilegustu bréfaskriftir. Lauk málinu svo að Jan sparaði saman fyrir annarri ferö til Thailands og þau drifu í að ganga í hjónaband. Faðir brúðarinnar varð að greiða að reiða af hendi enn hærri upphæð til að hún gæti fengið vegabréf til að hverfa af landi brott til Hollands. Jan borgaði allt saman, enda til mikils að vinna. Oranong reyndist mjög siðsöm og ekki á þeim buxunum að láta meydóm sinn af hendi fyrr en í siðustu lög. Þess vegna bjuggu þau hjónin saman án þess að Jan kenndi konu sinnar. Leið svo fram um hrið. Oranong hin thailenzka reyndist ekki mjög gefin fyrir húsverkin og fór því að vinna við afgreiðslu á gleðistað einum. Gestirnir þar voru mun fjplþreifnari en eiginmaðurinn og voru fljótlega búnir að uppgötva að ekki yar allt með felldu með Oranong. Þeir töldu hana Hinn hcittelskaða „eiginkona" Oranong frá Thailandi var fremur brjóstasmá enda kannski von, þegar öll kurl i málinu voru komin til grafar. sem sagt vera karlmann. Voru nú ein- hverjir svo hugulsamir afl^láta Jan, eiginmanninn vita, en honum brá að sjálfsögðu illilega í brún. Fékk hann nú skýringuna á því hve eiginkona hans hafði gilda upphand- leggi og litil brjóst. Reyndar hafði læknir einn tekið hana i hormóna- aðgerð til að gera þau svolítið bústnari. Allt hafði Jan auðvitað borgað. Og þá var að athuga hvers vegna í skollanum hinn vondi maður hafði gengið að eiga Jan Koeman á verulega fölskum forsendum. Jú, hér var aðeins ungur Thailendingur, sem hafði séð sér leik á borði að komast á auðveldan hátt úrlandi. Ekki hefur frétzt nánar um gang málsins eða afdrif hins ráðagóða Thailendings. Aftur á móti segist Jan Koeman vera algjörlega niðurbrotinn maður. Bæði sé hann stórum fátækari af peningum eftir en áður og auk þess finnst honum óbærilegt að hafa látið blekkjast svona óskaplega. Jan Koeman er aigjörlega niður- brotinn maður eftir ófarirnar i kvenna- málunum. Hver vill stíga fyrsta skrefið? Nær allir virðast sammála um að það sé eitt stærsta mál landsmanna að stöðva verðbólguna. Menn tala um að ella sé öllu stefnt i voða og að hver ein- asti maður verði að sýna samstöðu gegn vágestinum. En hvað gerist? Þrátt fyrir allt talið og yfirlýsingarnar gerist lítið sem ekki neitt. Verðbólgan heldur sínu striki og ýmsir virðast bæði undrandi og von- lausir. En það er með þetta, eins og raunar flest annað. að ef takast á að ná tökum á einhverju fyrirbæri verða menn að þekkja orsakir og eðli fyrirbærisins. En ef til vill er það einmitt þarna sem menngreinirá. Upphaf hringekju verðbólgunnarer ávallt hið sama, það er óraunhæf launahækkun. Hún veldur því að fyrirtækin neyðast til þess að hækka jafnharðan sína söluvöru eða þjón- ustu. Útflutningsfyrirtækin þurfa einnig sina hækkun og erlendur gjald- eyrir verður að hækka. krónan er skráð á lægra gengi og gengið er sagt vera fallið. Það veldur síðan hækkuð- um tollum í sama hlutfalli (30% regl- an gildir ekki hjá tollinum eða rikis- sjóði), flutningsgjöldin hækka og þar með hækka allar innfluttar vörur og irmlendar vörur úr erlendum efnum hækka enn á ný. Að lokum hækka skattarnir i samræmi við launahækk unina og þar með er hringekjan komin einn hring. Kjallarinn Tryggvi Helgason Hrunadansinum má síðan halda áfram með þvi að krefjast nýrra kaup- hækkana á einhverjum forsendum, svosem vísitölum eða einhverju öðru, hringekjan fer þá aftur af stað nýjan hring og hann er alveg eins og sá fyrri. Þessu má halda áfram endalaust en þetta er líka hægt að stöðva með því að stöðva launahækkanir, þá stöðvast hringekjan af sjálfu sér. Það er til einföld regla og hún er sú að verðbólga eins árs er ávallt jafnhá heildarlaunahækkunum allra lands- manna umfram þjóðartekjur, reiknað á verðlagi næsta árs á undan. Þetta þýðir að 5% launahækkun allra laun þega landsins l. marz næstkomandi mun valda sem næst 5% verðbólgu og 4% hækkun á 3ja mánaða fresti út árið veldur sem næst I7% verðbólgu. 8% hækkun l. marz og á 3ja mánaða fresti út árið veldur um 32% verð- bólgu. Þar sem menn hafa nú hver í kapp við annan lýst áhuga sinum á því að stöðva verðbólguna og jafnframt því að allir verði að vera reiðubúnir til þess að fórna einhvcrju og sýna nauðsynlcga samstöðu til þess að ná því takmarki — er þá ekki cinmitl núna tækifæri til þess að sýna viljann í verki og bjóðast til þess að stöðva allar launahækkanir næstu I2 mánuöi til reýnslu? Hver — hvaða stétt, hvað stéttarfé- lag eðahvaða forystumaður vill verða fyrstur til þess að Iýsa yfir að hann óski þess að sin laun og sinna haldist óbreytt l. marz næstkomandi og til loka þessa árs? Hver vill verða fyrstur til þess að sýna þá fómfýsi og sam- hygð? Hver vill verða fyrstur að riða á vaðið og vera öðrum til fyrirmynd- ar? Ósjálfrátt verður manni litið til þingmannanna, ráðherranna og ann- arra forystumanna og þeirra annarra sem mest mega sín t þjóðfélaginu. Tryggvi Helgason flugmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.