Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1979. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir STAÐA KR STERK12. DEILD EFTIR SIGUR Á ÁRMANNI KR sigraði Ármann 18-15 í Höllinni KR vann þýðingarmikinn sigur á Ar- manni i 2. deild íslandsmótsins i hand- knattleik á laugardag. Í uppgjörí topp- liða 2. deildar sigraði KR, 18—15, eftir að hafa haft yfir l leikhléi, 11—9. Það var mikil taugaspenna í Höllinni er topplið 2. deildar mættust. Bæði lið gerðu sig sek um mistök en viðureignin var spennandi. KR leiddi lengst af en á 18. mínútu síðari hálfleiks náði Armann að jafna, 14—14. Þá var Björn Jóhanns- son, markakóngur 1. deildar i fyrra, að verki. En KR svaraði með tveimur mörkum. Simon Unndórsson var að verki i bæði skiptin 16—14. Björn svar- aði fyrir Ármann með marki úr viti, 16—15, en enn var Símon á ferðinni, kom KR í 17—15 og aðeins tvær min- útur eftir. Þar með innsiglaði hann i raun sigur KR en síðasta orðið átti Haukur Ottesen, 18—15. KR hefur nú sett stefnuna á 1. deild. Stendur bezt að vígi með 14 stig úr 9 leikjum. En baráttan er hörð og 1 raun berjast fjögur lið um tvö efstu sætin. Þór, Eyjum, KR, Ármann og Þór Akur- eyri. Staða KR er nú bezt eins og fyrir segir eftir hinn þýðingarmikla sigur í Höllinni. íþróttir Smurbrauðstofan BJORNINN NjáBsgötu 49 — Simi 15105 SEKONIC Ljósmælar Rnlux Litsjónvörp w audio technica Pickup Heyrnartól M FISHER Hljómtæki OCOSIIMA Myndavélar TSiGmfl Linsur Astra Music Útvarpsklukkur SUnPflK Flöss Kvikmyndatöku Ijós og Sýningartjöld MAGNON Kvikmynda sýningavélar HOYfi Ljósmynda filterar Þrífætur GINO Ljósmynda töskur SPECTRUM Sjónvarps leiktæki MallorY Rafhlöður ZENITH ZORKI — KIEV MYNDAVÉLAR, SUPER ZENITH Sjónaukar Stjarnan sigraði Leikni stórt — og þar með er nánast víst að Leiknir fellur í3. deild Stjarnan sigraöi Leikni, 34—21, 1 botnbaráttu 2. deildar á laugardag. Þar með negldi Stjarnan slðasta naglann 1 kistu Leiknis. Liðið hlýtur nú að falla 1 3. deild — er áberandi lakasta lið 2. deild- ar, hefur enn ekki hlotið stig. Miklar deilur hafa verið innan Leiknis í vetur og hefur það farið ákaflega illa með félagið. Handknattleikur er í raun i rúst í Leikni. Það er synd, því gott starf var unnið innan deildarinnar. Þrátt fyrir sigur hefur Stjarnan ekki alveg forðað sér, því flest bendir til að hún hafni i 7. sæti 2. deildar og þurfi því að leika við lið nr. 2 i 3. deild um sæti i 2. deild næsta keppnistímabil. Sá orðrómur hefur gengið fjöllunum hærra að lið Leiknis sé ólöglegt þar sem einungis piltar úr 2. flokki leika með fé- laginu í meistaraflokki. Samkvæmt lögum HSl er þó ekki svo, þar sem ekki eru sett takmörk fyrir því hve margir piltar úr 2. flokki megi leika með meist- araflokksliði. Dan Ripley setti heimsmet á stöng — þrjú heimsmet innanhúss um helgina. Ripleystökk 5.63 Dan Ripley, USA, setti nýtt heimsmet I stangarstökki innanhúss á móti I Edmonton i Alberta, Kanada á laugar- dag. Stökk 5,63 metra í þriðju tilraun Eldra metið átti landi hans Mike Pulley, 5,62 metrar. Á sama móti setti Renoldo Nehemiah, USA, nýtt heimsmet í 50 metra grindahlaupi. Hljóp á 6,36 sek. Annar varð Foster, USA á 6,56 sek. Þriðji Bethel, USA, á 6,65 og Thomas Mumkelt, V-Þýzkalandi, fjórði á 6,67 sek. Steve Williams, USA, sigraði I 50 metra hlaupi á 5,78 sek. Haisley Craw- ford, ólympiumeistarinn I 100 m frá Trinidad, varð annar á 5,80 sek. og Steve Riddick, USA, þriðji á 5,91 sek. Eamon Coghlan, trlandi, sigraði i milu- hlaupi á 3:57,7 sek. sem er kanadiskt met. I 3000 m sigraði Seuliman Nyan- bui, Tanzaníu, á 7:51,30 mín. Nick Rose, Bretlandi, varð annar á 7:58,29 mín. í Moskvu setti Vera Komisova nýtt heimsmet innanhúss i 60 metra grinda- hlaupi kvenna. Vera hljóp á 7,89 og var hinn öruggi sigurvegari. SJÓNVARPSBUÐIN BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099 Guðrún setti íslands- met í kúlu innanhúss — Guðrún Ingólfsdóttir varpaði 13.47. Hreinn Halldórsson varpaði 20.08 Stuttgart hélt jöfnu í Hamborg Bjöm Jóhannsson hefur snúið á Ólaf Lárusson og skorar fvrír Ármann. sovéskra á EM Guðrún Ingólfsdóttir Ármanni, setti nýtt tslandsmet i kúluvarpi á innan- félagsmóti KR, innanhúss, i gær. Hún varpaði 13,47 og bætti eigin árangur um tæpan hálfan annan metra. 1 kúluvarpi karla náði Hreinn Hall- dórsson lslandsmethafinn, sér vel á strik og varpaði 20,08 en það er bezti árangur Hreins með leðurkúlu. Guðni Halldórs-. son varpaði kúlunni 18,16 metra en það er annar bezti árangur innanhúss. Þriðji i kúluvarpinu varð hinn efnilegi Óskar Reykdalsson en hann varpaði 15,08. Aðeins þrír leikir voru háðlr 11. deild- inni i Vestur-Þýzkalandi á laugardag. Hamburger SV náði ekld nema jafntefli á heimavelli við efsta Hðið Vfb Stuttgart. ÚrsHt: Dortmund—Bochum 2—2 Hamborg—Stuttgart 1—1 Frankfnrt—Bayern 2—1 Staða efstu liða: Stuttgart 20 11 5 4 35-20 27 Hamborg 18 11 4 3 37-14 26 Yfirburðir NataUa Linichuk og Gennadi Karpo- sonsov urðu Evrópumeistarar I para- keppni I skautadansi. Þau höfðu mikla yfirburði á Evrópumeistaramótinu i Zagreb, Júgóslavíu. Bættu þar EM-titl- inum við heismmeistaratitilinn sem þau unnu I Ottawa. Ausantjaldsþjóðirnar höfðu mikla yfirburði I Zagreb. Keppendur þaðan röðuðu sér I fimm efstu sætin i para- keppninni en þau Linichuk og Karpo- sonsov höfðu yfirburði. Þau hlutu 207,02 stig samanlagt og i frjálsu æfingunum hlutu þau 5,9 stig af sex mögulegum. í öðru sæti urðu fyrrverandi heimsmeist- arar, Moiseyeva og Minenkov er hlutu 201,72 stig. f þriðja sæti urðu siðan Krisztina Regoczy og Andreas Sallay. Þessi þrjú pör urðu einnig i þremur efstu sætunum i Ottawa á HM. *• OmarTorfason íVíking ísifrðingurinn Ómar Torfason hefur nú í hyggju að flytja tii Reykjavfkur og mun hann ætla að leika með 1. deildar- liði Vikings i sumar. Ómar hefur nú siðustu árin verið einn af máttarstólpum liðs tsfirðinga, sem siðastiiðið sumar var svo nærri að vinna sæti i 1. deild. Ómar Torfason er ekki eini tsfirðingurinn á förum til Reykjavtkur. Jón Oddsson hefur þegar tilkynnt félagaskipti i KR. Guðrún fngólfsdóttir — Íslandsmet inn- anhúss. Kaisersl. Frankfurt Bayern DUsseldorf 18 10 6 2 36-23 26 20 11 3 6 36-26 25 19 8 4 7 36-28 20 18 7 5 6 37-28 19 i v i^iyi íkjí i K VIKM YN DASKOÐARAR OG SÝNINGARVÉLAR MEÐ OG ÁN TALS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.