Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 19
— í heimsbikarnum í stórsvigi. Var rúmum fjórum sekúndum á undan næsta manni en hlaut ekkert stig þrátt fyrir það Svíinn Ingemar Stenmark hafði hreint ótrúlega yfirburði i stórsviginu i Jasna i heimsbikarnum i gær. Stenmark sigraði i stórsviginu á 2:53.47, var rómum fjórum sekúndum á undan næsta manni. Hreint ótrúlegir yfirburðir þegar tii þess er litið að fremstu skiðamenn heims eru þarna í keppni. Þegar eftir fyrri um- ferðina hafði Stenmark náð um sekúndu forskoti og i siðari umferðinni jók hann stöðugt yfirburði sina. Annar í Jasna var Júgóslavinn Boris Krizaj á 2:57.53. Þriðji varð Heini Hemmi, Sviss, og fjórði Austurríkis- maðurinn Wolfram Ornter. Þrátt fyrir yfirburðasigur sinn í Jasna hlaut Stenmark engin , stig fyrir — hann hefur þegar náð því að sigra þrívegis í stórsvigi og þannig er honum nánast gert ómögulegt að sigra í heimsbikarnum, þrátt fyrir að enginn efist um, að hann sé fremsti skíðamaður heims. Peter Luscher Sviss hefur forustu í baráttunni um heimsbikarinn. Hann hefur hlotið 173 stig. Stenmark er i öðru : sæti með 135 stig og þriðji er Andreas | Wenzel frá smárikinu Lichtenstein með 122 stig. I Cindy Nelson frá Bandarikjunum vann nauman sigur í bruni í Pronten í V-Þýzkalandi og batt þar með enda á samfellda sigurgöngu Annie-Marie Moser. Anne-Marie hafði fram að keppninni í Proten sigrað í öllum brunkeppnum heimsbikarsins. Hún hafði hins vegar ekki heppnina með sér í Pronten. Skammt frá markinu féll hún. „Ég tók áhættu en mistókst. 1 stökki missti ég sjónar af jörðinni og því fór sem fór,” sagði Annie-Marie eftir Pronten- ósigurinn. Cindy Nelson hlaut tímann 1:18.62 að aðeins tveimur hundruðustu úr sekúndu á eftir henni var Caroline Attie frá Frakklandi og þriðja — þremur hundruðustu úr sekúndu á eftir Nelson var Irene Epple, V-Þýzkalandi. Á laugardag fór fram svigkeppni í Pronten og þar vann Hanni Wenzel, Lichtenstein sinn fyrsta sigur i vetur. Hún sigraði — fór siðari umferðina , glæsilega en eftir fyrri umferðina var hún í fjórða sæti. Wenzel hlaut tímann 97:49 en önnur varð Fabienne Serrat, Frakklandi á 97:58. Þriðja varð Regina Sackl, Austumki, og fjórða Lea Sölkner, Austurríki en hún hafði forustu eftir fyrri umferðina. Staðan i stigakeppni kvennanna: 1. A nne-Marie Moser 196 2. Hanni Wenzel, 180 3. Marie-Therese Nadig, Sviss 125 4. Irene Epple, V-Þýzkalandi 130 GleÓilegt sumar, gott er nú blessað veðrið!! Ertu farinn að hugsa hlýtt til sumarsins? Hvað á að gera í fríinu? Hvert skal halda? Verður farið til útlanda með fjölskylduna? Á að taka bílinn með til Norðurlanda eða fljúga suður til sólarstranda? Sjaldnast eru auraráðin of mikil ef ætlunin er að gera góða reisu. En nú er orðið auðvelt að bæta úr því. Það gera IB-lánin. Með reglubundnum mánaðar- legum sparnaði og IB-láni geturðu tryggt þér umtalsvert ráðstöfunarfé. Og ef makinn er með - tvöfaldast möguleikarnir. Er þettaekki lausn sem þér líkar? Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni 4 lónaðarbankinn 2 AÓalbanki og útibú Ingemar Stenmark, sigradi meó yfirburðum. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1979. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Ótrúlegir yf irburðir Stenmark í Jasna Völsungur feti f rá meistaratign — íblaki kvenna eftir 3-0 sigur gegn Þrótti. ÍS vann stórsigur á Mími Völsungur er nú aóeins feti frá íslandsmeistaratign í blaki kvenna. Eftir sannfærandi sigur á Þrótti, 3-0, aó Hafralækjarskóla i Aðaldal á laugardag, þarf Völsungur í raun aðeins tvö stig úr tveimur sióustu leikjum sfnum, vegna hins hagstæða hrinuhlutfalls. Völsungur hafði ávallt undirtökin í viðureign liðanna að Hafralæk. Völs- ungur vann fyrstu hrinuna, 15-11, þá næstu einnig 15-11, og loks þá þriðju 15- 10. Þróttur lék síðan við ÍMA á Akur- eyri og sigraði þá örugglega, 3-1. Staðan í 1. deild kvenna er nú: Völsungur 6 5 1 16—4 10 ÍS 6 4 2 13-9 8 Þróttur 6 4 2 13—9 ' 8 ÍMA 5 1 3 5-12 2 Breiðablik 5 0 5 1—15 0 í 2. deild karla stefnir nú í uppgjör Reykjavikurliðanna Fram og Vikings. Víkingur fór norður um helgina og kom suður með fjögur stig, eftir 3-0 sigur á KA og siðan 3-0 sigur á ÍMA. Fram er enn taplaust — en Víkingur tapaði sinum fyrsta leik, gegn Fram, en síðan hefur Víkingur ekki tapað hrinu og það stefnir í að Víking nægi sigur gegn Fram til að komast upp í 1. deild vegna hag- stæðara hrinuhlutfalls. Staðan í 2. deild er nú: Fram 7 7 0 21- -4 14 Vikingur 7 6 1 20- -3 12 Breiðablik 7 4 3 14- -14 8 KA 5 1 4 4- -14 2 ÍBV 5 0 5 5- -15 0 ÍMA 5 0 5 1- -15 0 Loks fór fram einn leikur i I. deild karla. Stúdentar unnu stórsigur á Mími — sætasta sigur sem unninn hefur verið ívetur, 15-4,15-12,15-0. Það stefnir þvi í hörkuTeik þegar Stúd- entar — meistaramir, mæta Þrótti á miðvikudag. Sannkallaður úrslitaleikur i blakinu þá. Meistarar Vals sigruðu í Eyjum Islandsmeistarar Vals unnu 3. deildar lið Týs 20—15 1 Bikarkeppni HSÍ í Eyjum. Það var sannkölluó bikar- stemmning i Eyjum, 550 áhorfendur. Jafnræói var meö iiðunum i fyrri hálf- leik, þannig var jafnt, 3—3, 4—4, 5—5, 6—6, 7—7, 8—8 en Valsmenn skoruóu sfðasta mark fyrir hálfleiks og höfðu þvi yfir i leikhléi, 9—8. Valsmenn byrjuðu siðari hálfleik af krafti og lögðu þá grunn að öruggum sigri þó frammistaða 3. deildarliðs Týs væri með ágætum. Eyjamenn mættu of-1 jörlum sinum — meisturunum sjálfum. Það sem mesta athygli vakti í Eyjum var hve slök markvarzlan var hjá Val. Valsmenn voru án Ólafs Benediktssonar og hans stöðu tók Brynjar Kvaran. Sjálf- sagt ekki dagur Brynjars, en menn furðuðu sig á, að hann skuli vera í íslenzka landsliðinu. Hins vegar varði Egill Steinþórsson vel i marki Týs en sóknarleikur Týs var nokkuð i molum. Flest mörk Týrara skoraði Sigurlás Þorleifsson, 5, en þeir Helgi Ragnarsson og Logi Sæmundsson skoruðu 3 mörk hvor. Jón Pétur Jónsson skoraði flest mörk Valsmanna, 8, Steindór Gunnars- son 4 og Jón Karlsson 3. -FÓV. Sex Islandsmet íEyjum — íkraftlyftingum Sex íslandsmet litu dagsins Ijós i febrúarmóti ÍBV um helgina. Fatlaöir tóku þátt í kraftlyftingamótinu i Eyjum en ekki tókst þeim þó að setja íslands- met. Eyjamaðurinn Kristján Kristjánsson setti tvö Íslandsmet i 56 kg flokkinum. Hann setti met í# hnébeygju, lyfti 122.5 kg og bætti metið um 2.5 kg. Og Krist- ján sett einnig met í réttstöðulyftingu. lyfti 167.5 kg. Íþróttamaður Eyja, Óskar Sigurpáls- son, setti 4 met i nýjum flokki svo metin komu eiginlega af sjálfu sér. Óskar keppti i 125 kg flokki — át sig upp i hann, og i hnébeygju lyfti Óskar 300 kg. í réttstöðu fóru 340 kiló upp og á bekk- pressu 160 kg. Samtals lyfti Óskar þvi 800 kg — og allt eru þetta íslandsmet að sjálfsögðu. • FÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.