Dagblaðið - 23.04.1979, Side 9

Dagblaðið - 23.04.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. APRÍL 1979. 9 Perlufljót i Missisippifylki í Banda- rikjunum hefur löngum valdið grönnum sínum þungum búsifjum. í fyrri viku ollu miklar rigningar þvi að fljótið fór yfir bakka sína og svona var ástandið i borginni Jackson. Myndin er úr anddyrinu í einum af stórmörkuðum borgarinnar. Eig- andinn Lee Brown hefur brett galla- buxurnar upp og brugðið sér að símanum til að raeða við yfirvöld um ástandið. Karlmaðurinn í baksýn, sem situr i árabátnum, er vaktmaður fyrirtaekisins, sem raer um verzlunina á hverjum degi tii að athuga hvort allt séekki með kyrrum kjörum. ' • ■ : Tvær nýjar byggðir á vesturbakkanum Ríkisstjórn Israels samþykkti með naumum meirihluta á fundi sínum í gaer að heimila stofnun tveggja nýrra landnemabyggða á vesturbakka árinnar Jórdan, landsvæði sem þeir hertóku í styrjöldinni árið 1967 og mjög er umdeilt i þeim umræðum sem fram fara um frið í þessum heimshluta. Meirihluta íbúa svæðisins eru Palestínuarabar, sem ekki njóta nema mjög takmarkaðra réttinda. Stjóm Bandaríkjanna beitti sér mjög gegn því að heimilað væri að fleiri Israelsmenn settust þar að en þegar er orðið. Óttast ráðamenn í Washington að framhald landnáms- stefnu ísraelsstjórnar geti gert nýgerða friðarsamninga marklausa og hleypt öllu í bál og brand í Mið- austurlöndum. Vara- forseti ávallt ísam- bandi Walter Mondale varaforseti Bandaríkjanna er önnum kafinn maður og þarf því ávallt að vera hægt að ná til hans hvar sem hann er staddur á jarðkringlunni. Frændum vorum Dönum þótti þó fulllangt gengið, þegar siminn var tilbúinn á Kastrup fiugvelli um leið og vél vara- forsetans var lent eins og sjá má neðst á myndinni. Erlendar fréttir í'. Ródesía: Mikil þátttaka í kosningunum —en efasemdir um réttlátar og sannar niðurstöður talningar Þátttakan í kosningunum í Ródesíu, sem fram fóru í fyrri viku, hefur vakið mikla athygli og er hún sögð mun meiri en jafnvel bjartsýnustu stuðningsmenn stjórnarinnar í Salisbury gerðu sér vonir um. Tilkynnt var í gær að um það bil 64% kosningabærra manna hefðu greitt atkvæði. Þetta eru fyrstu kosningar í Ródesíu þar sem svartir íbúar landsins hafa veruleg áhrif. Ekki er talið að kosningaúrslit verði kunn fyrr en seinast í þessari viku. Margir eru þeir sem ekki eru mjög trúaðir á að fullkomins réttlætis verði gætt við talningu og uppgjöf kosninga- úrslita. Hefur meðal annars verið bent á, að undarlegt sé að rúmlega 101% kosningaþátttaka hafi verið í því héraði, sem tilheyrir höfuðborg lands- ins Salisbury. Kosningastjórnin hefur þó bent á að þetta geti meðal annars stafað af því að svo margir flóttamenn dveljist nú á þessu svæði en séu raun- verulega heimilisfastir í öðrum héruðum. KUWEIT SLÍTUR STJÓRNMÁLASAM- BANDIVIÐ EGYPTA Kuweit sleit í gær formlega stjórn- vanda Palestínuaraba, þrátt fyrir and- málasambandi við Egyptaland og búizt stöðu annarra arabaríkja. Engin araba- er við að önnur hægfara arabaríki geri þjóð væri fær um að koma Palestínu- fljótlega slíkt hið sama. Anwar Sadat, flóttamönnum til hjálpar önnur en forseti Egyptalands, sagðist mundi Egyptar. halda áfram ótrauður við að leysa Skákmótið í Montreal: PORTISCH EFSTUR EFTIR JAFNTEFU VIÐ SPASSKY Portisch frá Ungverjalandi heldur enn forustunni á skákmótinu t Montreal eftir að hafa gert jafntefli við Boris Spassky, fyrrum heimsmeistara, í gær í níundu umferð. Er mótið þá hálfnað. Timman frá Hollandi gerði jafntefli við Tal frá Sovétríkjunum. Skák Karpovs heimsmeistara og banda- ríska meistarans Kavalek fór í bið og virtist sá fyrrnefndi hafa unna stöðu. Hort mun hafa örlítið betri stöðu í skák sinni við Larsen frá Danmörku en hún fór einnig í bið. Skák Ljubojevic frá Júgóslavíu og Huebner frá Vestur- Þýzkalandi fór einnig í bið. Staðan á mótinu er nú þannig. Portisch, 6 vinninga, Karpov hefur 4,5 vinninga og tvær biðskákir og Tal fimm vinninga og eina biðskák. Huebner 4,5 og eina biðskák, Timman 3,5 og eina biðskák, Spassky 3 vinninga. Lestina reka þeir Kavalek og Larsen með 1,5 vinninga og þrjár biðskákir hvor. Biðskákirnar, sem eru átta, verða tefldar í dag og mun staðan þá liklega skýrast frekar. REUTER

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.