Dagblaðið - 23.04.1979, Side 11

Dagblaðið - 23.04.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. APRÍL 1979. 11 síðan áríð 1964 og aðeins einn sak- borningur hefur týnt lífinu i Banda- ríkjunum fyrir böðuls hendi síðan árið 1967. í Bretlandi hefur drápið á Airey Neave þingmanni og talsmanni íhaldsflokksins í málefnum Norður- írlands valdið miklu uppnámi. Hefur kröfum um endurupptöku dauða- refsingar mjög vaxið fylgi að því er virðist og nú eru raddir stuðnings- manna þess mjög háværar í Bret- landi. í Bandaríkjunum er og hefur verið unnið að lagabreytingum í mörgum ríkjum til að komast fram- hjá úrskurði hæstaréttar landsins. Var hann kveðinn upp árið 1972 og kvað á um að lög um dauðarefsingu samræmdust ekki stjórnarskrá Bandarikjanna. Ekki verður þó talið líklegt að böð- ullinn komi aftur á aftökupallinn í Bretlandi ásamt gálganum. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er meiri- hluti íbúa Bretlands því fylgjandi að hryðjuverkamenn, morðingjar og allir þeir sem þykja fremja hryllilega glæpi séu líflátnir. Til að dauðarefs- ing verði tekin upp aftur verður að samþykkja lagabreytingu í neðri deild brezka þingsins. Lengi hefur það verið svo að meirihluti þing- manna hefur verið dauðarefsingum andsnúinn. Hefur það bæði verið vegna siðfræðilegra ástæðna og ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer vegna þess að þeir hafa ekki talið hana félagslega hagstæða. í raun eru sömu aðstæður í Banda- ríkjunum Almenningur er fylgjandi dauðarefsingum en í það minnsta fulltrúar á löggjafarþingum hinna þró- aðri ríkja telja slíkt ekki rétt. Þó mun það vera svo að meirihluti er fyrir dauðarefsingum í nokkrum hinna fimmtíu ríkja Bandaríkjanna og eru þau aðallega meðal þeirra sem til Suðurríkjanna teljast. Það er aðeins talin spurning um hvert hinna þrettán Suðurríkja verður fyrst til að hengja, skjóta, drepa með gasi eða rafmagni eða jafnvel með eitri einhvem hinna óheppnu sem sitja í dauðadeildum fangelsanna. Áttatíu og fimm af hundraði þeirra fjögur hundruð og níutíu Banda- ríkjamanna sem sitja í svokölluðum dauðadeildum vegna þess að þeir hafa hlotið dauðarefsingu eru í Suðurrikjunum þrettán. Þar af er helmingurinn í Florida, Texas og Georgíu. Brátt líður að því, eins og áður sagði, að síðustu hindrunum vegna úrskurðar hæstaréttar Banda- ríkjanna frá árinu 1972 verði rutt úr vegi. Þá hefst ballið. Spurningin er aðeins sú hvaða ríki verður fyrst til. Kannski væri hugsanlegt að rétt- læta dauðarefsingu ef hún bæri þann árangur að draga úr morðum og gengi jafnt yfir alla. Því fer þó fjarri. Gott dæmi um það er að af þeim eitt hundrað og ellefu hvítu mönnum, sem fundnir voru sekir um að hafa myrt svarta meðbræður sína í Florida var enginn dæmdur til dauða. Allir hvítir sem sitja í dauðadeildum fang- elsa Florida, eða sjötíu og tveir, voru dæmdir fyrir morð á hvítum mönn- um. Meira að segja er hvítur maður aðeins einu sinni dæmdur til dauða fyrir morð á svertingja á móti hverj- um tíu svertingjum sem fá dauðadóm fyrir sama glæp. Sannleikurinn mun vera sá að dauðarefsing fyrir manndráp virðist engin áhrif hafa til fækkunar morða. Meira að segja virðist svo að dauða- refsing gæti dregið úr öllum tegund- um afbrota nema morðum. Hvernig væri til dæmis að setja dauðarefsingu við ýmsum stöðumælabrotum og öðrum einföldum umferðarbrotum. Slíkt væri vafalaust mjög áhrifaríkt og mundi nær algjörlega koma í veg fyrir slík brot. Fáir munu að visu vera slíku fylgjandi. Tíðni morða hefur ávallt verið mjög breytileg eftir löndum og þá væntanlega eftir siðum og venjum sem gilt hafa um afstöðu til ofbeldis og til dæmis hve auðvelt er að ná til viðeigandi vopna. Fátt annað getur skýrt þann mun sem er á morðum í Bandaríkjunum og Bretlandi. í fyrr- nefnda landinu eru morð sextiu sinn- um fleiri, bæði fyrir og eftir að hætt var að fullnægja dauðadómum. gera hér.” Og — svo notuð séu þín eigin orð í fyrrnefndri ritstjórnar- grein — „Neytendur eiga kröfu til að fá þá þjónustu sem þeir biðja um í þessu efni . . .” Ef taka á skoðanakannanir alvar- lega verður að vanda mjög vel undir- búning þeirra. Umfram allt þarf að gæta algjörs hlutleysis spyrjanda og síðast en ekki sízt þarf svarandinn að vita hvað við er átt með spurning- unni. Spurning Dagblaðsins var þessi: „Teljið þér að afgreiðslutimi verzl- ana ætti að vera frjáls eða óbreyttur frá því sem núer?” í grein minni í Mbl. gekk ég út frá því sem vísu að krafan um frjálsan afgreiðslutíma verzlana fæli í sér lengingu hans hjá matvöruverzlun- um. En þarf það að vera? Hvað er „frjáls" afgreiðslutími verzlana? 1. Er hann lenging til kl. 11 1/2 öll kvöld vikunnar? 2. Er hann stytting, t.d. til kl. 5, fimm daga vikunnar? 3. Er hann tilfærsla, t.d. lokað fyrir hádegi suma daga og opið fram á kvöld aðra daga? 4. Er hann „frjáls” þannig að hver og einn hafi opið þegar honum sýnist? Fyrstu spumingunni tel ég mig hafa svarað í umræddri grein í Mbl. og álit það fyrirkomulag útilokað við núverandi aðstæður. Þú bendir á að viðgangur verzlana Kjallarinn ÓskarJóhannsson í nágrannasveitafélögum Rvíkur, með lengri opnunartíma, sýni þörf- ina. Hver byrjaði það stríð í Keflavík? Var það ekki Kyndill? Hver er viðgangur hans nú, er hann til eftirbreytni? önnur spuming: Ein fullkomnasta og stærsta matvöruverzlun á Reykja- víkursvæðinu afgreiðir 55% af viku- sölunni á föstudögum og helminginn af því (þ.e. 27 1/2% af vikusölunni) á 3 timum frá kl. 4—7 á föstudögum: Afkastageta matvöruverzlana er orðin það mikil að þess vegna mætti stytta afgreiðslutímann til muna. Þótt bankarnir keppist um að sýna sem mestan hagnað hafa þeir stytt af- greiðslutímann í sparnaðarskyni og gleymdu víst ekki aðeins að láta fara fram „skoðanakönnun” meðal við- skiptavina heldur gleymdist líka að kanna viðhorf starfsfólksins. Líklega kærðu húsmæður og verzlunarfólk sig ekki um þá tegund af „frjálsum” opnunartíma í matvöruverzlunum. Þriðja spurning: Um tilfærslu á af- greiðslutímanum er það að segja að ef starfsfólkið á að vinna á eftir- vinnu- og næturvinnutíma, sem greiðast ætti í fríi aðra daga, þá yrði frítíminn á daginn að vera lengri og þar með er um styttingu afgreiðslu- tíma að ræða. Fjórða spurning: Ef algjört frjáls- ræði ríkti, vísa ég til ummæla karls í Rangárvallasýslu í Dagblaðinu og tel ekki þurfa meira um það að tala. „Allt í hringlandi vitleysu" „Ég vil hafa hann óbreyttan, því að annars óttast ég, að allt færi í hringlandi vitleysu og maður gæti aldrei gengið að vísum afgreiðslu- tíma, sem er okkur sveitafólkinu nauðsynlegt,” sagði karl í Rangár- vallasýslu. Fleiri tóku í sama streng og óttuðust stjórnleysi. „Það yrði öngþveiti í verzlunarmálum.” Af þessum vangaveltum getum við séð að sá sem þekkir aðeins eina hlið málsins er fljótastur að fella sinn dóm. Hinn, sem gerir sér grein fyrir fleiri þáttum þess, er ekki eins ákveð- inn og vill fara að öllum breytingum með gát, i þeirri von að allir geti vel við unað að lokum. Við megum ekki gleyma því að afgreiðslutími verzlana hefur víðtæk áhrif á þjóðlífið í heild og afgreiðslutími matvöruverzlana í Reykjavík er ekki nema hluti sem þarf að vera í samhengi við aðrar verzlanagreinar og margt annað. Aðalatriðið er að regla sé á þessum málum svo fólk komi ekki að einum dyrum lokuðum þegar aðrar eru opnar. Hlutverk borgaryfirvalda Reykja- vikur á aðeins að vera staðfesting á þeim reglum sem allir aðilar verzl- unarinnar koma sér saman um og eftirlit með að farið sé eftir þeim regl- um. Stjórnvöld stinga hausnum í sandinn Afstaða stjórnvalda til verzlunar og viðskipta hefur á undanförnum áratugum mótazt af fáfræði, óvild, tortryggni og vantrausti á verzlunar- stétt landsins. „Viö núverandi skipan verölagsmála w getur aukin þjónusta ekki fariö fram á eðlilegum viöskiptagrundvelli því bannað er að aukin þjónusta sé greidd af þeim sem hennar njóta.” Kostar nú 50 til 60 þús. kr. á mánuði að hita venjulegt íbúðarhús á Vest- fjörðum Það verður að teljast furðulegur sofandaháttur hjá fulltrúum okkar á Alþingi, þó allir séu þeir búsettir á hitaveitusvæði, að þeir skuli ekki hefja skelegga baráttu fyrir afléttingu þeirra drápsklyfja sem olíu- kostnaðurinn er. Hafa þeir og stjórnvöld ekki gert sér það ljóst að í dag kostar 50 til 60 þús. kr. á mánuði að hita venjulegt ibúðarhúsnæði með olíu? Eru mennirnir virkilega svo staur- blindir að sjá ekki hversu geigvæn- legur aukaskattur er hér á ferðinni, miðað við það sem er á þeim svæðum sem hafa hitaveitu? Eða er mönnum virkilega sama um þessa þróun mála? Kannski hugsa þeir, eins og heyrst hefur, að olíustyrkurinn komi nú þarnatil jöfnunar. Við skulum taka dæmið um fjögurra manna fjölskyldu. Hún fær eftir nýjustu krónutöluhækkun ríkis- stjórnarinnar kr. 20.000 í olíustyrk á 3ja mánaða fresti. Þessi sama fjölskylda þarf að borga á þessu þriggja mánaða tima- bili 150 til 180 þús. kr. í olíu vegna hitunar. En sams konar fjölskylda, sem býr á hitaveitusvæði, þarf að borga 20 til 24 þús. kr. fyrir 3 mánuði. Þetta er það réttlæti sem stjórn- völd ætla okkur olíusvæðisbúum að búa við. Haldi fram sem horfir verður varla langt í það að jafna megi aðstöðumun okkar og hitaveitusvæð- anna við kynþáttamisrétti. í þessu sem og mörgu öðru erum við sem annars eða þriðja flokks þjóðfélags- þegnar. Þrjár milljónirnar og ráðherrarnir Það ætti að minnsta kosti að vera umhugsunarefni fyrir ráðherrana, sem nú hafa uppi tilburði um að fá gefins úr ríkissjóði 3 milljónir til bíla- kaupa sér til handa, hvort ekki væri nú betur á samviskunni létt með því að leggja þær 27 milljónir á árs- grundvelli, sem væntanleg bílakaup kosta ríkissjóð, plús annað sem stofnframlag í olíusjóð til að létta byrði þeirra sem kynda þurfa með olíu. Þyki þeim við nánari athugun, blessuðum, það lítið stofnframlag er þeim í lófa lagið að margfalda það. Aukaskatt á hitaveitusvæðin til jöfnunar í áframhaldi af þessum hugsanlegu sinnaskiptum ráðherranna og kannski hinna óbreyttu þingmanna, a.m.k. dreifbýlisins, ætti nú þegar að leggja aukaskatt á alla notendur sem búa við þau forréttindi að geta hitað húsakynni sin mcð jarðvarma. Auka- skattur þessi, sem lágmark ætti að vera 30% á gjaldskrár hitaveitna, mundi að öllum líkindum gefa 900 til 1.000 milljónir í tekjur á ársgrund- velli. Þó skattur sem þessi væri álagður mundu íbúar hitaveitusvæða' eftir sem áður aðeins greiða brot af því sem fólk á olíusvæðunum verðu að gera vegna húshitunar. Skattaafsláttur sjálfsagður Auk þess sem hér hefur að framan verið sagt ættu ríkisstjórn og Alþingi að sjá sóma sinn i að breyta svo skattalögum að íbúum þeirra land- svæða sem kynda verða hús sín með olíu verði veittur sérstakur skatta- afsláttur, 25—30%, vegna þess gífur- lega kostnaðar sem því er samfara að hita upp með olíu. „Haldi fram sem horfír, verður varla ” langt í það, aö jafna megi aðstöðumun okkar og hitaveitusvæðanna við kynþáttamis- rétti.” Þeir stjórnmálamenn og flokkar sem ekki vilja kannast við þann hug til verzlunarinnar hafa ekki haft kjark til að rífa þjóðina út úr þeim vítahring sem steinrunnið haftakerfi hefur hneppt hana í. Öll þessi ár hafa viðskipta- og efnahagsmálin verið mesti höfuðverkurinn. Aldrei er farið að ráðum þeirra manna sem mesta 'þekkingu og reynslu hafa á sviði verzlunar og viðskipta. Þótt árangur frjálsræðis í við- skiptamálum nágrannaþjóðanna hafi blasað við okkur í áratugi hafa ís- lenzk stjórnvöld stungið hausnum í sandinn og útkoman er tífalt meiri verðbólga hér en þar sem frjáls verð- myndun og samkeppni vær að njóta sín. Dagblaðið hefur að einkunnarorð- um að það sé frjálst og óháð blað og það hefur vakið máls á mörgu sem flokksbundin blöð eiga ekki eins auð- velt með að gera. Væri ekki verðugt verkefni blaðsins að kynna ýtarlega hina nýútkomnu stefnu Verzlunar- ráðs íslands í efnahags- og viðskipta- málum, og fræða fólk um verzlun og viðskipti almennt? Síðan mætti efna til vandaðrar skoðanakönnunar um hvort fólk vildi áframhaldandi höft og tífalda verðbólgu eða frjálsræði í viðskiptum eins og allar nálægar þjóðir búa við. Ef almenningur vissi um hvað væri spurt má fullvíst telja að niðurstöður þeirrar skoðanakönnunar yrði ekki aðeins vilji þjóðarinnar um frjálsan afgreiðslutíma heldur frjálsa verzlun á íslandi. Virðingarfyllst, Óskar Jóhannsson kaupmaður. Með þessum hætti gæti stjórn hinna vinnandi stétta, sem svo kallar sig, stigið skref til jöfnunar lífskjara. Þingmenn olíu- svæðanna: Vaknið af þyrnirósarsvefn- inum Það er skýlaus krafa til okkar full- trúa á Alþingi að þeir rumski nú og beri fram á Alþingi frumvörp sem leiði til jöfnunar á þvi gífurlega mis- rétti sem hér hefur verið lýst og öllum er væntanlega kunnugt um. Með því fengist úr því skorið hvort Alþingi eða meirihluti þess er haldinn slikri staurblindu að telja þetta hróplega misrétti eðlilegt. Það yrði vissulega með því fylgst hver afstaða þing- manna yrði dl tillagna eins og hér hefur verið á bent eða annarra er leiða til jöfnunar á lífskjörum varð- andi þennan tiltekna þátt i heimilis- haldinu. Að lokum. Er það vonlaust að vænta megi frumkvæðis einhvers eða einhverra dreifbýlisþingmanna til leiðréttingar? Karvel Pálmason. Bolungarvík y

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.